Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.03.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. uðmnuiNN Fimmtudagur 7. mars 1985 55. tölublað 50. órgangur Norðurlandaráð Norræn apartheidstefna? Albert Guðmundsson: Norræni þróunarsjóðurinn fyrir Vestursvæðið er dæmi um apartheidstefnu hinna Norður- landanna gagnvart íslandi, Fær- eyjum og Grænlandi, sagði Al- bert Guðmundsson fjármálaráð- herra í samtali við Þjóðviljann í kjallara Þjóðleikhússins í fyrra- dag. Hugmyndin að umræddum sjóði er komin frá ráðherranefnd Norðurlandaráðs sem leggur hana fyrir þingið sem tillögu sína. Tillagan var unnin af efnahags- nefnd ráðsins, en í henni eiga meðal annars sæti þeir Ólafur G. Þeir bókuðu ekki Einarsson og Páll Pétursson. Er gert ráð fyrir að afborganir af lán- um íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga hjá Norræna fjár- festingabankanum renni í um- ræddan sjóð, sem síðan verði not- aður til að efla og auka fjöl- breytni í atvinnulífi í sömu einusinni mótmœli mín löndum. Albert Guðmundsson sagði í samtali við Þjóðviljann að hann hefði mótmælt stofnun sjóðsins við ráðherranefndina, en mót- mæli sín hefðu ekki einu sinni verið bókuð. Sagðist hann þá hafa mótmælt þeirri málsmeð- ferð jafnframt. Albert sagði að umræddur þróunarsjóður fyrir Vestursvæðið væri aðferð hinna Norðurlandanna til þess að losa sig við Færeyjar, Grænland og ís- land úr norrænu efnahagssam- starfi. ólg. Aðalsteinn Ólafsson sjómaður Skipið er líftaug bæjarins Þori ekki að hugsa þá hugsun til enda að skipið verði selt burt Atvinnulíf Húsavíkur byggist að mestu upp á sjávarútvegi og ef kippa á burtu því skipi, sem Borgin Hlaðbær færbrúna Á borgarráðsfundi á þriðjudag var samþykkt tillaga Innkaupa- stofnunar Reykjavíkur um að taka tilboði Hlaðbæjar hf. í brúna á Bústaðavegi yfir Kringlumýrar- braut. Útboðið var lokað og sent fimm fyrirtækjum. Tilboð Hlað- bæjar var rúmar 32 milljónir en kostnaðaráætlun hönnuða rúmar 39 milljónir. Einnig buðu ístak hf., Árni Jóhannsson, Hagvirki hf. og Byggðaverk hf. Gengið verður til samninga við fyrirtækið Skandinavisk Spænd- beton um uppspennustál í brúna. - m kemur með 40% aflans að landi, þá geta auðvitað allir séð hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Og ég skal játa, að ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað gerist hér ef við missum skipið, sagði Aðalsteinn Ólafsson netamaður á Kolbeinsey. Hann sagðist þess fullviss að fólksflótti úr bænum hæfist ef Kolbeinsey verður seld burt, hjá því yrði ekki komist vegna þess að við blasti atvinnuleysi fjölda fólks. Aðalsteinn er fæddur og uppalinn á Húsavík. Aðspurður hvað hann myndi gera ef skipið yrði selt sagðist hann ekki geta svarað því á þessari stundu. Sjálf- sagt yrði mjög erfitt að fá at- vinnu. Atvinnuástandið um þess- ar mundir væri ekki sérlega gott hvað þá ef sjálf líftaug atvinnu- lífsins, Kolbeinsey, færi. Aðalsteinn sagði það versta við málð um þessar mundir væri óvissan, menn vita ekki hvort skipið verður eða fer og fólk get- ur engar framtíðaráætlanir gert, allt veltur á því hvað verður um skipið. -S.dór Aðalsteinn Ólafsson: Óvissan er verst 8. mars Gegn launastefnu stjómarinnar Svava Guðmundsdóttir: Á baráttudegi kvenna hljótum við að setja mikilvœg- ustu baráttumál kvenna á oddinn. 8. mars-fundurinn er í Félagsstofnun stúdenta annað kvöld Á baráttudgi kvenna 8. mars hljótum við að setja mikilvægustu baráttumál kvenna á oddinn, sagði Svava Guðmundsdóttir, Kvennafylkingunni, við Þjóðvilj- ann um fundahöld kvenna á morgun og ágreining um þau. - Þau samtök sem standa að fund- inum í Félagsstofnun annað kvöld telja að nú sé mikilvægast fyrir konur að berjast fyrir kjörum sínum, og kjarabarátta dagsins í dag hlýtur að bcinast gegn launastefnu ríkisstjórnarinnar. Þá baráttu sctjum við á oddinn á fundinum, - en um það hefði aldrei náðst samstaða við íhalds- söm öfl innan ’85-nefndarinnar. Þau styðja einmitt ríkisstjórnina og launastefnu henar, sagði Svava. 8. mars-fundinn í Félagsstofn- un halda Samtök kvenna á vinn- umarkaði, Kvennaframboðið, Kvennafylkingin (AB) og Kvennalistinn. Á fundinum kemur m.a. fram Gladys Baez frá Nicaragua. Þeg- ar reynt var að sameina fundina tvo sem haldnir verða á morgun strandaði einmitt á ávarpi hinnar síðastnefndu. - Það hefur verið reynt að gera lítið úr þessum ágreiningi í blaða- greinum meðal annars, sagði Svava og talað í niðrandi tón um Gladys Baez. Gladys er merki- legur brautryðjandi og frum- kvöðull í kvennahreyfingu í Niac- aragua, fyrsta konan sem gengur í sandinistahreyfinguna. í Nicar- agua hefur orðið bylting undir forystu sandínista og kvenna- hreyfingin þar hefur eflst geysi- lega. - Við teljum að þegar þessi kona er stödd hér 8. mars sé sjálf sagt að biðja hana að ávarpa fund kvenna. Það er mikilvægt, - með því styðjum við þessa ávinninga og baráttuna gegn því að þeir verði brotnir á bak aftur með hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. í þessu máli kristallaðist einfald- lega sá ágreiningur sem er fyrir hendi milli róttækrar kvenna- hreyfingar og annarra kvenna- samtaka. - Við höfum með þessum fundi í Félagsstofnun sett á oddinn ýmis kjaramál kvenna. Við leggjum áherslu á að konur beiti sér gegn tvöfalda kerfinu og bónusnum sem koma illa niður á konum, við berjumst fyrir dýrtíð- arbótum í samningum, og við leggjum áherslu á að konur verði virkar í baráttu fyrir bættum kjörum. Þær eru langfjölmenn- astar í lægstu launaflokkunum. Svava Guðmundsdóttir: Konur verði virkar í kjarabaráttunni. Mynd: EÓI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.