Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 15
ÍPRÓTTIR Úrslitakeppnin Spenna - spenna! Valur vann Haukana 80-79 í Hafnarfirði. Þrjú Haukaskot geiguðu á síðustu sekúndum. „Úff, þetta var erfitt,“ sagði Kristján Ágústsson Valsmaður eftir að Valur hafði marið sigur yfir Haukum í fyrsta leik úrslita- keppninnar í körfuknattleik. Hann bætti við: „En við sýndum það að við getum líka unnið leik á síðustu mínútunum. Það var sameiginleg barátta okkar sem skóp þennan sigur og reynslan skilaði sér vel í lokin“. Það voru orð að sönnu því Valsmenn stóðu uppi sem sigurvegarar eftir æs- ispennandi lokamínútur. Loka- staðan var 751-80 fyrir Val eftir að Haukar höfðu haft forystu í hálf- leik 40-37. Haukar byrjuðu leikinn af krafti, með ívar Webster sem bestan mann, og náðu strax for- ystu og eftir 11 mínútur var stað- an orðin 27-11. Haukarnir spil- uðu mjög skemmtilega á þessum kafla, en nú fóru Valsmenn að vakna til lífsins og fóru að síga á. Jón Steingrímsson og Sigurður Bjarnason komu inn á og áttu báðir stórleik það sem eftir var. Valsmenn drifnir áfram af bar- áttu Jóns og Sigga, söxuðu smám saman á forskot Hauka og þegar rúm mínúta var til leikhlés höfðu þeir komist yfir, 34-37. Henning Henningsson skoraði síðan 6 síð- ustu stigin í hálfleiknum fyrir Þór vann ÍA Þór vann ÍA 27:18 í 1. deild kvenna f handknattleik á Akur- eyri í gærkvöldi. Staðan var 16:7 í hléi. Þórunn Sigurðardóttir gerði 10 mörk fyrir Þór og Inga Huld Pálsdóttir 5 en Ágústa Friðriks- dóttir 5 og Laufey Sigurðardóttir 4 fyrir ÍA. Þar með er nánast ör- uggt að ÍA fellur f 2. deild ásamt ÍBV. -K&H/Akureyri Hauka og staðan í leikhléi 40-37. Síðari hálfleikurinn var allur æsispennandi og leikurinn í jám- um allan hálfleikinn. Valsmenn jafna 44-44 og síðan er jafnt á annarri hverri tölu frá 50-50 til 64-64, um miðjan hálfleikinn. Haukar náðu þá forystunni að nýju og þegar 5 mín. vom eftir vom þeir 5 stigum yfir, 73-68. Jón Steingríms skoraði þá 4 stig, en Pálmar Sigurðsson svaraði með 4 stigum fyrir Hauka. Krist- ján og Leifur Gústafsson minnka muninn aftur í 1 stig, 77-76, en þá gerir Torfi Magnússon sér lítið fyrir og ver skot frá ívari og skoraði úr hraðaupphlaupi sem fylgdi. Pálmar kom Haukum aft- ur yfir með 2 vítaskotum sem rötuðu rétta leið. Staðan 79-78 og 1 mín. og 50 sek. eftir. Þann tíma sem eftir lifði var æsingurinn í hámarki, bæði hjá leikmönnum og þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu í Hafnarfjörð. Vals- mönnum mistókst sókn, þá var komið að Haukum, en þeir gerðu ekki betur þó þeir fengju tvö tæk- ifæri, fyrst ívar og síðan Pálmar áður en Valur náði boltanum. Valsmenn notuðu sóknina vel og þegar 24 sek. voru eftir skoraði Torfi. Allt var að verða vitlaust. Pálmar gaf á ívar, hann hitti ekki, Henning skaut en hitti ekki, Ivar náði frákastinu og hitti ekki. Við það gall bjallan og Valsmenn stigu stríðsdans á gólfinu, höfðu sigrað 79-80. Leikurinn var stórskemmti- legur og í heild vel leikinn þrátt fyrir sveiflur í fyrri hálfleik. Vals- liðið var mjög jafnt og samstillt í þessum leik, þó með þá Jón og Sigurð besta, en hinir skiluðu all- ir sínu með sóma. ívar Webster var bestur Haukanna í þessum leik, hitti mun betur en oft áður og tók hátt í 30 fráköst. Pálmar var einnig mjög góður, en náði sér ekki á strik í stigaskorun fyrr en í síðari hálfleik. Aðrir skiluðu einnig góðum leik. Það sást í þessum leik að allt getur gerst í næsta leik og þó Kristján Valsari hafi sagt: „Það verða ekki 3 leikir, við vinnum þá í Höllinni“, þá er það ekki sjálf- gefið og Haukar eru þekktir fyrir annað en að leggja árar í bát. Stigin: Haukar: Ivar 22, Pálmar 19, Henning 12, Hálfdán Markússon 10, Ólafur Rafnsson 8, Kristinn Kristinsson 7 og Reynir Kristjánsson 1. Valur: Jón 20, Torfi 16, Kristján 16, Sig- urður 12, Tómas Holton 7, Leifur Gústafs. 7 og Einar Ólafsson 2. Jóhann Dagur og Rob Iliffe dæmdu ágætlega. -gsm Handbolti Jafntefli í HK og Fram gerðu jafntefli í hörkuspennandi leik, 26-26, í topp- baróttu 2. deildar karla í gærkvöldi. Leikið var í Digranesi og fjölmargir áhorfendur sáu Björn Björnsson jafha fyrir HK úr vítakasti sem Ragn- ar Ólafsson fiskaði 10 sekúndum fyrir leikslok. Staðan í hálfleik var 9-8 fyrir HK en markvarsla Óskars Friðbjörns- Kópavogi sonar í Frammarkinu f fyrri hálfleik var undraverð. Björn skoraði 9 mörk fyrir HK og Ársæll Snorrason 4. Egill Jóhannsson skoraði 4 mörk fyrir Fram, Agnar Sigurðsson, Óskar Þor- steinsson, Hermann Björnsson og Dagur Jónasson 3 hver. Fyrir úrslit- akeppnina er því Fram með 24 stig, KA 22, HK 20 og Haukar 14 stig. -VS Evrópuleikirnir Gray gulls ígildi! Skoraði þrennu í seinni hálfleik gegn Sittard. Tottenham lá heima. Nicol jafnaði í Vín. Eitt mark á Old Trafford. Andy Gray, sá litrflri miðherji Everton, er þekktur fyrir allt annað en að hlífa sjálfum sér. Einhver baráttuglaðasti og djarf- asti sóknarmaður sem uppi hefur verið f ensku knattspyrnunni. Og í gærkvöldi tók hann til sinna ráða þegar Everton átti í baksi með hollenska liðið Fortuna Sitt- ard á heimavelli í Evrópukeppni bikarhafa. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum, en strax á annarri mínútu eftir hlé skoraði Gray, 1- 0. Hann lét ekki þar við sitja, tvö mörk á tveimur mínútum þegar korter var til leiksloka, bæði skoruð af grimmd og harðfylgi eins og það fyrsta, tryggðu Evert- on stórsigur, 3-0, og nánast ör- uggt sæti í undanúrslitum keppn- innar. Bayern Munchen frá V.Þýska- landi, Dynamo Dresden frá Austur-Þýskalandi og Dynamo Moskva frá Sovétríkjunum verða að öllum líkindum hin þrjú liðin í undanúrslitunum. Bayern hafði yfirburði gegn Roma frá Ítalíu í Munchen og vann 2-0, Dresden saitaði Rapid Wien frá Austur- ríki, 3-0, og Moskvubúar náðu markalausu jafntefli gegn Larissa í Grikklandi. Nicol bjarg- vœttur Liverpool Steve Nicol skoraði þýðingar- mikið mark fyrir Evrópumeistara Liverpool fjórum mínútum fyrir leikslok í Vín. Liverpool lenti undir gegn Austria, 1-0, þegar Polster skoraði á 23. mínútu og þannig stóð þar til Nicol jafnaði - skallaði í netið í kjölfar auka- spyrnu frá Ronnie Whelan, Paul Walsh hafði skotið í þverslá og þaðan skallaði Nicol í mark. Leikurinn var opinn og skemmti- legur og bæði lið fengu mýmörg færi. Austuríska liðið var sérstak- lega aðgangshart í fyrri hálfleik og var hættulegt allan tímann en Liverpool náði betri tökum á leiknum eftir því sem á leið. Annað í Evrópukeppni meistaraliða fór á þá leið að Ju- ventus fór létt með Spörtu frá Prag, 3-0, á Ítalíu. Sovésku meistararnir Dnjepr náðu góðu jafntefli gegn Bordeaux í Frakk- landi, 1-1, og Gautaborg beið lægri hlut á heimavelli gegn Pan- athinaikos, grísku meisturunum, 0-1. Sterkar líkur eru því á að Liverpool, Juventus, Panathina- ikos og Dnjepr leiki í undanúr- slitunum. Fyrsta heimatap Tottenham í Evrópu- keppni Handhafar UEFA-bikarsins, Tottenham, eiga litla möguleika á að verja titil sinn eftir óvænt tap á heimavelli gegn hinu fræga spænska félagi Real Madrid, 0-1. Það var Real sem sótti nánast all- an fyrri hálfleikinn og uppskar mark á 15. mínútu. Skot að marki Tottenham og fyrirliði liðsins, Steve Perryman, varð fyrir því óláni að breyta stefnu knattarins í eigið net. Rétt áður hafði Glenn Hoddle átt skot hárfTnt framhjá marki Real. Tottenham sótti sig i seinni hálfleik, Tony Galvin skoraði á 56. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu og margir voru á því að vítaspyrna befði verið höfð af Lundúnalið- inu rétt á eftir. Klukkan tifaði, örvæntingarfullar sóknartil- raunir Tottenham runnu útí sandinn ein af annarri og loks var flautað til leiksloka - Tottenham hafði tapað heimaleik í Evrópu- keppni í fyrsta skipti. Manchester United á heldur meiri von í UEFA-bikarnum, en 1-0 heimasigur gegn hinu marks- ækna liði Videoton frá Ungverja- landi er matarlítið veganesti fyrir seinni leikinn. Man.Utd pressaði stíft allan leikinn og Gary Bailey þurfti ekki að verja skot. Mark Hughes skoraði á 15. mínútu en reyndist rangstæður. Frank Stap- leton fór illa með gott færi á 51. mín. en bætti það upp á 61. mín. þegar hann skallaði í mark Ung- verjanna eftir fyrirgjöf frá Gor- don Strachan. Man.Utd reyndi árangurslaust að bæta við mörk- um, Hughes, Strachan og Stap- leton voru allir nálægt því en 1-0 urðu lokatölurnar. í hinum tveimur viðureignun- um í UEFA-bikarnum stefnir líka í tvísýna síðari leiki eftir hálf- an mánuð. Inter Milano fékk Köln í heimsókn og náði að sigra, 1-0, en erfitt verður að halda því í .Köln. Zeljeznicar náði að leggja Dinamo Minsk frá Sovétríkjun- um að velli, 2-0, í Júgóslavíu og stendur því ágætlega að víti. -VS Ivar Webster, landsliðsmaðurinn ris- avaxni f Haukaliðinu, ver skot frá Valsmanninum Leifi Gústafssyni með tilþrifum. Valsmenn höfðu þó betur þegar upp var staðið. Mynd: E.ÓI. England Norwich á Wembley West Ham malaði Wim- bledon Jafnt í Watford Norwich City er komið í úrslit enska Mjólkurbikarsins í knatt- spyrnu og mætir Sunderland á Wembley siðar í þessum mánuði. Norwich vann sætan sigur á erk- ifjendunum og nágrönnunum, Ipswich, 2:0, á Carrow Road í Norwich í gærkvöldi. Ipswich vann fyrri leik liðanna í undanúr- slitunum, 1:0. Það var varnar- maðurinn Steve Bruce sem skoraði síðara mark Norwich, markið sem réð úrslitum. West Ham batt enda á sigur- göngu Wimbledon í FA- bikarnum, vann leik liðanna á Upton Park 5:1 og er komið í 8- liða úrslitin. Wimbledon skoraði þó fyrsta markið og markaflóð West Ham kom seint í leiknum. Watford og Luton gerðu jafntefli öðru sinni, 2:2, og verða að leika í þriðja sinn á laugardaginn. - VS ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.