Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Á þriðja ár í stríði við tryggingafélagið Samvinnutryggingar afgreiddu tjón samkvœmt röngum upplýsingum lögreglu. Þráttfyrir leiðréttingar er engu þokað. r Eg ætla að halda þessu máli vak- andi þar til sanngjörn og rétt niðurstaða liggur fyrir. Ég er alls ekki búinn að gefast upp þótt maður hafi orðið að þola ýmislegt furðulegt. Það er kergja í mér að koma í veg fyrir að aðrir lendi í sömu reynslu og ég, segir Markús Sigurðsson bifreiðastjóri hjá Landleiðum í samtali við Þjóð- viljann. Nú eru liðin rúm tvö ár frá því að skólabifreið sem Markús ók í Hafnarfirði lenti í árekstri við fólksbifreið. Við eftirrekstur málsins gagnvart Tryggingafélagi Landleiða, Samvinnutryggingum og lögreglunni í Hafnarfirði hefur ýmislegt furðulegt komið á dag- inn, sem skjöl og lögregluskýrsl- ur í málinu bera vitni. Að sögn Markúsar varð árekst- urinn með þeim hætti að öku- maður fólksbifreiðarinnar skeytti ekki hindrun sem var á vegi hans, steig á hemla á hálli götunni ög rann því bifreiðin inn á götuna og utan í skólabílinn sem hafði Hafrannsókn Jakob Jakobsson skipaður forstjóri Sjávarútvcgsráðherra hefur skipað Jakob Jakobsson fiski- fræðing forstjóra Hafrannsókn- arstofnunar næstu fimm árin. Áður hafði nýskipuð stjórn stofn- unarinnar mælt með Jakobi í embættið. Auk Jakobs sóttu um stöðu forstjóra þeir dr. Jakob Magnús- son fiskifræðingur og dr. Svend- Aage Malmberg haffræðingur. Ekki hefur enn verið ráðið í embætti aðstoðarforstjóra. Um stöðu aðstoðarforstjóra á sviði hafrannsókna sóttu þeir dr. Jak- ob Magnússon, Guðni Þorsteins- son, Hjálmar Vilhjálmsson, Ólafur Karvel Pálsson, Sigfús A. Schopka og dr. Svend-Aage Malmberg, allir starfsmenn Haf- rannsóknarstofnunar. Um stöðu aðstoðarforstjóra á rekstrarsviði sóttu þeir; Haraldur Jóhannesson, Sigurður Lýðsson og Vignir Thoroddsen. Nýskipaður forstjóri og stjórn stofnunarinnar mun fjalla um þessar umsóknir nú á næstunni. -Ig- sveigt eins Jangt útaf veginum til hægri _og mögulegt var. Sam- kvæmt fyrstu lögregluskýrslu voru ökumenn sammála um að- draganda árekstursins. Þegar lögregluskýrslan berst Samvinnutryggingum er rútubif- reiðin hinsvegar orðin tjónvaldur og greiddi tryggingafélagið eiganda fólksbifreiðarinnar því stærstan hluta tjónsins. Ekki var ökumaður skólabif- reiðarinnar ánægður með þessi málalok og óskaði eftir að sjá skýrslu lögreglunnar frá árekstr- inum og vettvangsuppdrátt. Hafði hann ekki verið kvaddur áður á fund lögreglunnar til að staðfesta áðurnefnda skýrslu. „Þessir pappírar voru svo meingallaðir og vitlausir, einkum uppdrátturinn frá árekstrarstað, að engu lagi var líkt. Ég mótmælti þessum uppdrætti og viðkomandi lögreglumaður teiknaði nýjan sem var meira í líkingu við það sem eðlisfræðin hefur kennt manni að gerist þegar stigið er á hemla. Það sem kom mér þó mest á óvart var sú afstaða tryggingafé- lagsins að gleypa svo hrátt hina fyrri skýrslu og taka hana sem fullgilt gagn. Engin athugasemd heyrðist frá þeim og enn í dag hefur tryggingafélagið ekki séð ástæðu til að endurskoða fyrri af- stöðu sína, þrátt fyrir leiðréttingu lögreglu, sem þó vantar mikið uppá. Þvert á móti hafa einstaka starfsmenn félagsins þráast við og sent frá sér lögfræðilega álitsgerð þar sem hver vitleysan rekur aðra og gengið er út frá úreltum gögnum frá lögreglunni. Það er ekki nema von að menn spyrji í hverra þágu starfar þetta trygg- ingafélag. • í fljótfærni greiða þeir tjónvaldi bætur og vilja síðan ekki viðurkenna mistök sín. Þeir geta ekki heldur kennt lögregl- unni um, því henni var ekki gef- inn kostur á að leiðrétta mistök sín áður en tjónvaldi var greitt fyrir skemmdir á bifreið hans. Á pappírum félagsins er ég ennþá stimplaður í órétti. Þessu vil ég ekki una og hef því sent málið til lögfræðings. Hann óskaði eftir því að þrjú vitni að árekstrinum yrðu látin gefa skýrslu. Á sínum tíma vildi lög- reglan ekki leyfa þeim að bera vitni, en í skýrslum vitnanna kemur fram að skýrsla lögregl- unnar af árekstrinum er og var meingölluð. Málinu er því alls ekki lokið ennþá og ég ætla að halda því vakandi þar til sann- gjörn og rétt niðurstaða liggur á borðinu“, sagði Markús Sigurðs- son. -Ig. Nýr skóli 750 nemendur hef ja nám Hlnn nýi Verkmenntaskóli á Ak- ureyri verður settur í fyrsta sinn í septemberbyrjun. Með til- komu hans hverfa úr sögunni framhaldsdeildir Gagnfræða- skólans og Iðnskólinn. Framtíð- arhúsnæði VMA er nú að rísa á Eyrarlandsholti á Suðurbrekk- unni. Gífurleg aðsókn er að skólanum og er uþb. þriðjungur nemenda utanbæjarfólk en það kallar óhjákvæmilega á ákveðnar ráðstafanir í húsnæðismálum. Nefnd sem hefur kannað það mál mælti með því að byggt verði við heimavist MA en engar ákvarð- anir hafa verið teknar. Tíðindamaður Þjóðviljans spjallaði við Bernharð Haralds- son skólameistara á dögunum og spurði fyrst hver væri sérstaða Verkmenntaskólans og verka- skiptingin á milli skólanna á Ak- ureyri. - Þar er ákveðin verkaskipting og um leið mjög góð samvinna. Bæði Menntaskólinn og Verk- menntaskólinn starfa eftir náms- skrá fyrir framhaldsnám á Norð- urlandi. VMA hugar kannski fyrst og fremst að þeim námssvið- um sem veita starfsréttindi. Enn- fremur býður hann upp á nám sem leiðir til stúdentsprófs. Og fyrsti stúdentahópurinn verður útskrifaður vorið 1985. MA er kannski fyrst og fremst skóli sem býr menn undir Háskólanám. VMA er meira beggja blands. Hann er skóli atvinnulífsins en veitir líka þeim sem það vilja þennan möguleika. Hvað verða margir nemendur við skólann? - Nemendur innritaðir í fullt nám eru uþb. 750 og þá eru ótald- ir þeir nemendur sem sækja hin ýmsu námskeið. í markmiðslýs- ingu skólans er gert ráð fyrir að við reynum að standa fyrir endur- menntunarnámskeiðum fyrir fólk í hinum ýmsu störfum, td. tölvunámskeiðum sem mikil þörf er fyrir og mikil aðsókn að. Nú eru sjálfsagt ýmsir byrjun- arörðugleikar? - Já, það verður tam. kennt á einum sex stöðum. Það er kann- ski ekki nýlunda að skólar séu á mörgum stöðum en við verðum Styrkir Frá Vestfíröingafélaginu Eins og undanfarin ár verða í ágúst veittir styrkir úr Menn- ingarsjóði vestfirskrar æsku til vestfirskra ungmenna, til fram- haldsnáms sem þau ekki geta stundað í heimabyggð sinni,. Forgang um styrk úr sjóðnum hafa að öðru jöfnu: I. Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu sína, föður eða móður og éinstæðar mæður. II. Konur, meðan ekki er fullt jafnrétti launa. Ef ekki berast umsóknir frá Vestfjörðum koma eftir sömu regium Vestfirðingar búsettir utan Vestfjarða. Félagssvæði Vestfirðingafélagsins eru allir Vestfirðir (ísafjörður, ísafjarð- arsýslur, Barðastrandar- og Strandasýsla). Umsóknir þarf að senda fyrir lok júlí og skulu meðmæli fylgja umsókn frá skólastjóra eða öðr- nm sem þekkir umsækjanda, efni hans og ástæður. Umsóknir skal senda til Menn- ingarsjóðs vestfirskrar æsku c/o Sigríður Valdemarsdóttir Njálsgötu 20, 101 Reykjavík. Á síðasta ári voru veittar 27.000 krónur til fjögurra vest- firskra; ungmenna. í stjórn sjóðsins eru: Sigríður Valdemarsdóttir, Þorlákur Jóns- son og Guðríður Jónsdóttir. það vonandi ekki lengi því það gerir okkur erfitt fyrir bæði varð- andi stjórnun og svo öll sam- skipti. Menn kynnast verr. Hvað er næst á dagskrá í bygg- ingarmálum skólans? - Nú er verið að bjóða út bók- námsálmu sem er sú fyrsta af þremur og hún þarf að vera full- búin eftir tólf til þrettán mánuði. Hún er á þrettándahundrað fer- metra. Vonandi standast þessar áætlanir. Ertu ekki bjartsýnn á fram- haldið? - Allir hlutir standa alltaf til bóta. Það þýðir ekkert að vinna að uppbyggingu nýs skóla ef menn eru mjög þjakaðir af svartsýni, sagði Bernharð Har- aldsson skólameistari að lokum. -Þá Þeir unnu ekki stóra sigra á landsmóti UMFÍ að þessu sinni en kannski verma þeir verðlaunapallana einhvern tíma síðar. Ljósm. Loftur. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 19. júll 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.