Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Flóamarkaður Lesendur athugið! Flóa- markaðurinn er ókeypis þjónusta við áskrifendur. Sharp peningakassi rúmlega árs gamall til sölu. Verð 8-10 þús. Sími 21784. Antik - barnavagn óvenju vel með farinn til sölu. Stór og hlýr. Uppl. um helgina í síma 21784. Sem nýtt þríhjól, drengjatvíhjól, svefnbekkur, hægindastóll. Selst ódýrt. Sími 37812 (Guðrún). Til sölu tvö vetrardekk af Lödu 1200 og mín- útugrill. Selst ódýrt. Uppl. í síma 83562 á morgnana og eftir kl. 17. Svampsófasett 8-10 sæta til sölu. Mjög ódýrt. Sími 45041 frá kl. 19-23. Óska eftir aukastarfi eftir kl. 17 á kvöldin og um helgar. Flest kemur til greina. Uppl. í síma 83562 á morgnana og eftir kl. 17. Hulda. Trabant og barnavagn Til sölu varahlutir úr Trabant station árg. ’77, m.a. vél í fínu formi. Einnig mjög lítið notaður barnavagn, sem hægt er að nota sem burðarrúm. Uppl. í síma 14851. Atvinna Harðduglegan 16 ára strák vantar vinnu nú þegar, vanur bygginga- vinnu. Meðmæli ef óskað er. Hringið í síma 26372. Saxófónn til sölu Notaður alt-saxófónn til sölu. Upþl. í síma 19792 (Dóra). Píanó til sölu Amerískt eldra konsertpíanó til sölu. Uppl. í síma 19937. Barnaskíði til sölu Til sölu barnaskíði með bindingum, lengd 130 cm, og einnig skíðaskór stærðir 35 og 37. Uppl. í síma 43452. ísskápur til sölu Ignis ísskápur, hvítur, 7 ára, með sér frystihólfi til sölu. Verð kr. 6.500.-. Uppl. í síma 45952 e. kl. 18. Premier trommusett ígóðum „standard". Skipti möguleg á mixer, fourtrack tape eða trommu- heila (ýmis önnur skipti koma til greina). Uppl. í síma 12455. Barnagæsla Ung stúlka óskar eftir að passa börn á kvöldin og um helgar, býr í Kópa- voginum. Sími 41725, hef meðmæli. Gamall ísskápur Hver vill gamlan ísskáp. Fæst ódýrt. Uppl. í síma 686879. Til sölu Skoda 120 L árgerð 1980, vel með farinn ekinn 48 þús. km. Utvarp og kasettutæki fylgir ásamt 2 aukadekkj- um. Verð kr. 75.000.- Upplýsingar í síma 687618. Ódýrt í búið Til sölu stórt og myndarlegt skrifborð með skrifborðsstól. Einnig góðar bókahilur. Sími 31484 eftir kl. 18. Fteiðhjól óskast Vill ekki einhver selja mér kvenreið- hjól, helst 3-5 gíra. Sigga, sími 14295 eftir kl. 17. Nýlegur barnavagn (Brio) til sölu, grá-blár. Verð 5000,- kr. Sími 82249. Jakki til sölu Nýr svartur leður-mittisjakki til sölu. Mjög flottur - miðstærð. Uppl. í síma 23230 eftir kl. 17. Herbergi óskast Maður á fimmtugsaldri óskar eftir herbergi til leigu. Reglusemi og skil- vísar greiðslur. Vinsamlegast sendið tilboð í pósthólf 8306,105 Reykjavík. Baráttufundur í Félagsstofnun stúdenta 8. mars undir yfirskriftinni: Gegn launa- stefnu ríkisstjórnarinnar. Fundurinn hefst kl. 20.30, húsið opn- að kl. 20.00. Ávörp, Ijóðalestur, tónlist, plötusnún- ingur til kl. 03. Samtök kvenna á vinnumarkaði, Kvennaframboðið í Reykjavík, Kvennafylking Alþýðubandalags- ins, Kvennalistinn. Til sölu gamall ísskápur í góðu standi, svart- hvítt sjónvarp, ný Olympus OM 10 myndavél, 100 watta Carlsbro gít- armagnari í góðu standi, nýtt Sony vasadiskó, góður Gretsch rafmagns- gítar með tveggja áttunda hálsi, árs- gamall Yamaha accoustic electric Jazz gítar (heilkassi í mjög góðu standi) alveg ný Yamaha CX 5 music computer, tveir 200 watta Kenwood hátalarar (ársgamlir), sem ný ryk- suga. Uppl. í síma 26551 milli kl. 20 og 23 í kvöld. „Truo-trap“ barnastóll Vil kaupa „Trip-trap” barnastól. Margrét sími 15149. Lopapeysur Til sölu hnepptar lopapeysur mjög fallegar. Uppl. í síma 27392 e. kl. 17. Til sölu Britex barnabílstóll, rimlarúm og tveir kerrupokar. Uppl. í síma 77783. Laust embætti er Forseti íslands veitir Embætti ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins er laust til umsóknar og veitist frá 1 maí. 1985. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 5. apríl 1985. Sjávarútvegsráðuneytið, 5. mars 1985. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. mars 1985 LANDHE) Framhald af bls. 5 . ;.... Frá Vopnafirði. Önnur starfsemi en fiskvinna og byggingariðnaður er í nokkuð föstum skorðum og sveiflur litlar. í októberlok höfðu togararnir, Eyvindur Vopni og Brettingur, lokið við kvóta sína og auk jress stundað veiðar fyrir Höfn í Hornafirði og landað þar nokkur hundruð tonnum. Töluvert var um síldarsöltun hjá söltunarstöð Tangs hf. í haust keypti fyrirtækið sfldarflökunar- vél. í marsmánuði í fyrra fann rannsóknarskipið Ðröfn hörpu- disksmið í Vopnafirði og Bakka- firði, sem talin eru nýtanleg. Sjávarútvegsráðuneytið heimil- aði, að tillögu Hafrannsóknar- stofnunar, að veiða 500 tonn og fékk Tangi hf., vinnsluleyfið. Burðarásinn í öllu, sem lýtur að fiskvinnslu í Vopnafirði, erTangi hf., en fjárhagsstaða fyritækisins er slæm, svo sem gerist um hlið- stæð fyrirtæki, a.m.k. austan- lands. Hætt er við að ef rekstur Tanga hf. stöðvaðist mundi at- vinnulíf á Vopnafirði hrynja til grunna. Saumastofan Hrund má heita eina framleiðslufyrirtækið, sem starfandi er í iðnaði á Vopnafirði. Síðustu missirin hafa starfað þar 10 konur. Næg verkefni virðast framundan og rekstarafkoman hefur mátt heita viðunandi upp a síðkastið. Pjónustuiðnaðurinn er einkum bundinn við bfla- og búvélavið- gerðir og svo útgerðina og fisk- vinnsluna. Er sú starfsemi í nokk- uð föstum skorðum þótt vinna fari ekki alltaf yfir 8 tíma að vetr- inum. Byggingarstarfsemi hefur nokkuð minnkað upp á síðkastið og veldur því einkum fjárskortur húsbyggjenda. Þó hafa verið í smíðum 16 íbúðir í einbýlishúsum og eru þær misjafnlega langt á veg komnar. Þá hefur verið unnið að byggingu íþróttahúss við skól- ann. Fjárveiting frá Alþingi ræður mestu um hversu fljótt það hús kemst í gagnið. Nokkur samdráttur hefur orð- ið í sauðfjáreign síðustu árin. Á hinn bóginn er loðdýrarækt vax- andi atvinnugrein. - Ekki eru fyrirsjáanlegar neinar breytingar á opinberri þjónustu og verslun. Ljóst er að forsenda fyrir eðlilegu atvinnuástandi er, að bættur verði með opinberum aðgerðum rekstrargrundvöllur útgerðar og fiskvinnslu. íbúafjöldi 1. des. 1983 var 946. Meðaltalsaukning frá 1971-1983 var 1,6%. Mest varð aukningin 1980, 3,6%, en fækkun 1978, 1,3%. -mhg Konur í Alþýðubandalaginu gangast fyrir kvennastef nu 9. og 10. mars í Ölfusborgum. Dagskrá: Laugardagur 9. mars Kl. 10.45 1. Atvinnu- og kjaramál Atvinnuþróun Framsaga: Vilborg Harðardóttir og Sigríður Stefánsdóttir Kynskiptur vinnumarkaður Framsaga: Guðrún Ágústsdóttir Er verkalýðshreyfingin orðin áhrifalaus um tekjuskiptingu í þjóðfélaginu? Framsaga: Margrét Pála Ólafsdóttir. Almennar umræður Kl. 12.30 Matarhlé Kl. 14.00 2. Staða heimavinnandi fólks Lífeyrismál - Fæðingarorlof - Skatta- mál Framsaga: Adda Bára Sigfúsdóttir Almennar umræður Kl. 15.00 Starfshópar um ofangreind dagskrármál. Kl. 16.00 Kaffihlé Kl. 16.30 Hópar starfa áfram Kl. 17.15 Skýrslur starfshópa - umræður - af- greiðsla Kl. 19.00 Kvöldmatur Sunnudagur 10. mars Kl. 9.00 Morgunverður Kl. 9.30 1. Baráttuleiðir kvenna Hugmyndafræði kvennahreyfinga Framsaga: Rannveig Traustadóttir Kvennaflokkar eða baráta kvenna í sósíalískum flokkum Framsaga: Álfheiður Ingadóttir Þverpólísk samvinna Framsaga: Guðrún Helgadóttir Kl. 10.00 Almennar umræður Kl. 11.00 2. Störf kvenna í AB - Kvennafylkingin — Fundaröð í vor Framsaaa: Þuríður Pétursdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir Almennar umræður Ki. 12.00 Matarhlé Kl. 13.00 Starfshópar um ofangreind dagskrármál Kl. 14.15 Skýrslur starfshópa - umræður - af- greiðsla Kl. 15.30 Ráðstefnuslit - Kaffi Kvennastefna er opin ölium konum í Alþýðubandalaginu og öðrum stuöningskonum flokks- ins. Þær sem hafa í huga að taka börn með eru beðnar að taka það fram við þátttökuttlkynningu. Undirbúningsgögn hafa verið send Alþýðubandalagsfélögunum úti á landi. Þátttak- endur úr Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og af Seltjarnarnesi þurfa að nálgast þau á skrifstofunni. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU FYRIR KL. 16.00 í DAG í SÍMA 91-17500. KVENNASTEFNA 9. og 10. mars

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.