Þjóðviljinn - 27.01.1985, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 27.01.1985, Qupperneq 4
A BEININU I þessu máli er ekkert hvítt eða svart Rœtt vlð Sigurð Helgason fisksjúk- dómafrœðing um nýrnaveikina sem fundist hefur ínokkr- um íslenskum lax- eldisstöðvum. og afleiðingar hennar Eitt aðal fréttamálið undan- farna daga hér á landi hefur verið laxasjúkdómur sá er fannst í laxeldisstöðinni í Höfnum og síðan í laxeldis- stöð ríkisins í Kollafirði. Þar sem laxeldi er tiltölulega ung atvinnugrein á íslandi, en talin eiga mikla framtíð fyrir sér, er hér um afar alvarlegan atburð að ræða. í fréttum hefur mest verið fjallað um fréttahlið málsins og því lék okkurfor- vitni á að heyra meira af þessu máli og því var farið á fund Sigurðar Helgasonar fisksjúkdómafræðings að Keldum, en hann er sá er best þekkir til málsinshérálandi. Fyrsta spurning sem við bárum upp við Sigurð var hvað þessi nýrnasjúkdómur væri, hversu út- breiddur hann er og hvernig eða hvort hægt er að ráða niður- lögum hans. Hér er um bakteríusjúkdóm að ræða og hefur bakterían fengið heitið Renibacterium salmonin- arum. Hún er hýsilbundin og finnst eingöngu í laxfiskum. Bakterían er næringarkrefjandi og það er erfitt að rækta hana, og einangra. Hún fjölgar sér ekki svo nokkru nemi utan laxfiska, því er hana vart að finna þar sem lax er ekki. Það eru því sýktir laxfiskar sem viðhalda smiti í náttúrunni. Sjúkdómurinn er tal- inn alvarlegur og hefur valdið al- varlegum afföllum bæði í Kyrra- hafslaxi og Atlantshafslaxi. Sjúk- dómurinn fannst fyrst árið 1933 í ánni Dee í Skotlandi og skömmu síðar fannst hann í N-Ameríku. Fyrst í stað var haldið að sjúk- dómurinn væri staðbundinn, en það reyndist ekki rétt því á síð- ustu árum hefur veikin fundist að auki í Japan, nýverið í Noregi, á íslandi, í Frakklandi, Júgóslavíu og á Spáni. Það er lítið vitað um dreifingu á smiti í villtum fiski annars staðar en í N-Ameríku. Við vitum til að mynda ekkert um útbreiðslu baktenunnar í ám hér á landi og sömu sögu er að segja frá Noregi. Þetta er atriði sem nauðsyn ber til að kanna, því með aukinni vitn- eskju erum við betur í stakk búnir til að gera skynsamlegar ráðstaf- anir í baráttu gegn veikinni. Til- tölulega lítið er vitað um áhrif sýkilsins í villtum fiskum. Rann- sóknir frá Kanada benda til þess að þar sem sýkillinn finnst á vatn- asvæðum, geti það haft mjög nei- kvæð áhrif á heimtur á laxi, hvort heldur er um hafbeit að ræða eða göngufisk í laxveiðiár. Tilvist bakteríunnar virðist geta dregið mjög úr stangaveiði. Því bráð- liggur á að fá aukna vitneskju hér og við ætlum að byrja að rann- saka ákveðnar ár og ekki ótrúlegt að byrjað verði á Elliðaánni, enda kom þessi veiki upp í Elliða- árstöðinni, þá á Laxalóni og nú í Kollafirði, en allar þessar stöðvar eru nærri Elliðaánum. Bakterían berst úr sárum eða með saur frá sýktum fiskum og með vatninu til heilbrigðra fiska. Séu sár á þeim auðveldar það bakteríunni inngöngu í fiskinn. Þá berst hún frá sýktu foreldri til afkvæmis í hrognunum. Og það sem verra er, hún fer innan í hrognin, þannig að sótthreinsun er ekki trygg. Eg tel að sýkillinn hafi borist í Elliðaárstöðina, Lax- alón og Kollafjarðarstöðina með villtum fiski, göngufiski og frá honum í gegnum hrognin. Hvað er til ráða? spyrð þú. Eftir áfallið á Laxalóni höfðum við samband við erlenda sérfræð- inga. Þá fréttum við af því, að í Bandaríkjunum væru menn að gera tilraunir með að sótthreinsa hrogn gegn bakteríu sem væri inní hrognunum. Þær virtust lofa góðu og við tókum þetta upp hérna en nýjustu rannsóknir sýna að það er mjög vafasamt að treysta þessari sótthreinsun. Það sem liggur fyrst fyrir að gera er að efla svo alla aðstöðu til rannsókna að hægt sé að rann- saka hvern einasta klakfisk hjá stöðvunum, halda öllum hrogn- um aðskildum, þannig að hægt sé að eyða þeim ef sýking í fiskinum kemur í ljós. Auk þess að halda sótthreinsun áfram. Ef þetta tekst ætti að vera hægt að koma í veg fyrir algeran niðurskurð í hvert sinn sem sjúkdómsins verð- ur vart. Þó er þetta ekki endilega full trygging. I svona tilfellum er aldrei svart og hvítt. Þetta tel ég þó að sé það næsta sem við getum komist til að sporna við sjúk- dómnum, og það mikið öryggi að réttlætanlegt sé að framkvæma þetta. Þegar sú staðreynd liggur fyrir að sjúkdómurinn er kominn upp í lang-stærstu stöð landsins sem sendir hrogn og seiði útum allt land, hversu mikil hætta er á að hann hafí breiðst útum ailt land og í laxveiðiárnar? Það er ekki gott að segja. Sýk- illinn er afar erfiður í greiningu í smitberum. Með þeim aðferðum sem við höfum notað hingað til getur vel verið að hann hafi farið framhjá okkur, ekki bara í Kolla- fjarðarstöðinni, heldur öðrum stöðvum líka. Nú þegar ákveðið hefur verið að efla allar rann- sóknir, þá getur verið að við eigum eftir að finna sýkilinn á fleiri stöðum, í laxveiðiám, það vitum við ekki ennþá, það verður að koma í ljós. Hve skaðinn er orðinn mikill vitum við því ekki ennþá, það mun koma í ljós við meiri rannsóknir með betri tækj- um og auknum mannafla. Við vitum ekki hversu margar ár eru sýktar, yfir höfuð ekki hversu umfangsmikið þetta er allt sam- an. En því miður er svo margt óljóst með þennan sjúkdóm og hvaða áhrif hann hefur í núttúr- unni. Rannsóknir þykja benda til að sýkingarhættan sé mest þegar seiðin eru að búa sig undir að fara í hafið. Þá koma sjúkdómsein- kennin fram og valda dauða, þau magnast svo ennþá við það álag er þau fara í salta vatnið og veldur þá áframhaldandi dauða hjá þeim seiðum sem til sjávar sleppa. Þau sem lifa þetta af ná sér, en eru samt með sýkilinn í sér. Við það álag sem fiskarnir verða fyrir þegar þeir verða kyn- þroska auk þess að koma úr söltu vatni í ósalt virðist sjúkdómurinn magnast í þeim einstaklingum sem réðu við hann í upphafi. Þar með eru þeir orðnir hættulegir öðrum fiskum í ánni, með smiti og síðan með hrognum. Er þá viðkomandi á ónýt? Það þarf ekki að vera, það fer eftir svo mörgu. Hvernig er áin sjálf, er hún vatnsmikil, eru fáir fiskar í henni miðað við rúmmál vatnsins. í litlum ám með mikinn fiskafjölda er hættan meiri. Það má vel vera að einhverskonar jafnvægi náist, en samt hafa menn greint frá niðurstöðum rannsókna í ákveðnum ám, þar sem þetta virðist geta dregið verulega úr laxveiði. Ef sýking fínnst í seiðum í lax- eldisstöðvum, er þá ekkert til ráða nema niðurskurður? Þessi sjúkdómur er einna erfið- astur allra bakteríusjúkdóma að ráða við, vegna þess að hann berst innan í hrognum. Hann er einnig einna erfiðastur að ráða við með lyfjum vegna þess að bakterían er inní frumunum. Lyfjagjöf heldur sjúkdómnum í skefjum án Iækningar. Síðan er það alltaf spurning hvað er rétt að gera í hverju tilfelli. Bæði í Laxa- lóni og í Elliðaárstöðinni var beitt harkalegum aðgerðum enda eru það stöðvar sem dreifðu seiðum í íslenska vatnakerfið. í þessu sambandi má svo flokka stöðv- arnar í þrjá flokka. í fyrsta lagi þær sem dreifa seiðum í ár eða aðrar stöðvar, stöðvar sem eru einungis með hafbeit og stöðvar sem ala fisk til slátrunar. í þeim síðast töldu er málið einfaldast, því þar er fiskunum haldið á af- mörkuðu svæði. Það er spurning hvort það er forsvaranlegt að taka áhættu í hafbeitarstöðvum með sleppingu. Þar inní kemur hvort hafbeitarstöðin er nálægt annarri stöð, nálægt laxveiðiá og fleira. Ég hygg því að það verði að meta hvert tilfelli fyrir sig þeg- ar það kemur upp. Nú hefur komið fram í einu dagblaðanna ásökun á forráða- menn Kollaíjarðarstöðvarinnar að nota til hennar yfirborðsvatn úr Esju, þar sem eru varpstöðvar máva og því hætta á salmonellu- sýkingu o.fl.? Fjölmiðlar hafa yfirleitt fjallað um þessi mál á fréttalegan hátt og ég skal viðurkenna að það er eng- in ástæða fyrir þá að taka allt sem heilagan sannleika sem við segj- um. En upphlaup og æsingaskrif þjóna hér engum tilgangi öðrum en að grafa undan laxeldi og veikja tiltrú fólks á þessari atvinnugrein, sem og bankakerf- isins og sjóða. Nýrnaveikin í Kollafjarðarstöðinni, að Laxa- lóni, í Elliðaárstöðinni eiga ekk- ert skylt við það að fugl er í Esju, sem gæti borið með sér salmon- ellu. Ef það kemur í ljós að sýkilinn er i mörgum eldisstöðvum og það verður úr að skera niður, færi laxeldi hér á landi þá skrcf afturá- bak? Það yrði vissulega gífurlegt áfall, vegna þess að eldisstöðv- jarn'ar eru ennþá fjárvana og mega því ekki við svona áföllum, þær þola það ekki. Dreifing seiða frá stöð, þar sem sjúkdómurinn finnst kemur vart til greina, enda óvíst að nokkur kærði sig um seiði frá slíkri stöð. Ég held því að bætur verði að koma til ef ekki á illa að fara hvað viðkemur laxeldi hér á landi. Það mætti hugsa sér að koma upp einhverjum bóta- sjóði sem stöðvarnar sjálfar greiða í eða einhverju hliðstæðu, ég skal ekkert segja um hvaða leið væri þar heppilegust. í marsmánuði s.l. var flutt inn umtalsvert magn af hrognum, hvert er þitt álit á hrognainnflutn- ingi með tilliti til sjúkdóma sem með þeim gætu borist? Það fylgir þeim óumdeilanlega nokkur áhætta. Ég vil að hrogna- innflutningi sé haldið í algeru lág- marki. En það er með þetta eins og allt annað, þetta er matsatriði. Það þarf að meta áhættuna á móti hagnaði af að flytja hrogn inn. Það sem er ljósi punkturinn við þau hrogn sem flutt voru inn í mars er að þau eru ætluð til eldis í sláturstærð, en ekki til að sleppa seiðunum í ár eða til hafbeitar. Við setjum og ströng skilyrði fyrir einangrun þesara fiska og að klakfiskar þeir í Noregi sem hrognin eru komin frá séu rannsakaðir. Að lokum Sigurður, þú sagðir við mig um daginn að aðstæður til rannsókna á þessu sviði hefðu verið ófullkomnar, í ljósi þess, hefur verið farið of hratt í upp- byggingu laxeldis hér á landi? Ég skal ekki segja um hvort farið hefur verið of hratt í upp- bygginguna, heldur að menn hafi farið of hægt í að veita fé til rannsókna á fiskisjúkdómum. Það má vera að það hafi verið farið of hratt í uppbygginguna af öðrum orsökum og því sé nú tími til að staldra ögn við og skoða málin. -S.dór 4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.