Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 10
Heimur í spéspegli TJÍ LAWN and SARDENCENT ' VpiAKtt - I V lfcoD, > l M \ TTr tU Áttu nokkur pizzafræ? Auðvitað var ég fljótur að hlaupa. Það þurfti átta krakka til að vinna mig. 1 15 MrNaujfht Synd.. tnr þteSTeR- Grínari, skrítluhöfundur, galdramaður, heimspeking- ur, skáld, - já þú hefur svo sannarlega alla þá kosti sem við viljum að veðurfræðingur hafi Þetta er áreiðanlega síðasta kreditkortið sem ég fæ mér. s, iy«4 McN»u(fht Synd.. Inc cl?c»4 -HeSTERs ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Skundum á Þingvöll Sumarferð Alþýðubandalagsins í ár verður laugardaginn 18. ágúst. Farið verður frá Reykjavík til Þingvalla. Valinkunnir leiðsögumenn, vönduð dag- skrá, - Halldór Laxness mun lesa kafla úr Islandsklukkunni á Þingvöllum. Leikir og þrautir fyrir börn á öllúm aldri munu gera ferðina bráðskemmti- lega. Allar nánari upplýsingar verða birtar í Þjóðviljanum. Skráning farþega og sala farmiða er á skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105. Eru allir hvattir til að panta sér far og eigi síðar en 15. ágúst. Síminn er 17500. Ferðanefndin. Alþýðbandalagið í Reykjavík Munið Gíróseðlana fyrir fyrsta hluta flokks og félagsgjalda ársins 1984 Stjóm Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur þá sem enn hafa ekki gert skil á fyrsta hluta flokks- og félagsgjalds ársins að gera það nú um þessi mánaðamót. Verum öll minnug þess að starf ABR byggist á því að félagsmenn (allir) standi í skilum með fólagsgjöldin. e,. ABD Allir samtaka nú. Stiórn ABR Alþýðubandalagið Vesturlandi Verslunarmannahelgin - Sumarferð Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst. Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst. Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði - svefnpokapláss - hótelherbergi, eftir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður Erlingur Sigurðarson. í hagstæðu veðri verður farið Sprengisand aðra leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna sem allra fyrst: Akranes Jóna s. 1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Rikharð s. 7072 - Halldór 7355. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438. Grundarfjörður Ólöf s. 8811. Stykkishólmur Þórunn s. 8421. Dallr Kristjón 4175. Ferðin er öllum opin og fyrir alla fjölskylduna. - Kjördæmlsróð. Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferö á Kjöl og í Hvítárnes um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst. Sumarferðir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hafa verið mjög vinsælar. Að þessu sinni verður farið um Kjalveg og tjaldað í Hvítárnesi um verslunarmannahelgina. Lagt verður af stað laugardaginn 4. ágúst, annars vegar frá Siglufiröi og farið um Hofsós og Sauðárkrók, en hins vegar Hvammstanga um Blöndu- ós. Allur hópurinn mætist við Svartárbrú í Langadal kl. 10.30. Síðan liggur leiðin um Blönduvirkjunarsvæðið og Hveravelli suður í Hvitárnes suð- austan Langjökuls. Daginn eftir verður sérstök ferð farin í Kerlingarfjöll fyrir þá sem vilja. Kvöldvaka verður í ferðinni. Á mánudaginn verður ekið af stað heim á leið og ýmsir markverðir staöir skoðaðir. Ferðin kostar 1200 kr. en börn og unglingar undir 14 ára aldri græða hálft gjald. Nánari upplýsingar gefa: Sverrir Hjaltason Hvammstanga (s: 1474), Elisabet Bjarnadóttir Hvammstanga (s: 1435), Eðvarð Hallgrímsson Skagaströnd (s: 4685), Guðmundur Theodórsson Blönduósi (s: 4196), Hulda Sigurbjörnsdóttir Sauðárkróki (s: 5289), Stefán Guðmundsson Sauðárkróki (s: 5428), Gísli Kristjánsson Hofsósi (s: 6341), Hannes Baldvinsson Siglufirði (s: 96- 71255) og Ragnar Arnalds Varmahlíð (s: 6128) og Reykjavík (s: 83695). Suðurnesjamenn - Sumarferð Alþýðubandalagsfélögin Suðurnesjum fara sína árlegu skemmtiferð helg- ina 18. til 19. ágúst n.k. Farið verður um Sigöldu, Landmannalaugar og Fjaltabaksleið nyrðri í Eldgjá. Gist verður við Öfæru. Sunnudaginn 19. verður ekið niður í Skaftártungur og Vestursveitir. Komið verður við í Hjörleifshöfða og Vík í Mýrdal. Byggðasafnið í Skógum verður skoðað. Einnig verður gerður stuttur stans við merka sögustaði á þessari leið. Komið verður til Keflavíkur kl. 22.00 til 23.00 þann 19. ágúst. Þátttakendur láti skrá sig hjá Sólveigu Þórðardóttur í síma 92-1948 og hjá Torfa Steinssyni í síma 7214 og Elsu Kristjánsdóttur sími 7680. 10 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 1. ágúst 1984 SKÁK Það leynast oft skemmtilegir möguleikar í stöðum sem annars virðast sléttar og felldar á yfir- borðinu. Það er um að gera að sökkva sér niður í stöðuna og láta ímyndunaraflið á fulla ferð áfram. Þessi saklausa staða kom upp í skák milli tveggja Svía, Olson og Carlson í Sænsku meistara- keppninni 1984. Olson lék nú 18. - Hd2l! 19. Da4 (Hrókurinn erfrið- helgur út af Rh3+.) 19. -Hxg2+ 20. Kh1 Hxh2+! 21. Kxh2 Dh5+ 22. Kg1 Bc5+ og hvíturgafstupp. BRIDGE Nokkurt lán var með sveit Úr- vals í bikarleiknum við sveit Stef- áns Pálssonar. Lítum á síðasta spil viðureignarinnar, sem réði úrslitum: Norður S10754 H 10942 T 5 L DG86 Austur S KG8632 H K7 T K6 L 1032 Suður S A H AD5 TADG10872 L K9 Þegar Stefáns menn héldu á N/S spilunum, var vikið á austur spilin, eftir tvö pöss, á 2 spöðum. Stefán doblaði og eftir tvo sagn- hringi dóu sagnir út í 4 tíglum, sem er ágætur bútur í erfiöu spili. Eða hvar viltu reyna úttekt? Út kom spaði og 10 slagir feng- ust. Vestur gaf, vitaskuld, lauf kóng sagnhafa og enginn mögu- leiki að komast inn í borð til að fækka tapslögum. Við hitt borðið var dirfskan meiri. Skoðum stuðið: V N A S pass pass 1-S dobl 2-S pass pass 4-T(!) pass 4-H(!) pass pass Ekki veit ég hvort stökk Ás- mundar í 4 tígla neitar öðrum lit, en ég tel það líklegt. Það er þá, umtalsverður kjarkur að bjóða upþ á hjarta úttekt á brakið í norður, en staðan er óskemmti- leg. Nú, „geimið" vinnst alltaf með eðlilegri spilamennsku eins og kortin liggja. Út kom spaði. Farið strax í tígulinn, ás og tígull tromp- aður og kóngur kom. Hjarta svín- að og tekið á ás. Vestur er nú lengstur í tromp- inu, en það kemur ekki að sök. Lauf ás er jú á réttri hendi og lauf tían kemur niður þriðja. Hvort tveggja nauðsynlegt. Norður spil- aði vitanlega tíglum og vestur var klemmdur, spöðum kastað úr borði og vörnin er hjálparvana. Sveifla til Úrvals og leikurinn unninn með 10 „impum". Stuð á „gömlu" mönnunum. Vestur S D9 H G863 T 943 L A754

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.