Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 11
Elsa, leikin af Ragnheiði Amardóttur í Skammdegi. María Sigurðardóttir og Hallmar Sigurðsson í hlutverkum Unnar og Magnúsar ( Skammdegi. „Islendingar eru manna skemmtilegastir" Árið 1944, tæpu misseri eftir að íslendingar kvöddu frændur sína Dani á Þingvöllum með miklum virktum, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík, drengstauli sem var síðar vatni ausinn og nefndur Þráinn. í Reykjavík var hann fyrstu árin en fluttist síðan með föður sínum að Arnarfeili í Þingvallasveit þar sem þeir feðgarnir bjuggu þar til drengurinn var kominn á áttunda árið. Bertel Sigurgeirsson faðir drengsins var trésmiður og gerði mikið af því að reisa hinar að- skiljanlegustu byggingar fyrir bændur. Fylgdi drengurinn hon- um jafnan á þeim óhjákvæmilegu ferðalögum og fjarvistum frá heimili í Reykjavík sem slíku starfi fylgir. Þráinn Bertelsson ólst að öðru leyti upp í bakhúsi við Laugaveg- inn og er nú aftur sestur að í hverfinu eftir langar reisur og sumar strangar um lönd og álfur. „Maður er langsterkastur á heimavelli; sjáðu bara lands- leikinn við Júgóslavana um dag- inn“, segir hann og hlær. Þráinn nam kvikmyndastjórn við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Hann hefur ásamt starfsfólki sínu gert þrjár leiknar kvikmyndir síðan hann kom heim frá námi og er nú að ljúka við þá fjórðu - auk þátta og áramóta- skaups fyrir Sjónvarpið og mynd- imar um Snorra Sturluson. Um námið og aðdragandann að því segir Þráinn: „Þegar ég tók stúdentspróf sendi ég umsóknir til allra kvik- myndaskóla sem ég vissf' um í heiminum. Loks fékk ég jákvætt svar frá skóla austan tjalds. Ég var eiginlega búinnað láta niður í töskurnar þegar ég fékk annað bréf frá þeim, þar sem þeir sögðu mér hvað þeir vildu fá marga dollara í skólagjöld á mánuði. Að því upplýstu var ekki um annað að gera en taka upp úr töskunum aftur og fara að vinna, því að þá eins og nú fór heldur lítið fyrir dollurum í pyngjunni. Löngu seinna komst ég svo fyrir sam- bland af tilviljun og heppni á það margfræga Dramatiska Institut í Stokkhólmi, þar sem mér var tekið með kostum og kynjum. Og ég get víst seint launað Svíum þann greiða að skaffa mér ókeypis skólavist í fokdýrum skóla og námsstyrk að auki. Þeg- ar ég kom svo heim fór ég að vinna hjá Sjónvarpinu, mest fyrir tilstilli Jóns Þórarinssonar tón- skálds sem þá var dagskrár- stjóri.“ „Af hverju kvikmyndagerð á íslandi? Er ekki hægt að fá nóg af bíómyndum um allan heim fyrir lítið?“ „Ég óx upp þegar myndefnið var að sigra Island. Fór í bíó hve- nær sem færi gafst og seinna meir fylgdist ég með kanasjónvarpinu af lífi og sál. Alltaf var maður að spekúlera í því, hvað það væri nú gaman ef blessað fólkið í mynd- unum færi að tala íslensku - eða maður fengi að sjá kvikmynd úr umhverfi sem maður þekkti. Ég man ekki eftir öðrum íslenskum myndum frá þessum árum en Síð- asta bænum í dalnum og Reykja- víkurævintýrum Bakkabræðra eftir Óskar Gíslason, þann ágæta brautryðjanda. Þessi ævintýri á hvíta tjaldinu heilluðu mig svo að mig langaði til að verða kvik- myndagerðarmaður. Ég fór krókaleið að því marki, fór í blað- amennsku, skrifaði bækur og starfaði sem kennari, en alltaf lifði ég í voninni um að fá að beina myndavél að íslensku um- hverfi. Ég var svo heppin að sú von hefur orðið að veruleika." Skammdegi „Og nú megum við vænta nýrr- ar myndar. Um hvað er hún?“ „í stórum dráttum snýst sagan um að á afskekktum bæ vestur í Amarfirði búa þrjú systkin og búa engu myndarbúi. Athafna- menn í Reykjavík hafa fengið augastað á kotinu og hafa hug á að koma þar upp nútímabúgrein sem heitir laxeldi. Þarna er jarð- hiti og lítill fjörður sem hægt er að nota sem hafbeitarstöð, svo að aðstæður eru góðar fyrir þá sem hafa peninga til að nýta þær. Hins vegar fylgir sá böggull skammrifi að systkinin taka ekki í mál að selja jörðina og flytja burt. At- hafnamennirnir eru því heldur ráðalitlir þar til í ljós kemur að systkinin eiga ekki jörðina nema að hálfu leyti. Hinn helminginn á mágkona þeirra, búsett í Þýska- landi, áður gift bróður þeirra, sem nú er látinn. Þessi stúlka er svo fengin til að koma til lands- ins. Henni er að sjálfsögðu mikið í mun að koma sínum hluta í pen- inga. Þegar hún kemur á staðinn með þann ásetning að koma systkinunum af jörðinni fara ýmsir hlutir að gerast". „Dularfullir hlutir?“ „Já, það fer ýmislegt af stað, eins og getur gerst þegar sterkar tilfinningar leysast úr læðingi í skammdegismyrkrinu". „Varla flokkast hún undir gamanmyndahugtakið?“ „Nei. Ætli myndirnar mínar lýsi ekki minni eigin skapgerð. Og ég er stundum í skapi til að gera að gamni mínu og stundum ekki. Allavega er þessi mynd ekki hugsuð sem gamanmynd af minni hálfu.“ „Ertu að boða mönnum ný sannindi?“ „Ég er að velta fyrir mér fólki sem býr utan við alfaraleið. Hvernig bregst það við þegar um- heimurinn sækir að því? Hvað gerist þegar utanaðkomandi öfl vilja ná tangarhaldi á svona smá- veröld með því raski sem því fylg- ir?“ ,4*^ gerðir á sínum tíma fræga mynd um Snorra Sturluson fyrir Sjónvarpið. Þegar þú lítur til baka. Hvað finnst þér um við- tökurnar sem hún fékk“. „Myndin er um Sturlungaöld- ina, en ýmislegt sem gerist í kringum hana gat bent til að við lifðum á Sturlungaöldinni sjálfri. Það vor býsna margir orðnir neikvæðir löngu áður en myndin ar gerð, en svo kom að því að hún var frumsýnd í Danmörku og hún fór ekki sérlega vel í danska gagnrýnendur, enda skildi ég aldrei afhverju Danir voru að taka þátt í að gera mynd um Snorra Sturluson; þeir hafa aldrei heyrt á hann minnst; hins vegar fór myndin vel í Norðmenn að því er mér skilst. En svo veit ég ekki fyrir víst hvernig íslendingum lík- aði myndin. Það er leiðinlegast við sjónvarpið, að maður finnur ekki viðbrögð áhorfandans, gagnstætt því sem gerist með kvikmyndir. Eina heimildin sem maður hefur eru blöðin. „Hefurðu áhuga á að vinna meira fyrir sjónvarp?“ „Ég hef síðan átt þátt í að gera Áramótaskaup með Andrési Ind- riðasyni og fleirum. Það fannst mér skemmtilegt. Hins vegar held ég að ég myndi afþakka heiðurinn ef Sjónvarpið bæði mig um að gera „stórmynd" fyrir enga pengina“. „Og svo komu þeir eldhressu tvíburar Jón Oddur og Jón Bjarni.“ „Við stofnuðum fyrirtækið Norðan 8 nokkrar fjölskyldur til að gera mynd eftir þessum frá- bæru bókum Guðrúnar Helga- dóttur. Þetta var þegar íslenska kvikmyndavorið var að byrja. Ágúst, Indriði og Jón Hermanns- son voru búnir að gera Land og syni og allir.voru fullir bjartsýni. Ókkur tókst að koma þessum fjölskyldum á gjaldþrotsbarm með Jóni Oddi og Jóni Bjama, þrátt fyrir að myndin fengi frá- bærar viðtökur. Það er núna fyrst sem maður fer að geta strokið um frjálst höfuð vegna þessara tví- bura, þótt smáskuldir séu enn eftir. Góðar viðtökur í útlöndum hjálpuðu lítið upp á fjárhaginn, nema kannski salan til Vestur- þýska sjónvarpsins. Útlendingar hafa ekki síður en íslendingar gaman af þessari mynd og ítalir voru meira að segja svo vinsam- legir að verðlauna hana. Hún hlýtur að vera í hópi þeirra mynda íslenskra sem víðast hafa farið. En það hefur verið lítið upp úr þeim útflutningi að hafa - nema þá óbeint sem auglýsingu fyrir land og þjóð. Og ég vona að Jón Oddur og Jón Bjami standi ekki öðmm íslenskum sendiherr- um az baki.“ „Hvers vegna valdirðu að byrja á barnamynd?“ „Ja, það er von þú spyrjir. Hér er mikill fagurgali um þörf fyrir gott barnaefni, en staðreyndin er sú að barnaefni er ævinlega talið annars flokks vamingur. Ástæð- an fyrir því að ég vildi gera barna- mynd er sú að ég er með slæma samvisku. Ég hét sjálfum mér því þegar ég var lítill að ég skyldi aldrei gleyma því hvernig það er að vera barn. Þetta hef ég ekki efnt nógu vel og er að reyna að bæta fyrir það með því að búa til eitthvað handa börnum, svona öðm hverju þegar sá gállinn er á mér. Mig langar til að mínar myndir snúist um íslenska samtíð og þá skiptir ekki máli hvort þær snúast fremur um börn eða full- orðna.“ Myndir handa íslendingum .„Spakvitrir gagnrýnendur tala um metnaðarfullar myndir. Ger- ir þú slíkar myndir?“ „Ég hef þann metnað að segja sannleikann eins og ég sé hann. Og ég hef þann metnað að reyna fremur að vera fólki til skemmtunar heldur en hitt. Mér er líka metnaðarmál að gera myndir handa fslendingum, því að þjóðleg kvikmyndagerð hlýtur að vera undirstaða þess að við getum einhvern timann gert kvik- myndir sem heiminum þykja merkilegar. Mig langar ekki til að reyna að apa eftir handbragði frægra leikstjóra, né heldur að eltast við tískustefnur frá London, París og Róm.“ „Er innlendi markaðurinn nógu stór?“ „Nei. En við höfum engan ann- an markað, nema þá sem gestir. Ameríkanar eru húsbændur á heimsmarkaðnum. Hins vegar bætir það nokkuð úr skák að undirtektir íslenskra áhorfenda hafa verið frábærar. Það segir kannski meira um hvílík þörf er fyrir íslenska kvikmyndagerðar- menn heldur en við séum svona miklir snillingar. Og nú eru loks komin lög um að söluskattur af kvikmyndasýningum á að ganga til að styrkja kvikmyndagerðina, það getur bætt okkur upp að ein- hverju leyti þennan örsmáa markað. Álþingismenn ákváðu þetta í fyrra, en mér sýnist fjár- Ýmislegt sem gerðist gat bent til þess að við lifðum á Sturlungaöldinni isjálfri. Kvikmyndagerðarmaðurinn, rithöfundurinn, útvarpsmaðurinn, - verðandi flugmaður og kafari, Þráinn Bertelsson. Rœtt við Þráin Bertelsson um hann sjálfan, íslenska kvikmynáagerð og nýja kvikmyná hans, Skammáegi V málaráðherrann taka lítið mark á þeirra vilja eða lagasetningum. Það er sjálfsagt hægt að sýna litl- um körlum eins og kvikmynda- gerðarmönnum allskonar rudda- skap, en kemst ráðherrann upp með að hunsa Alþingi? Einhver bírókrat í fjármálaráðuneytinu sagði reyndar um daginn að fjár- málaráðherra hefði fullan rétt til að skera niður lögbundnar fjár- veitingar. Samt væri það svínari og óvirðing bæði við Alþingi og kvikmyndagerðarmenn. Enda trúi ég ekki öðru en maðurinn taki sönsum. Þetta er íþrótta- maður sem ég tilbað þegar ég var strákur. Það getur ekki verið að maðurinn hegði sér svona ódrengilega utan vallar. Það er heldur ekki eins og það eigi að innheimta peninga hjá einstæð- um mæðrum eða lömuðum og fötluðum; þetta eru peningar sem kvikmyndaáhugamenn leggja fram í hvert skipti sem þeir fara í bíó.“ „Hvernig hefur gengið hjá NYJU LÍFI s.f.?“ „Jú, þakka þér fyrir, það flýtur meðan ekki sekkur. Það má segja að Nýtt líf og Dalalíf hafi skilað hagnaði, sem síðan hefur verið lagður í Skammdegi - og meira til. Ef Skammdegi skilar sér þá höldum við áfram. Annars leggj- um við ekki í fleiri ævintýri.“ „Þið notið ekki smiðaða leik- mynd í jafnríkum mæli og ýmsir aðrir. Hvers vegna?“ „Auralausir kvikmyndagerð- armenn eins og Truffaut og Herz- og og Fassbinder fóru einfaldlega út á götur og torg með myndavél- arnar og fóru að filma mannlífið, sem þeir sem voru lokaðir inni í stúdíóunum voru löngu búnir að gleyma. Af þessu fordæmi höfum við dregið nokkum lærdóm, enda legg ég meira upp úr því að það sé lífskraftur og sál í myndunum mínum heldur en hégómlegt dek- ur við tæknileg atriði. Það er heldur ekki hægt að kaupa nokk- um þann „filter" í kvikmyndavél sem getur falið andleysi. En gáðu að því að ég er ekki að segja að myndir eigi að vera groddalega gerðar. Hroðvirkni er ekki sama og andagift. Aðalatriðið er að umgerðin hæfi efninu. Og efnið er alltaf mikilvægara en umgerð- in.“ „íslendingar eru taldir húm- orslausir þumbarar en þú gerir handa þeim ærslamyndir, að því er virðist með góðum árangri. Eru þeir ekki eins miklir fýlupok- ar og af er látið?“ „Mér þykja íslendingar allra manna skemmtilegastir, og því skemmtilegri sem þeir eru þumb- aralegri. Og allra skemmtilegast þykir mér húmorlaust fólk.“ Með gleðilegu ívafi „Ef þú hefðir fullar hendur fjár og ættir kost á að gera aðra mynd sem mætti kosta hvað sem er. Hvaða mynd vildirðu þá gera?“ „Þetta er nú ljóta spurningin. Það sem sækir mest á mig núna er mynd um tvennskonar afbrota- menn. Annars vegar þá sem sitja á Hrauninu og koma út og lenda á mismunandi löngum fylleríum þangað til þeir eru settir inn aft- ur; og hins vegar þá afbrotamenn sem hvorki er að finna á Litla- Hrauni né í sakaskránni. Mig langar til að gera mynd þar sem þessar tvær tegundir afbrota- manna leiða saman hesta sína. Gamanmynd. Hún gæti heitið ILLUR FENGUR Þetta gæti orðið sakamálamynd með gleði- legu ívafi, enda eru ýmsir af- brotamenn einhver mestu böm og ljúfmenni sem ég hef komist í kynni við um mína daga. Nú og svo á ég handrit að mynd sem heitir SÁLARLÍF og fjallar um þá félaga Þór og Danna, þeg- ar þeir ganga í lið með sálfræðingi til að bjarga íslenskum Seðla- bankastjóra, sem er að fara yfr- um af því hann er eini maðurinn sem veit að landið er komið á hausinn. Þeir félagar ganga í að bjarga Seðlabankastjóranum og framtíð lands og þjóðar. Það eru líka til handritsdrög um Sölva Helgason, en sú mynd er of stór í sniðum til að ég ráði við hana í dag. Og svo er ég oft að hugsa um það væri gaman að gera kvik- mynd um íslenskan drykkjuskap. Það þarf að líta betur á þennan íslenska hetju- eða flottræf- ilsmóral kringum brennivínið." „Hugsarðu þér að færa mönnum boðskap í slíkri mynd?“ „Boðskapur hennar yrði senni- lega sá að ef mönnum verður ekki gott af brennivíni líkamlega, and- lega, fjárhagslega eða félagsiega - þá ættu þeir að láta ógert að drekka það. En söguefnin eru heillandi.“ „Ertu hættur að skrifa bækur eða spjalla við fólk í útvarpi?“ „Nei, ég er vonandi rétt að byrja. Ef mér endist líf og heilsa þá vonast ég til að geta skemmt mér við að skrifa margar bækur, og hvað útvarpsþættina áhrærir þá hef ég sjaldan haft jafngaman af neinu sem ég hef tekið mér fyrir hendur eins og að spjalla við fólk í þessum sunnudagsþáttum mínum. Viðbrögð hlustenda voru með ólíkindum vinsamleg og útvarpið er afarskemmtilegur miðill. Það er eins og kvikmynda- gerð án alls umstangs. Maður þarf ekki annað en segja hlutina og þá eru þeir orðnir að veruleika í útvarpinu - en í kvikmynda- gerðinni er eintómt basl. Von- andi sleppa þeir mér að hljóð- nema einhvern tímann í sumar.“ „Hefur maður sem gerir kvik- myndir, skrifar bækur og talar í útvarp nokkrar einustu tóm- stundir?“ „Ég hef í rauninni það fyrir at- vinnu sem aðrir hafa fyrir tóm- stundagaman, en auðvitað á ég tómstundir líka. Ég skemmti mér við að elda mat og svo er ég ómögulegur maður ef ég hef ekk- ert að lesa. Utan heimilis geri ég mér það helst til gamans að reyna að læra að fljúga, og svo langar mig til að læra köfun til að komast að því hvemig lífið er þarna niðri. Ég er meira að segja búinn að fá mér kút til að hafa á bakinu - því að annars drukknar maður víst! Og í sumar ætla ég að renna fyrir silung með syni mínum. Blessað- ur skrifaðu það í blaðið, þá sér hann að það er alveg pottþétt. Því að það er engin vitleysa sem stendur á prenti.“ „Og að lokum?“ „Það er þetta með kvikmynda- gerðina, sjáðu til. Kvikmynd er einskis eins manns verk. Það get- ur vel verið að það beri mest á leikstjórunum, en ef íslenskar kvikmyndir eiga eitthvert hrós skilið þá má ekki gleyma því að það er stór hópur sem má skipta því með sér, leikarar og tæknilið og aðrir. Og hvað mér sjálfum viðkemur þá hef ég verið svo heppinn að fá að starfa með góðu fólki. Vonandi fáum við að starfa meira saman í framtíðinni.“ hágé.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.