Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 6
HEIMURINN Lokað á morgun, föstudaginn 20. júlí, vegna jaröar- farar Ragnars Jónssonar forstjóra. Bókaútgáfan Helgafeil Víkingsprent h/f MUNIÐ FERÐJ Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnum um allt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sími 91-81290 Eiginmaður minn RagnarJónsson forstjóri Njörvasundi 43 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknar- stofnanir. Björg Ellingsen Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar Eðvarðs Geirssonar flugvirkja. Guð blessi ykkur öll. Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir Fjóla Eðvarðsdóttir Geir Eðvarðsson Ingibjörg Sólveig Eðvarösdóttir og aðrir aðstandendur. mánaðarlega. Hagstjórar Lík- údstjórnarinnar hafa sýnt sjald- gæft ábyrgðarleysi í fjármálum - t.a.m. var Avidor, fyrrum fjár- málaráðherra, frægur fyrir það fyrir síðustu kosningar, að lækka tolla á bílum, litasjónvörpum og öðrum munaðarvarningi rétt fyrir kosningar og kynntu slíkar ráðstafanir enn frekar undir kaupæði og verðbólgubál. En mestu veldur um efnahagsá- standið að hernaðarútgjöldin nema 20-30% af vergri þjóðar- framleiðslu. Öllu fylgir svo geysi- leg skuldasöfnun, ög hafa skuldir aukist um 10 miljarði dollara á sl. tveim árum. Myntin, shekel, er ekki lengur frjáls til skipta og dollarinn gengur á svörtum markaði á 30% hærra verði en opinbert gengi segir til um. Ef ekki kæmu um þrír miljarðir doll- ara á ári frá Bandaríkjunum í lán og gjafir, þá væri skipið að líkind- um sokkið. Stóru flokkarnir þora fátt að segja um efnahagsmál, því sannleikurinn um þau er engin kosningabeita. Líklegt er að byrj- að verði eftir kosningar á því að frysta laun og verðlag og taka upp allsherjargjaldeyriseftirlit, en allt verður það nokkuð sársaukafullt ef að líkum lætur og mun auka atvinnuleysi, sem nú er um 5%. Palestínumál Hægristjórn Begíns og Shamírs hefureyttgífurlegu fé til að koma upp gyðingabyggðum á her- numdu landi á vesturbakka Jór- danar og Shamír leggur áherslu á, að þeirri stefnu verði fylgt áfram. Og öllum hernumdu svæðunum haldið áfram. Það er í sama anda, að Líkúdstjórnin er treg til að draga ísraelskan her til baka frá suðurhluta Líbanon, eins þótt hernámið sé dýrt í mannslífum (um 600 ísraelskir hermenn hafa fallið þar síðan síðasta Líba- nonstríðið hófst). Verkamanna- blokk Peresar vill flýta brottför- inni frá Líbanon. En að því er varðar hernumdu svæðin er stefnan mjög óljós. Peres segist að vísu vilja hætta að byggja upp gyðingabyggðir. En íiann vill halda þeim sem til eru (þar búa nú um 28 þúsundir manna). Hann segist vilja semja um Vest- urbakkann við Jórdaníu, kannski með það fyrir augum að Jórdanir fái hluta hernumdu svæðanna. Enginn veit hvað þetta í rauninni þýðir, og enginn er kominn til með að segja að Jórdanir vilji láta flækja sér í slíkar viðræður. Hvorugur stóru flokkanna hef- ur ný svör við mjög þungvægri spurningu: Hvernig ætla ísraelar að halda áfram að fara með vald yfir 1,4 miljónum Palestínuaraba á hernumdu svæðunum, sem ekki njóta fullra pólitískra réttinda, og gera áfram tilkall til að vera lýð- ræðisríki? Og þegnrétt vilja stóru flokkarnir ekki heldur gefa þessu fólki í ísrael, því þá væri ísrael ekki lengur gyðingaríki fyrst og fremst heldur ríki tveggja þjóða. Til eru friðarhreyfingar sem bjóða fram í kosningunum og byggja með ýmsum tilbrigðum, á þeirri lausn mála, sem felst í því að Palestínumenn stofni sérstakt ríki á Gazasvæðinu og á Vestur- bakkanum. Tveir listar eru öðr- um líklegri til að fá fylgi: Lýðræð- isfylkingin, sem kommúnistar eru áhrifamestir í, og Friðarlisti framfarasinna. Þessir listar höfða einkum til þeirra 17% ísraelskra borgara sem eru Arabar, margir þeirra kristnir. En ísraelsk friðar- hreyfing, sem stundum hefur efnt til fjölmennra mótmælaaðgerða, m.a. gegn stríðinu í Líbanon, er sundruð pólitískt eins og á stend- ur og mun því ná minni árangri í kosningum en ella. Árni Bergmann. Hornsteinn lagður að nýrri synagógu rétttrúaðra: þeir heimta að bókstafurinn gildi fyrir alla. Rétttrúnaður klýfur ísraela í fylkingar Krafan um að lög trúarinnar verði lög landsins ísrael á það sameiginlegt með arabískum grannríkjum, að þar er allvoldug hreyfing, sem stefnir að því að gera lög trúarinnar að lögum landsins og í reynd að því að gera illa líft þeim sem ekki vilja beygja sig undir þá nauðung. Hér er um að ræða minnihluta rétt- trúaðra, sem reyndar eru klofnir innbyrðis, en hafa haft miklu meira vald í ísraelskum stjórn- málum en fjöldi þeirra segir til. Ástæðan er sú, að stóru blokkirn- ar tvær til hægri og vinstri hafa þurft á fleiri eða færri fulltrúum hinna rétttrúuðu flokka að halda tU að geta myndað meirihlutast- jórnir í landinu. Hinir rétttrúuðu hafa því til leiðar komið, að skemmtanir og almannasamgöngur liggja niðri á sabbatsdegi gyðinga. Begin varð að kaupa stuðning rétttrúar- flokksins Agudat Isroel með því, að banna flugvélum ísraelska flugfélagsins EL AL að fljúga á þeim degi - hvar sem þær væru staddar í heiminum - og hafði þetta í för með sér ómældan kostnað. Trúflokkarnir taka til sín miklar fjárfúlgur til guðfræði- skóla sinna og þeir 60 þúsund ungir menn sem nú eru við nám í þessum skólum - Jeshivot - eru undanþegnir herþjónustu. Réttt- rúaðir hafa reynt að koma í veg fyrir fornleifagröft og stundum tekist, og afar ljót mál eru til eins og þegar jarðneskar leifar Teresu Angelovic frá Rúmeníu fengu ekki að hvíla í friði fyrir ofstækis- mönnum í gyðinglegum grafreit. En Teresa var gift gyðingi og lifði sem gyðingur og sat meira að segja í fangabúðum nasista af því þeir töldu hana gyðing - allt þetta reyndist einskis virði í augum þeirra ofstopamanna sem ein- blína á bókstaf lögmálsins. Mikið vald Sérviska hinna rétttrúuðu gerði ekki svo mikið til, ef þeir reyndu ekki sýknt og heilagt, sem fyrr var rakið, að þvinga lífs- mynstri sínu upp á þjóðfélagið í heild. Þeir vilja að ísrael sé „halakha“-ríki - m.ö.o. að þar séu lög trúarinnar algild. Trúar- ríkið á að vera áfangi í að gera alla ísraela rétttrúaða (sem þeir eru vitanlega ekki, meirihlutinn er annaðhvort umburðarlyndur í trúmálum eða afksiptalaus). Margir reyna í ísrael að beita sérgegn þessum hópum, ekki síst mannréttindasamtök ýmiskonar, sem berjast fyrir rétti til borgara- legra hjónabanda (rabbíarnir hafa nú einkarétt á fjölskyldu- málum) og fleiru. Sumir berjast fyrir jafnrétti hinna ýmsu strauma í gyðingdómnum, aðrir leggja áherslu á að gyðingdómur sé fyrst og fremst menningar- hugtak. En þessi viðleitni er erfið vegna þess, að sem fyrr segir eru trúuðu flokkarnir einatt í odda- aðstöðu á þingi. Þeir eru að vísu skiptir á eina sex lista í kosning- unum nú í júlí, en lfklega nógu sterkir samt til að halda kverka- taki sínu á hinu ísraelska pólitíska kerfi. Ein alvarlegasta hlið rétttrún- aðarins birtist í þeim samtökum, Gúsh Enúmim, sem harðast ganga fram í að byggja upp gyð- ingabyggðir á hernumdu svæðun- um. Þar við bætast leynisamtök sem vilja berjast fyrir „Stór- ísrael“ með hermdarverkum, og hafa um tuttugu manns úr því liði komið fyrir rétt fýrir skömmu fyrir sprengitilræði gegn arabísk- um borgarstjórum, ísraelskum friðarsinnum og fleira fólki. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 19. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.