Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.12.1984, Blaðsíða 1
MANNLlF MENNIN6 ÍÞRÓTTIR Bruð[ Stórlaxar í laxi Á síðasta ári keyptuforstöðumenn opinberra stofnana laxveiðileyfifyrir 700.000 krónur Landsbanki og Seðlabanki drýgstir við að eyða opinberufé til kaupa á laxveiðileyfum Opinberar stofnanir og ríkis- fyrirtæki hafa undanfarin 4 ár keypt laxveiðileyfi fyrir er- lenda viðskiptavini sína og for- stöðumenn að upphæð rúm 1 Vi miljón króna á verðgildi síns tíma. Þar af voru keypt laxveiði- leyfi í fyrra fyrir 669 þúsund krónur. Þessar fróðlegu upplýsingar komu fram í skriflegu svari for- sætisráðherra á alþingi í gær við fyrirspurn Stefáns Benedikts- sonar en nokkuð hefur dregist að fyrirspurninni væri svarað. Landsbankinn hefur verið stórtækastur í laxveiðikaupum undanfarin ár og keypt fyrir sam- tals 712.600 kr. árin 1980-1983, þar af fyrir 387.900 kr. á síðasta ári sem sýnir betur raungildisverð laxveiðileyfanna fyrir hvert ár. Veiðileyfi þessi voru notuð að hluta af fulltrúum bankans, inn- lendum gestum og erlendum, þar á meðal bæði sendiherrum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á íslandi. Seðlabankinn hefur einnig ver- ið drjúgur við laxveiðileyfakaup fyrir almenningsfé. Síðustu 4 ár hefur bankinn keypt leyfi fyrir tæpar 440 þús. krónur, þar af 246.000 kr. á sl. ári. Þessi leyfi voru notuð af forráðamönnum bankans,innlendum og erlendum gestum þeirra. Aðrar ríkisstofnanir og fyrir- tæki sem keypt hafa laxveiðileyfi síðustu ár fyrir vini og vanda- menn eru Framkvæmdastofnun, Járnblendifélagið og Landsvirkj- un. Fjármálaráðuneytið segir í svari sínu að eigi sé það í manna minnum í ráðuneytinu að lceypt hafi verið laxveiðileyfi undanfar- in ár, en á þessu ári hafi ráðuneyt- ið varið 500 kr. til kaupa á tveimur silungsveiðileyfum fyrir viðsemjendur ríkisins um skatta- mál. -•g Hörpuskelfiskur Verðfall fyrir vestan Veiðar leyfðar á ný undan ströndum Flórída. Algert verðhrun hefur orðið á hörpuskelfiski á Bandaríkja- markaði að undanförnu. Ástæð- an er sú að óhemju mikið magn af hörpuskelfiski veiðist nú undan ströndum Flórída, af smáum en nyög ódýrum fiski. Veiðar á þessu svæði hafa verið bannaðar í ein tvö ár, en sökum þess hve sjór- inn þarna er hlýr vex fiskurinn mjög hratt og nú hafa veiðar ver- ið leyfðar á ný. Jólaumferðin Bflar í bankann Ólöglegir bílarfluttir á bás í Arnarhólnum Annasamt er hjá umferðar- lögreglunni þessa siðustu daga fyrir jól. Allmikið var um árekstra í gær, og lögreglan er stöðugt með kranabíl í gangi til þess að f jarlægja bíla sem hef- ur verið lagt ólöglega. Seinni partinn í gær hafði lög- reglan flutt 15-20 bíla í bílastæðið undir Seðlabankabyggingunni í Arnarhóli. „Þetta er eins og að venja kýr á bás“, sagði vaktmað- ur á lögreglustöðinn í samtali við Þjóðviljann. -óig Strandið Sem dæmi um verðhrunið má nefna að íslenskir aðilar, sem hafa verið að flytja hörpuskelfisk til Bandaríkjanna á þessu ári, hafa selt pund með 40-60 stykkj- um í frá 2.50 $ og uppí 2.85 $, og pundið með 30-40 stykkjum í frá 3.60 $ uppí 4 $ og 80-100 stykki á um eða rúma 2 $. Þessi hörpuskelfiskur frá Flór- ída er smár, 80-100 stykki í pundi og 100-130 stykki í pundi og er hann seldur á 1.15 $ og fer lækk- andi vegna þess hve mikið veiðist. Að sögn Óttars Yngvasonar, sem flytur hörpuskelfisk til Bandaríkjanna og hefur náð jafn hæstu verði allra íslensku útflytj- endanna vestra, er nú svo komið í fyrsta sinn í á annan áratug, að Bandaríkjamenn eru farnir að reyna að selja hörpuskelfisk á markaði í Évrópu. Sennilega tekst þeim það vegna þess hve verðið er hagstætt. Á sama tíma og þetta gerist, eru miklar óseldar birgðir af hörpuskelfiski til hér á landi, sem mjög lítil von er til að hægt verði að selja meðan Flórída fiskurinn flæðir nú yfir Bandaríkin á rúman dollar pundið. -S.dór Jól framundan: innkaup, tiltektir og svo þarf að snyrta sjálfan sig fyrir hátíðarnar og annir miklar hjá rökurum og á hárgreiðslustofum. Myndin sýnirsyfjaðan fylgdarmann á einni stofunni að bíða eftir mömmu. (Mynd: EÓI) Komust ekki um borð I gær könnuðu menn aðstæður til að komast um borð í Sæbjörgu þar sem hún liggur utanvið Stokksnes, en Htt eða ekki hafði slegið á brimið frá strandinu og urðu menn frá að hverfa. Ekkert er hægt að segja enn um hvort skipi eða skipsgóssi (þar á meðal nótinni) verður náð. Kristján Sveinsson var annar þeirra sem fór frá Tryggingamið- stöðinni að strandstað og sagði hann að þeir hefðu ásamt skip- stjóra og björgunarsveitar- mönnum á Höfn ætlað að freista þess að komast í gúmmíbát að skipinu en sjór hafi verið of mikill til að taka neina áhættu. Fóru tryggingarmenn og skipstjóri, Ögmundur Magnússon, til Reykjavíkur við svo búið. Spáð er norðlægri átt og skárra veðri á fimmtudag og er ætlunin að reyna þá aftur. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.