Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Af hverju má Albert ekki verða forsætisráðherra? Málningarvinna Loksins viðrar „Loksins viðrar til að mála þakið", sagði Einar Gíslason sem var í gær að Ijúka við að olíumála þakið á sumarbústaðnum sínum, Lynghólsvík í Hólmslandi við Suðurlandsbraut. „Við erum búin að vera hér í sumarfn'inu frá 8. júlí. Þá var sól í tvo daga og síðan ekki meira. Nú er um að gera að nota tímann áður en fríinu lýkur“, sagði Ein- ar. Hann keypti sumarbústaðinn E'rir 6 árum ásamt konu sinni, Ólafíu Hafliðadóttur. Sögðu þau gott að fara úr stressinu, þótt ekki væri leiðin löng, og dunda við bústaðinn sinn. Þar hafa þau gert |húsið upp, byggt við, reist gróð- urhús og ræktað garðinn. Þau búa yfir veturinn á Vesturgötu 21. Mynd -eik. Guðrún Agnarsdóttir Vandinn fyrirséður „Eg frétti um aðgerðir ríkis- stjórnarinnar, eins og aðrir landsmenn, í gegnum fjölmiðla. Það er ekki langur tími sem full- trúum stjórnarandstöðu gefst til að mynda sér skoðun á efnahags- aðgerðunum áður en þeim er ætl- að að tjá sig um þær“, sagði Guð- rún Agnarsdóttir þingmaður Kvennalistans við Þjóðviljann í gær. „Sá vandi útgerðarinnar sem ríkisstjórnin hyggst nú mæta með neyðarráðstöfunum og bráða- birgðalögum var fyrirsjáanlegur og í raun til staðar fyrir löngu. Þess vegna hefði átt að vera svig- rúm til að gera samfelldar lang- tímaáætlanir í stað þess að bíða þar til ailt var í óefni komið. Mér þykir vandséð að þessar aðgerðir leysi vanda sjávarútvegsins til langtíma nema síður sé. Ef slík- um aðgerðum er beitt hlýtur óhjákvæmilega að þurfa að fylgja þeim öflug atvinnuuppbygging. Mér líst illa á það að hús- byggjendur og launafólk hafi bol- magn til að taka á sig hækkaða útlánsvexti eða að þeir muni njóta góðs af hækkuðum innlánsvöxtum. Þó fagna ég því að ríkisstjórnin skuli nú loks sjá ástæðu til þess að draga saman seglin í ótímabærum framkvæmdum eins og við flug- stöð og seðlabanka. Best þætti mér ef hún færi að tillögum Kvennalistans og hætti við þær með öllu,“ sagði Guðrún Agnars- dóttir. -jn Kjartan Jóhannsson Enn ein árásin Menn hljóta að spyrja sig fyrst að því hvort þetta sé ekki enn ein árásin á kjör fólksins í landinu. Það vekur auðvitað athygli að í þeim er ekkert um það að tryggja hag almennings í landinu; það er ekkert um það að vaxtahækkunin eða aðrar ráðstafanir vaði ekki útí verðlagið og ekkert um það að fólk verði ekki skattlagt til að standa undir þessum ráðstöfun- um. Það er nánast einsog launa- fólk sé ekki til og það er máske táknrænt fyrir þessa ríkisstjórn, sagði Kjartan Jóhannsson for- maður Alþýðuflokksins þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á að- gerðum ríkisstjórnarinnar. - Þaö er tvennt sem ber einna hæst; í fyrsta lagi, að það er enn aukið við erlend lán og hitt er vaxtahækkun. Það ber vott um ótrúlega skammsýni að vilja bæta við erlendu skuldimar, því að með bráðabirgðalögunum eru heimilaðar enn frekari erlendar lántökur. Reksturinn á grund- vallaratvinnuveginum er kominn á erlend lán og var þó nóg fyrir á erlendum lánum, svosem rekstur ríkissjóðs og barnameðlögin einsog frægt er orðið. - Ég vara líka við að menn sökkvi sér í styrkjafenið með greiðslu verðuppbóta á fisk úr ríkissjóði, en þessi 3% eru ein- mitt af því tagi og af svona styrkj- um höfum við bitra reynslu. Nú, vaxtahækkun ríkisstjómarinnar bendir einna helst til að hún hafi gefist upp í verðbólguslagnum líka. Það bætist þá við uppgjöf hennar í ríkisfjármálum og er- lendum lántökum. Ef vextir af lánum hækka núna þá verður það væntanlega tilefni frekari verðhækkana og ef á að hækka vexti á lánum til almenn- ings t.d. íbúðalán ofan á allar þær byrðar sem fólk hefur tekið á sig, og telja það hluta vandans, þá veður ríkisstjórnin algeran reyk. Hvað sjávarútveginn varðar, þá er stærsti bitinn fólginn í frest- un vandans með svokallaðri skuldbreytingu. Þessar skuld- breytingar núna eru til að hjálpa til við afborganir á fyrri skuld- breytingalánum. Þannig að menn geta nú séð hvert stefnir með svona frestunaraðgerðum, sagði Kjartan Jóhannsson að lokum. -óg Guðmundur Einarsson Ótrúlegt úrræðaleysi - Það fyrsta sem manni dettur í hug, er ótrúlegt úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar, sagði Guð- mundur Einarsson þingmaður Bandalags Jafnaðarmanna í við- tali við Þjóðviljann um efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar. - Þeir setjast niður um eina helgi og hnoða saman tillögum og þeim svo troðið ofan í mannskap- inn. Ef eitthvað er að marka þá stjórnarskrá sem við höfum, þá er þetta stjórnarskrárbrot vegna þess að eina ferðina enn er verið að setja bráðabirgðalög um hluti sem eru löngu fyrirséðir. Enn eitt dæmið um að mönnum finnst best að fást við efnahagsmál þeg- ar þingið situr ekki á sumrin. - Margt af þessu er bara tómt bull. Til dæmis er verið að tala um spamað ríkisframkvæmda til að ná sparnaði uppá 150 miljónir. Það sem þeir eru að spekúlera í er útvarpshús, seðlabanki og flug- stöð. Það má minna á að við í stjórnarandstöðunni vorum með þessa hluti í vetur á þinginu - í vetur meðan árið 1984 lá allt fyrir. Nú er árið hálfnað og Jó- hannes Nordal lýsir því yfir í Tím- anum í dag, að það verði ekki sparað í Seðlabankabyggingunni á þessu ári og tæpast því næsta. Þessi sparnaður er þannig bara kjaftæði. - Utanríkisráðherra sagði í vetur að Bandaríkjamenn stæðu að mestu leyti undir öllum kostn- aði til að byrja með við flugstöð- inni. Þá er bara eftir útvarpshús, - það er erfitt að trúa því að þeir spari 150 miljónir með því að fresta framkvæmdum þar í fimm mánuði. Þetta er eitt dæmi um að það er verið að slá upp ryki í sam- bandi við þessar aðgerðir. - Þarna skýtur líka upp töfra- orði þessar ríkisstjórnar „lífeyris- sjóðir“. Alltaf þegar vantar pen- inga fer þessi ríkisstjórn að tala um lífeyrissjóðina. í fyrsta skipti í vetur þegar húsnæðisstofnunin var á dagskrá, síðan víxlakaup Alberts og svo núna eiga þeir að kaupa skuldbreytingalán fyrir sjávarútveginn. Það er sífellt róið á sömu mið. En þetta er bara blöff. Þessir peningar eru ekki til, sagði Guðmundur Einarsson þingmaður. -óg Svavar Gestsson Verslunar- ráðið fær vaxtafrelsi Alþýðubandalagið birti opin- berlega tillögur um sjávarút- vegsvandann í síðustu viku. Þær tillögur hafa bersýnilega ýtt við ríkisstjórninni, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á tillögum ríkis- stjórnarinnar. Niðurstaða ríkis- stjórnarinnar er hins vegar ekk- ert fagnaðarefni. Hana má í stuttu máli orða þannig að Versl- unarráðið fékk vaxtafrelsið en sjávarútvegurinn fékk vaxtaokr- ið. Aðalráðstafanirnar felast í því að felldar eru niður að mestu hömlur á vaxtaákvörðunum svo viðskiptabankamir geti hér eftir mismunað fyrirtækjum og ein- staklingum meira en verið hefur. í annan stað er opnað fyrir flóð- gáttir í erlendum lántökum þar sem viðskiptabönkunum verður heimilað að taka erlend lán á móti afurðalánunum sem þeir veita. Gagnvart sjávarútveginum snýr dæmið þannig við: 1. Hann fær uppbót á fiskverð sem er borguð úr ríkissjóði í fáeina mánuði en fellur svo niður. Þar með viðurkennir ríkisstjórnin gengislækkun krónunnar sem nú er greidd niður úr ríkissjóði til þess að halda uppi fölsku verðbólgu- stigi. 2. Sjávarútvegurinn fær skuld- breytingu sem aðallega á að koma frá þriðja aðila, þe. olíufélögum og slíkum sem auðvitað breyta ekki skuldum fiskvinnslu og út- gerðar nema þau fái lánafyr- irgreiðslu í bönkunum af peningum sem ekki eru til. Skuldbreytingin virðist. því eiga að fara fram með er- lendu fé. 3. Sjávarútvegurinn fær vaxta- hækkun þar sem rætt er um hækkun á dráttarvöxtum í 36% á ári á sama tíma og verðbólgan er sögð vera 10%. 4. Sjávarútvegurinn fær afurð- alánin í 75% en Landsbank- inn hefur gefið út þá tölu að meðaltal afurðalána hans sé um 81%. Hér er því hætta á lækkun en ekki hækkun af- urðarlánanna. Vandi sjávarútvegsins, sem ríkisstjórnin hefur að miklu leyti skapað á sama tíma og milliliðirn- ir mergsjúga sjávarútveginn, er því notaður til þess eins að knýj a fram ofstæðisfyllstu kreddur Verslunarráðsins. Landsbyggð- in, sjávarútvegsráðherrann og fjármálaráðherrann sitja uppi með vandann. Það er kjarni málsins. Eins og til þess að skreyta þess- ar hundadagaráðstafanir ríkis- stjórnarinnar er svo ætlunin að lækka lán til húsbyggjenda með því að þrengja meira að lífeyris- sjóðunum en nokkru sinni fyrr þar sem þeim er ætlað að kaupa skuldbreytingalán útgerðarinnar ofan á allt annað. í stuttu máli: Þetta eru vondar ráðstafanir; markaðurinn hefur tekið völdin í peningamálum líka. Ríkisstjórnin vill ekki stjórna sjálf - markaðskreddan á að taka við. Það er aumlegt hlut- skipti Framsóknarflokksins í. þessum efnum, sagði Svavar að lokum. -óg Miðvikudagur 1. ágúst 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.