Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 5
(var Stefánsson í Haganesi vitjar um net, sem hann hefur lagt undir ísinn á Myvatni. En þar er víst ekki mikils fengs von eins og komið er. Mynd: S.dór. Mývatn Dauttvatn Nánast engin silungsveiði hefur verið í Mývatni í vetur. Það litla sem veiðist er horaður fiskur Akranes Margtter að skoða á Skaga Ferðamannamóttaka undirbúin Frá Gunnlagi Haraldssyni . Akranesi: Starf ferðamálanefndar Akraness á rætur sínar að rekja til fundar, sem áhuga- menn um ferðamál efndu til í sept. 1983. Þar var aðallega rætt um hvernig auka mætti ferðamannastraum til Akra- ness svo og hvort grundvöllur væri fyrir að efna til sérstakrar skoðunarferðar um bæinn. Á fundi hópsins og atvinnu- málanefndar í jan. 1984 var skipuð 5 manna ferðamálanefnd og eru öll fimm ennþá starfandi í nefndinni. Fyrsta verkefnið var að skipuleggja hópferð um Akra- nes, en auk þess efndi nefndin til opins fundar um ferðamál. Þar kom fram mikill áhuga bæjarbúa á því að byggja Akranes upp sem ferðamannabæ. Skoðunarferðir í júní 1984 var fyrsta skoðun- arferðin farin um bæinn og voru eftir það vikulegar ferðir til 20. ágúst. Þórdís Arthursdóttir, leiðsögumaður, hafði veg og vanda af ferðum þessum. Hún undirbjó eftirsótta skoðunarferð um bæinn, hún fylgdi ferða- mönnum um bæinn, sagði sögu hans, benti á merka staði og jbyggingar. I Tveir vinnustaðir voru heim- sóttir, Heimaskagi og Akra- prjón, Byggðasafnið í Görðum var skoðað, hádegisverður snæddur og í lok ferðarinnar var stutt viðdvöl á Akratorgi, þar sem heimafólk hafði komið upp vísi að útimarkaði. Ferðir þessar mæltust afar vel fyrir, ekki síst heimsóknin í frystihúsið, sem er flestum útlendingum og jafnvel mörgum íslendingum algjörlega framandi heimur. Stofnun hlutafélags Eftir sumarið voru fulltrúar í ferðamálanefnd sammála um að hér mætti ekki láta staðar numið og brýnt væri að koma fastri skipan á stjórn ferðamála hér á Skaga. Hefur í því sambandi helst verið rætt um stofnum einhvers- konar hlutafélags. Nefndarmenn sáu jafnframt fram á að þeir hefðu ekki möguleika á að sinna í tómstundum sínum öllum þeim málum, sem fyrir liggja. Á síð- asta bæjarstjórnarfundi ársins 1984 var samþykkt að bærinn legði fram stofnfé til væntanlegs hlutafélags og hefur stofnfundur þess verið auglýstur 2. mars n.k. Ferðamálanefndin hefur ráðið starfsmann til að sjá um fram- kvæmdir og veita forstöðu upplýsinga- og þjónustuskrif- stofu fyrir ferðamenn hér í bæn- um, næsta sumar. Húsnæði - Tjaldstæði Undirbúningsvinna fyrir sumarið er þegar hafin af fullum krafti. í bígerð er að koma upp nýju tjaldsvæði við félagsheimili KFUM og K en í húsi þeirra verð- ur einnig svefnpokapláss. Þá ósk- ar nefndin eftir að komast í sam- band við fólk í bænum, sem selja vill ferðamönnum gistingu með morgunverð. Það er vitað mál, að eftir að Akranes varð skólabær hafa margir Akurnesingar opnað heimili sín fyrir utanbæjarne- mendum, en mörg herbergi, sem þeim eru leigð á veturna, standa auð á sumrin. Sýnt þykir þegar horft er til Akraness sem hentugs staðar fyrir allskyns ráðstefnur og fundi, að eins og málum er nú háttað er hverginærri nóg gistirými fyrir þátttakendur í meðalstórum ráð- stefnum. í ágúst verður haldin hér ráðstefna norrænna líffræð- inga og spurt hefur verið um að- stöðu til að halda hér fleiri ráð- stefnur. Útimarkaður Eitt þeirra verkefna, sem unn- ið er að þessa dagans, er útimark- aður við Akratorg. Miklar vonir eru bundnar við að slíkur mark- aður lífgi upp á bæjarlífið. Fullvíst er að margir Reykvík- inga, á leið í gegnum bæinn, myndu staldra hér við og líta á útimarkaðinn, þar sem á boðstól- um verður ferskt grænmeti, ávex- tir og blóm auk margskyns hand- unninna muna. Vafalaust myndu margir kjósa að kaupa sér ferða- nestið hér, þar sem boðið er upp á nánast alla þá þjónustu og vöru- úrval, sem er að finna í höfuð- borginni. Ráðgert er að aðal- markaðurinn verði á föstu- dögum, en þá daga verður efnt til sérstakrar skoðunarferðar um Akranes. Auk leiðsagnar á íslensku get- um við boðið upp á leiðsögn í ferðum þessum á ensku, „skand- inavísku“ og þýsku. Við búumst ekki við að fá eingöngu erlenda ferðamenn í þessar ferðir, það sýndi sig strax í fyrra sumar að íslendingar eru ekki síður á ferð- inni en útlendingar, og vilja gjarnan kynnast þeim stöðum, sem þeir heimsækja. Ef þurfa þykir getum við fjölgað ferðum og skipulagt annars konar dag- skrá, allt eftir óskum hópanna. Það er öruggt að margii bæjar- búar hafa góðar hugmyndir um hvernig best verði staðið að upp- byggingu ferðamannaiðnaðarins hér í bæ. Þeim er hér með bent á viðtalstíma ferðamálafulltrrúans, Danfríðar Skarphéðinsdóttur, þriðjudaga frá kl. 17.00 til 19.00, Skólabraut 31, sími 2884. -gh/mhg Segja má að vatnið sé steindautt, það hefur nánast eng- in silungsveiði verið í því í vetur, sagði ívar Stefánsson bóndi á Haganesi í Mývatnssveit í samtali við tíðindamenn Þjóðviljans, sem brugðu sér með honum í bílt- úr útá ísilagt Mývatn til að vitja Undanfarna vetur hefur ver- ið nokkurt atvinnuleysi á Vopnafirrði á tímabilinu nóvember-mars, einkum hjá karlmönnum. Þessa gætti þó mest veturinn 1983-1984, en þá var óvenjulítil vinna við um net. 1 þeirri ferð fékkst eng- inn fiskur og sagði ívar það oft svona. Hann sagði að hér áður hefði silungsveiðin á vetrum ver- ið umtalsverð búbót fyrir bændur við Mývatn. Rykmý, uppistöðufæða silung- sins yfir sumarið hefur varla sést byggingar, og haustið 1983, en þá var síldarsöltun lítil. Oftast er fremur dauft yfir fisk- vinnslustarfseminni frá jólum og fram um miðjan janúar. Stafar það einkum af hráefnisskorti. Fyrir kemur og, að vinna fellur við Mývatn í ein 3 ár. Kenna menn um miklum sumarkulda allt síðan 1979 þar til síðasta sum- ar. Afleiðingin er svo hrun sil- ungsstofnins í vatninu og það litla sem eftir væri horaður fiskur og vart ætur. niður í viku og viku, vegna bilana og annara tafa togara frá veiðum. Yfirleitt má þó segja að í frysti- húsinu hafi vinna verið nokkuð stöðug og fremur vantað konur við snyrtingu og pökkun en hitt. Framhald á bls. 6. - S.dór. Vopnafjörður Rekshir útgerðar og fiskvinnslu skiptir sköpum Aðgerðir hins opinbera þurfa að koma til Fimmtudagur 7. mars 1985 ÞJÓÐViLJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.