Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.01.1985, Blaðsíða 14
Forstöðumaður Staða forstöðumanns Dalbæjar, heimilis aldraðra á Dalvík, er laus til umsóknar. Umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf skal skila eigi síðar en 31. janúar. Allarnánari upplýsingar veitirforstöðumaður, Gunnar Bergmann í síma 96-61313 eða Helgi Jónsson stjórn- arformaður í sama símanúmer. Dalbær, heimili aldraðra 620 Dalvík. M Þrjár ■ ■ rannsóknarstöður Leitað er eftir tveimur starfsmönnum með háskóla- menntun á sviði efnisfræði (material science), efna- fræði (efnaverkfræði) eða skyldra greina. Leitað er eftir einum örverufræðingi með þekkingu á tæknilegri örverufræði. Staða þessi er fyrst og fremst ætluð til rannsókna- og þróunarstarfa á sviði líftækni. Stöðurnar eru á Nýiðnaðardeild ITÍ, sem vinnur að hagnýtum rannsóknum. Markmið umræddra rannsókna er að þær leiði til nýjunga fyrir íslenskt atvinnulíf. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í mars n.k.. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk.. Nánari upplýsingar eru veittar á Nýiðnaðardeild ITÍ Keldnaholti í síma 68-7000. Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í islenskum iðnaði með því að veita einstök- um greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórnunarmála, og stuðla að hagkvæmri nýt- ingu íslenskra auðlinda til iðnaðar. St. Jósefsspítali * Landakoti Lausar stöður: Röntgenhjúkrunarfræðingur-röntgentæknirósk- ast sem fyrst við röntgendeild. Upplýsingar veitir deildarstjóri kl. 11.00-12.00 og 13.00-14.00 alla virka daga. Hjúkrunarfræðingar: - Svæfingadeild - Barnadeild - Lyflækningadeildir, l-A, li-A - Handlækningadeildir, l-B, ll-B - Gjörgæsludeild Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsing- ar í síma 19600 frá kl. 11.00-12.00 og 13.00-14.00 og alla virka daga. Sjúkraþjálfara vantar til afleysinga. Starfið er laust nú þegar og veitist til 1. sept. ’85. Upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari í síma 19600/266. Starfsmenn við ræstingastörf. Upplýsingar veitir ræstingastjóri kl. 11.00-12.00 og 13.00-14.00 alla virka daga. Reykjavík 9. janúar 1985. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. > Hefur barn þitt orðið fyrir areitni í skóla? > Þekkirðu börn sem hafa verið lögð í einelti? > Er ofbeldi algengt í skolum hér á landi? Þessar brennandi spurningar og margar fleiri verða til umræðu á opnum borgarafundi sem Samtök áhuga- fólks um uppeldis- og menntamál - S Á U M - efna til mánudaginn 14. janúar kl. 20.30 í Kennslumiðstöð- inni að Laugavegi 166 í Reykjavík. Frummælandi: Hope Knutsson formaður Geðhjálpar. Pallborðsumræður. Stjórn SÁUM. MENNING Norrœni menningarsjóðurinn Sr. Rögnvaldur fœr 50 þús. kr. danskar Kannaráhrif býsönsku kirkjunnaráíslenska kirkjulistá miðöláum f byrjun desember var úthlutaö rúmum þremur miljónum danskra króna úr Norræna menn- ingarsjóðnum til 43 verkefna á sviði rannsókna-, fræðslu- og menningarmála. Fáeinir styrkir falla til íslendinga og einn af þeim er 50 þúsund kr. styrkur til sr. Rögnvalds Finnbogasonar á Staðastað. Sá styrkur er veittur til rannsóknarferðar í tengslum við rannsókn á áhrifum býsantísku kirkjunnar á íslenska kirkjulist á miðöldum. Við slógum á þráðinn til sr. Rögnvalds til að forvitnast nánar um þetta verkefni. Honum sagðist svo frá: - Ég er nýkominn frá Finnlandi og Svíþjóð þar sem ég var að kynna mér íkona og aðra kirkju- lega list Austurkirkjunnar. M.a. dvaldist ég um tíma í Valamo- klaustrinu í Finnlandi en þar er mikið safn kirkjulegrar listar og þar eru íkonar teknir til hreinsun- ar og viðgerðar en klaustrið til- Sr. Rögnvaldur: Hef verið í Finnlandi og Svíþjóð að kynna mér ikona. heyrir Austurkirkjunni. Einnig var ég í Stokkhólmi í þessari ferð en þar er einna merkilegast safn íkona utan Sovétríkjanna. Nú er Tónlist ég aftur á förum til Edinborgar og síðan til Svíþjóðar á ný. - En hyggstu þá ekki fara til Býsans? - Ég hef verið þar, fyrir mörg- um árum, og einnig tvisvar verið á Grikklandi og hef því þef í nef- inu af Austurkirkjunni sem ég vil frekar kalla svo en Orþódox- kirkju því að það nafn gæti verið villandi vegna lúthersks rétttrún- aðar sem er allt annar hand- leggur. Það var ekki bara listin sem heillaði mig heldur og guð- fræðin, þetta eru ekki stirðnuð trúarbrögð eins og sumir vilja halda heldur bráðlifandi. - Og hefurðu orðið einhvers vísari í sambandi við áhrif býs- önsku kirkjunnar á íslenska kirkjulist? - Við vitum náttúrulega um rannsókn dr. Selmu Jónsdóttur á Flatartungufjölunum en sjálfur hef ég ekki enn orðið mikils vís- ari, a.m.k. ekki sem ég þori að tala um. -GFr Söngleikur á Akranesi Tónlistarskólinn fœrir upp Sjörœningjana frá Tensance effir Gilberf og Sullivan í samvinnu við Kirkjukórinn og Járnblenáikórinn Það mun vera harla fátítt að heill söngleikur sé færður upp af áhugamönnum úti á landi en það gerist 17. janúar nk. þegar Tón- listarskólinn á Akranesi ásamt fé- lögum úr Kirkjukórnum og Járnblendikórnum frumsýna Sjó- ræningjana frá Penance eftir Gil- bert og Sullivan. Alls koma 28 söngvarar fram í sýningunni og hefur Unnur Jensdóttir æft söngvana frá því í fvrra en leik- stjóri er Andrés Sigurvinsson. Framkvæmdastjóri sýningar- innar er Magnús Ólafsson og sagði hann í samtali við blaðið að byrjað hefði verið að æfa söngv- ana í fyrravetur og haldinn smá konsert sl. vor þar sem kórlögin voru sungin og nokkur einsöngs- lög. Síðan var tekinn upp þráður- inn í haust og í nóvember kom Andrés leikstjóri til starfa og hef- ur verið æft nær daglega síðan. Magnús sagði að mikill áhugi væri í hópnum og undirbúningur langt á veg kominn. Búið er að sauma alla búninga og gera ákveðnar endurbætur á Bíóhöll- inni, m.a. smíðað nýtt gólf þar og komið upp hljóðendurkastsplöt- um. Söngleikurinn er frá því skömmu fyrir aldamót og er hann færður upp í upprunalegum bún- ingi sem felst m.a. í því að leikið er einungis undir á píanó en und- irleik annast Unnur Jensdóttir. Magnús sagði að sótt hefði ver- ið um styrk til menntamálaráðu- neytisins en verið synjað um hann. Hins vegar hefðu fyrir- tækin á Akranesi flest keypt miða eða greitt niður miða fyrir starfs- fólk sitt og m.a. hefði ein deildin á Grundartanga keypt 162 miða á einu bretti. -GFr Þjóðleikhúsið Gœjar og píur aftur á sviðið Hafnar eru á ný í Þjóðleikhús- inu sýningar á hinum geysivin- sæla söngleik „Gæjum og píum“, eftir Frank Loesser, Jo Swerling og Abe Birrpws. en verkið er byggt á sögum eftir Damon Run- yon. Söngleikurinn Gæjar og píur var sýndur alls 45 sinnum í Þjóð- leikhúsinu á sl. leikári og voru allar sýningarnar uppseldar, en yfir 25 þúsund manns sáu þá verkið og var ekkert lát á aðsókn. Flosi Ólafsson þýddi verkið, leikstjórar eru Benedikt Árnason og Kenn Oldfield frá Bretlandi, en hann samdi líka dansana í sýn- ingunni og stjórnaði þeim, en dansarnir hafa vakið mikla at- hygli hér. Hljómsveitarstjóri er Terry Davies, einnig frá Bret- landi, en hann hefur lengi starfað sem tónlistarstjóri við breska Þjóðleikhúsið, hefur samið mikið af leikhústónlist og stjórnaði hljómsveitinni og útsetti lögin í uppfærslu breska Þjóðleikhúss- ins. Leikmynd er eftir Sigurjón Jóhannsson, Una Collins gerði búninga og lýsingu hannaði Kristinn Daníelsson. Söngstjóri er Agnes Löve. Með helstu hlutverkin fara þau Sigríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Egill Ólafsson, Flosi Ólafsson, Sigurður Sigur- jónsson, Guðmundur Ólafsson, Árni Tryggvason, Randver Þor- láksson og Erlingur Gíslason. Vakin er sérstök athygli á því að sýningar á Gæjum og píum geta ekki orðið margar, vegna þings Norðurlandaráðs sem hald- ið verður í Þjóðleikhúsinu í byrj- un mars. 14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.