Þjóðviljinn - 16.12.1984, Side 14

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Side 14
 Þýskur uppboðshaldari með afrískar trémyndir: „Afríkumenn geta enn ekki passað upp á þetta." Yfirgangi nýlenduvelda fylgdi meðal annars stórfelld- ur þjófnaður á höggmyndum, helgigripum, listmunum og öðrum skyldum menningar- Miljónir yfirleitt ilia fenginna dýrgripa prýða söfn hinna ríkari þjóða. Og fóir eru þeir sem vilja fylgja frœgu fordœmi Dana sem sendu íslendingum handrit heim. David Wilson forstjóri British Muse- um: „ef við byrjum að skila dýrgripum aftur verður enginn endir á kröfu- gerð.“ Enn í dag eru vopnaðir hópar ræningja að skjótast yfir landa- mæri Kampútseu frá Thailandi til að brjóta niður steinmyndir úr hinum miklu og fornu musterum Khmera í Angkor. Þessi listaverk verðmætum: Enn ídageru slíkir gripir stolt hinna stóru safna í Evrópu. Og þjófnaður- inn heldur áfram, þótt víðast hvar sé búið að setja lög um verndun menningarverð- mæta, og eru þar að verki glæpamenn allskonar í sam- vinnu við braskara sem hafa aðgang að ríkum söfnurum. Margar þjóðir hafa krafist þess að fá aftur illa fengin list- averk, en þær fá yfirleitt þvert nei-hvortsem írakir viljafá aftur Istarhliðið frá Babýlon, sem er geymt í Pergamon- safninu í Austur-Berlín eða þá að vinstristjórnin gríska reynir Grafaræningi í Kólumbíu, José Romero (til vinstri) býður farandkaupmanni grafker frá Inkatímanum til sölu. Hann fær kannski 6000 krónur fyrir stykkið, en á uppboði í ríku landi fæst tíföld eða fimmtugföld upphæð fyrir gripina. að heimta aftur lágmyndirnar úr Parthenonmusterinu í Aþenu.sem Bretartóku 1816 og fluttu til British Museum í London. Það er því ekki að furða, þótt margar þjóðir sem eiga um sárt að binda hafi sérstakan áhuga á handritamálinu dansk-íslenska. Danir sýndu með afhendingunni höfðingsskap sem er næsta sjald- gæfur í samskiptum við fyrrver- andi nýlendur. Sagan gerist enn Ránskapurinn fer fram um allt. Árið 1968 lagði bandarískur svartamarkaðsbraskari veg upp á eigin spýtur í gegnum frum- skóginn á Júkatanskaga, til að flytja eftir honum miklar steinblakkir úr musteri Maja- indjána, sem hann hafði niður sagað - flutti hann síðan þennan ránsfeng til Bandaríkjanna. Árið 1972 stálu listræningjar þúsund ára gamalli styttu af Hindúaguðinum Sjíva úr musteri í Katarmal á Suður-Indlandi. Þeir munu hafa selt styttuna fyrir miljón dollara bandarískum safn- ara, Norton Simon, sem hefur sjálfur viðurkennt að hafa keypt fyrir 15-16 miljónir dollara ýmsa listræna dýrgripi og voru flestir stolnir eða þeim að minnsta kosti smyglað úr viðkomandi landi. eru seld fyrir morð fjár á alþjóð- legum listamörkuðum. í nýlegri bók um þessi mál telur Gert von Paczensky að á Vestur- löndum sé nú að finna 25-30 milj- ónir gripa frá Þriðja heiminum sem hafi verulegt gildi sem safn- gripir. Og eins og ýmsir aðrir sem um þessi mál skrifa leggur hann til að upprunalöndin fái að minnsta kosti hluta þessara gripa til baka, - enda hafi þeir einatt verið teknir með valdi. Bronsmyndir frá Benin Nefnum dæmi. í Nígeríu var opnað í Beninborg safn, sem á að minna á mikið menningarríki svartra manna sem við lýði var langt fram á síðustu öld. Benin var höfuðborg þessa ríkis og fræg fyrir ágæta gripi úr tré, fílabeini og bronsi. Árið 1897 tóku 700 breskir hermenn borgina í „refsi- leiðangri“, rændu og brenndu. Gripir úr tré og fílabeini eyði- lögðust, en herliðið hafði svo með sér um 2000 bronsmyndir sem herfang - eru þær flestar í breskum söfnum, ekki síst British Museum. Nígería fékk sjálfstæði 1960. Hin nýja stjórn vildi minna hinar ýmsu þjóðir ríkisins á sögu Iandsins og arf, m.a. með því að stofna minjasögn víða um landið. Þegar safnið í Benin skyldi opn- Napóleon lét greipar sópa í Egyptalandi 1798, en Englendingar hirtu feng hans á heimleiðinni. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - JÓLABLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.