Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.08.1984, Blaðsíða 11
FURÐUR Svefninn er líka vinna Rannsóknir á svefni og draumum hjálpa okkur til að skilja betur starf heilans - og kannski til að lengja lífið. Viö eyðum þriðjungi lífs okkar, þess eina lífs, sem okkurer gefið, í svefn. Erum við ekki aðsviptaokkureinhverju? Hvers vegna sofum við svona mikið? Á þessum spurningum hófust viðræður okkar við hinn fræga taugafræðing, sérfræðing í svefni, doktor Al- exander Vein, prófessor við 1. Læknaháskólann íMoskvu. Hvert og eitt okkar hefur hug- mynd um hversu lífsnauðsyn- legur svefninn er. Við skulum bara minnast þess hvernig okkur líður, þegar við höfum ekki sofið eða svefntími okkar hefur verið skertur: Það er ekki hægt að ein- beita sér að neinu og allt fer í handaskolum. Engu að síður var sannað um miðja tuttugustu öld, að draumurinn er einnig vinna, starf heila okkar og ekki síður virkt starf en á daginn. - En við tcljum að svefninn sé nauðsynlegur fyrir hvíldina. Og oft er talið að hann sé einmitt til að hvíla höfuðið eftir andlegt starf, eins og sagt er. - Það leikur enginn vafi á því að við þreytumst. Líkamleg þreyta og eyðing andlegrar orku er staðreynd. En heilafrumurnar - neurónurnar - þreytast ekki. Hvers vegna skyldum við þá sofa? Aðrar erfiðar spurningar! Hvers vegna sofa nýfædd börn svo mikið, sem vita ekki enn þá hvað vinna er? Og aftur á móti gengur okkur stundum erfiðlega að sofna þegar við erum mjög þreytt, hvers vegna? Flokkun upplýsinga í lok sjötta áratugarins var komið fram með kenningu um svefninn, sem ég tók alvarlega. Hún er svona í stuttu máli. Lang- tímaminni mannsins, sem geymist í neurónunum í heilanum ásérengin takmörk. A.m.k. hafa nútíma vísindi ekki uppgötvað nein takmörk. Á daginn gengur slíkt upplýsingaflóð til heilans úr öllum áttum, að hann fer að þreytast þegar líður að kvöldi, og krefst þess að skammtímaminnið sé losað við allt sem er óþarfi og það dýrmætasta sé tekið „í geymslu". Það er ekki tími til að fara yfir upplýsingarnar yfir dag- inn og skrá þær. Það verður að loka sig frá hinum ytri heimi, vera í hvíld og fara yfir í sérstakt vinns- lukerfi heilans. Við vöknum þeg- ar heilinn er búinn að skrá þær upplýsingar, sem hann hefur fengið og kominn er tími til að taka á móti nýjum. Hœgur svefn og hraður Þessi kenning er möguleg lausn á þýðingu svefnsins. Hún bendir á þær ástæður, sem verða til þess að heilinn fer yfir í svefnkerfið. Og útskýrir á rökréttan hátt hvers vegna við sofum. - En hvernig sofum við? Hvers vegna sofna sumir um leið og þeir leggjast á koddann og sumir velta sér lengi í rúminu? Sumir eru hressari á morgnana, en aðrir komast ekki á fætur? - Hér verður ekki um einhlítt svar að ræða. Það er ekki um að ræða uppbyggingu svefnsins, heldur einstaklingsins. Hér eru möguleikarnir jafnmargir og fólkið í heiminum. Sennilega er einfaldasta dæmið ólíkur svefn karla og kvenna. Það er vitað að í þróun mannsins í helstu starfs- verkefnum hefur orðið til gerð karlmanns, sem er viljasterkur, en gerð kvenmanns, sem er til- finninganæmari. Það er greini- legt, að hér er einnig um mismun að ræða: Karla dreymir sjaldnar en konur og svefn þeirra er dýpri. Hitastig líkama þeirra lækkar jafnvel á mismunandi vegu: Hjá körlum fer það niður í 34.9 gráður, en hjá konum í 35.7 gráður. Svefn er ekki aðeins eitt ástand heilans, heldur er um tvö alger- lega ólík stig að ræða: Hægan og hraðan svefn. Tvö síðustu stig svefns er dýpsti svefninn eða eins og eðlisfræðingar segja delta- svefn. Tilraunir sanna, að hann er bráðnauðsynlegur fyrir líðan heilans. Þess vegna getur maður- inn sofið eins lengi og hann vill, en vanti stig dýpsta svefnsins er hann ekki öfundsverður. Og það er einmitt delta-svefninn, sem gefur okkur góða morgunstund. Hraði svefnsins á sér aðra mynd: Þar dreymir okkur. Hægur og hraður svefn skiptast á 4 - 6 sinnum á nóttu. Sérhvert stig stendur yfir í eina og hálfa klukkustund. Þegar líður að morgni breytist skipanin. Fyrri hluti nætur er hægi svefninn ríkj- andi. Þegar líður að morgni er hraður svefn ríkjandi. Sálrœn vörn okkar Tilraunir vitna um, að hraði svefninn og draumar, sem honum fylgja, hafa það hlutverk að koma stöðugleika á sálarlíf mannsins. Hann er sálræn vörn okkar. Sérhvert okkar rekst í lífi sínu á þúsundir mála, sem hafa í för með sér áhyggjur. Með hverjum degi og ári eykst þessi sálræni þrýstingur og það verður að draga úr honum og „hleypa út gufunni“. Og þessi „gufa“ fer út meðan sofið er og aðallega í gegnum draumana, sem gegna hlutverki sálrænnar spennuslök- unar. Margar rannsóknir stað- festa, að fólk, sem er athafna- samt í eðli sínu og fært um að finna leið út úr hvaða ástandi sem er, getur farið á fætur þegar han- inn galar, en þeir, sem láta smá- muni á sig fá, eiga að sofa lengur. Það er sennilega engin tilviljun að okkur dreymir tvöfalt fleiri óþægilega drauma heldur en góða drauma. - Æ fleiri kvarta undan svefn- leysi og grípa æ oftar til ýmissa róandi lyfja og svefntaflna. Hvað er um að ræða? Þörf eða dutt- lunga? - Við skulum athuga það. Það er eðlileg líðan hjá mannin- um ef hann þarf ekki að hugsa um hvernig hann sefur. Ég er hrifinn af líkingu þar sem segir: Svefninn er eins og fugl, sem sest frjáls og situr á útréttri hendi, en flýgur á brott ef gerð er tilraun til að grípa hann. Ef koma á með einhverja vissa formúlu þá er svefn okkar kom- inn undir deginum áður, þ.e. hversu lengi við sofum og hversu vel. Læknisfræðin hefur nú yfir að ráða miklu vopnabúri lyfja, sem hafa áhrif á svefninn. Það er til mikið úrval af róandi lyfjum. Sumar töflur minnka hlut hraða svefnsins og aðrar hæga svefnsins. Það er auðvelt að nota þær, þar sem þær fást í hverri lyfj- abúð. En ég verð að viðurkenna, að ég er hlynntur annarri aðferð: Besta leiðin til að hafa svefninn reglulegan er að skipuleggja lífið rétt og líta á það skynsamlegum augum. Að lengja lífið Um þúsund ára skeið hafa læknavísindin þróast og eflst í rannsóknum á manninum þegar hann vakir. Nú er að koma til ný grein - svefnlæknisfræði, sem rannsakar ýmsa sjúkdóma, sem tengjast þessum hluta lífs okkar. Gegnum drauma getum við farið dýpra inn í starfsemi heilans og skilið eðli ýmissa sjúkdóma, einkum þeirra, sem ekki er hægt að finna rætur á í vakandi ást- andi. Þannig fannst t.d. möguleg leið til að flogaveiki gæti brotist fram. Það lítur út fyrir að ég sé í mótsögn við sjálfan mig þegar ég segi, að fjarvera drauma stuðli að því að lækna þunglyndi,sem er einn útbreiddasti sjúkdómurinn í heiminum. Við erum að koma að uppgötv- unum hvað varðar efnafræði svefnsins. Fengisf hafa upplýs- ingar um tilveru neuropeptída, sem eru sérstök líffræðileg efni, sem taka virkan þátt í að skipu- leggja starfsemi heilans, einkum svefnsins og einstakra stiga hans. Ef tekst að greina þau frá og mynda eina heild getum við lagað allar breytingar í samsetningu svefnsins og lært að stjórna hon- um. Og þetta er möguleg leið til að láta gamlan draum mannkyns- ins rætast - að lengja lífið. Eðli svefnsins breytist með tímanum og það er fyrsta merkið um ellina. Það getur verið að læknisfræðin geti jafnvel skorað hana á hólm. „Sotsíalisticheskaja Industría“- APN. Basket Super, þrælsterkir uppháir skór. St. 6-IOV2. Kr. 2180.- Sportvöruvers/un Póstsendum * Ingó/fs Oskarssonar Klapparstig 44 — simi 10330 — 11783 auðvitao^ Wm« Miðvikudagur 1. ágúst 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.