Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 8
LEIKLIST LEIKLIST Framhald af bls. 7 söngleikjum og nægir þar að nefna Evitu, Cats og Starlight Express. Það er því afskaplega mikill fengur í að fá þennan mann. - / verkinu er planta ein ugg- vœnleg. Hún virðist vera all hug- vitssamlega gerð. - Já, það eru í raun og veru fjórar brúður í sýningunni sem leika þessa plöntu og hún er mikið listaverk en að sama skapi er erfitt að stjórna henni. Við fengum ísraelsbúa, Ariel Pridan, til að stjórna brúðunum og kenna Leifi Haukssyni brúðuleik á þremur vikum. Það tókst. - Þessar brúður munu vera eitt- hvað skyldar þeim sem við höfum séð í Prúðuleikurunum. - Þær eru upphaflega gerðar fyrir sýningu á þessu verki í New York af Martin Robinson en hann hefur verið einn af stjórn- endum Prúðuleikaranna. - Nú er þetta söngleikur. Er þá ekki dansað í honum líka? - Jú, söngvanúmerin eru öll við dans. Sóley Jóhannesdóttir fór til London og höfundur dansanna, sem voru við sýningarnar í New York og London, þjálfaði hana upp og síðan hefur hún þjálfað upp leikarana hér. - Hvað með tónlist? -Tónlistin er eftir Alan Menk- en og vísar í margar áttir. Hún er flutt hér af úrvals hljómlistar- mönnum auk söngvaranna, þeim Pétri Hjaltested sem er hljóm- sveitarstjóri, Ásgeiri Óskarssyni, Björgvin Gíslasyni og Haraldi Þorsteinssyni. Sigurður Rúnar Jónsson æfði kórinn. Stílfœrð parodía - Er þetta ekki fyrsta meiri hátt- ar uppfœrsla ykkar Sigurjóns á sviði? - Þetta er ekki bara fyrsta meiri háttar uppfærsla okkar heldur fyrsta uppfærslan. Við höfum að vísu báðir fengist smávegis við leikstjórn í sambandi við nám okkar. Sigurjón kvikmyndaleik- stjórn og ég leikstjórn fyrir svið. - Er þetta þá ekki býsna erfitt? - Það virðist ekki flókið við fyrstu sýn að setja þetta verk upp en þegar á reynir verða margir þræðir að bindast saman ef leikurinn á að ganga upp eins og ætlast er til. - Hvers konar verk er Litla hryllingsbúðin? - Þetta er mjög stílfært verk, parodía á hryllingskvikmyndir og bókmenntir og einnig er skopast að amerísku poppi og söng- leikjum í leiðinni. - Er þetta fyrst og fremst gam- ansöngleikur? - Það er verið að þræða þetta stig milli gamans og alvöru. Það sem vekur kannski mestan hlátur dregur jafnframt áhorfendur sundur og saman á tillfinninga- hliðinni. Leikurinn fjallar um baráttuna milli góðs og ills. - Hvar gerist hann? - í niðurníddu hverfi í ein- hverri stórborg. Sagan snýst um óttalega og blóðþyrsta plöntu í ómerkilegri blómabúð í amerísku fátækrahverfi eða „á Bísanum" eins og það er þýtt í íslensku gerð- inni. Baldur Krflburi, hvunn- dagslegur innanbúðarmaður, finnur plöntuna og fóðrar hana með uggvænlegum hætti. Hann verður frægur og eygir þar með von um að ná ástum grunnhygg- innar og snoturrar afgreiðslu- stúlku sem heitir Auður. Baldur er reyndar svo hrifinn af henni að hann gefur plöntunni nafnið Auður önnur. Leikstjórarnir Sigurjón Sighvatsson og Páll Baldvin Baldvinsson: Ekki aðeins fyrsta meiri háttar uppfærslan, heldur fyrsta uppfærslan. - Er þetta ádeila? - Þetta er ádeila í bland á smá- borgaralega misbresti og eftir- sókn eftir frama og frægð. í söng- textunum er móralskur undir- tónn sem Megasi hefur vel tekist að færa í íslenskt mál. Einar Kárason hefur hins vegar þýtt hið talaða mál með ágætum. „Show“ úr ýmsum áttum - Hver er höfundurinn? - Hann er 34 ára gamall Banda- ríkjamaður en þessi söngleikur er raunar byggður á miðlungsgóðri hryllingsmynd frá árinu 1960 sem hér er hafin í æðra veldi. Segja má líka að þetta „show“ sé verk margra. Það minnir nokkuð á verk amerískra poppskálda og húmorista á borð við Tom Lehrer og Kurt Vonnegut. Og það vísar í kvikmyndir eins og West Side Story og Jaws, minni eru tekin úr kórum grískra harmleikja og allt þar á milli - líka Fást. - Hverjir eru leikarar í sýning- unni? - Þau eru Edda Heiðrún Back- man, Gísli Rúnar Jónsson, Harpa Helgadóttir, Leifur Hauksson, Ragnheiður Elva Arnardóttir, Sigríður Eyþórs- dóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Björgvin Halldórs- son. - Að lokum, Páll: Er Hitt leikhúsið stofnað í kringum þessa uppfœrslu eða er þvi œtlað að starfa áfram? - Það var alls ekki ætlunin að stofna það í kringum þetta eina verk. Hvað úr verður eftir þetta verk veit maður ekki, alla vega ekki 5 dögum fyrir frumsýningu. Maður lætur hvern dag líða fyrir sig og reynir að komast klakk- laust í gegnum hann. -GFr Baldur Krílburi, hvunndagslegur innanbúðarmaður, og Auður, heimsk Ijóska (Leifur Hauksson og Edda Backman). Krílburi og heimsk Ijóska Spjallaðvið Eddu Heiðrúnu Backman og Leif Hauksson Tvö af hlutverkunum í Litlu Hryllingsbúðinni leika þau Edda Heiðrún Backman og LeifurHauksson. Eddahefur sést mikið í atvinnuleikhúsun- um í Reykjavík að undanförnu en það er tiltölulega stutt síð- an hún útskrifaðist úr Leiklist- arskólanum. Leifurbýrhins vegar á Bakka í Bjarnarfirði í Strandasýslu en hefur af og til skotið upp kollinum á leiksviði sunnanlands. Hann var með í Helenu fögru og Hárinu á sín- um tíma og einnig í Glötuðum snillingum í Kópavogi. Við náðum í Eddu og Leif í matar- hléi í Gamla bíói og drógum þau upp í stiga til að spjalla svolítiðviðþau. - Hvað leikur þú, Leifur? - Ég leik Baldur Krflbura. - Hvað merkir Krílburi? - Baldur er borinn Krfli og orð- ið er myndað eins og tvíburi. Hann er alinn upp á munaðar- leysingjahæli. - En þú, Edda? - Ég leik heimska ljósku með mikla brjóstbirtu. - Er það erfitt hlutverk? - Ótrúlega erfitt. - Erfiðara en að leika greinda Ijósku? Nú kemst Edda í bobba og þau hlæja. Leifur segir: - Við skulum segja að það sé fjarlægara frá henni að leika heimska ljósku og þess vegna erf- iðara. - Leikið þið einhvers konar par eða tvennd í söngleiknum? - Við erum ákaflega ástfangin án þess að hvort um sig viti hug hins. Það verður ekki sagt frá leikslokum í þeim efnum. - Hvers kohar fólk er þetta að öðru leyti? - Minniháttar, tveir taparar í þjóðfélaginu. - Hvert teljið þið að sé megin- inntakið í verkinu? - Það má kannski segja að það sé baráttan milli góðs og ills en við erum alltaf að sjá eitthvað nýtt á hverri æfingu og finna djúpar merkingar í ýmsum smáatriðum. Söngleikurinn fjall- ar um fólk sem selur sig fyrir auð- Iegð og velsæld en tapar svo kannski því í staðinn sem því þyk- ir vænst um. - En hvað um hryllinginn? - Hann felst í því óvenjulega fyrirbæri að ein saklaus planta tekur upp á því að stækka og stækka meira en nokkurn grunar og fer að gera meiri og meiri kröf- ur. Hún biður um blóð. Þetta er ægilega heimtufrek planta en klár. Það má eiginlega segja að hún sé sú klárasta í leiknum. Hún veit hvað hún vill. - Nú ert þú norðan af Strönd- um, Leifur. Eru ekki viðbrigði að koma úr sveitasœlunni þaðan og vera allt í einu staddur í miðjum stórborgarhryllingi? - Ég kem nú öðru hverju suður til að leggja menningunni lið og svo erum við ákaflega menning- arlega sinnuð á Ströndum. Við höfum meira að segja sett upp söngleik þar. - Varla þó hryllingssöngleik? - Nei. Edda: En hryllilegan söngleik. Leifur: Skepna. Edda: Hann hefur átt ákaflega gott með að setja sig í spor þessa tapara. Leifur: Skepna. Þau hlæja. - Að lokum, elskuleg: Mér skilst að það sé að koma út plata með söngvunum úr Litlu hryll- ingsbúðinni. - Já, það er dálítið sérkennilegt að við byrjuðum á að taka upp plötuna áður en leikæfingar hóf- ust. Hún kemur út rétt eftir frum- sýningu. -GFr Laugardagur 12. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. janúar 1985 o> o O O) X 3 8 ö “i o O V> | <o 0 > n .i= D <o o> c 8 C '>• o “ co C g § ° c E o II 0 <b > O) co = Umþessar mundirsýnirTal- iesin leikhúsið frá Wales gestaleik í boði Alþýðul- eikhússins, verk sem þeir kalla A Word in the Stargaz- er’s Eye og er byggt á eld- gömlum indverskum sagna- bálki, Panchatantra. Leikari er aðeins einn, Nigel Watson, en með honum er leikstjóri hans og aðstoðarmaður, Stu- artCox. Sýning þessi hefur vakið athygli fyrir nýstárleg vinnubrögð og frumlegar að- ferðirtil að segja sögu ásviði, og til þess að fræðast frekar um tilurð sýningarinar og við- horf og aðferðir þeirra félag- anna átti ég tal við joá eina dagstund og spurði hvernig þessi sýning hefði þróast. Nigel: Mig langaði til að búa til sýningu fyrir einn leikara, enþað hafði ég aldrei reynt áður. Við Stuart ræddum ýmsa möguleika og ákváðum að búa til verk um ævi Williams Price, en hann var stórmerkilegur velskur sérvitr- ingur á öldinni sem leið. Price þessi var fýrir margra hluta sakir óvenjulegur maður og hans er kannski einkum minnst fyrir það að honum tókst eftir langa bar- áttu að fá það viðurkennt fýrir breskum dómstólum að lík- brennsla væri löglegt athæfi. Hann missti son sinn og brenndi lík hans. Fyrir það var hann sótt- ur til saka, en eftir að hann hafði sjálfur haldið uppi frækilegri vörn fyrir dómstólum var hann sýknaður. Margt annað var merkilegt um Price, hann var skurðlæknir, stundaði náttúru og grasalækningar, boðaði frjálsar ástir, tók þátt í Chartista- hreyfingunni, sem var bylting- arkennd sósíalistahreyfing, varð að flýja land dulbúinn sem kona. Hann titlaði sig höfuðdrúída - drúídar voru prestar hins forna veiska átrúnaðar - og þegar hann dó var lík hans brennt í viðurvist 25.000 manna. una var margt í málfarinu sem við urðum að einfalda, sömuleiðis í hugtökum og öllu því sem undir bjó. Okkur var boðið að sýna tvær vikur í leikhúsi í London og gripum þá tækifærið til að vinna sýninguna upp á nýtt, gera mál- farið auðugra, bæta við sögum og nota kímni sem höfðaði til full- orðinna og byggði á flóknari hug- myndum, en sjálfur gangur sög- unnar er sá sami. Grafist fyrir um grunnrœtur leiklistar Nigel: Það eru því til tvær gerð- ir af verkinu, önnur fyrir börn, hin fyrir fullorðna, og ég hef stundum leikið þær báðar sama daginn. Ég þarf bara að hafa það hugfast fyrir hvorn áhorfenda- hópinn ég er að leika og breyta túlkun persónanna eftir því. Svo dæmi sé nefnt um muninn kemur dr. Bidpai inn í barnagerðinni og segist vera maður sem ferðist um og segi sögur, en í fullorð- insgerðinni byrjar hann að halda flókinn fyrirlestur um siðferði stjórnvalda, hættir svo við og fer að segja sögur. Stúart: Fullorðinsgerðin var fyrst sýnd fyrir ári síðan. Þá höfðum við enn í huga að búa til verkið um Price, en þá var verið að skera niður allan opinberan fjárstuðning til leiklistar í Bret- landi og engin leið að fá fjárstyrk til að hefja vinnu að nýjum verk- efnum. Við héldum því áfram að sýna Stargazer, og það var kann- ski lán í óláni að við fengum ekki peninga í nýtt verkefni, því að það rak okkur til þess að kanna möguleika þessarar sýningar bet- ur. Nigel: Þetta þýddi meðal ann- ars að við höfum sýnt verkið miklu fjölbreytilegri áhorfenda- hópum, vegna þess að við þurfum að vinna okkur inn peninga. Stuart: Það sem okkur þótti ánægjulegt og fróðlegt við þá reynslu var að yfirleitt hafa allir þessi ólíku hópar tekið verkinu vel og ekki fælst frá því eða þótt Samspil leikara og áhorfenda það undarlegt, enda þótt þar sé beitt ýmiskonar aðferðum framúrstefnu- og tilraunaleik- húss. Nigel: Við höfum sýnt félags- heimilum í velskum sveitum þar sem fólk sér næstum aldrei leikhús af nokkru tagi, hvað þá leiklist sem kalla mætti róttæka eða tilraunakennda. Við höfum verið að reyna að grafast fyrir um grunnrætur leiklistarinnar, reynt að kanna eðli leikarans og áhorf- andans og samspilsins þeirra í milli. Að ná sambandi við áhorfendur Sverrir: Það sem þú segir nú minnir mig á að margt í viðhorf- um ykkar og aðferðum minnir á Grotowski og snauða leikhúsið. Þú stendur á auðu sviði með lik- amann einn að tjáningartæki.Samt er þarna reginmunur. Nigel: Já, munurinn er sá að fyrir okkur er þessi tækni fyrst og fremst til að ná sambandi við áhorfandann. Starf Grotowskis beindist fyrst og fremst innávið, að leikhópnum sjálfum. Áhorf- endur fengu í mesta lagi að koma og kíkja á. Grotowski er mikill snillingur og það má mikið af honum læra, en menn eiga ekki að herma eftir meisturum heldur heyja sér frá þeim vopn í sína eigin baráttu. Reynslan hefur kennt okkur að það sér gerlegt að fara með það sem kalla mætti til- raunastofuvinnu út á meðal fólksins, að það sé rétt að prófa efnivið sinn á margskonar áhorf- endum og læra af viðbrögðum þeirra. Við erum að leita að eins- konar meðalvegi þar sem við get- um beitt nýjungum í stfl og lausbeisluðu ímyndunarafli til þess að örva áhorfendur án þess þeim finnist aðferðirnar alger- lega framandi og hafni þeim þess vegna. Stuart: Við höfum reynt að blanda saman „heilaga leikhús- inu“ og „grófa leikhúsinu“, svo notuð séu hugtök Peters Brook. Nigel: Við höfum einnig kom- ist að raun um að eftir því sem minni líkamans drekkur efni sýn- ingarinnar betur í sig fær leikar- inn sífellt aukið frelsi til þess að hafa samband við áhorfendur, nema viðbrögð einstaklinganna og laga sig að. Því minna sem leikarinn þarf að einbeita sér að sjálfum sér, þeim mun betra sam- bandi getur hann náð við áhorf- endur og þar með lagað sýning- una að þörfum þeirra og við- brögðum hverju sinni. Þess vegna er þessi sýning sífellt að breytast. íslendingar reiðubúnir að taka við Sverrir: Nú er þetta í fyrsta skipti sem þið eruð með þessa sýn- ingu erlendis. Hvernig hefur sú reynsla verið? Stuart: Ég var mjög ánægður með þær sýningar sem búnar eru hér. Nigel tókst sérstaklega vel að ná sambandi, mér finnst hon- um aldrei hafa tekist það eins vel. Hann var ekki að fela sig bak við leik sinn, hann opnaði sig alveg, og sagan sem hann var að segja og aðferðin til að segja hana runnu alveg saman í eitt. Sverrir: Fannst þér þú þurfa að beita þér einhvern veginn öðruvísi hér en venjulega? Nigel: Já, ég reyndi að nema að hve miklu leyti áhorfendur fylgd- ust með textanum og reyndi svo að beita örlítið öðrum aðferðum en venjulega til að hjálpa þeim þegar mér fannst eitthvað vanta á að þeir skildu allt sem felst í text- anum. En það sem mestu skipti fyrir mig var að allir virtust reiðu- búnir að taka þátt í því sem gerð- ist. Það er kannski afleiðing af menningarskilyrðum íslendinga að þeir eru reiðubúnir að taka við svonalöguðu á erlendu máli. Sverrir: Hvernig er að vera með ferðaleikhús í Wales? Nigel: Venjulega fylgir ferða- leikhúsum gífurlegt erfiði og streita: langar ferðir, mikil vinna við að setja upp leikmynd og taka hana niður, osfrv. En í Wales eru fjarlægðir litlar og þegar maður er með svona sýningu sem þarfn- ast nær einskis útbúnaðar og hægt er að setja upp hvar sem er, þá verður þetta viðráðanlegt. Og þegar maður er ekki upp á þetta venjulega leikhúsakerfi kominn getur maður reitt sig meira á venjulegt fólk og komist í nánari snertingu og vinskap við það. Það var okkur sönn ánægja að þegar við sýnum í fyrsta skipti á erlendri grund skyldi það vera á íslandi, þar sem áhugi á leiklist virðist svo mikill og manni sýnist leikhús enn hafa möguleika til að ná til almennings, vera raunveru- legur alþýðlegur fjölmiðill. Stuart: Ef svo fer sem horfir með verkefni okkar í framtíðini, þá er ekkert sem mælir á móti því að við gætum komið með þau til íslands líka. Sverrir: Ég þakkafyrir fróðlegt spjall, og leyfi mér að leggjafram þáfrómu óskfyrir hönd íslenskra leiklistarunnenda að við fáum fleiri heimsóknir frá Theatr Tali- ein. Sverrir Hólmarsson Nigel Watson og Stuart Cox: Það var okkur sönn ánægja að þegar við sýnum í fyrsta skipti á erlendir grund skuli það vera á Islandi. Ljósm.: eik Upphaflega barnaleikrit Stuart: Við ákváðum að búa einnig til einsmannsverk fyrir börn til þess að sýna samtímis þessu verki um Price. Fyrst höfðum við í huga að búa til sýn- ingu þar sem ekkert væri talað, en nota látbragð og grímur og annað slíkt, til að prófa hvort ekki væri hægt að halda athygli barna á þann hátt. En um þessar mundir var ég að leika í jólasýn- ingu fyrir börn og af þeirri reynslu varð mér ljóst að það sem heillaði börnin mest var sjálf sag- an - einfaldlega hvað muni gerast næst. Þá sagði ég við Nigel: það eru sögur sem ná tökum á þeim, og Nigel sagðist nýbúinn að eignast bók með gömlum sögum frá Indlandi og við komum okkur saman um að það væri góð byrj- un. Ég tók fimm blaðsíður og skar þær niður í tværog við próf- uðum hvort hægt væri að setja þetta á svið og það gekk eins og í sögu. Við fundum strax stfl sem okkur líkaði, aðferð sem gerði Nigel kleift að stökkva úr einni persónu í aðra, einkum þegar við vorum að vinna götuatriðið, þar sem þarf að lýsa þeim margvís- legu persónum sem þar eru, og svo héldum við bara áfram í sama dúr. Þetta var því upphaflega barnaleikrit og við sýndum það í skólum og leikhúsum við góðar undirtektir, en okkur fannst augljóst að næsta skrefið væri að búa til leikgerð fyrir fullorðna. Þegar við gerðum barnasýning-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.