Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 7
Uppskrift Heiðars Jóns Hannessonar Mannlíf hefur mikinn áhuga á uppáhalds uppskriftum lesenda sinna. Jafnt aðalréttum, eftirrétt- um og forréttum. Hversdagsmat- ur og sparimatur, sultugerð og kökuuppskriftir, allt er þetta á óskalista. Nesti í ferðalagið er einnig áhugamál mannlífs. Látið okkur vita ef þið hafið góðar uppskriftir í pokahorninu, helst það sem þið gerir oftast og hrein- lega kunnið utanbókar. Hér er uppskrift að rétti sem Heiðar Jón Hannesson býður gestum sínum gjarnan upp á. Þeir hafa borið matnum mikið lof enda kom í Ijós að Heiðar gat auðveldlega mælt uppskriftina af munni fram þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann. Aðferð: I) Fiskurinn steiktur upp úr örlitlu smjöri og kryddaður með salti og pipar. 2) Sveppir, laukur og hvít- laukur einnig steikt úr smjörinu. 3) Rækjuosti, majonesi, rjóma, hvítlauksdufti og arómati hrært saman. 4) Fiskurinn látinn í eld- fast mót. Sveppir og laukur ofan á, ásamt ostinum. Þetta er síðan látið vera í um 2oo °C heitum ofni þangað til það er orðið Ijósbrúnt. UMSJÓN: JÓNA PÁLSDÓTTIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.