Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 7
Ríkisútvarpið er vissulega ekki eitt um að stunda yfirborðslega skyndikynningu á tónlist og öðr- um listum. Reyndar er ástand þar skárra en í flestum öðrum menn- ingarstofnunum landsins, að ekki sé minnst á almennar menntastofnanir. Skólar hafa gjörsamlega brugðist skyldu sinni gagnvart listum fyrir bragðið hvílir óhóflega mikil ábyrgð á fjölmiðlum ríkisins. í þessu gæfu- lausa ástandi er Rikisútvarpið eini vettvangur almennrar tón- listarfræðslu í landinu(Tónlistar- skólar og tónmenntadeildir innan einstaka framhaldsskóla geta ekki talist vettvangur almennrar tónlistarfræðslu). „Við“, unnendur sígildrar tónlistar Það er ekki réttlátt að ætlast til þess að Ríkisútvarpið axli alla þá ábyrgð sem fylgir almennri tón- listarkennslu. En óhjákvæmilega eru gerðar til þess meiri kröfur meðan menntamál landsins eru í molum og uppfræðsla í listum á slíku lágstigi í grunnskólum. En jafnvel þótt ástand þeirra mála væri betra yrði að bæta tón- menntir í útvarpinu. Þar er að finna allar forsendur góðrar tón- listarkynningar og tón- menntunar, tól sem flutt geta alla hljómlist út um landið. Þessa möguleika þarf að nýta mun betur en gert er og til þess þarf markvissa stefnu. Ekki dug- ar eilíflega að leita til utanað- komandi áhugamanna þrátt fyrir ágæti ýmissa tónistarþátta í kvölddagskránni. Vægi kynning- ar þarf að vera meira og minnist ég í því sambandi frumkvæðis Atla Heimis Sveinssonar tón- skálds. Hann hélt úti þáttum um tónlist sem byggðust á kynning- um og kennslu, þar sem saman fór fræðsla, skemmtun og ljós framsögn. Greinilegt var að hann lagði mikla vinnu í gerð þessara þátta, enda skorti hlustendur ekki áhugann. Sýndi það sig í könnun sem útvarpið stóð fyrir. Þar kom fram að hlustendur vildu fá mun ýtarlegri upplýsingar um tónlist sem leikin væri í Ríkisút- varpinu. En hvernig var þessum áhuga tekið af forráðamönnum stofn- unarinnar? Þótt ömurlegt sé frá að segja fylltist einn þeirra ein- hvers konar barnalegum sjálf- birgingshætti og svaraði því til með fýlu, að „við“, unnendur klassískrar tónlistar, mættum hafa hana út af. fyrir okkur. Eitthvað á þessa leið hljómaði svokölluðu músak-kerfi, en það- er eins lags vísindalega út- reiknaður tónlistarstaðall sem notaður er í ýmsum tilgangi til að hafa ómeðvituð sálræn áhrif á fólk: S.s. í framleiðslu til að örva verkafólk við færibandið; í kjör- búðum til að auka neyslufíkn við- skiptavina; í þrengslum til að firra menn innilokunarkennd; á flugvölium til að draga úr kvíða farþega og á spítölum til að lina þjáningar sjúklinga sem ekki mega neyta kvalastillandi lyfja. Músak-kerfi er m.ö.o. hljóm- ræn heilaþvottaraðferð, nokkuð sem heillaði Khomeini er taldi sig geta haft not fyrir slíkt þrátt fyrir vestrænan uppruna. Hvað fyrir tónlistardeild Ríkisútvarpsins vakir með notkun svona kerfis er mér hins vegar ráðgáta, því varla hyggur hún á byltingu í íslömsk- um sið. Samt sem áður er kerfið þarna í formi einnar eða tveggja aría (oftast úr ítölskum óperum eða söngleikjum Lehars), forleikja- froðu (t.d. að Seldu brúðinni eftir Smetana) og ofleikinna hljóm- sveitarverka (gjarnan Nætur á nornagnípu eftir Mússorský eða Polovtsískir dansar eftir Boro- dín, stundum hvort tveggja í senn). Þessar útþvældu syrpur falla eins og flísar að ógnvekjandi spádómum Walters heitins Benj- amíns og eru þó verstu lummurn- ar ekki tilgreindar. Forráðamenn tónlistardeildar virðast trúa á mátt magnsins: Að sífelld ítroðsla sömu tónlistar valdi að lokum „gæðabyltingu". Þá muni æska þessa lands hætta að dilla sér undir Duran Duran og taka þess í stað upp takta Strauss og von Suppés. Slík tál- sýn er afsprengi ófrjórrar hugs- unar, því það er ekki hægt að dæla sígildri tónlist yfir landslýð eins og hverju öðru listapoppi. Eðlis síns vegna krefst hún betri meðferðar. Eg hef hvergi hitt mann sem fengið hefur áhuga á klassík ómeðvitað. HALLDÓR B. RUNÓLFSSOh Aðdáandinn og átrúnaðargoðið: Klerkurinn Khomeini. Jóhann Strauss yngri. Klisjusúpa og hellaþvottur var eins forráðamanna „fjölmið- s allra Landsmanna“ og segir það okkuð um þá meinloku sem refur um sig á tónlistardeild Líkisútvarpsins. Ég efa það ekki ð svarið var gefið að vanhugs- ðu máli. Sennilega fólst undir rokanum vanmáttur vegna þess ifremdarástands sem fjársvelti ig aðstöðuleysi skapað deildinni. in þrátt fyrir vonleysi vegna þessarar aumu aðstöðu mega for- ráðamenn opinberrar stofnunar ekki láta svona lagað út úr sér. Hljómrœnn heilaþvottur Auk þeirra einkenna sem ég benti á í síðustu grein og felast í flatneskjulegri og gjörsamlega ófullnægjandi tónlistarkynningu, þá plaga aðrir kvillar tónlistar- deildina. Einna verstur þeirra er „klisju-klassíkin“, eða það sam- safn af litlausum lummum sem tónstjórar útvarpsins halda að sé hinum „norrnal" hlustanda til andlegrar sálubótar. Þessi syrpukenndi hrærigraut- ur er færður upp á segulband eftir Lausnin þegar fundin Tónlistardeildin verður að söðla um og finna nýjar leiðir út úr ógöngunum. Atli Heimir vís- aði veginn á sínum tíma, en því miður varð ekkert framhald á brautryðjendastarfi hans. Þar að auki var hann einn síns liðs þótt útkoman væri á við vinnu margra. Því liggur beinast við að bæta ástandið með því að virkja fleiri tónskáld og tónlistarmenntil að sjá um tónmenntir á öldum ljósvakans. Slíkt gæti boðið upp á ómælda fjölbreytni ef vel væri að staðið. Þar gætu komið til greina öll hugsanleg form þáttagerðar og þar með væri tilbreytingarlausri síbyljunni vísað á dyr. Vissulega krefst svona tónmenntastefna aukins fjármagns. En þeim pen- ingum yrði áreiðanlega betur var- ið en þeim nauma skammti sem nú er ætlaður til tónlistarflutnings og gerir ekki annað en pirra hlustirnar með vafasömum ár- angri. Menningarfjársvelti er fjár- festing sem seint borgar sig. Þeim sem líta á Ríkisútvarpið sem sníkjudýr á þjóðarbúinu sést yfir áþreifanlegt gildi menningar og lista fyrir aðra þætti búskapar í landinu. En að því mun ég víkja síðar. HBR í síðustu grein minni tæpti ég á því sem mér fanst miður fara í kynningu útvarpsins á tón- list, einkum sígildri. Um leið og ég botna þessa gagnrýni vil ég leyfa mér að benda á einfalda lausn þessara mála, lausn sem þegar hefur verið reynd með góðum árangri. UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Miðvikudagur 1. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.