Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Þeir segja að Ragnhildur sé að hugsa um að bjóða Jóni Bald- vin uppá aðganga í Engeyjar- ættina. _______Sjómenn 70 í Hafnarfirði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins og Sjó- mannafélags Hafnarfjarðar, vill leiðrétta þá frétt blaðsins í gær að sjómenn hefðu tekið samningum mjög illa í Hafnarfirði. Óskar sagði að skiptar skoðan- ir hefðu verið milli manna, en tónninn frekar jákvæður. Þá hefðu 70 setið fundinn, en ekki 50 eins og sagði í fréttinni. Þjóðvilj- inn biðst velvirðingar á misherm- inu. Ámi Tryggvason í góðum félagsskap á heimili sínu sl. mánudag. Til hliðar við hann eru þær Guðrún Stephensen og Sigríður Þorvaldsdóttir en aftar Róbert Arnfinnsson, Sigurður Sigurjónsson, Jörundur Guðmundsson og Orn Arnason. Mynd E.Ol Stórskemmtun Blandaður brjóstsykur Þrítugsafmœli Arna Tryggvasonarsem gamanleikara. Stórskemmtun í Austurbœjabíói Einn af alvinsælustu gaman- leikurum okkar fyrr og síðar, Arni Tryggvason - öðrum þræði úgerðarmaður í Hrísey - á nú um þessar mundir 30 ára afmæli sem skemmtikraftur. En þá mun hann raunar hafa verið búinn að stunda leiklist í ein 8 ár. A þessum vettvangi kom Árni fyrst fram í Bláu stjörnunni og söng þá at- óm(jóð, sem undirrituðum skilst að Tómas Guðmundsson skáld hafi ort sérstaklega fyrir Árna við þetta tækifæri. Með eitt þessara jjóða fór Árni um borð í skipi sínu á Hríseyarmiðum í síðasta Stiklu- þætti Ómars Ragnarssonar. Maður nokkur, sem sá Árna í Bláu stjörnunni, lét svo um mælt, að með honum hefðum við eignast gamanleikara af „guðs náð“ og hefur sá reynst sannspár. í tilefni af þessu þrítugsafmæli Áma verður efnt til meiri háttar skemmtunar í Austurbæjarbíói föstudaginn 8. mars n.k. kl. 23.30. Þar fer fram einskonar upprifjun á 30 ára gamanleikara- ferli Árna. Þarna verða m.a. fluttir leikþættir, gamanvísur og allskonar söngur og hljómlist. Og það eru engir liðléttingar á sviði leik- og tónlistar, sem þarna koma fram, heldur fjöldi land- skunnra skemmtikrafta. Það segir sig sjálft, að slíkt fyr- irtæki sem þetta verður að hafa sérstakan framkvæmdastjóra. Og sá er enginn annar en Jón Ragnarsson kappakstursmaður, enda þarf framkvæmdastjóri að geta verið snar í snúningum. Árni segist ekki vilja ábyrgjast að þama verði eitthvað fyrir alla, en áreiðanlega eitthvað fyrir marga. Eftir svona tvö ár gerir Árni ráð fyrir að hvíla sig á leiklistinni en snúa sér í þess í stað í meira mæli að útgerðinni „þótt líklega láti ég nú vera að kaupa togara“. Sé það satt, sem naumast er að efa, að hláturinn lengi lífið, þá eru þeir margir orðnir, sem eiga Áma lengri lífdaga að þakka. Það mun því verða fjölmennt í Austurbæjabíói á föstudags- kvöldið því flestir vilja gjarnan auka einhverju við ævidagana. Aðgöngumiðar verða seldir í Austurbæjarbíói eftir kl. 4. Er varla ráð nema í tíma sé tekið að krækja sér í miða. -mhg Mikill launa- munur Á íslandi eru byrjunarlaun kennara við framhaldsskóla 22 þúsund krónur á mánuði. Byrj- unarlaun menntaskólakennara eru yfir 44 þúsund krónur í Nor- egi, 47 þúsund í Danmörku og 48.500 krónur í Færeyjum. Mismunur á MEÐALTALI launa framhaldsskólakennara og þeirra sem eru með hliðstæða menntun í einkageiranum er 81 prósent, en ef miðað er við laun allra háskólamenntaðra manna hjá hinu opinbera annars vegar og í einkageiranum hins vegar, er mismunurinn 61%. , -6g Kennaradeilan Skólastarf á flæðiskeri Víðasthvar varla hálf kennsla. Sjálfsnám íMA og ML. Lokað á Sauðárkróki? Um 425 framhaldsskólakenn- arar hafa sagt upp störfum, rúm- lega 65% félagsbundinna HÍK- ara. Samkvæmt upplýsingum frá menntaamálaráðuneyti er al- gengast að kennslu sér haldið uppi að tæpum helmingi í skólun- 8. MARS Baráttufundur í félagsstofnun stúdenta kl. 20.30. Ávörp: Anni Haugen, félagsráðgjafi, Bjarnfríður Leósdóttir, kennari, Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra, Vilborg Þorsteinsdóttir, vara- form. Snótar Vestmannaeyjum, Guðrún Friðgeirsdóttir, kennari, Gladys Baez frá Nicaragua. Ljóð - tónlist: Kynnir Bríet Héðinsdóttir, Diskótek Andreu. Gegn launastefnu ríkisstjórnar- innar. Samtök kvenna á vinnumarkaði Kvennaframboðið í Reykjavík Kvennafylkingin Kvennalistinn. um þar sem ekki standa yfir nem- endavikur eða skipulagt sjálfs- nám nemendanna. Verst er á- standið í Ármúlaskóla, Kvenna- skólanum, Menntaskólanum við Hamrahlíð, á Egilsstöðum og á Laugarvatni. í lögum er tilskilinn ákveðin kennsluskylda á önn í framhalds- skólunum og er hætta á að í sumum skólunum reyni fljótt á þau mörk ef deilan dregst á lang- inn. Þjóðviljinn ræddi við skóla- stjóra nokkurra framhaldsskóla í gær og fyrradag: / Kvennaskóla er haldið uppi 15-20% kennslu að sögn skóla- stjóra. Mikil göt myndast í stundaskrá nemenda og mæting er í slakara lagi. í Menntaskólanum á Akureyri er þriðjungur kennara við störf. Þar er í gangi neyðaráætlun og stunda nemendur sjálfsnám undir leiðsögn kennaranna en ekki haldið uppi reglulegri kennslu. Þetta hefur gengið þol- anlega að sögn Tryggva Gísla- sonar skólameistara, „en ef þetta dregst á langinn trénast nemend- ur upp á þessu, - ég treysti því að deilan leysist með skjótum hætti“. Skólasókn er nokkuð góð, en um 20 nemendur hafa þó horfið frá námi, að minnsta kosti um stundarsakir. í Menntaskólanum í Reykjavík er kennt í um helmingi kennslu; stunda, skólasókn er góð. A Laugarvatni eru um 30% kenn- ara við störf í menntaskólanum en reglulegri kennslu ekki haldið uppi, - nemendum gefinn kostur á viðtalstímum. Töluverður hluti nemenda fór burt eftir að upp- sagnirnar tóku gildi. 7 Menntaskólanum á ísafirði er kennt í um fjórum fimmtu kenn- slustunda. Gert er ráð fyrir sjálfs- námi í þeim greinum sem engan hafa kennara, en engin leiðsögn veitt í þeim greinum sem engan hafa kennarann, „hljóðið í kenn- urunum er ekki þannig að þeir ætli sér að ganga inní þessi störf“ sagði skólameistari, Björn Teits- son. Um 40% kennslu hefur verið haldið uppi í Fjölbrautarskólan- um á Sauðárkróki, en ástandið á bóknámsbrautum er hörmulegt að sögn Jóns F. Hjartarsonar skólastjóra, og ætlaði hann að funda fneð nemendum í gær um hvort skólastarfi skyldi fram haldið. _____ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.