Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐIÐ MENNING Sleppibúnaður Aðeins einn í Sigmundargálginnfer illa útúr könnun Siglingamálastofnunar: einn afþrjátíu í lagi. Allirnema einn virkuðu hjá Olsen. Stálvíkurbúnaðurinn einnig í lagi. Rannsóknirstanda enn yfir. Að því er Þjóðviljinn hefur sannfrétt urðu niðurstöður úr sérstakri könnun er Siglingamál- astofnun gerði um áramótin á sjálfvirkum sleppibúnaði gúm- björgunarbáta þær, að af um 30 prófuðum Sigmundargálgum hefur einn virkað; af um 50 Ól- sengálgum hefur aðeins einn reynst í ólagi. Magnús Jóhannes- son ’siglingamálastjóri sagði við Þjóðviljann í gær um þessar tölur; „Ég get nú ekki staðfest þetta sem rétt, ég vil ekki gefa upp neinar tölur fyrren þessum próf- unum er lokið.“ Hinsvegar sagði Magnús að hjá stofnuninni hefðu milli 40 og 50 þrýstilokar úr Ólsenbúnaðinum verið prófaðir í haust og um ára- mót og hefðu allir lokarnir reynst innan tilskilinna marka. Á blaðamannafundi um örygg- ismál sjómanna í gær sagði sigl- ingamálastjóri að ýmis vandamál hefðu komið upp kringum allar þrjár tegundir sleppibúnaðarins. Sigmundargálgarnir hefðu „í ýmsum tilvikum" ekki virkað við prófun. Framleiðandinn, Vél- smiðjan Þór í Vestmannaeyjum, hefði gert tillögur að lausn og stæði athugun þeirra yfir. Gormarnir í Ólsenbúnaðinum reyndust ekki vel í byrjun. Var framleiðanda gert að finna nýja gorma og í nóvember voru tvær gormategundir sendar Iðntækni- stofnun. Búið er aðkraftprófa gormana og stóðust þeir það próf, en eru nú í tæringarprófun. Ólsengormarnir áttu til að brotna, en brotnir gormar geta þó skilað hluta af tilætluðu verki. Fram kom á blaðamannafund- inum að prófaður búnaður frá Stálvík var óvirkur í tveimur skipum af fjórum. Þetta var hönnunargalli sem nú er búið að kippa í liðinn. Stálvíkurbúnaður er nú í sjö skipum. -m/lg Magnús Jóhannesson siglingamála- stjóri við Sigmundarbúnað um borð í fiskiskipi í Reykjavíkurhöfn. (mynd: EÓI) Sunnudagsblaðið Nýjung í ættfræði Hvað eiga þau Ragnhildur menntamálaráðherra og Þór- arinn Eldjárn sameiginlegt? Svarið er einfalt, - þau eru bæði í ættfræðigetraun Þjóðviljans sem hefst í Sunnudagsblaðinu í dag. í getrauninni eru myndir af nokkrum þekktum einstak- lingum sem eru innbyrðis skyldir, tveir og tveir. Reiknað er með að þessi getraun sem hleypt er af stokkunum í dag verði næstu 10 sunnudaga í blaðinu og eru veitt bókaverðlaun fyrir réttar lausnir. Sjá Sunnudagsblaðið bls. 12. Bíldudalur Hörpudisksvindl? Bátarnir ekki á sjó eftir helgi nema Rœkjuver leiðrétti reikningana. Vinnslan grunuð um að stela hlutog brjóta kvótareglur Fréttaskýring um orkuhneykslið Sjá bls. 2 Sjómcan og skipstjórar á níu rækjubátum á Bíldudal hafa ákveðið að róa ekki á mánudag nema Rækjuvinnslan hf. leiðrétti reikninga sína um aflasunduriið- un frá hörpudiskveiðum í haust. Forráðamenn vinnslunnar hafa farið frammá að þessari vcrk- stöðun verði frestað og mun stjórn verkalýðsfélagsins athuga þá beiðni um helgina í samráði við sjómenn og útgerðarmenn. Hér er sérstaklega um að ræða tölur frá októbermánuði þegar matsmaður var í verkfalli. Sund- urliðun á afla fór eftir nýtingu í verksmiðju en ekki vigt uppúr skipunum og gefa tölur Rækju- vers til kynna að „sandur o.þ.h.“ sé yfir þriðjungur afla suma dag- ana. Jón Björnsson formaður verkalýðsfélagsins Varnar á Bíld- udal sagði við Þjóðviljann að tölur Rækjuvers þættu gefa til kynna óeðlilega hátt hlutfall af sandi í aflanum. Reikniaðferðir vinnslunnar hefðu ekki verið samþykktar af sjómönnum og út- gerðarmönnum á staðnum, ekki fengist leiðrétting á greiðslum fyrir aflann, og því hefði verið ákveðið að láta ekki úr höfn fyrren leiðrétting fengist. Hafi sjómenn á Bíldudal rétt fyrir sér um aflasundurliðun gæti einnig verið um að ræða brot á kvótareglum. Málið hefur verið í athugun í sjávarútvegsráðuneyti frá því í desember. Af níu rækjubátum á Bíldudal eru þrír í eigu Rækjuvers en áhafnir þeirra báta taka þátt í verkstöðvuninni með hinum. Rækjuver er eina rækjuvinnslan á staðnum. Eigendur eru flestir sunnanmenn og stjórnarformað- ur fyrirtækisins er Hörður Ein- arsson, betur þekktur sem fram- kvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðl- unar (DV, Vikan). -tn Skák Margeir í toppsæti Jóhann tapaði íslendingarnir skiptast á um forystuna í svæðamótinu í Gausdal í Noregi. Fyrir síðustu umferð var Jóhann Hjartarson efstur, en tapaði í gær fyrir Ernst; Margeir vann hinsvegar sína skák gegn Yrjola og er í 1.-3. sæti ásamt Ernst og kempunni Lars- en. Helgi Ólafsson tefldi við helsta vonarpening norðmanna, Agde- stein, og fór skák þeirra í bið. BSRB-verkfallið Saksóknari kærir útvarpsmenn Framhald á átökunum í haust Það er einkum tvcnnt sem kem- ur mér undarlega fyrir sjónir: I fyrsta lagi fær maður fréttir af þessari kæru í gegnum fjölmiðla og í öðru lagi er þessi kæra látin hanga saman við kærur útaf allt öðrum málum, sagði Ogmundur Jónasson formaður Starfs- mannafélags Sjónvarps, þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á kæru saksóknara á hendur 10 starfsmönnum ríkisútvarpsins. Ríkissaksóknari hefur gefið út kæru á hendur 10 starfsmönnum Ríkisútvarpsins fyrir brot á al- mennum hegningarlögum og eru þeir ákærðir fyrir að hafa valdið truflun á rekstri útvarpsins með því að stöðva sendingar frá 1. október sl. fram til þess að verk- fall BSRB hófst. í sömu tilkynningu skýrir ríkis- saksóknari einnig frá kæru á for- svarsmenn fimm útvarpsstöðva sem sendu út í verkfalli opinberra stafsmanna í haust. Um er að ræða þrjár stöðvar í Reykjavík og tvær á Ákureyri. Kæran á hendur starfsmönnum útvarpsins var send ákæruvaldinu af kollegum þeirra á síðdegis- blaðinu DV, sem rak ólöglega út- varpsstöð í BSRB verkfallinu. Starfsmennirnir hjá Ríkisútvarp- inu lögðu niður vinnu á sínum tíma vegna þess að þeir höfðu ekki fengið greidd laun fyrsta október sl. einsog lög þó gera ráð fyrir. óg/v /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.