Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 4
Óvanda þeimengan líð, í œskunni þau tem og hýð... „Æ hvað margföld um- breyting, ævina mannsins hrekur", kveður Páll Vídalín. í riti, sem LofturGuttormsson dósent hefursaman sett, er einmitt reynt að lýsa því, hvern skilning menn hafa áður haft á bernsku og ung- lingsárum hér á landi og þar eftir hvers konar uppeldi var réttast talið og hvaða mark- miðum það átti að þjóna. Rannsóknin spannar einkum tímabilið 1750-1850 ogfjallar bæði um efni sem allmörgum eru kunn - svo sem húsaga strangan, hirtingar í uppeldi, utanaðbókarlærdóm á guðs- orði og þarfram eftirgötum- sem og annað er menn hafa síðurveltfyrirsér. Hvervar munur á að vera barn - eða foreldri - þá og nú? Eða ung- lingur? Að hvaðaleyti varfjöl- skyldan frábrugðin því sem nú gerist? Hvaða „hagnýta" þýð- Bernskan og sagan Þetta rit liggur á mótum uppeldis- og fjölskyldusögu. Um leið er reynt að draga meira undir uppeldishugtakið en venja hefur verið. Burtséð frá þjóðháttalýs- ingum hafa sagnfræðingar helst vikið að formlegu skólahaldi þeg- ar þeir hafa fjallð um uppeldis- mál fyrr á öldum. En meðan al- mennir skólar voru ekki til, þá blasir það við, ef menn vilja kanna uppeldi barna og unglinga, að þá hlýtur athyglin að beinast að sjálfum heimiíunum, og þá að fjölskylduháttum og svo áfram yfir í samfélagsgerðina alla. Ég hafði þegar ég skrifaði þetta verk hliðsjón af ýmsum fyrir- myndum, ekki síst þekktu riti eftir Phillippe Ariés, sem út kom um 1960 og fjallaði um „Barnið og fjölskyldulífið“ á einveldis- tíma. Hann leit svo á, að í mið- Verðleikar Ariés voru einkum þeir að hann setti bernskuhug- takið í sögulegt samhengi, sýndi hve miklum breytingum hug- myndir um börn og bernsku hefðu tekið í tímans rás. Ég set fram nokkra gagnrýni á rit Ariés eins og fleiri hafa gert, en ég fer með margt í kenningu hans sem tilgátur sem vert sé að prófa á íslensku heimildarefni og vita hvað kemur út. Ungdómurinn Og það reynist að mínu viti ekki nemarétt, aðá 17. og 18. öld hafa viðhorf stjórnvalda og upp- alenda verið mjög frábrugðin því sem nútímafólk á að venjast. Og þá er maður að vísa til þess, að þeirra tíma menn draga miklu meira dám af nytjasjónarmiði, vegna þröngra kjara mótast við- horfið miklu meira en nú af kröfu til barna um vinnuafköst, þau eru mjög snemma dregin inn í fram- leiðsluferlið án allrar miskunnar. Þetta er vitanlega partur af al- ur - ungdómurinn. Og sá flokkur afmarkast hér á landi með mjög sérstæðum hætti, ekki síst ef mið- að er við unglinga nú á dögum. Neðri mörkunum ráða kröfur um formlega uppfræðslu, þegar tími þykir til kominn við 7-9 ára aldur að láta börnin hefja kvernámið, þá eru þau komin af bernsku- skeiði samkvæmt skilningi þeirra tíma og yfir í ungdómsflokkinn. að fjöldi fullorðinna manna í okkar skilningi situr eftir í þess- um ungdómsflokki fram eftir þrítugsaldri og jafnvel fram á fertugsaldur. Og svo lengi sem þeir eru í ungdómsflokki eru þeir háðir formlegu eftirliti presta um uppfræðslu. Maður hefði haldið að svo háttaði til um miðja 16. öld, að þegar fermingin væri um garð gengin yrði einstaklingurinn Aginn var harður og miskunnarlaus, og ekki mátti neinu halla svo að ekki riðu snoppungarnir og munnhöggin, svo að blóðið streymdi úr nösunum og svo dundu hýðingarnar daglega... Prestarnir töluðu um það í ræðum og ritum, að menn ættu að kyssa hirtingarvönd drottins. Sama var með börnin. Þau voru oft pínd til að kyssa vöndinn þegar búið var að hýða þau. Þetta ól upp kergju í unglingunum, bældi niður góðu tilfinningarnar, en gerði andlega lífið þræl- lundað og lítilmannlegt. Jónas frá Hrafnagili: ísienskir þjóðhættir. Húslestur á 19. öld (Ferðabók Gaimards) ingu haföi það á dögum harðr- ar lífsbaráttu að verja miklum tíma og orku í að berja inn í höfuð unglinga flóknum form- úlum um synd og náð? Bókin heitir „Bernska, ung- dómur og uppeldi á einveldisöld“ og kom út í Ritsafni Sagnfræði- stofnunar. Og ég spyr Loft Gutt- ormsson að því fyrst orða hvers konar bók þetta sé eiginlega. aldaþjóðfélagi hefðu menn litið á börn fyrst og síðást sem fullorðna í smækkaðri mynd, þ.e. þeir hefðu ekki viðurkennt bernskuna sem sérstakt afmarkað aldurs- skeið og þá ekki heldur hegðað sér gagnvart börnum í samræmi við það. Bernskuvitund í þessum skilningi hefði ekki vaknað að marki fyrr en á nýöld, og þá helst meðal borgara og aðals, samfara breyttum þjóðfélags- og fjöl- skylduháttum. mennri vitneskju. En það sem ntenn hafa ekki dregið fram eins og vert væri er, að milli barna og unglinga eru skilin með allt öðr- um hætti en við göngum út frá. Og það er í þessum punkti vert að vefengja fyrrgreindan Ariés. Hann heldur fram tvískiptingu - börn komist í tölu fullorðinna án milliáfanga. Það kemur svo fram hér á landi - og reyndar víðar, - að hér vegur þungt alveg ákveðinn milliflokk- Þetta ungdómsskeið getur svo varað ansi lengi eða allt þar til að einstaklingurinn hefur fest ráð sitt, stofnað heimili. En sérstakar aðstæður á íslandi valda miklu um að það gerist einatt seint eða aldrei. Skortur á jarðnæði var að- alhindrunin fyrir því, að menn gætu gifst og þar með orðið fullgildir þegnar á þeim aldri sem síðar þótti eðlilegur til að stofna fjölskyldu. Þ^ssar aðstæður verða til þess, laus undan formlegu uppfræðslu- eftirliti. En það kemur á daginn, að vinnuhjúum á þrítugsaldri og jafnvel fertugsaidri a.m.k. í Skál- holtsstifti, erskiþað áfram á bekk með fermingarbörnum. Þetta þýðir að þau voru kölluð fram á kirkjugólf og látin standa skil á sinni kunnáttu. Með öðrum orð- um - eftir að fermingin var fyrst lögleidd í hinni lútersku mynd upp úr 1740, markaði hún alls ekki þau skil á æviferli einstakl- 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN - JÓLABLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.