Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 5
INN SÝN Davíð Oddsson lék einu sinni Bubba kóng. Síðan hefur blessað- ur drengurinn átt erfitt með að koma sér úr kóngshlutverkinu einsog sést best á því að helstu samverkamenn sína úr hópi emb- ættismanna borgarkerfísins með- höndlar hann gjarnan sem þræla, en félaga sína úr Sjálfstæðis- flokknum oft á tíðum sem hálf- gerð hirðfifl. Þau fá að standa og sitja einsog honum einum þókn- ast, og mega helst ekki taka sér neitt sjálfstætt frumkvæði sem kynni að skyggja á hásætið. Kóngurinn þarf að leggja blessun sína yfir allt það sem hirðin vill gjöra. Ef kóngurinn brosir, hlær hirðin. Ef hann fær sér í glas liggur við að hirðin fái timbur- menn. Sjálfstæðisflokksins hrapi allt niður í 44.5 prósent atkvæða þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn samt haldið meirihluta sínum í borgar- stjórn væru borgarfulltrúar 15 í stað 21. Þá er miðað við að fjórir flokkar byðu fram í stjórnarand- stöðu, einsog síðast. Það var vinstri meirihlutinn sálugi sem kom því í kring að borgarfulltrúar urðu 21. Þá hafði fjöldinn staðið í 15 allt frá árinu 1907. Síðan þá hefur borgarbúum fjölgað um rösk sjötíu þúsund, og því auðvitað orðið tímabært fyrir löngu að fjölga borgarfulltrúun- um. Fjölguninni til grundvallar lágu sjónarmið, sem ekki þekkj- ast við hirð Bubba kóngs, fyrst og fremst að auka valddreifingu, einsog hefur gerst hvarvetna á ákvæði, þannig að í reynd má segja að staða þess styrkist frem- ur en hitt við breytinguna. Hún er þó fráleitt í anda þeirrar lýðræðis- og valddreifingarstefnu sem flokkurinn fylgir. Hann vill frek- ar blómstran blómanna hundrað. Færri fundir borgarráðs Innan Sjálfstæðisflokksins eru uppi sterkar tilhneigingar til að færa hið raunverulega vald í stjórnun borgarinnar frá borgar- stjórn og borgarráði til borg- arstjórans og embættismanna- klíkunnar kringum hann. Þetta er Bubbi kóngur baular á lýðræðið Breytingar á stjórnkerfi borgarinnar miða að tvennu: Að minnka ítök stjórnarandstöðunnar og efla völd Davíðs Oddssonar, sem er enn að leika Bubba kóng Það er heldur ekki að ófyrir- synju að borgarfulltrúarnir sem fá að sitja með Davíð Oddssyni fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borg- arstjórn eru stundum uppnefndir atkvæðamaskínur íhaldsins. Þcir einfaldlega rétta upp hendurnar þegar hann gefur merki, - og að frádregnum örfáum mönnum tekur hirðin mjög sjaldan til máls á fundum í borgarstjórn. Túlinn á Davíð talar fyrir alla. Þetta menntaða einveldi sem ríkir í flokki Davíðs á nú að gera að sameiginlegu guðspjalli allra þeirra sem búa í borg Davíðs. í miðri jólaösinni lét Bubbi kóngur hirðina sína nefnilega samþykkja tillögur sem þjappa mjög saman valdi og færa í hendur hans, draga verulega úr lýðræði innan borgar- innar og ganga þannig algerlega þvert á kröfur tímans um vald- dreifíngu. Það má í rauninni segja að tillögurnar felist í tvennu: • Annars vegar er vald borg- arstjórnar minnkað en vald Bubba kóngs aukið. • Hins vegar er séð til þess að flokkar sem eiga fáa fulltrúa í borgarstjórn hafi sem minnstan aðgang að málefnum borgarinn- ar, væntanlega til að vera ekki á þvælingi fyrir fótum kóngs og hirðar, meðan þau sinna mikil- vægum starfa sínum. Einhverjum gæti orðið fótaskortur... Lýðræðisfeimni Davíðs Feimni Davíðs við lýðræði hef- ur að vísu verið ljós frá því fyrir margt löngu. í upphafi borgar- stjóratignar lét henn hirðina sam- þykkja að fækka borgarfulltrúum úr 21 niður í 15. Að baki fækkun- arlöngun íhaldsins liggja útreikn- ingar, sem sýna fram á að þó fylgi Vesturlöndum á vettvangi sveitarstjórna, tryggja meira lýð- ræði, leyfa sem allra fjölbreyti- legustum skoðunum að eiga full- trúa í stjórn borgarinnar. í hnotskurn: hundrað blóm áttu að fá að blómstra! Með því að fækka fulltrúunum aftur niðrí 15 er auðvitað verið að þjarma að lýðræðinu, og Davíð stígur með borgina í fangi sér ein 78 ár aftur í tímann. Því einsog fyrr segir, þá var það árið 1907 sem borgarfulltrúarnir urðu fyrst 15. Tveir flokkar útilokaðir Tónninn var auðvitað gefinn strax í upphafi. í hinni svonefndu stjórnkerfisnefnd, þar sem fjall- að var um tillögur að breyttri til- högun í stjórn borgarinnar fengu tveir flokkanna ekki neinn full- trúa, þ.e. Framsókn og Alþýðu- flokkur. Raddir þúsunda borgar- búa fengu því ekki að heyrast þegar breytingarnar voru fyrst ræddar. Þetta var þó ekki slys, heldur einungis smjörþefurinn af því sem koma skyldi. Eitt af því sem Davíð og hirðin samþykktu var nefnilega að fækka fulltrúum í ráðum og nefndum á vegum borgarinnar úr sjö í fimm. Hvað þýðir þetta í reynd? Ein- faldlega það, að miðað við núver- andi flokkafjölda verða tveir flokkar útilokaðir úr öllum nefndum og ráðum. Það verður því mun erfiðara fyrir smáflokk- ana að hafa sýn yfir það sem er að gerast í borginni. Með þessu er Davíð að gera Sjálfstæéisflokknum auðveldara að stjórna borginni. Sökum stærðar sinnar er Alþýðubanda- laginu ekki hætta búin af þessu ■. raunar velþekkt frá borgum, þar sem sami flokkur situr við völd langan tíma í senn. Tilhneigingin er þá að „gleyma“ stjórnarand- stöéunni og helst svipta hana öllum ítökum með því að færa öll völd í hendur embættismanna. Gott dæmi um það var banda- ríska borgin Chicago undir stjórn hins illræmda Daley’s heitins borgarstjóra, þar sem spillingin blómstraði. Við stjórnkerfisbreytingarnar í desember var tekið spor í sömu átt. í samþykkt frá 1964 um stjórn borgarinnar er tekið fram, aé borgarráð - sem fer með stjórn framkvæmda borgarinnar ásamt borgarstjóra - skuli að jafnaði halda tvo fundi á viku. Þessu var nú breytt í einn fund á viku. Með því eru minnkuð ítök borgarráðs, þar sem stjórnarand- staðan á fulltrúa, en völd borgar- stjóra og embættismanna aukin. Ekki beinlínis verið að hampa lýðræðinu, eða hvað...? Ekkert santráð - laumuspil Meðal nýrra nefnda sem voru settar á laggir var svokölluð menningarmálanefnd. Undir hennar hatti eiga að falla hlut- verk fjölmargra nefnda og ráða sem fyrir voru, svo sem samskipti borgarinnar við Leikfélag Reykjavíkur, Listahátíð, Sinfón- íuna, auk þess stjórnun Menning- armiðstöðvarinnar við Gerðu- berg, Kjarvalsstaða, Ásmundar- safns auk Borgarbókasafns. Einsog vænta mátti af hinum lýðræðisfælnu fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, þá var ekkert samráð haft við þær nefndir sem hin nýja nefnd mun nú gera óþarfar. Þær fengu ekki einu sinni tillögurnar til umsagnar. Vinnubrögðin voru svo ótrúleg, að það var engu líkara en Davíð væri að reyna að gera þessa breytingu á bak við fyrrnefndar stofnanir. Sem dæmi um hversu leynt hugmyndirnar fóru má nefna, að stjórn Borgarbókasafnsins, sem hverfur með hinni nýju sam- þykkt, vissi ekkert um laumuspil Davíðs fyrr en tveimur dögum fyrir samþykkt þeirra í borgar- stjórn! Líkast til er það þetta sem bróðir Davíð á við, þegar hann fjasar um að Reykjavík eigi að stjórna fyrir opnum tjöldum!! Áróðursfundir á kostnað borgarbúa Vinnubrögð og siðgæði Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sjást einkar glöggt í þeim tillögum sem Davíð lagði fram í upphafi, en heyktist á að flytja vegna skeleggrar andstöðu, meðal annars Þjóðviljans. Á síðasta kjörtímabili var lagt til, að borgarstjórn héldi borg- arafundi úti í hverfunum. Þar ættu embættismenn borgarinnar að mæta ásamt borgarfulltrúum og sitja fyrir svörum. Þetta breyttist hins vegar heldur betur í meðförum Sjálfstæðismanna, , þegar fjallað var um málið í des- ember. Það er á margra vitorði að Da- víð Oddsson er haldinn gífurlegri athyglisþörf. Honum líður illa ef einhver er til að skyggja á hann, einsog sést vel á meðferð hans á borgarfulltrúum úr sínum eigin flokki. Svo garpur tók sig til og lét breyta þessum tillögum þannig, að lagt var til að haldnir yrðu borgarafundir - á kostnað borg- arbúa að sjálfsögðu - þar sem hann einn mætti úr hópi borgar- fulltrúa. í rauninni þýddi þetta það eitt, að kosningafundir Davíðs Odds- sonar áttu að greiðast úr vösum okkar borgarbúa, en ekki úr sjóðum Sjálfstæðisflokksins. Þetta þýddi ekkert annað en blygðunarlausa tilfærslu á pen- ingum úr borgarsjóði til Sjálf- stæðisflokksins. Á þetta benti Þjóðviljinn í leiðurum og greinum, og innan borgarstjórnar var einnig skelegg andstaða. Þetta varð að lokum til þess að flokkurinn tók völdin og lét Davíð draga tillöguna til baka. Hún var því aldrei borin upp. Skammlífi embættismanna Einsog kom glöggt fram með- an vinstri meirihlutinn var við völd, þá líta margir embættis- menn borgarinnar svo á, að þeir séu fyrst og fremst til að þjóna undir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta veldur því að nýjum meirihluta mætir öflugt torleiði innan emb- ættismannakerfisins í borginni, eigi að koma breytingum í kring, sem ekki eru að skapi Sjálfstæé- isliðsins. Alþýðubandalagið lagði þess vegna til að forstöðumenn stofn- ana borgarinnar væru aðeins ráðnir til ákveðins tíma: fyrst 5-6 ára, en síðan yrðu þeir endur- ráðnir til 2 eða 3 ára í senn. Æðstu yfirmenn borgarinnar yrðu jafn- framt einungis ráðnir til jafn- lengdar kjörtímabils. Með þessu yrði freistað að sporna við því að Sjálfstæðisflokkurinn haldi völd- um sínum í borgarkerfinu, þrátt fyrir að hann glati meirihluta sín- um. Lýðræðisást Davíðs og hirðar- innar olli því auðvitað, að þetta var fellt. Sömuleiðis voru felldar til- lögur Alþýðubandalagsins um hverfaráð, sem áttu að verða um- sagnaraðilar að málum sem lytu að hinum einstöku hlutum borg- arinnar. En hverfafélögin í borg- inni hafa sannað nauðsyn slíkra ráða. Lýðræði sandkassans í rauninni sýnir þetta það eitt, að Davíð Oddsson hefur enn ekki getað rifið sig úr hlutverkinu sem hann var svo óheppinn að taka sér í æsku. Hann er enn að leika Bubba kóng. Einsog pattaralegt einbirni í sandkassa vill hann ekki hleypa neinum oní sandinn til sín, sem gæti mögulega skyggt á dýrð hins útvalda. í hans augum er minnihlutinn í borgarstjórn ekki fulltrúar ann- arra skoðana, sem eiga fullt eins mikinn tilverurétt og hans sjálfs, sem ber að virða til jafns við þær. Minnihlutinn kemst ekki fyrir í lýðræðiskerfi Davíðs Oddssonar, því skilningur hans á lýðræðinu er sá, að hann eigi að ráða lýðnum. Össur Skarphéðinsson. Laugardagur 12. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.