Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Blaðsíða 10
er líka nafli heimsins Kaupstaðirnir rísa í lágum húsum með bindiverki, litprúðum og freistandi fyrir myndlistarmenn Þar rísa kirkjur, sumar á aldri við Snorra Sturluson og nokkrar eru byggðar í hring Borgundarhólmur er ekki stór eyja, tæplega 590 ferkíló- metrar. Nógu stór er hún samt til þess að Hólmarar kalla heimkynni sitt land, en þegar þeir segja eyjan, þá meina þeir Kristjánsey, sem er um 20 km fyrir austan Borgundar- hólm og rísa þar allmikil virki fráfyrri tíð. Og þjóðsaga ertil um sköpun Borgundarhólms sem minnir á það, að íbúarnir hafa rétt sem annað fólk haft tilhneigingu til að líta á ættjörð sínasem miðpunktheimsins. Húneráþessaleið: Einu sinni var firnastórt skip á siglingu. Kapteinninn þurfti að ríða hesti um brúna, matrósarnir fóru upp í reiðann unglingar og komu aftur niður gráskeggjaðir öldungar. í vondu veðri hlekktist þessu mikla skipi á þar á Eystra- salti og var ákveðið að kasta út barlestinni. Úr henni varð Borg- undarhólmur, en úr glóðunum úr kabyssunni Kristjánsey og þau sker. aldri við Snorra Sturluson, og nokkrar eru byggðar í hring. Það er óvenjulegt byggingarlag á þessum slóðum og hjá flestum rakið til þess að kirkjurnar voru um leið varnarvirki á þeim öldum þegar margir vildu ræna á Eystrasalti og drottna yfir því. Sumir minna um leið á að Borg- undarhólmur er útvörður í austri og kannski hafi húsasmiðir þar frétt eitthvað af hringbyggðum rétttrúnaðarkirkjum Slavanna fyrir austan Salt. Kaupstaðirnir rísa í lágum hús- um með bindiverki, litprúðum og freistandi fyrir myndlistarmenn, enda eru þeir margir á eynni. Fi- skimenn skipa upp heldur ræfils- legum þorski og sfld sem er mest- an part reykt, rónarnir í Nexö eru, komnir á kreik með bjórana sína fyrir hádegi og horfa æðrulaust yfir snyrtilegustu höfn í heimi: engum mun takast að finna þar hálfan síldarhaus í reiði- leysi. Tíðindalaust? Indœlið sjdlft Annars er Borgundarhólmur indælið sjálft. Þar eru sandhólar hvítir sem bjóða sólbaðsfólk velkomið og enginn þarf að óttast um lappirnar á sér á Ieiðinni út í þægilega svalan ágústsjóinn. Að minnsta kosti ekki á suðaustur- horninu þar sem sjö landar höfðust við í húsi. Vegirnir taka hjólreiðamönnum mjög vinsam- lega og það getur varla heitið að þeir verði varir við brekkur. Þó er það í frásögur fært, að ein gatan niður að ströndinni í Guðhjem sé svo brött, að þar megi ekki hjóla. Og fyrir ofan hana er „hátt fjall“, fimmtíu metrar og heitir Bokul. En annars er allt svo undarlega slétt, lækjunum liggur ekkert á, laufblað sem í vatn fellur hreyfist ekki um hænufet meðan þú staldrar við. Það var verið að slá bleika akra og kýr rumdu af vel- líðan. Skógurinn uppi á eynni heitir Paradísarbakkar og lítill sprungudalur skammt frá kastal- anum Hamarshúsi heitir Paradís- ardalur. Þjóðhetjan hét Jens Kýrfótur, það var hann sem hrakti Svía á brott árið 1658. Nánar um það síðar. Kirkjur rísa á eynni, sumar á Aðkomumanninn grunar helst að hér gerist aldrei neitt. Þó er það alls ekki víst. Svo mikið er víst, að Borgundarhólm- arar, sem smíðuðu frægar klukk- ur, fluttu Nonna litla Sveinsson. frá Akureyri til Kaupmannahafn- ar og ólu upp Martin Andersen Nexö skáld, þeir hafa ekki farið varhluta af ýmsum skráveifum sem sagan gerir mönnum. A- hlaup sjóraufara voru hér tíð, eins og kirkju virkin bera vott um. Hér fóru fram sjóorustur, brugg- uð voru samsæri og drottinsvik. Pestir heimsóttu eyna á sautj- ándu öld: í Péturskirkju er tafla þar sem skráð er hve margir dóu þá í hverri sókn - alls um 5000 í fyrra skiptið en 4000 í hið seinna. Það lætur nærri að annaðhvert mannsbarn á eynni hafi þá týnt lífi. Yfir töflunni standa orðin ,4Ierrens Höst“ - uppskera her- rans, og við skulum vona að eng- in önnur máttarvöld hafi gert til- kall til þessara mörgu sálna af Borgundarhólmi. Borgundar- hólmarar áttu sér líka sinn post- ula. Það var árið 1814 að um 30 sfldarbátar frá Borgundarhólmi fórust á einni óveðursnóttu. Einn þeirra fáu sem björguðust var Jep Jensen frá Tejn. Þegar hann var að gefast upp í brimrótinu birtist

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.