Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 5
ingsins sem hún átti eftir að gera síðar. Allt er þetta til marks um það að aldursskiptingin: barn - unglingur - fullorðinn birtist í þessu þjóðfélagi í ólíkri mynd miðaða við það sem við eigum að venjast. - Nú kemur það fram hjá þér að fjórða eða jafnvel þriðja hver manneskja hafði ekki gifst, þegar miðað er við 40-50 ára aldur. Ekki sat allt vinnufólk á bekk með ungdómnum fram á grafar- bakka? Guðsorð og húsagi Mætti ekki skilja það sem einskonar pólitíska ráðstöfun yfirvalda að halda fullorðnu fólki svona lengi undir einskonar fermingaraga, þau hafi viljað halda fólki ómyndugu sem lengst? - Já, það er freistandi að líta svo á, að höfðingjar og gildir bændur hafi að minnsta kosti haft vaxandi kynslóðar. Er ekki sérk- ennileg þverstæða í því fólgin, að í þjóðfélagi þar sem tómstundir voru taldar sama og iðjuleysi og leti er varið miklum tíma og orku í að troða inn í höfuð ungmenna torskildum formúlum um náð og synd? - Sjálfsagt hefur margur, og þá einkum fátækir húsráðendur, litið svo á, að sú kristilega upp- fræðsla gengi í ýmsum tilvikum í berhögg við efnahagslegar þarfir -þetta tók tíma frá brauðstritinu, ekkí satt? En ef uppfræðslan er skoðuð í samhengi við heildar- gerð samfélagsins, þá kemur í ljós að með henni er tryggð á- kveðin hugmyndafræðileg mótun, eða innræting eins og nú er sagt. Það er heldur ekki farið í launkofa með hana, menn mega gjörla vita að hverju er stefnt. í „Christenn Huus-Fader“, alþýð- legu uppeldisriti frá 18, öld, segir til dæmis: „Ei er annað betra meðal, með hverju þér kunnið að skuldbinda yðar börn til að elska og hlýða yður, og að yðar hjú trúlega út- rétti sína vinnu, en þá þau eru velgrunduð og uppfrædd í guðs dýrkun og guðs ótti er innrættur í þeirra hjörtum." Hagsmunir sveitabænda réðu því síðan að blátt bann var lagt við lausamennsku árið 1783 á þeim forsendum að „þetta fólk eigi í stöðugri vist hjá bændum, en leigir þess í stað vinnu sína... gegn svo háu og yfirdrifnu kaupi að Bóndinn er rúinn um leið og skortur orsakast á alminni- legu og áreiðanlegu vinnufólki“. Foreldrar máttu ekki halda sonum sínum heima lengur en til 18 ára aldurs: „þá skulu þeir vista sig hjá öðrum, nema svo sé að þeir þjóni foreldrunum fyrir kaup og fæði eins og annað vinnu- fólk, og mega þá ekki fleiri vera heima þar en fyrirvinnu þarf á bæ þeirra. “ Úr umfjöllun Lofts Guttormssonar um „Tilskipun sem bannar lausamenn á íslandi". Loftur Guttormsson: bernska og ungdómur voru allt annað en nú... (Ijósm.-eik) Árni Bergmann rœðir við Loft Guttormsson sagntrœðing um rit hans „Bernska, ungdómur og uppeldi d einveldisöld" - Nei. Hér mætti vísa á heim- ildaflokk sem heitir Sálnaregistur ungdómsins frá miðri átjándu öld: Þar er enginn á skrá eldri en stoð af kristilegum ögunarmeðul- um til þess að geta ráðskast með þetta vinnuafl. Við höfum ótal dæmi um það frá þessum tíma, að Úr Hústöflu Því áminnir Saiomon sæll ef sonur þinn er ekki dæll vöndinn láttu vinna hann fyrst meðan von er til hann leióréttist svo hyggnist barn og hafir þú síðan hjartans lyst. Að barna þínna brekum skalt brosa ei né skemmtun halt. Óvanda þeim engan líð í æskunni þau tem og hýð annars hefur þú angur af þeim ár og síð. Þau (foreldrar) standa í stóru umboði hins sterka umvandarans það er viðsjár voði að virða ei skiþun hans þeirra orð skulu agta allt eins börnin fróm sem yfir-valds dýran dóm Drekkingar og dauða-sök Drottinn leggur á þeirra mök sem þjófnað brúka lygar og last eða lýtum sínum hrósa fast... Jón Magnússon: Oeconomia christiana edur Huss-tabla. 1734 fertugur. Þetta ógifta fólk er ekki lengur talið með ungdómi, menn taka semsagt ákveðið tillit til aldurs þegar svo langt er fram gengið æviskeiðið, miða ekki að- eins við þjóðfélagslega stöðu. Enda má segja, að miðað við það hve meðalævilengd fólks var stutt í þá daga hafi fertugur maður ekki átt langt í að verða gamall maður. eitt helsta áhyggjuefni yfirvalds- ins er skortur á vinnuafli; og í annan stað er sífellt kvartað undan agaleysi og óhlýðni vinnu- fólks eða því, að vinnuhjú lendi í barneignum án þess að eiga fram- færslutryggingu í eigin búi eins og hreppstjórnarmenn töldu nauð- synlega. - Þú minntist áðan á að nyt- semdarsjónarmið hefðu ráðið mestu um afstöðu manna til upp- Utanbókar- lcerdómur Nú mætti ætla að utanbókar- lærdómurinn þjónaði ekki slíku innrætingarmarkmiði á skilríkan hátt. En þá er þess að gæta, að úr vöndu var að ráða um miðja átj- ándu öld þegar verulegur hlutí fullorðins fólks var enn ólæs, en húsráðendur sjálfir settir til að kenna börnum lexíuna frá degi til dags. Ef maður setur sig inn í þær aðstæður, þá verður skiljaniegt hvers vegna öll áhersla hvíldi hér á utanbókarlærdómi - það var auðveldara fyrir mann, sem er sjálfur meira eða minna blindur á bókstaf, að reka á eftir því að börn festu sér í minni kristilegar formúlur en hitt að ganga eftir því að skilningur fylgdi. Nú var það markmið píetista, sem mest höfðu til uppeldismála að leggja á þessum tíma, að efla skilning, menn áttu að gera sér guðsorð svo innlifað að það réði sem mestu um alla daglega breytni. Til þess að hægt yrði að ná á- rangri eftir þessum leiðum, frá píetísku sjónarmiði, hefðu þurft að koma til aðrir leiðbeinendur en lítt læsir húsfeður. Börn í stór- fjölskyldum - Þeir sem hafa eitthvað lesið í endurminningum frá fyrri tímum gera sér nokkra hugmynd um strangan húsaga, staglsaman kverlærdóm, hirtingagleði o.fl. Um leið er það algeng hugmynd, að börn hafi í uppeldi notið góðs af að alast upp í svokallaðri stór- fjölskyldu, menn hafa fegrað það töluvert fyrir sér, að börnin hafi ekki verið einangruð, fengið að vera með í öllu með fullorðnum o.s.frv. Hvernig koma þínar upp- lýsingar heim og saman við þetta? - í manntölum frá átjándu öld fáum við allgóða mynd af stærð heimilanna. Að vísu býr um þriðjungur landsmanna á stórum heimilum þar sem eru átta manns eða fleiri. En mikill meirihluti þjóðarinnar býr á smærri heimil- um, þar sem saman búa tveir til sjö einstaklingar. Af sjálfu leiðir að heimilisstærðin fer eftir efna- hag - og það er kannski lykilinn að þeirri stöðluðu mynd af stór- heimilum fyrri tíma, sem menn hafa gert sér, að þeir sem t.d. á nítjándu öld eru helst til frásagn- ar um heimilishætti, tilheyra hin- um efnaðri hópum samfélagsins og konia sjálfir frá stórheimilum. Reyndar er þess líka að geta, að eftir því sem líður á 19. öld fjölgar allmjög á heimilum (að meðalt- ali) og helst það í hendur við verulega fólksfjölgun sem verður upp úr 1840. En þetta ber að undirstrika: Meirihluti barna ólst ekki upp á stórheimilum, sem við getum kallað svo, og að því leyti er staða þeirra ekki ólík þeirri sem okkar börn eiga að venjast. En hitt skiptir ekki síður máli, að heimil- issamsetning var allt önnur en á okkar tíð-með öðrum orðum: Á flestum heimilum er að finna óvandabundið fólk, vinnuhjú og/ staklega að ala upp. Það var stundum talið hætt við því að börnin yrðu fyrir óhollum upp- eldisáhrifum frá þeim. Barnafjöldinn - Systkinahópurinn innan veggja heimilsins var semsagt ekki eins stór og menn hafa al- mennt gert ráð fyrir? - Nei. Menn vita að fæðingar- tíðni var mikil. En barnadauði var líka geysimikill á 18. öld og fram yfir 19. öld deyr um þriðj- ungur barna áður en þau náðu eins árs aldri. í annan stað er hlutfall giftra hér á landi furðu lágt og lægra en í grannlöndum okkar. Skortur á jarðnæði, sem taldist í reynd skilyrði fyrir stofn- un hjúskapar, veldur því, eins og áður segir, að margir giftast seint eða ekki, einnig það, að konur „á giftingaraldri" eru allmiklu fleiri en karlar (í kringum 1800 eru af Fremur byrjar einum kenniföður aðláta sér vera umhug- að um egtafólks, húsfeðra og húsmæóra samfélags um- gengni og framferði, hvort þau lifa í kristilegri einingu hvört við annað, halda morgun og kvöld bænir íhúsi sínu, kostgæfa hreinlífi og sparsemi í mat og drykk... Prestarnir skulu með kostgæfni sjá eftir þeim bókum sem til dag- legrar iðkunar guðhræðslunnar brúkast í húsinu, og gefa undirvísun um hvörninn þær, sem til eru, skuli til nyt- semdar brúkast... skuli öngvar bækur finnast í húsinu, hvar eð fólk kann þó að lesa... skal sérhvör hús-faðir vera skyldugurað kaupaþá bók, sem hönum verður af prestin- um recommenderuð og ráðlögð Forordning um húsvitjanir á íslandi eða niðursetning. Og það má nærri geta, að nærvera slíks fólks gat haft veruleg áhrif á samband barna og foreldra, samband barns við fullorðna gat eins vel verið við vandalausa og við for- eldrana. Það er að minnsta kosti ljóst að ábyrg yfirvöld töldu að einmitt af þessum heimilisaðstæðum sköp- uðust séstök uppeldisvandkvæði - vegna þess að vinnuhjúin töld- ust til þess hóps sem þurfti sér- hverjum 1000 íslendingum 20-49 ára 554 konur). í þriðja lagi er svo þess að geta, að það er al- gengt að börn fátækra foreldra eru send mjög snemma að heiman í vist og sú tilfærsla á börnum hefur vitanlega mikil áhrif á stöðu þeirra í uppeldinu. En það fæddust ekki hlutfalls- lega færri börn hér á landi en í nágrannalöndunum á tímabilinu 1750-1850. Ekki var það vegna þess að svo mikið væri um óskil- JÓLABLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.