Þjóðviljinn - 15.01.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 15.01.1985, Side 4
LEIÐARI Aumkunarverð þögn Fyrir helgina sendi fulltrúi Alþingis í stjórn Landsvirkjunar frá sér greinargerö, þar sem sýnt var með gildum rökum fram á margvísleg mistök í stjórnun orkumála okkar. Hér er um mál aö ræöa sem skiptir þjóðina miklu þar sem um geipilegar upphæðir er aö tefla. í hnotskurn voru niðurstöður greinargerðarinnar þessar: • Umframorkugeta Landsvirkjunar - þ.e. óseld orka sem ekki er þörf fyrir - er nú 700 til 750 gígavattstundir á ári. • Þetta svarar til 4 - 4,5 miljarða offjárfesting- ar hjá Landsvirkjun, eða tíunda hluta allra erlendra skulda íslensku þjóðarinnar. • Einungis vaxtakostnaðurinn af þeim lán- um sem hafa verið tekin til að standa undir þessari offjárfestingu nemur 500 miljónum króna. • Þetta veldur því, að orkuverð til okkar, neytendanna, er 40 prósent hærra fyrir vikið. í frjálsu þjóðfélagi er það ekki einungis hlut- verk, heldur beinlínis meginskylda allra fjöl- miðla, að veita aðhald. í því felst að sannleikanum skuli komið á framfæri, hvað sem það kostar og hversu sár þorn sem hann kann að reynast, jafnvel í eigin holdi. Undan- farna daga hefur hins vegar komið sárlega í Ijós, að íslenskir fjölmiðlar rísa ekki undir þessari skyldu. Aðra ályktun er ekki hægt að draga af meðferð þeirra á greinargerð Finnboga Jóns- sonar. Þar er því haldið fram með fullum rökum að skipulagsmistök Landsvirkjunar hafi kostað ís- lensku þjóðina gífurlegar upphæðir. Þar er líka lagt til, að tilteknum framkvæmdum í orkuvirkj- un verði frestað, og með því verði unnt að draga úrerlendum lántökum sem svarartil mjög hárra upphæða á allra næstu árum. Fyrir þjóð sem sér ekki fram úr afborgunum af erlendum lánum eru þetta mikilvægar upplýsingar svo ekki sé meira sagt, og þær ásakanir um skipulagsmi- stök Landsvirkjunar sem þar koma fram eru mjög alvarlegar. Þessar ásakanir hitta fyrir valdamikla aðila í þjóðfélaginu og einsog við er að búast reynir kerfið að þagga slíkar upplýsingar niður, reynir að koma í veg fyrir að þær komist til almennings sem auðvitað borgar að síðustu brúsann. Undir slíkum kringumstæðum kemur til kasta fjöl- miðla: þora þeir að gegna frumskyldu sinni um upplýsingamiðlun til fólksins - eða láta þeir flokkspólitíska hagsmuni þvinga sig til hlut- deildar í samsæri þagnarinnar? Enn hefur þó enginn fjölmiðill að Þjóðviljan- um undanskildum birt greinargerð Finnboga Jónssonar. Hvorki útvarp né sjónvarp hafa enn- þá birt við hann ítarlegt viðtal, og raunar má um nær alla fjölmiðlana segja, að þeir hafa beitt meginþunga sínum að því að koma á framfæri skoðunum þeirra sem ásakanirnar hafa beinst að. Þýðingarmiklir fjölmiðlar einsog DV hafa sokkið svo djúpt að þora hvorki að æmta né skræmta um málið. I þessu máli hafa íslenskir fjölmiðlar einfald- lega fallið á prófinu. Þeir hafa sýnt, að þeir rísa ekki undir upplýsingaskyldu sinni við fólkið í landinu, en þrælsok samtryggingarkerfisins bera þeir með prýði. Misskilningur Morgunbla&ins Morgunblaðið staðhæfir í leiðara um helgina að fullyrðing Finnboga Jónssonar um að 250 gígavatta öryggismörk Landsvirkjunar séu of há, standist ekki. Máli sínu til stuðnings vísar blaðiðtil eftirdæmis Ný-Sjálendinga. Hérna hef- ur eitthvað skolast til hjá Morgunblaðsmönnum. í Nýja-Sjálandi er nefnilega reiknað með því að geta keríisins sé um 7 prósent umfram orkueft- irspurn. Svipað öryggishlutfall hér á landi myndi þýða um 100 gígavattstundir, miðað við að orkusala Landsvirkjunar til almenningsveitna verði 1342 gígavattstundir á árinu 1985, einsog er áætlað. Þetta er mjög nálægt þeim 90 gíga- vattstundum sem Finnbogi Jónsson telur eðli- legt. Væru hin ný-sjálensku mörk höfð sem viðmið hérlendis, má halda fram með fullum rétti að fjárfesting sökum of hárra öryggismarka nemi nær einum miljarði. -ös KLIPPT 0G SK0RIÐ Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstaeðisflokksins. Þetta er nú meiri „misskiln- ingurinn". Það er ekki nóg að Mogginn og DV séu með hálfgerð ónot í Þorstein, heldur hafa þeir landbúnaðarráðherra og félagsmálaráðherra líka snúið við Mogginn í Albert Einsog á var bent í leiðara Þjóðviljans í sl. viku, er það sér- kennileg ósamkvæmni hjá fjár- málaráðherra að vilja selja eignarhlut ríkisins í Flugleiðum, en heimta jafnframt að ráða hver verður forstjóri fyrirtækisins. Morgunblaðið furðar sig einnig á þessu atriði í leiðara á laugardag- inn og gerir gott betur, skensar ráðherrann. „Ástæða er til að- vara við íhlutun ríkisins í málefni fyrirtækja á þessum forsendum“ (þ.e. þeim sem Albert gefur sér), segir Mogurtblaðið og vill ekkert við svona ráðherra kannast. Mogginn í Porstein? Samkvæmt lausafréttum á Al- bert Guðmundsson ekki einn að hafa staðið á bakvið þá kröfu að Sigurgeir Jónsson aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans ætti að verða forstjóri Flugleiða, heldur hafi fleiri flokksmenn krafist þess arna. Fremstur í þeim flokki er sagður vera sjálfur formaðurinn Þorsteinn Pálsson. Þegar Morg- unblaðið hjólar í Albert vegna þessa - er verið að skamma eftir Albaníu/Kína aðferðinni. Albert höndlar í umboði Þorsteins og geldur fyrir. Steingrímur og Framsóknarflokkurinn vildi ekki Sigurgeir í forstjórastólinn, - og enn einu sinni varð Framsókn ofan á. Mogginn er að gagnrýna Þorstein um leið og hann hjólar í Berta. Misskilningur Þorsteins Landbúnaðarráðherra Fram- sóknarflokksins, Jón Helgason, gaf út nýja reglugerð um kjarnfóðurgjaldið þannig að það hækkaði hjá svína og alifugla- bændum en lækkaði hjá fjár- og nautgripabændum. Þorsteinn Pálsson gefur út tímamótayfirlýsingu, stjórnar- samstarfið liggur við: „Þarna hafa orðið veruleg mistök í sam- skiptaháttum stjórnarflokkanna sem ekki er hægt annað en líta mjög alvarlega á“, segir Þor- steinn í DV á laugardaginn. Það er ekkert lítið sem gengur á og engu líkara en stjórnin sé að leysast upp. En hvernig skyldi landbúnaðarráðherra meta þá hótun um stjórnarslit. (mistök í samskiptaháttum, mjög alvarlegt mál)? Jú, í DV í gær segir Jón: „Þetta er alger misskilningur hjá Þorsteini Pálssyni, annað er ekki um það að segja“. Jamm, ekki er annað um það að segja! honum bakinu. Skilur ekki Alexander Þorsteinn Pálsson er greinilega í miklum vandræðum með að skilja Framsóknarráðherrana og þeir hann. Á forsíðu DV segist Þorsteini svo frá í tveggja hæða fimmdálk: „Átta mig ekki á hvað Alexander er að fara“. Um það er að ræða, að félagsmálaráherra hefur lýst því yfir að ætlunin sé að efna til skyldusparnaðar á hátekj- ur og leggja á stóreignaskatt til að nota í sjóð til aðstoðar íbúða- byggjendum og -kaupendum. Þorsteinn segir þetta „fráleitt“ - og hugmyndir af þessum toga hefðu verði lagðar til hliðar við afgreiðslu fjárlaga. Ef tekið skal mark á yfirlýsing- um Þorsteins og Framsóknarráð- herranna hafa reglugerðir og til- kynningar um væntanlega laga- setningu ekki einu sinni verið ræddar í ríkisstjórninni, hvað þá þingflokkum stjórnarflokkanna. Á síðasta snúning Fréttirnar og skrifin, sem hér hefur verið til vitnað, frá síðustu þremur dögum, gefa ótvírætt til kynna mikið ósamkomulag innan nkisstjórnarinnar um öll mál sem upp koma: flugleiðaforstjóra, kjarnfóðurgjaldið, húsnæðis- sjóðinn og svo framvegis. í sjálfu sér er ekkert nýtt að ósamkomulags verði vart innan ríkisstjórnarinnar, - hitt er nýrra að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli ekki skilja Framsóknarráð- herra og að Framsóknarráðherra skuli fjalla opinberlega um „alg- eran misskilning" formanns Sjálfstæðisflokksins. Þá ber og nýrra við að Morgunblaðið og DV skuli óbeint taka þátt í að gera lítið úr formanni Sjálfstæðis- flokksins einsog tilvitnuð skrif bera vott um. Sumir draga þá ályktun af þessu, að ekki sé nóg með að Þor- steinn hafi klúðrað síðustu atlög- unni að ríkisstjórninni og verði sjálfur því ekki ráðherra í ríkis- stjórninni, heldur beri þetta og vott um að valdastofnanir innan Sjálfstæðisflokksins séu að gefa honum reisupassann. Og þá er komið að næsta formanni. -óg DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvaemdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Skrtfstofustjóri: Jóhannes Haröarson. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgrelðslustjórl: BaJdur Jónasson. Afgrslðsls: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Slmavarsls: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmseöur: Bergljót Guðjónsdóttir, Óiöf Húnfjörö. Innhelmtumenn: Brynjóffur Vilhjálmsson, Óiafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Var6 í iausasóki: 30 kr. Bunnudagsverð: 35 kr. Aakriftarvarö á mánuðl: 300 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN' Þriðjudagur 15. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.