Þjóðviljinn - 06.02.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 06.02.1985, Qupperneq 5
Seyðisfjörður Séð niður í Seyðisfjörð ofan af Fjarðarheiði. fyrir skip í því augnamiði að styðja og efla þennan þýðingar- mikla þátt í atvinnulífinu. Sú stefna íslenskra stjórnvalda að hætta nýsmíði íslenskra fiskiskipa fær ekíci staðist til lengdar og mikil vinna er framundan í við- haldi og endurnýjun íslenska bátaflotans. Og þó að nú um stundir sé útlitið dökkt í þessum málum þá má ætla að bjartara sé framundan þannig að þessi tvö fyrirtæki, sem lagt hafa drjúgan skerf til viðhalds og endurnýjun- ar fiskiskipaflotans verði áfram sú máttarstoð í seyðfírsku atvinnulífi sem þau hafa verið hingað til. Rafmagnsverkstæði, trésmíða- verkstæði, steypustöð, netagerð, bakarí og fjölritunarstofa veita að staðaldri um 30 manns atvinnu og um mesta álagstímann - að sumrinu - 50-60 manns. Tíu verslanir og þrír söluskálar eru í kaupstaðnum og starfa þar um 25 manns. Við banka vinna 12 og við skóla 18. Skrifstofur veita 25 manns vinnu og 10 vinna hjá Seyðisfjarðarkaupstað. Við dag- heimili vinna 7, við sjúkrahúsið 8 og við höfnina 3. Inn- og útflutningur ferða- manna og vöruflutningar á sjó er vaxandi grein. Nýtt fyrirtæki var stofnað í vor og sinnir það ein- göngu þessum þætti. íbúafjöldi 1. des. 1983 var 993. Heildaraukning frá 1971-1983 var 16,2%. Meðaltalsaukning á sama tímabili var 1,3%. Mest varð aukningin 1972, 5,7%. Fækkun varð árin 1976, 1977, 1980, 1981 og 1983. Mest varð hún 1980, 2,8%. - mhg. Fær ekki staðist til lengdar aðflytja nýsmíði skipa úr landi Um Seyðisfjarðarkaupstað gildir hið sama og um flesta þéttbýlisstaði austanlands, að þar er undirstaða atvinnulífs- ins sjávarútvegur, fiskvinnsla og tengdar greinar. Tvö frystihús, tvær mjölverk- smiðjur og tvær söltunarstöðvar eru í kaupstaðnum og tveir aðilar verka saltfisk. Seyðfirðingar hafa tvo skuttogara, eitt 150 tonna skip, fjóra 10-12 tonna báta og 35 smærri trillur. Láta mun nærri að 60-70% íbúanna fái tekjur sínar frá þessum fyrirtækjum. Síðustu árin hefur atvinna ver- ið næg í þessum undirstöðuat- vinnugreinum. Þó hefur nokkurs atvinnuleysis gætt kringum ára- mót af og til. A sl. sumri stc ist stærsta fyrirtækið, sem frystihús og togara og olli það til- finnanlegu atvinnuleysi. Flest önnur fyriTtæki í kaupstaðnum eru meira og minna háð afkomu útgerðar og fiskvinnslu, svo sem netagerð, vélsmiðjur, rafvirkjun og trésmíði. Og komi brestur í undirstöðuna er því hætt, sem á henni hvflir. Tvær vélsmiðjur eru í kaup- staðnum, Stál hf. og Vélsmiðja Seyðisfjarðar. Par vinna stöðugt 50-70 manns. Þessi fyrirtæki búa yfir mikilli þekkingu á nýsmíði og viðgerðum skipa og ýmiss konar málmsmíði. Hafnarsjóður hefur ákveðið að byggja dráttarbraut Raskist undirstaðan er öðm hætl Bændaskólarnir Hestamennskan blómstrar Istékk - Glóbus Zetor-dráttarvéla Hestamennskan lifir góðu lífi í bændaskólunum enn sem fyrr við báða skólana, Hvann- eyrar og Hóla, starfa hesta- mannafélög nemenda. Við höfum fregnað að á Hvanneyri séu 40 nemendur með hesta. Haldinn hefur verið fræðslufundur um hesta- mennsku. Nemendur fá tilsögn í jámingum og tamningum og ann- ast hana Sigurður Oddur Ragn- arsson frá Oddsstöðum. Ne- mendur hafa með sér hesta- mannafélag, sem nefnist Grani. Formaður þess er Víkingur Gunnarsson frá Akureyri. Víkur nú sögunni til Hóla. Þar verða 19 nemendur með hross. Ingimar Ingimarsson kennir tamningar enn sem fyrr, með að- stoð Eyrúnar Önnu Sigurðar- dóttur frá Flugumýri. Formaður Hestamannafélagsins Hreins á Hólum er Helgi Leifur Sigmars- son frá Breiðdalsvík. Kennari í hrossarækt er Hjördís Gísladótt- ir, búfræðikandidat frá Hofi í Vatnsdal. - mhg. Ný gerð Á þessu ári mun íslensk- Tékkneska verslunarfélagið hf. (ístékk), í samvinnu við Gló- bus hf., hefja innflutning á nýrri gerð Zetor-dráttarvéla. Er það gerð 5245, 47 hestafla, með drifi á öllum hjólum. - Með tilkomu þessarar dráttar- vélar teljum við að mætt sé brýnni þörf fyrir hentuga heimilisdráttarvél á einstak- lega góðu verði, sögðu for- ráðamenn fyrirtækisins á fundi með fréttamönnum nú nýlega. Á þessa gerð verður mest áhersla lögð á næstunni í von um að bændur taki þessari nýjung vel. Auk hinnar nýju vélar flytur fyrirtækið inn þrjár aðrar gerðir og stærðir af Zetor-dráttarvélum: gerð 5211, 47 ha., 7211 65 ha. og 7245, 65 ha. og er hún með fjór- hjóladrifi. Hinni nýju vél fylgir margvís- legur aukaútbúnaður „og má full- yrða að engin dráttarvél hefur verið seld hér á íslandi með eins fullkomnum útbúnaði og þessar nýju vélar frá Zetor“. Meðal nýj- unga og breytinga er nýtt olíuverk, sem gerir vélina mun þýðgengrari, breytingar á vél, sem tryggir betri endingu og minni eldsneytiseyðslu, kröftu- gra vökvakerfi, sem eykur veru- lega lyftigetu þrítengibeislis og annarra viðtengdra tækja, breytingu á vökvastýri, sem gerir það mun léttara en áður, öflugri miðstöð, nýtt, rúmbetra og hljóðeinangrað hús, með opnan- legum hliðar- og afturgluggum, Nýja Zetor-dráttarvélin. nýr dráttarkrókur, ryðvörn, ster- eóútvarp og segulband og loks má nefna að leiðbeiningar um notkun og hirðingu vélarinnar hafa verið lesnar inn á snældu, sem fylgir henni. Telja þeir hjá ístékk þessar vélar fyllilega sambærilegar við bestu dráttar- vélar, sem framleiddar eru í Vestur-Evrópu. Verðið er kr. 297 þús. án söluskatts. Síðan 1969 hefur ístékk hf. annast innflutning og sölu á Zetor-dráttarvélum hérlendis. Félagið hefur verið rekið í náinni samvinnu við Glóbus hf. og í sömu húsakynnum, enda eigend- ur og stjórnendur fyrirtækjanna að mestu leyti þeir sömu. Hlut- verk ístékks hf. er einkum að flytja inn og selja Zetor- dráttarvélar frá 'lékkóslóvakíu og aðrar vörur, sem talið er hag- kvæmt að kaupa þaðan. Fyrstu dráttarvélarnar, sem ístékk hf. flutti inn, komu til landsins 1969, 17 að tölu. Síðan hefur innflutningurinn síaukist og í mörg ár hefur Zetorinn verið mest selda dráttarvélin hér á landi, segja forráðamenn fyrir- tækisins. Árið 1984 voru t.d. tæp 40% þeirra dráttarvéla, sem þá voru fluttar inn, af Zetor-gerð. Hæst var hlutfallið 1980, 53%. „Það, sem öðru fremur hefur skapað vinsældir vélanna er mjög hagstætt verð, mikil gæði og ný- tísku útbúnaður. Síðan Glóbus hf. tók við umboðinu árið 1969 hafa alls 2500 vélar verið fluttar inn á vegum ístékks hf.“ - mhg. Þriðjudagur 5. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.