Þjóðviljinn - 19.12.1984, Side 2
FRETTIR
Félagsdómur
Launafólk tapaöi
Úrskurður félagsdóms í hag borginni.
Haraldur Hannesson: vonbrigði, - gerum þetta öðruvísi nœst.
Eg varð fyrir vonbrigðum með
þessi úrslit, ég taldi einsýnt að
þetta væri unnið mál, sagði Har-
aldur Hannesson formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar í gær um úrskurð Félags-
dóms. Félagið höfðaði mál gegn
borginni vegna vangreiddra
launa í verkfallinu og í fyrradag
var úrskurðað að borgin hefði
verið í rétti þegar aðeins voru
borgaðir fyrstu dagarnir í októ-
ber. Dómnum er ekki hægt að
áfrýja.
Haraldur sagði að dómurinn
hefði þau áhrif fyrst og fremst á
kjaradeilur í framtíðinni að opin-
berir starfsmenn mundu haga
uppsögnum og atkvæðagreiðslu
þannig að þetta kæmi gagnaðila
ekki að notum. Hann benti á að
ef atkvæðatalning um sáttatil-
löguna hefði farið fram eftir mán-
aðamót hefði ekki verið hægt að
skera af laununum.
Félagsdóm skipa Bjarni K.
Bjarnason borgardómari, Gunn-
laugur Briem yfirsakadómari og
Björn Helgason hæstaréttarrit-
ari. Auk þess sátu í dómi um
þetta mál Ragnar Halldór Hall
borgarfógeti fyrir fjármálaráðu-
neyti og Sigurfinnur Sigurðsson á
Selfossi fyrir BSRB.Einndómar-
anna skilaði séráliti, sennilega
BSRB-maðurinn.
í dag verða flutt fyrir Félags-
dómi tvö mál Blaðamannafélags-
ins gegn útgefendum vegna van-
greiddra launa í verkbanni.
Að auki hefur verið flutt fyrir
dómnum mál hárgreiðslunema,
sem vilja fá skorið úr um hvort
aðildarfélög VSÍ geta fellt samn-
inga, sem vinnuveitendur hafa
skrifað undir „með venjulegum
fyrirvörum". Dóms í þessum
málum mun að vænta fyrir ára-
mót.
- m
Fiskverð
Nýtt verð
ekki fyrir
áramót?
Að sögn Sveins Finnbogasonar
framkvæmdastjóra Verðlagsráðs
sjávarútvegsins var á fundi yfir-
nefndar í gær verið að fara yfir
gögn um áhrif gengisfellingarinn-
ar og fleira er varðar Fiskverð.
Ekki er enn byrjað að semja um
verðið, en sem kunnugt er á það
fiskverð sem nú verður ákveðið
að gilda frá 21. nóvember sl.
Að sögn fróðra manna kemur
þetta nýja fiskverð trauðla fyrir
áramót. Flestir telja líklegt að allt
verði sett í einn „pakka“ eins og
það er kallað, fiskverð og nýir
kjarasamningar sjómanna, en
samningar þeirra renna út um
áramótin.
Vitað er að sjómenn vilja fá
fiskverðið fyrst, en semja síðan
um kjör sín, en eins og áður hefur
verið skýrt frá í Þjóðviljanum er
aðal krafa sjómanna að þessu
sinni að kauptrygging þeirra
verði tvöfölduð úr 17.100 kr. á
mánuði í 35.000 krónur.
- S.dór
Páll Helgason: Aldraðir verða að taka höndum saman. Ljósm. eik.
Aldraðir
Verkamaður stofnar sjóð
Á dögunum staðfesti forseti ís-
lands skipulagsskrá fyrir Hús-
byggingasjóð aldamótakynslóð-
arinnar. Sjóður þessi er stofnað-
ur af Páli Helgasyni fyrrum
verkamanni og nú vistmanni á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Til-
gangur sjóðsins er að stuðla að
„byggingu íbúðahverfis fyrir
afdraða á Reykjavíkursvæðinu,
er verði í nánum tengslum við
heilsugæslustöðvar sem veiti
fullkomna heilsugæslu og læknis-
þjónustu“, eins og segir í skipu-
lagsskránni.
Stofnfé sjóðsins er 200 þús.
krónur gefið af Páli til minningar
um foreldra sína, fósturforeldra
og sambýliskonu, Maríu Þórðar-
dóttur frá Hofsstöðum í Gufu-
HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS
HaDDdrættismiöar hafa nú verið sendir út til áskrifenda
og þeir vinsamiegast beðnir að gera skil sem allra fyrst.
Nnr viötakítnda lilvtsiinamr Vd TXT Stotnun Hb I Reikn nr viðtakanda
7124 8844 i i i CO. CM O OC 1677
GÍRÓ-SEÐILL
NR
c
Happdrætti Þjóðviljans
Síðumúla 6
Greiöandi Jón Jónsson Laugavegi 200 105 Reykjavík Viöskiptastotoun viðtakanda. . Alþyðubanktnn h.f.
Algreiðslustaöur viöskiptastofnunar Aðalbanki
Tegund reikmr.gs ..^Ciroreikningur , Avisanareikningur . Hlaupareikmngur
Skyrmg greiöslu
Nftf vwM.tk.ind.l tilvi*
:■ ' i i 1
•IFH r.HiM NFOAM MA
Happdrættismiðar
Hægt er að gera skil á afgeiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, hjá Alþýðubandalaginu Hverfisgötu 105,
hjá umboðsmönnum um land allt, greiða með gíróseðli í banka eða pósthúsi (sjá sýnishorn um
útfyllingu). Á Reykjavíkursvæöinu er hægt að sækja greiðslu til þeirra sem þess óska og er tekið
við þeim beiðnum í síma 81333.
dalssveit en hún er látin fyrir
nokkrum árum.
Hugmynd Páls er að ellilífeyr-
isþegar á höfuðborgarsvæðinu
taki höndum saman og stofni fé-
lag er hafi að markmiði að byggja
íbúðahverfi fyrir aldraða.
„Mér finnst að við gamla fólkið
eigum að stofna sjóð um alda-
mótakynslóðina, sem lagði
undirstöðurnar að lífskjörum
landsmanna á verklegu og and-
legu sviði. Við sem erum orðin
það fullorðin og tilheyrum ekki
„tölvukynslóðinni" eigum ekki
að láta hugfallast, eða láta
skammta okkur hugsjónir, varð-
andi framgang góðra mála“,
sagði Páll Helgason. - *g-
'T0RGIÐ!
Auðvitað verðum við að bjóða
réttum mönnum í lax. Hverjir
myndu annars lána okkur 40
miljarða í erlendri mynt?
Alþingi
Jolaleyfi
Stefnt er að því að síðustu þing-
fundir fyrir jólaleyfi þingmanna
verði á morgun, Fimmtudag.
Pá hefur forsætisráðherra lagt
til að þing verði kallað saman að
nýju að loknu jólaleyfi eigi síðar
en 28. janúar á komandi ári.
Fyrirspurn
Nýting-
húsmæðra-
skóla
Hversu mörg skólahús í
landinu eru byggð fyrir hús-
mæðrakennslu og hversu margir
þessara skóla eru starfandi í
dag?, eru spurningar sem Guð-
rún Helgadóttir hefur lagt fyrir
menntamálaráðherra.
Þá spyr Guðrún einnig um
hversu margir nemendur stundi
nú nám í húsmæðraskólum, hve
margir kennarar annist kennslu
þeirra, hvort einhverjir skólanna
séu nýttir til annarrar kennslu,
hversu mikið húsrými sé í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur og
hvaða starfsemi fari nú fram þar.
-lg-
Skattafrádráttur
Stórfyriitækin
fá frádrátt
Við afgreiðslu alþingis á frum-
varpi ríkisstjórnarinnar um frá-
drátt frá skattskyldum tekjum
vegna fjárfestingar í atvinnu-
rekstri var lagður fram listi yfir
þá aðila sem sótt hafa um slíkan
frádrátt. I Ijós kom að einungis
stórfyrirtæki hafa sótt um þennan
frádrátt, en m.a. þingmenn
Bandalags jafnaðarmanna hafa
stutt frumvarpið með tilvísun til
þess, að verið væri að auðvelda
litlum fyrirtækjum og almenningi
þátttöku í atvinnulíflnu.
Páll Pétursson, Friðrik Soph-
usson, Guðmundur Einarsson,
Halldór Blöndal og Þorsteinn
Pálsson lögðu til að frumvarpið
yrði samþykkt, en með nefndará-
liti Svavars Gestssonar og Kjart-
ans Jóhannssonar fylgir listinn
yfir þá sem sótt hafa um frádrátt
frá skattskyldum tekjum vegna
fjárfestinga í atvinnurekstri:
Almennar tryggingar hf., Al-
þýðubankinn hf., Arnarflug hf.,
Hf. Eimskipafélag íslands, Fjár-
festingarfélag íslands hf., Flug-
leiðir hf., Hampiðjan hf., Iðnað-
arbanki íslands hf., Sjóefna-
vinnslan hf., Skagstrendingur
hf., Tollvörugeymslan hf., Versl-
unarbanki Islands hf..
Fram kemur í nefndarálitinu
að Guðrún Agnarsdóttir er sam-
þykk þeim Svavari og Kjartani og
lögðu þau til að frumvarpið yrði
fellt, en allt kom fyrirekki, frum-
varpið varð að lögum.
-óg
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. desember 1984