Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 6
LANDIÐ MUNIÐ FERÐA VASA BOKINA Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnum um allt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sími 91-81290 ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Efn- isvinnsluogstyrkingu Norðurlandsvegar í Skagafirði 1984. (40000 m3, 15.5 km). Verkinu skal lokið fyrir 15. október 1984. Út- boðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á Sauðárkróki frá og með 2. ágúst 1984. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 13. ágúst 1984. VEGAMÁLASTJÓRI bsfk íbúð Af sérstökum ástæðum er ein 4 herbergja íbúð í 18. byggingaflokki B.S.F.K. (við Álfta- tún) laus til endurúthlutunar. íbúöin verður afhent fullfrágengin á þessu ári. Umsóknarfrestur ertil 7. ágúst n.k. Eldri um- sóknir þarf að endurnýja. Byggingasamvinnufélag Kópavogs Hálfsdags starf Hefur einhver áhuga á að sjá um léttan há- degisverð fyrir okkur? Starfsmenn Þjóðviljans dráttar í rekstri eða að kaupa yrði þjónustuna með öðrum hætti en nú er gert. Skólastarf Alls stunduðu 122 nemendur nám við skólann sl. vetur. Að- sókn að Bændadeild var meiri en unnt var að sinna, en mjög fáir nemendur voru í Búvísindadeild eða aðeins 3, allt piltar. í öðrum bekk Bændadeildar voru 55, 39 piltar og 16 stúlkur og í fyrsta bekk 64, 51 piltur og 13 stúlkur. Nemendur eru úr öllum lands- hlutum og bæði þéttbýli og dreifbýli. Alls voru dreifbýlis- nemendur 77, úr þéttbýli voru 44 og 1 af erlendu bergi brotinn. Flestir nemendur sækja um skólavist þegar að loknu grunn- skólaprófi en nokkrir gera þó hlé á skólagöngu. Síðastliðinn vetur var meðalaldur nemenda 1. bekkjar 18,9 ár og2. bekkjar 19,1 ár. Á fyrra námsári eru nemendur í skólanum eina námsönn en á næstu önn dveija þeir við nám á bændabýlum. Er þeim ætlað að skiia þar 520 vinnustundum { verklegu námi, afla sér ýmissa gagna og upplýsinga og færa dag- bók um megin viðfangsefnin dag hvern. Verknámsbændur eru víðsvegar um land eða eins og eftirfarandi upptalning sýnir: Borgarfjarðarsýsla 9. Mýra- sýsla 7. Snæfellsnessýsla 3. Strandasýsla 2. Vestur- Húnavatnssýsla 4. Austur- Húnavatnssýsla 5. Skagafjarðar- sýsla 14. Eyjafjarðársýsla 14. Suður-Þingeyiarsýsla 7. Rangár- vallasýsla 8. Árnessýsla 21. Aðsókn að bændaskólanum virðist ekki bera vott um vantrú ungs fólks á landbúnaði og fram- tíðarmöguleikum hans. Aðsókn að báðum skólunum er meiri en unnt er að sinna. Og Búvísinda- deild er á leið upp úr lægðinni. Um miðjan júlí lágu fyrir 12 um- sóknir. Og allmargir stúdentar sækja um Bændadeildina með framhaldsnám í huga. Helstu framkvœmdir Þegar um er spurt hvaða nýjum framkvæmdum sé nú einkum unnið að á Hvanneyri er svarið að þær séu sérstaklega tvær: rannsóknahús og loðdýrahús. Rannsóknarstofan, sem Jónína Valsdóttir veitir forstöðu, hefur sína bækistöð á loftinu yfir því fræga Hvanneyrarfjósi, en sú bygging olli miklum deilum á sín- um tíma. Ýmsum fannst ofrausn að bera svo mikið í hús yfir nautgripi að það tæki langt fram mörgum mannabústaðnum. Hið nýja hús yfir rannsóknarstarfsemina er 460 ferm. Kjallari er undir því að hluta til og nokkurt rými í risi. Bygging þess hófst í júní í fyrra og er nú fokhelt orðið. Gert er ráð fyrir því að húsið verði fullfrá- gengið upp úr áramótum 1985/ 1986. Byrjað verður á byggingu loð- dýrahúss í ár. Þar á að verða kennslu- og rannsóknaraðstaða í loðdýrarækt, rými fyrir 50 tófur og 250 minkalæður. Áætlað er að byggingunni verði lokið í byrjun árs 1986 eða um svipað leyti og rannsóknahúsið kemur í gagnið. -mhg Landbúnaður Búnaðarblaðið Freyr Forystugrein síðasta tbl. Freys nefnist „Það harðnar á dainum“ og er eftir Matthías Eggertsson, ritstjóra. Ræðir hann þar um framleiðsluvandamál landbúnað- arins og þær afleiðingar, sem samdráttur í búvöruframleiðslu hefur á atvinnu og efnahagsaf- komu ýmissa annarra þjóðfélags- þegna. Sigurður Blöndal, skógræktar- stjóri, skrifar um innflutning trjá- tegunda til íslands. Þá birtist síðari hluti greinar Ólafs Guð- mundssonar, fóðurfræðings hjá RALA, um innlend hráefni til fóðurgerðar. Birt er greinargerð frá Stéttarsambandi bænda og Ferðaþjónustu bænda um gjöld fyrir sumardvalarbörn í sveit, frá 1. júní 1984. Björn S. Stefánsson, hagfræðingur hjá RALA, ritar grein um áhrif beitarþunga á arð- semi á Auðkúluheiði, en á árun- um 1975-1980 stóð RALA fyrir tilraunum með sauðfjárbeit á heiðinni. Greint er frá því að í vor var Rannveig Albertsdóttir, hús- freyja á Hallkelsstöðum í Grímsnesi, sæmd Dannebrogs- orðunni „fyrir mikil og óeigin- gjörn störf í þágu grænlensk- íslenskra samskipta14. Einar Hannesson, fulltrúi hjá Veiði- málastofnun, skrifar um veiði- vötn og virkjanir. Stefán Aðal- steinsson ber saman lömb í Bakka í Viðvíkursveit, ættuð frá Reykhólum, og lömb frá öðrum búum. SigurjónBláfeld, loðdýra- ræktarráðunautur, gefur loð- Tálknfirðingar dýrabændum góð ráð, sem eink- um gilda fyrir tímabilið júlí til 15. ágúst. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum í Lunda- reykjadal, ræðir um verðlagn- ingu búvara. Þá er sagt frá af- greiðslu mála á fundi Fram- leiðsluráðs 22. júní sl., reglum um endurgreiðslu áburðarverðs og nýjum starfsmönnum búnað- arsambanda og bændaskóla. - mhg Samvinnusöluboð Hagnaður neytenda 3-4 miljónir Sjö samvinnusöluboðum er nú lokið en þau hófust 4. aprfl í vor. Hafa þau gengið mjög vel. Þarna hafa verið á boðstólum rúmlega 50 vörutegundir. Selst hafa meira en 45 þús. kassar að heildsölu- verðmæti tæpar 16 mi|j. kr. Varla er offlagt þótt gert sé ráð fyrir að söluboðin hafl sparað neytendum 3-4 mifj. kr. Nú verður nokkurt hlé á en þráðurinn trúlega tekinn upp á ný í september. -mhg Hólaskóli: Námskeið í fiskeldi Verður 24. - 26. ágúst n.k. Eins og frá var greint í fjölmiðl- um á sínum tíma gekkst Bænda- skólinn á Hólum fyrir kynningar- hátíð í flskeldi dagana 18.-20. maí í vor. Umsóknir fóru langt fram úr því, sem búist var við, urðu um 130. Ogerlegt var að sinna nema hluta af þeim hópi. Nú hefur Bændaskólinn á Hól- um ákveðið að efna til annars kynningarnámskeiðs í fiskeldi og koma þannig til móts við þann mikla áhuga, sem er á þessum málum. Verður það dagana 24.- 26. ágústn.k. Eins og áðurverða, auk starfsmanna skólans, ýmsir starfandi sérfræðingar í fiskeldis- málum, leiðbeinendur á nám- skeiðinu. Þátttaka óskast tilkynnt til skólans í síma 95-5962 fyrir 10. ágúst n.k. en bent skal á, að ein- ungis er hægt að taka á móti tak- mörkuðum fjölda umsókna. mhg Hnífsdalur Ný tæki í Rækjuverksmiðjuna Hin einu hérlendis Byggja stórt Langsamlega fyrirferðarmesta verkefnið, sem Tálknafjarðar- hreppur hefur nú með höndum, er bygging félagsheimilis og íþróttahúss. Er ráð fyrir því gert, að mestur hluti framkvæmdafjár sveitarfélagsins á allra næstu árum, renni til þessara bygginga. Að því er stefnt að steypa húsið upp í sumar og vonir standa til að það verði komið undir þak í haust. Á næsta ári er svo hug- myndin að taka í notkun bún- ingsklefa og hreinlætisaðstöðu fyrir sundlaugina jafnframt því sem unnið verður að innréttingu á sal hússins. - mhg Settur hefur verið upp nýr tækjabúnaður í Rækjuverk- smiðjuna í Hnífsdal og munu slík tæki ekki til í öðrum rækjuverk- smiðjum hérlendis. Þarna er um að ræða þvottakerfi fyrir rækj- una áður en hún fer inn í vélarn- ar, þá er vigtun inn í hverja pill- unarvél og loks er aftur vigtað frá böndunum, þar sem konurnar vinna. Þetta gerir kleift að fylgjast vel með nýtingu á hverri vél fyrir sig. Rækjan er nú losuð á eitt færi band í móttökunni og færist síðan eftir þörfum sjálfkrafa í vélarnar. Rækjuvélar eru nú þrjár í verk- smiðjunni. Þetta nýja kerfi er danskt, frá Scamac í Glostrup, en það fyrir- tæki sérhæfir sig í rækjuvinnslu- kerfum. Kerfið kostar uppsett um 1 milj. danskra kr. Fram- leiðendur sjá sjálfir um uppsetn- ingu þess. - mhg 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 1. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.