Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 11
DÆGURMAL Jon Lord á hljómleikum árið 1969... ... og í hléi við hljómplötuupptöku árið 1984. Deep Purple anno 1984: lan Gillan söngvari, Roger Glover bassaleikari, lan Paice trommuleikari, Jon Lord hljómborðsleikari og Richie Blackmore gítar- leikari. Ritchie Blackmore og lan Gillan taka eina létta ætingu. Deep Purple ...eins og ekkert hafi í skorist Þaö er ekki á hverjum degi aö plata með þessum „gömlu, góðu“ íbransanum líturnú- tímadagsins Ijós. Þó sendi sú aldna hljómsveit YES í hitteð- fyrrafrásérbreiðskífu, 90125, sem vakti verulega athygli hvarvetna, og nú fáum við að heyrafráorkurokkurunum úr Deep Purple eftir áralangt hlé. Var hljómsveitin lögð nið- ur árið 1975 og liðsmenn voru tvístraðir í sveitum einsog Ra- inbow, Whitesnake og Black Sabbath. Það mun hafa verið fyrirtilstilli gítarleikarans Rit- chies Blackmore að Deep Purple er nú saman komin á ný, mönnuð eins og þegar hún stóð á tindi frægðar sinn- ar. Undirrituð var helst til of ung til þess að hafa nokkuð gaman af að hlusta á Deep Purple á upp- gangstíma hljómsveitarinnar á sjö- og áttunda áratugnum, og kannast kannski ekkert alltof vel við tónsmíðar hennar hér áður fyrr, nema hvað ég var viss um að Deep Purple átti eitthvað sam- eiginlegt með þeim hljómsveitum sem léku svokallað „pungarokk" og var í miklum metum hjá strák- unum. Þótt undarlegt megi virð- ast hefur áhugi minn fyrir slíkri tónlist farið heldur vaxandi en minnkandi, kannski af því að áhugi minn á reynsluheimi karla hefur aukist til muna með árun- um... Perfect strangers er að mínu mati þrumugóð plata í flestu til- liti; allir eru kapparnir í fínu formi: Ian Gillan er einfaldlega einn albesti rokksöngvari sem uppi hefur verið og hafa ófáir reynt að stæla hann með æði mis- jöfnum árangri, Ritchie Black- more hefur löngum skipað sér á bekk með færustu rokkgítar- leikurum veraldar ásamt þeim Jeff Beck, Jimmy Page og Eddie Van Halen, er leikur hans hreint frábær á þessari plötu og notkun hans á boga, sem hann strýkur yfir strengina, gefur plötunni léttklassískan blæ. Jon Lord org- elleikari er á sínum stað með sitt sérstaka sánd, þá og Ian Paice trommari, Roger Glover bassa- leikari, sem einnig pródúserar aukalega með grúppunni. Það, sem kannski umfram ann- að gerir þessa plötu svo skemmti- lega og kröftuga, er hve strákarn- ir virðast skemmta sér við þetta, hvergi er dauður punktur í leik þeirra og augljóst að þessir menn kunna sitt fag vel. Aðdáendur Deep Purple verða varla fyrir vonbrigðum með Perfect strang- ers, hvað þá áhugafólk um reynsluheim karla. $ Úrslit úr vinsœldavali Hér koma niðurstöður úr vinsældavali tímenninganna sem birtst hér á dægurtónlistarsíðunni um síðustu helgi. Stigin eru í sviga (fyrir 1. sæti fást 5 stig, 4 fyrir 2., 3 fyrir 3 sæti o.s.frv.). Bestu breiðskífur: 1. Get ég tekið cjéns Grafík (30) 2. The Eye Kukl (22) 3. Pax Vobis Pax Vobis (21) 4.-5. Kókostré og hvítir mávar Stuðmenn (18) Rising Mezzoforte (18) 6. Lili Marlene Das Kapital (12) 7. Kikk Kikk (9) 8. í Ijósaskiptum Magnús og Jóhann (4) 9.-11. Dúkkulísur Dúkkulísur (3) Gammarnir Gammarnir (3) Rás 5-20 íkarus (3) 12.-14. Nýspor Bubbi Morthens (2) Ól/ prik Magnús Sigmundsson o.fl. (2) Gullárin KK-sextett (2) 15. Satt 1-3 Ýmsir flytjendur (1) Bestu lög: 1. Þúsund sinnum segðu já Grafík (17) 2.-3. Dismembered Kukl (12) Húsið Grafík (12) 4.-5. Blizzard Mezzoforte (10) Strákarnir á Borginni Bubbi Morthens (10) 6. 1 Bandaríkjunum Stuðmenn og Ragnhildur Gíslad. (9) 7. Peningar og ást Stuðmenn og Ragnhildur Gíslad. (7) 8. Svarturgítar Das Kapital (6) 9.-11. Pictures Kikk (5) Sumarliði er fullur Bjartmar Guðlaugss. (5) Tribes Kukl (5) 12.-17. Assasin Kukl (4) Coming my way Pax Vobis (4) Heima er best Mezzoforte (4) Is this the future? Kikk (4) Óskalistinn Magnús og Jóhann (4) Take off Mezzoforte (4) 18.-21. Leyndarmál frægðarinnar Das Kapital (3) Megi sá draumur Kan (3) Song for the sun Pax Vobis (3) Svo skal böl bæta íkarus (3) Bjartasta vonin: 1. Sigríður Beinteinsdóttir (5) 2. Kukl (4) 3.-5. Björk Guðmundsdóttir (3) Grafík (3) Tic Tac (3) (2) 6.-9. Dúkkulísur ívar bassaleikari (2) Pax Vobis (2) Ragnhildur Gísladóttir (2) 10.-13. Das Kapital (D Dá (V Kikk (D Magnús Þór Jónsson (D (Fyrir 1. sætieru 2 stig, en 1 fyrirannaðsæti.) Safnnlötu r Kvennagrúppan Curtie & the Boombox á snoturt lag á Stjörnum: - Við skulum tala um strákana á kvennaklóinu. Steinar sendi frá sér safnplötu skömmu fyrir jól, sem fengið hef- ur heitið A Rás og inniheldur 14 dægurlög eða „smelli“ eins og lögin eru kölluð. Orðið „smellur“ er bein þýðing á enska orðinu „hit“ og er merk- ing orðsins bundin við e.h. ákveðið lag sem slegið hefur í gegn eða komist inná vinsælda- lista einhversstaðar í heiminum. Samkvæmt þessari skilgreiningu eru sum laganna á plötunni alls - engir „smellir", en kannski er hér verið að búa til fyrirfram ákveðna „smelli“ á Á RÁS, kannski á Rás 2? Ætti fólk sem sér um útgáfu eða spilun dægurlaga að hafa rétta þýðingu orðsins í huga við kynningu á lögum, því tíð notkun þessa orðs verður æði hvimleið til lengdar og hrein markleysa oft á tíðum. Fimm íslenskar hljómsveitir (aðilar) koma víð sögu á plötunni og eru það fleiri en finnast yfir- leitt á safnplötum. Hljómsveitin „Sómamenn“ (HLH-flokkurinn) leikur lag Ágústs Guðmunds- sonar úr kvikmynd hans Gullsandi, Mundu mig ég man þig, Mezzoforte á Take off, Shady Owens syngur diskólag, Get right next to you, Kikk flytur Try for your best friend og Pax Vobis Warfare. Breska hljóm- sveitin Depeche Mode á þarna gott ef ekki besta lag plötunnar, Blasphemous Rumors, sem hljómar eins og skrattinn úr sauðarleggnum innan um meira „venjuleg" dægurlög s.s.: Last Christmas m/WHAM!, I won’t run away m/Alvin Stardust, I should have known better m/Jim Diamond, If it happens again m/ UB 40 og We belong m/Pat Ben- atar. Acapella sextettinn (ein- göngu raddútsetningar) Flying Pickets gerir lagi skötuhjúanna úr Eurythmics, Who’s that girl, ágætis skil, og tvö önnur lög, Do the conga m/Black Lace og Eat your heart out m/Paul Hard- castle, eru einnig hér með upp talin. Reggeihljómsveitin UB 40 lætur sig ekki vanta með lag sitt If it happens again á Á Rás. í heild er þetta hin sæmilegasta safnplata, þó er alltaf tæpt að skrifa vel eða illa um þetta fyrir- bæri ef ekkert eiginlegt markmið er með því annað en að selja. Enn er „Breska bylgjan“ langbesta safnplatan til þessa að mínu viti, kannski vegna þess að nokkur framsækni hefur ríkt við val lag- anna og tilefnið verið að kynna athyglisverðar hljómsveitir sem spruttu fram á uppgangstímabili í breskri popptónlist. „Stjörnur" Skífan sendi frá sér fyrir jól 2 safnplötur „á verði einnar“ sem nefnast Stjörnur og geyma þær til samans 22 dægurlög kunn og ó- kunn með heilum herskara af poppiðkendum, kunnum eða ó- kunnum. Kunnir popparar eru eins og Daryl Hall & John Oats, Kim Wilde, Slade, Lionel Richie, Amii Stewart, Bucks Fizz og Kenny Rogers. Sumar hljóm- sveitirnar, mér ókunnar, eru kannski með skemmtilegri nöfn en lög á plötunni: „Pepe fer til Kúbu“, „Stórmeistari Melle Mel og hinir fimm ævareiðu", „Clint Eastwood og hinn almenni dýrð- lingur" og „Látum þá éta köku“. Tvær íslenskar hljómsveitir eiga svo sitthvort lagið, Sonus Futurae: Boy you must be crazy og Dúkkulísur: Skítt með það. Hver veit nema einhver hafi gam- an af þessum skífum, ekki ég. $ Laugardagur 12. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.