Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 6
getin börn, þau voru á þessum tíma um tíu af hundraði. En hver gift kona hér lagðist oftar á sæng en húsfreyjur í öðrum löndum. Það má leiða að því líkur, að ein helsta ástæðan sé sú að lítið var um að íslensk börn væru höfð á brjósti; við það styttist tíðatöf og móðirin varð fyrr reiðubúin til nýs getnaðar. Hér blasir við mjög undarleg og dapurleg mynd. Drjúgur hluti kvenna er af ýms- um ástæðum, ekki síst vegna gild- andi hjúskaparskilyrða, hindrað- ur í því að eignast börn, en sá hlutinn sem er í hjónabandi dæm- ist til mjög tíðra barneigna. Þessi skipting landsmanna í „frjóa“ og „ófrjóa“ hefur svo ým- islegar félagslegar afleiðingar. Verulegur hluti þeirra sem fæðast er dæmur til að lækka í þjóðfé- lagslegri stöðu miðað við foreldr- ana - færast niður í stöðu vinnu- hjúa. A máli félagsfræðinga er þetta kallað „félagslegur hreyf- anleiki niður á við.“ I ættfræðum kemur þetta hinsvegar þannig út að furðumargir íslendingar eru af „höfðingjum“ komnir! Kurr og óánœgja - Hver vill ekki verða sjálfs síns herra? segir í leikriti Brechts um Galileo. Ef við gefum okkur þá forsendu að það sé náttúrleg hneigð hjá fólki, sem er að vaxá upp, að brjótast undan beinum yfirráðum annarra, en þjóðfé- lagið leggur svo strangar hömlur á þá hneigð sem raun ber vitni - má ekki sjá þess merki að af slíku ástandi spretti kurr, óánægja og uppsteytur? - Það er ekki nema eðlilegt að spurt sé, en erfitt hinsvegar að gefa skýr svör. Svo mikið er víst, að við höfum engin dæmi um op- inskáan uppsteyt og samtök í lík- ingu við lágstéttarhreyfingar úti í löndum. En ýmis teikn um þetta má finna. Nefnum til dæmis þess- ar sífelldu umkvartanir yfirvalda um leti og óhlýðni vinnufólks. Að vísu er engu líkara en slíkt nöldur sé einskonar skylduþula hjá valdsmönnum á einveldisöld, en samt: Það mun ekki út í hött að túlka þessar umkvartanir sem vitnisburð um niðurbælda óá- nægju. Mörg vinnuhjú munu hafa fundið til þess, að umbun væri ekki í neinu samræmi við erf- iði, uppskeran af striti þeirra næsta lítii. En áður en nokkuð fór að slakna á því þjóðfélagsgang- virki, sem fjallað er um, var það flestum einskonar vítahringur sem mjög erfitt var að brjótast út úr - að óbreyttum framleiðslu- háttum og þjóðfélagsaðstæðum. Við metum það svo, nútíma- menn, að uppeldisviðhorf á þess- um tímum hafi fyrst og fremst einkennst af harðneskju og misk- unnarleysi. Kannski má líta svo á, að fullorðnir hafi þá naumast haft „efni“ á að reyna að setja sig í spor barna. Við getum hneyksl ast á þessu, við sem tökum mið af þeim nútímahugmyndum um bernsku og uppeldi að brýnt sé að skilja þarfir barns, reyna að setja sig í þess spor. En spyrja má, hvort slík afstaða hafi ekki sem forsendu ákveðin efnahagsleg og þjóðfélagsleg skilyrði, sem sköpuðust ekki fyrr en það tíma- bil, sem ég hef athugað, var um garð gengið. ÁB skráði Ef Hússtjórnar Stéttin legöi alúð á að temja og venja, bæði með Lærdómi og Lifnaði, sín Börn og Hjú, til Guðs Ótta og góðra Siða, og framaren hún nú um stundir gjörir með Guðrækilegum Húsaga að aftra þeim frá Glæpum og Löstum, mundi eigi Kennidóms-Stéttinni svo torsækt vera, sem henni nú annars er, að fá fólk til að láta af illu og læra gottaðgjöra... Og eigi munduþá svo margir íLandinu þurfa að kenna á Refsingar vendi Veraldlegrar Valdstéttar, né að rétta Hálsinn undir Böðuls-Öxina. Sr. Björn Magnússon. Formáli að þýddri bók, Christenn Hwss- Fader edur velmeint Raadlegging til Allra Guð-hræddra Huss-fedra. Cmt HiRSCHHOLMs-(í£>(ot/ frCK 3í)ie Junii Ao. 1746. •we*- tíatt*- -♦$»!$*--wieN- Xn?ft uí>t í>anö aJíajefiá. op Uhiverfitxts-95oðtnjffcriiv tif ‘jt-'lwu 3oiucn £101 ffiur. Skrítlur Vitið þið, lesendur góðir, hvað smáþorp er? Það er staður, þar sem ná- granninn hefur auga með kon- unni þinni fyrir þig. Hansi ók þrjá hringi umhverfis blokkina án þess að finna bíla- stæði. - Það er alltaf sama sagan með þig, hnussaði konan hans. - Það geta allir fundið sér bíla- stæði nema þú. Hann Benni sendi okkur bréf nýlega og sagðist halda upp á kvennaárið á sinn hátt. Hann lyft- ir upp fótunum, þegar konan er að ryksuga. Maðurinn kom hlaupandi inn í svefnherbergið. Eiginkonan lá í rúminu. - Hvað eigum við að gera? hrópaði hann. - Húsið brennur! - Bjargið húsgögnunum, heyröist úr klæðaskápnum. Frú Petrína var að ræða málin við nýgifta dóttur sína. - Já stúlka mín - nú gæti verið að þú verðir orðin móðir eftir níu mánuði... - Það er nú samt sennilegra, að þú verðir orðin amma eftir sex mánuði... Kennarinn: Vinnumaurar geta borið byröi sem er fimmtíu sinnum þyngri en þeir sjálfir. Hvaða ályktun getur maður dreg- ið af því? Jens: Að þeir hafi lélegt stétt- arfélag. - Hvers vegna eruö þér hér? spuröi fangelsispresturinn. - Sjálfsmorðstilraun. - Ekki er mönnum hegnt fyrir það. - Ja, sko, ég ætlaði að gera það úti í skógi, en varð svo nervus að ég hitti dádýr... Fjölskyldan var á vetrarferða- lagi í Austurríki. Anna litla spurði pabba sinn: - Hvað þýðir „Gruss Gott"? - Eitthvað svona í líkingu við „Sæll sért þú í guðs nafni“. - Þá er sannarlega munur á Austurríkismönnum og íslend- ingum. Þegar Austurríkismenn- irnir hittast, segja þeir „Gruss Gott“, og þegar íslendingarnir hittast segja þeir „Hver fjandinn, ert þú hérna líka"? GORAN TUNSTROM JÓLA ÓRATORÍAN Göran Tunström hlaut bók- menntaverðlaun Noröurlandaráös áriö 1984 fyrir skáldsögu sina Jóla- óratórian, sem út kom í fyrra. Svið sögunnar er heimabyggð höfund- ar í Svibjóð, en hún teygir anga sina alla leið til Nýja-Sjálands. Líkt og smiður Jólaóratóriunnar, Bach, leikur Tunström af mikilli list á marga strengi, sem spanna allt frá myrkustu einsemd og þjáningu til leiftrandi kátinu, og njóta blæbrigði sögunnar sin einstaklega vel i þýð- ingu Þórarins Eldjárns. Jólaóratórian verður gefin út bæði innbundin og sem UGLA. Verökr.889.— Félagsverð kr. 720.— UGLU-verð kr. 448.— glæpuR OG~ ÞYDD. SKALDVERK WILLIAM HEINESEN GLATAÐIR SNILLINGAR Margir telja Glataða snillinga meistaraverk Williams Heinesen, og vist er að enginn sem les þessa bók mun geta gleymt hinum list- hneigðu sonum Korneliusar vind- hörpusmiös og örlögum þeirra i þessu litla þorpi á eyju úti iregin- hafi Glataðir snillingar eru eins og . stór hljómkviða, þar sem hver persóna hefur sina eigin rödd, og bera frásagnargáfu Heinesens einstakt vitni. Glataöir snillingar eru áttunda bókin i sagnasafni Williams Heine- sen i rómaðri þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Verðkr.988.— Félagsverð kr. 840.— MARTIN ANDERSEN NEX0 FJODOR DOSTOJEVSKI DITTA GLÆPUR MANNSBARN OG REFSING Skáldverkið mikla um Dittu, stúlkuna af stóru mannsættinni, kom fyrst út i Danmörku á árunum 1917 — 1921. Höfundur þess, Mar- tin Andersen Nexo, hlaut sess i heimsbókmenntasögunni fyrir áhrifamiklar lýsingar sinar á kjör- um fátækra um aldamótin og minn- isstæðar persónur bókarinnar, ekki sist Dittu sjálfa. Sagan kom fyrst út á islensku i öndvegisþýöingu Einars Braga skálds 1948—49. Af þvi tilefni skrif- aði Halldór Stefánsson rithöfundur um bókina: „Ditta er öreigans „mater dolorosa" . . . hún, hin fá- tækasta allra, er gjöful á kærleik og umhyggju, hvernig sem að henni er búið i þeim gráa heimi, þar sem henni er markaöur bás. Mannúðin er alls staðar grundvallaratriðið í skáldskapNexa." • Verökr. 1150.— Félagsverö kr. 978,— Mál Svið þessarar mögnuðu sögu er Pétursborg á árunum upp úr 1860: ört vaxandi stórborg iöandi af lit- riku mannlifi. i miðdepli er einfarinn Raskolnikof, tötrum búinn stúdent með stórmennskudrauma, sem hann fyrir hvern mun vill gera að veruleika. Spennan, mannlýsing- arnar og heimssýnin sameinast um að gera Glæp og refsingu að einhverri eftirminnilegustu skáld- sögu siöaritima. Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojevski er gefin út i heimsbók- menntaröð Máls og menningar. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi úr rússnesku. Verökr. 1170.— Félagsverðkr.995.— qefutn cjóðar bœkur og menning - Kameldýr getur unnið í 30 daga án þess að drekka! - Er það eitthvað mikið? Blaða- maður getur drukkið í 30 daga án þess að vinna! Það var reikningstími í skólan- um og afleysingakennari sem kenndi. - Þú þarna, Ijóshærði, getur þú sagt mér hvað tvær appelsínur og þrjár appelsínur eru margar appelsínur? Sá Ijóshærði hugsaði sig um smástund. - Við höfum bara lært að reikna með eplum... Tveir menn í fjölmennu kvöld- boði ræðast við. - Frekar leiðinlegt hér, finnst yður ekki? - Jú, mjög. - Eigum við ekki að stinga af? - Get það ekki - ég er gestgjaf- inn. 'I'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.