Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 16
LANDÐ Samgöngur íkarus á ísafirði ísafjörður er ekki bara Eyri og Tangi og neðsta og hæðsta; innan kaupstaðarlands er líka nýbyggð við fjarðarbotninn og Hnífsdalur í fimm kflómetra fjarlægð. Bæjarstjórnin hefur brugðist við með því að taka á leigu stræt- isvagn til reynslu og hóf hann ferðir 26. júní. Gengur á klukku- stundarfresti inní Fjörð og útí Hnífsdal, örar á annatímum kvölds og morgna. Tilraunin stendur frammí september og ræðst framhald af móttökum íbúa. Forráðamenn sögðu þenn- an vísi að ísfirskum almennings- samgöngum hafa gengið vel hing- aðtil, en raunar mætti búast við að strætisvagns sé meiri þörf að vetrinum. Sumarstrætó ísfirð- inga er af hinni frægu Ikarus-gerð og fékkst leigður með ekli úr Mosfellssveitinni á góðum kjörum. Strætisvagninn í miðbæ ísafjarðar. Mynd:-m. Ef þú ert á höttunum eftlr elnhverju sérstöHu... ergottað hafa UI5A í vasanum Það er líklegt að þlg langl að versla dálítlð í næstu ferð þlnni tll útlanda. Pá langar þig KannsKi að Kaupa eltthvað sérstaKt: 5Kartgripi, húsmuni eða vönduð föþ — eltthvað til að gleðja fólKlð heima. Þótt þú sért vafalítið tll í að Kosta miKlu tll, þá er eKKi víst að þér flnnist sKynsamlegt að fórna síðustu seðlunum eða ferðatéKK- unum í að Kaupa grlpinn góða. En sértu með VI5A í vasanum ertu vel á vegi staddur. VI5A er einn útbrelddastl gjaldmiðill heims. - ! ■ Gönguleiðir Horn- strandir og Jökul- firðir Hornstrandir hafa löngum þótt forvitnilegur landshluti og í Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar er sagt frá fólkinu, sem byggði þær. A hverju sumri leggja hundruð manna leið sína til Hornstranda og vilja gjarnan hafa í veganesti þann mikla fróð- leik, sem er að finna { Horn- strendingabók, en hún er á hinn bóginn svo viðamikið verk, að erfítt er að taka hana með sér í langar og strangar gönguferðir. Ur þessum vandkvæðum hefur nú útgefandi Hornstrendinga- bókar, Bókaútgáfan Örn og Or- lygur bætt með því að gefa út bókina Gönguleiðir á Horn- ströndum og Jökulfjörðum. Höf- undur er Snorri Grímsson, ættað- ur af Hornströndum og þaulkunnugur þar um slóðir. I bókinni er greint frá helstu al- mennum gönguleiðum um Horn- strandir og Jökulfjörðu, tíndir saman fróðleiksmolar úr ýmsum áttum og er þetta tengt frásögn- um Þórleifs í Hornstrendinga- bók. Er það gert með því að birta viðkomandi biaðsíðunúmer í Hornstrendingabók á spássíu hinnar nýju bókar. Þess ber sérstaklega að geta, að í hinni nýju bók eru jarðfræð- iskýringar eftir Leif A. Magnús- son, jarðfræðing, og er að mikill fengur. Fjöldi ljósmynda er í bókinni, sem gera efni hennar skiljanlegra og aðgengilegra. Bókin, Gönguleiðir á Horn- ströndum og Jökulfjörðum er ómissandi handbók fyrir þá, sem ferðast um þessar slóðir. Hún er 92 bls. í þægilegu vasabroti, sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnarfelli hf. Sigþór Jakobsson hannaði kápu. -mhg Leggjum ekki af stað í feröalag í lélegum bíl eða illa útbúnum. Nýsmurður bíll meöhreinniolíu og yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík- legur til þess að komast heill á leiðarenda. ||UMFERÐAR 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.