Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 2
FRETTASKYRING Orkukaupandi að handan? Einn ogsami maður stjórnarformaður Landsvirkjun- ar, formaður stóriðjunefndar, formaður viðrœðu- nefndar við Alusuisse og Seðlabankastjóri. Við viljum byggja á sem traustustum grunni, voru lok- aorð Jóhannesar Nordal stjórn- arformanns Landsvirkjunar í samtali við Morgunblaðið í gær. Tilefnið var uppljóstrun Finn- boga Jónssonar um 4-4.5 milj- arða umframíjárfestingu Lands- virkjunar á orkuveitum. Þjóðvilj- inn reyndi árangurslaust að ná sambandi við Jóhannes í gær og í fyrradag, en hann var sagður upptekinn á fundum. í samtalinu við Morgunblaðið segir hann hins vegar að sér virðist Finnbogi Jónsson hafa meiri áhuga á að þyrla upp moldviðri um fjárfest- ingarmál fyrirtækisins en leita að UMSOKNIR UM LAN TIL NÝBYGGINGA Á ÁRINU 1985 Allir þeir einstaklingar, sveitarstjórnir, framkvæmdaaöilar í byggingariðnaðinum og aðrir, sem vilja koma til greina við lánveitingar Húsnæðisstofnunar rfkisins á árinu 1985, skulusenda henni lánsumsóknir sínar fyrírl. febrúar næstkomandi. I FEBRÚAR Sérstök athygf i er vakin á því, að þeir einir koma til greina viö veitingu byggingarfána á þessu ári, sem senda stofnuninni fánsumsóknir sínar fyrir eindagann 1. febrúar 1985. LÁN ÞAU, SEM UM RÆÐIR, ERU ÞESSI: - til kaupa eða byggingar á nýjum íbúðum - til byggingar íbúða eða heimila fyrir aldraða eða dagvistarstofnana fyrir börn eða aldraða - til nýbygginga í stað heilsuspillandi húsnæðis - til framkvæmdaaðila í byggingariðnaði - til tækninýjunga í byggingariðnaði Þess er eindregið vænzt, að umsækjendur leggi kapp á að tilgreina í lánsumsóknum hvenær þeir reikna með að gera þær byggingar fokheldar, sem sótt er um lán til. . Tilskilin eyðublöð liggja frammi í stofnuninni að Laugavegi 77 og á skrifstofum bæjar- og sveitarfélaga um land allt. Húsnæðisstofnun ríkisins ÓLAFUR GÍSLASON skynsamlegustu og hagkvæmustu leið í orkumálum. Finnbogi Jónsson segir í greinargerð sinni að hann hafi ítr- ekað gert þessi mál að umtalsefni frá því að hann sat fyrsta fund sinn í stjórn Landsvirkjunar vor- ið 1983. Það er ekki nema lofs- vert að kjörnir fulltrúar opinberi ágreining um jafn afdrifarík mál- efni og hér er um að ræða fyrir allan almenning í landinu. Og upplýsingar þær sem Finnbogi leggur fram af faglegri þekkingu sýna því miður að stefna sú sem Jóhannes Nordal hefur mótað í fjárfestingum Landsvirkjunar virðist ekki byggð á þeim trausta grunni, sem hann talar um. Hér virðist þvert á móti vera komið enn eitt dæmið um fjárfestingar- glapræði, þar sem hagsmunir þjóðarinnar hafa verið látnir víkja. Það er í rauninni stórfurðulegt að sami maðurinn og kemur fram reglulega í gervi Seðlabanka- stjóra til þess að segja þjóðinni að hún lifi um efni fram og safni of miklum erlendum skuldum skuli jafnframt stýra því fyrirtæki sem stendur skráð fyrir 30% af er- lendum skuldum þjóðarinnar og þar hafi þriðjungurinn farið í fjár- festingar sem engum arði skila. Þegar samningarnir við Alusu- isse, sem Jóhannes Nordal var einnig höfundur að, voru til um- fjöllunar á Alþingi í nóvember s.l. var Halldór Jónatansson framkvæmdastjóri Landsvirkj- unar kallaður fyrir iðnaðarnefnd Neðri deildar þingsins og beðinn um að svara nokkrum spurning- um Hjörleifs Guttormssonar, sem meðal annars vörðuðu for- sendur fyrir fjárfestingarstefnu fyrirtækisins. Þegar hann var beðinn skýringar á orkuþörf þeirri sem Landsvirkjun þarf að mæta og þeirri orkugetu sem um- fram er á virkjanakerfi Lands- virkjunar var svar hans í 4 liðum. í fyrsta lagi taldi hann nauðsynlegt að hafa 250 GWst af forgangsorku óráðstafaðar af ör- yggisástæðum og vegna „skuld- bindinga gagnvart íslenska járnblendifélaginu hvað snertir afgangsorkuafhendingu í gildistíð rafmagnssamnings..." Hvað varðar Járnblendið þýðir þetta að Landsvirkjun skilgreinir afgangs- orku Járnblendifélagsins sem forgangsorku að hluta til og rétt- lætir umframfjárfestinguna með því að mæta þurfi þeirri þörf þótt afgangsorkan sé aðeins seld á broti af því verði sem forgangs- orka kostar. í greinargerð sinni telur Finnbogi Jónsson að 80-90 GWst. öryggisforði af umfram- orku nægi og með þessu einu megi spara um 1 miljarð í fjárfest- ingum í nýjum virkjunum. Annaö atriðiö sem Halldór Jónatansson telur skýra þann mikla mun sem er á umframorku og seldri orku er minni orkusölu- aukning en Landsvirkjun hafði gert ráð fyrir. Menn hafa sparað við.sig rafmagnið meira en sér- fræðingar stofnunarinnar gerðu ráð fyrir, og skakkar þar um 150 GWst. að sögn Halldórs. Þriðja atriðið sem Halldór nefnir er Sultartangastífla, sem jók orkuvinnslugetu Landsvirkj- unarkerfisins um 130 GWst. á ári. Hún var tekin í gagnið 1983 „svo að rekstraröryggi og rafork- uframboð í landskerfinu yrði sem best tryggt" eins og Halldór segir. Um þetta segir Finnbogi í greinargerð sinni: „Það verður til dæmis ekki annað séð en að öll viðbótarorka frá Sultartanga- stíflu sem komst í gagnið 1983 sé enn óseld... Erlendar skuldir sem rekja má til Sultartangastíflu einnar nema nú væntanlega 25 miljónum bandaríkjadala eða 1000 miljónum króna miðað við núverandi gengi.“ Síðasta atriðið sem Hall- dór nefnir til réttlætingar fjárfest- ingarstefnu Landsvirkjunar er þó líklega það merkilegasta. Hann segir: „Við tímasaetningu virkj- anaframkvæmda Landsvirkjunar á s.l. árum hefur verið haft í huga að aukning stóriðju kynni að bera að garði á næstu árum svo sem vegna kísilmálmverksmiðju og Landsvirkjun yrði því að vera í stakk búin til að mæta aukinni orkueftirspurn af þeim ástæðum fyrr en seinna." (undirstrikun Þjv.). Getur það verið að þeim milj- örðum af almannafé sem farið hafa um hendur stjórnenda Landsvirkjunar á undanförnum árum hafi verið ráðstafað í óskil- greindri von um stóriðjudrauma sem falli af himnum eins og ein- hver guðsblessun yfir þjóðina? Gagnvart leikmanni virðist málið jafnvel líta þannig út að fá- menninsstjórn Landsvirkjunar sé með fjárfestingarstefnu sinni að móta atvinnustefnu þjóðarinnar fyrirfram og að henni forspurðri. Eða hefur formaður stóriðju- nefndar kannski í rassvasanum þau stóriðjutilboð sem hann byggir fjárfestingar Landsvirkj- unar á? Spyr sá sem ekki veit. Sá trausti grunnur sem Jóhannes Nordal segist byggja á virðist að minnsta kosti vera handan sjón- deildarhrings hinna óinnvígðu áhorfenda. Kannski að „mold- viðri“ Finnboga Jónssonar verði til þess að grunnurinn birtist okk- ur um síðir. ólg. 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN T0RGIÐ Sem Landsvirkjunarmaður vildi ég erlend lán, sem Seðla- bankastjóri vlldi ég draga úr erlendum lánum, sem samn- ingamaður við Alusuisse vildi ég hátt orkuverð, sem stóriðj- unefndarmaður vildi ég geta boðið orku á hagstæðu verði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.