Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 10
LANDÐ 100 daga áætlun Macintosh tölvan var kynnt 24. janúar 1984 og hafa menn síðan keppst við að lofa þessa nýju tölvu. Apple gerði djarfa 100 daga áætlun. Áætlað var að selja 50.000 tölvur fyrstu 100 dagana. Áætlunin stóðst engan veginn, salan varð 70.000 stykki. Nú er ljóst að Macintosh tölvan frá Apple er mest selda nýja einkatölva sögunnar. En hvers vegna er Macintosh tölvan svona vinsæl? Megin ástæðan er sú að það er svo auðvelt að nota Macintosh. Það tekur ekki nema u.þ.b. 2 klst. að læra svo vel á hvert forrit að hægt er að nota það af fullum krafti í stað margra daga eða vikna. Þegar þú ert búinn að læra eitt forrit þá er auðvelt að læra fleiri því skipanirnar eru alltaf eins. Macintosh er fyrirferðar- lítil og kemst auðveldlega á skrifborð og tekur litlu meira pláss en sími. Ekki skortir Macintosh tölvuna hraða né getu því hún er búin einni öflugustu örtölvu sem um getur. Motorola 68000 sem er 32 bita. Það er enginn vafi á því að það verður rifist um þessar fáu tölvur sem við höfum fengið. Sjón er sögu ríkari. Komdu og kynnstu Macintosh frá Apple. KYNNINGARVERÐ KR. 75.000 ÚTBORGUN KR. 15.000. EFTIRSTÖÐVAR Á ALLT AÐ10 MÁNUÐUM ^jfpppkz computcr aiii Skipholti 19 ^ Sími 29800 jölvudeilc Robina Hiwlitt frá Nýja-Sjálandi. Þetta er sjöunda sumarið sem hún fæst við flök í íslenskum frystihúsum en er á förum. Hér er mikil vinna, segir Robina, - en finnur mikinn mun á launum síðan hún kom hér fyrst. Miklu erfiðara að leggja fyrir, og það kostar allt miklu meira núna en fyrir einu til tveimur árum. Það er fljótlega rokið að skoðunarmönnum og þeir færðir í sloppa, - rétt hægt að losna við hattburð. Hér eru framleidd mat- væli, og kröfur um hreinlæti alltaf að aukast. f Hnífsdalsfrystihúsi er allur skjólfatnaður þveginn að kvöldi og starfsmenn fá hreint að fara í að morgni. Þetta er ekki orðin krafa enn frá eftirlits- mönnum eða verkalýð, en til ör- yggis fyrir framleiðandann og til þæginda mikilla fyrir verkafólk. Það er gengið um sali, rætt við mann og annan, skoðaðir fisk- borgarar og lífvörður grálúðu- flaka kannaður, litið inní sjopp- una sem íþróttafélagið Reynir rekur, meistaraflokkur karla er í fjórðu deildinni núna en það stendur að sögn til bóta. Okkur er sagt að húsið sé hitað upp með varma frá frystivélunum, - ekki alveg ónýtt í orkuþrengingum vestfirðinga. Að lokum er sest að kaffi með þeim Sveini og Friðriki, sögð frystihússævintýri og sögur úr pólitíkinni, og nokkrar tvíræðar að auki- Við spurjum annan þing- mann Reykjavíkurkjördæmis hvað hann sé að vilja í fisk vestur í Hnífsdal; svarið er að hann sé hér í einskonar sumarfríi í fjarveru framkvæmdastjórans, Konráðs Jakobssonar, þetta er sjötta sumarið. Konan er frá Hnífsdal og tengdapabbi einn eigenda frystihússins, framkvæmdastjóri útgerðarinnar og stjórnarfor- maður fyrirtækisins. - Það er í rauninni hvíld að komast í þetta starf eftir óreglu- vinnu og puð í þinginu, segir Friðrik, -maður hefur gott af því að fá að fylgjast með grundvallar- atvinnuveginum, og fyrir borgar- búa einsog mig er mjög hollt að kynnast málefnum landsbyggðar- innar. Þetta er góð jarðtenging fyrir stjórnmálamenn. Við kveðjum Frikka og hans lið á hlaðinu og vonum að vara- formaður Sjálfstæðisflokksins fái líka tækifæri til að kynna sér launakjör starfsmannanna - þá er aldrei að vita nema tíðinda sé að vænta á næsta þingi. Tura Guðmundsdóttir til vinstri. Sú sem snýr baki við Ijósopinu er heimskona sem sagðist vera komin í Hnífsdal til að gleyma, og vonaðist til að litríkt verbúðalífið hjálpaði sér til þess. Skeljungur h.f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.