Þjóðviljinn - 16.12.1984, Síða 19

Þjóðviljinn - 16.12.1984, Síða 19
Fótbolta- engillinn Fótboltaengillinn frægi fjármála goð og sól, gulls við glitrandi ægi garpur á framastól. Litfríð með sínu lagi lof honum tíkin gól. Illþýði af ýmsu tagi öfundar brýndi tól. Lucy er vænst í lundi lávarðar, kæn og fróð. Á hagvaxtarhundasundi hún bjargar landi og þjóð. Með samvisku - vonda verki vakna mun þjóðarhyggja og lotningar minnismerki manni og tík hans byggja. H.H. Hertœkni Tindátarnir snúa aftur Að þessu sinni eru þeir ekki í barnaher- bergjunum heldurávígvellinumsjálfum Sú tíö er væntanlega fyrir bí að börn leiki sér með tindáta. Nú heita leikföngin Pleimó, Aksjónman og þess háttarog eru úrplasti. En nú bendirallt til þess að tindátarnir stigi aft- ur inn á sjónarsviðið, ekki í barnaherbergjunum heldur á hinum raunverulegavígvelli. Framfarir á sviði tölvutækni og sjálfvirkni eru farnar að teygja sig inn á svið „gervihermanna“ ef svo má að orði komast og í það vélmennum sem geta annast hættulegustu og óþrifalegustu störfin á vígvellinum. Þeir sjá fyrir sér vélmenni sem geta ekið um vígvöllinn, fundið skotmörk, komið fyrir sprengjum og varist árásum óvinarins. Allt án þess að kosta þurfi til nokkru mannslífi. Þeir sjá fyrir sér her framtíðar- innar þar sem hermenn af holdi og blóði verða í minnihluta. Tölvu- og rafeindafyrirtæki eru þegar farin að bjóða upp á gervi- hermenn. Grumman flugvéla- verksmiðjurnar vinna að fram- leiðslu á Ranger sem er 100 ur að gerð vélmenna til að gegna ýmsum hlutverkum. Sum þeirra eru til njósna, önnur geta hlaðið fallbyssur margfalt hraðar en mannshöndin, enn önnur geta gert tundurdufl óvirk. Bandaríski flotinn vinnur nú að gerð vél- menna sem geta varað við óveðri, eldsvoðum og árásum óvinarins. Þessi vélmenni, sem nefnast Ro- bart I, hafa 400 orða forða og ganga fyrir rafhlöðum. Ef hleðsl- an er að verða búin geta þau stungið sér sjálf í samband og hlaðið sig á nýjan leik. minnsta í Bandaríkjunum er þessari þróun tekið með fögnuði. Þar í landi hafa herforingjar og ráðamenn áhyggjur af því að lækkandi fæðingartt'ðni komi nið- ur á aðsókn í herinn. Það gæti orðið skortur á fallbyssufóðri þegar næstu kynslóðir vaxa úr grasi. Glœst framtíðarsýn Það þýðir að nú er reynt að eyða 50 miljónum dollara í rann- sóknir á þessu sviði. f skýrslu sem nýlega kom út á vegum Banda- ríkjahers er m.a. dregin upp þessi framtíðarsýn: „Við því má búast við að vígvöllur 21. aldarinnar verði þéttsetinn háþróuðum víg- vélum búnum eiginleikum, svo sem eyðingarmætti og vígaradí- us, sem tekur langt fram öllu því sem nú þekkist á sviði vígbúnað- ar.“ Herforingjarnir stefna því að því að koma sér upp fjarstýrðum punda vélmenni og getur ferðast um torfærur á allt að 100 km hraða á klukkustund, miðað út brynvarin farartæki óvinarins og grandað þeim með sprengjum. Ranger er fjarstýrt úr allt að 10 km fjarlægð. Reyndar byggist hugmyndin sem liggur að baki Ranger á teikningum vopnasér- fræðinga Hitlers af fjarstýrðum smáskriðdreka sem gerðar voru í síðari heimsstyrjöldinni en kom- ust ekki lengra en á teikniborðið. Annað fyrirtæki, Odetics Inc., hefur sett á markað sexfætt vél- menni sem nefnist Odex. Það er 180 cm á hæð en getur ef þörf krefur þrýst sér saman í 120 cm. Það getur borið byrði sem vegur meira en tonn og annast ýmis verkefni. Þessi vélmenni eru þró- uð upp úr sjálfvirkum vaktvél- mennum sem þegar hafa verið tekin í notkun sem næturverðir, fangaverðir o.fl. Mannfall ekki úr sögunni Bandaríski herinn vinnur sjálf- Reyndar hafa sjálfvirkar flug- vélar þegar sannað gildi sitt. í Ví- etnamstríðinu notaði bandaríski herinn þær til njósna og til að velja skotmörk fyrir sprengjuvél- ar og ísraelsmenn beita þeim mikið um þessar mundir. Þessar vélar eru þó enn mjög ófullkomn- ar. Æstustu fylgismenn nýju tin- dátanna sjá þegar í hillingum þá tíma að nýliðar í hernum fái alla sína leiðsögn frá vélmennum. Einn þeirra, Dennis Crumley of- ursti, bætir þó við: „Að sjálf- sögðu verða einhverjar mann- legar verur eftir til þess að nýlið- arnir fái á tilfinninguna að þeir séu að ganga í her sem lúti mann- legri yfirstjórn.“ Og hann viðurkennir einnig að tilkoma vélmennanna muni ekki í koma í veg fyrir eitthvert mann- fall. En einnig þá koma vél- mennin að liði. Eða svo vitnað sé í Crumley: „Vélmennin geta flutt fallna og særða af vígvellinum. Það þarf ekki annað en að ýta á einn hnapp að gefa vélmennun- um skipun um að flytja þá föllnu í næstu kapellu.“ ÞH endursagði JÓLABLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.