Þjóðviljinn - 10.03.1985, Síða 16

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Síða 16
LEPARAOPNA Mývatn UM HVAÐ ER DEILT? Dæluprammi Kísiliðjunnar á gúrgeymsluþrónni. Dcilur þær, er hófust með vinnsluleyfisveitingu iðnaðarráð- herra til handa Kísiliðjunni við Mývatn til 15 ára með skilyrðum, standa enn og mun sennilega langur tími líða þar til þær verða settar niður. Um margt er deilt f þessu sambandi, en eitt rís þó uppúr öllu, lífríki Mývatns. Er það þegar komið í hættu, hafa verið framkvæmdar nægar rann- sóknir við vatnið eða þarf ítar- legri rannsóknir, vilja menn tefia á tvær hættur við rekstur Kísil- iðjunnar varðandi lífrfki vatnsins, hversu dýru verði vilja menn kaupa tímabundinn rekst- ur hennar, hvað verður um það fólk sem sest hefur að í Reykja- hlfð þegar Kísiliðjan hættir störf- um?, en það gerir hún þegar kfsil- gúr vatnsins er uppurinn eða jafnvel fyrr. Með þessar spurningar í huga fóru tíðindamenn Þjóðviljans í Mývatnssveit og spurðu fólk. álits. Farið var í Kísiliðjuna og starfsmenn þar spurðir og einnig var farið suður fyrir vatnið, þar sem andstaðan gegn kísilgúr- vinnslunni hefur verið hvað hörö- ust og meirihluti íbúa skrifað undir þá kröfu að farið verði að tillögum Náttúruverndarráðs að vinnsluleyfi Kísiliðjunnar í Mý- vatni verði ekki veitt til lengri tíma en 5 ára og að rannsóknir verði stórefldar. Fyrir utanaðkomandi mann virðist ágreiningur manna í Mý- vatnssveit um þetta mál vera sá að fólk sunnan vatnsins vill láta þær rannsóknir á lífríki vatnsins sem þegar hafa farið fram gilda og stytta vinnsluleyfistímann, en jafnframt láta halda rannsóknum áfram. Þeir sem í Kísiliðjunni starfa vilja aftur á móti láta stórefla rannsóknir í og við vatnið og stöðva vinnsluna komi í ljós að kísilgúrvinnslan skaði lífríki vatnsins, hversu lítið sem það er. Nokkrir Mývetningar telja skil- yrði þau sem iðnaðarráðherra setti fyrir 15 ára vinnsluleyfi fullnægjandi en miklu fleiri telja þau svo götótt að þau séu nánast einskis virði. Allir eru sammála um stórauknar rannsóknir. Niðurstaðan verður því sú að ágreiningurinn sé ekki svo ýkja mikill þegar allt kemur til alls. Sumir, sem rætt var við, bentu á að í raun snerist deilan um allt annað en Kísiliðjuna beint. Hér væri um að ræða valdabaráttu og breytt valdahlutföll í hreppnum. Hér áður réðu íbúar sunnan vatnsins öllu í hreppsnefnd, þar sem íbúar þar voru miklu fleiri en norðan megin. Með tilkomu Kís- iliðjunnar fjölgaði íbúum í Mý- vatnssveit mikið og það fólk sett- ist að norðan megin. Hér áður höfðu sunnanmenn 3 á móti 2 norðanmanna í hreppsnefnd, en nú hefur þetta snúist við. Sjálf- sagt á þetta sinn þátt í deilunni, en fjarrilagi að það ráði öllu. Menn bentu einnig á að lífríkið í Syðri flóanum væri mun fjöl- skrúðugra og því viðkvæmara en í Ytri flóa og að það væri þetta mikla og viðkvæma lífríki sem sunnan menn bera fyrir brjósti og eflaust er það rétt. Það gera raun- ar norðanmenn líka því allir eru sammála um að ekki komi til greina að kaupa starfsemi Kísil- iðjunnar því verði að einhver röskun verði á lífríki vatnsins. En lítum á það sem viðmælendur okkar sögðu. - S.dór. Viðtöl við fleiri aðila um þetta mál munu verða birt í Þjóðvilj- anum eftir helgina. Arngrímur Geirsson Undirbúa þarf stöðvun Kísiliðjunnar Arngrímur Geirsson á Skútu- stöðum sagði: Mitt álit er, að það sem deilt er um er hvað eigi að taka mikla áhættu í þessu máli. Spurninguna um hvort veita á vinnsluleyfi í 5 ár eða 15 ár tel ég ekki vera aðal atriðið, heldur hvað við viljum taka mikla áhættu. Ég þekki engan mann sem vill vinna spjöil á lífríki vatnsins, jafnvel þótt það komi ekki fram í máli manna í hita umræðnanna. Einnig held ég að enginn vilji bregða fæti fyrir starfsemi Kísil- iðjunnar, þetta er þýðingarmikið atvinnfyrirtæki fyrir samfélagið hér. En, vegna þess að allir vita að hún mun aðeins starfa tíma- bundið, þarf að fara að undirbúa endalok hennar og draga úr því höggi sem stöðvun hennar mun veita. Við hérí Skútustaðahreppi erum ekki einfær um að leysa það mál, til þess þurfum við aðstoð. Við vorum ekki spurð þegar verksmiðjan var sett hér niður og því hvílir skylda á ríkisvaldinu að Íeysa vandann með okkur. Ég álít að það taki ekki minna en 12 til 15 ár að undirbúa þann dag þegar verksmiðjan stoppar og hefja þarf undirbúning að því sem þá tekur við. Spyrja þarf og athuga hvað hún getur verið hér lengst án þess að nokkur áhætta sé tekin og ég held að enginn vilji taka áhættu í þessu máli. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið og niðurstöðum þeirra segist Náttúruverndarráð geta sagt strax að vissir hlutir komi ekki til greina. Árni Einars- son fullyrðir að ákveðnir þættir varðandi fuglalífið séu hættulegir og ekki þurfi að rannsaka þá þætti frekar. Þess vegna legg ég áherslu á að fara að undirbúa þann dag þegar verksmiðjan stöðvast, hvort heldur það verður vegna hættu á röskun á lífríkinu ellegar þegar gúrinn í vatninu er uppurinn. Því miður er vinnsluleyfi það sem iðnaðarráðherra var að gefa út þannig að hann hefur enga möguleika til að stöðva verk- smiðjuna hvað sem uppá kemur, nema að íslenska ríkið verði bótaskylt. Það er þannig orðað að iðnaðarráðherra getur ekkert gert fyrr en slys hefur átt sér stað og það stórslys. Því miður er þetta svona klaufalegt og ég er hræddur við þetta. - S.dór. Mývatn- Mývatn hefur veriö kallaö drottning íslenskra vatna og það eru orð aö sönnu. Lífauðgi vatnsins og næsta nágrennis, einkum ótrúlegt fuglalíf þar sem sjaldgæfar andategundir ber hæst, hafa sent orðspor þess um alla veröld. Úr fjarlægum heimsálfum koma vísindamenn og ferðafólk til að kynnast af eigin raun undrum Mývatns og Laxársvæðisins, sem af mörgum er talið eitt merkilegasta og dýrmætasta vatna- svæðið í þessum hluta veraldar. Kísilgúr er að finna í setlögum á vatnsbotnin- um og um hartnær 20 ára skeið hefur verið starfrækt kísilgúrnám við vatnið. Kísiliðjan hefur verið mikilvæg lyftistöng fyrir atvinnulíf svæðis- ins, en frá fyrstu tíð hafa bæði lærðir og leikir haft uppi varnaðarorð í tengslum við kísilgúr- námið og spurt, hvort gúrvinnslan af botninum samræmist yfirlýstum markmiðum heima- manna og stjórnvalda um varðveislu hins við- kvæma og dýrmæta lífríkis Mývatns. Nú hafa kviknað allharðar deilur um gúrtökuna í tengslum við umsókn Kísiliðjunnar um leyfi til áframhaldandi kísilgúrvinnslu af vatnsbotnin- um. Tvenns konar sjónarmið takast á: Annars vegar hafa vísindamenn varað stranglega við því að leyfi til áframhaldandi kísil- töku verði veitt nema á undan fari nákvæmar LEjÐARI dýrasta rannsóknir til að skera úr um áhrif vinnslunnar á lífríki Mývatns. Af þeim sökum hafa þeir einung- is viljað veita leyfi til skamms tíma uns búið er að gera þær rannsóknir sem þeir telja nauðsyn- legar. Náttúruverndarráð er auðvitað sömu skoðunar og þeir, og virðist samkvæmt lögum sem sett voru um varðveislu svæðisins hafa úrskurðarrétt um heimild til áframhaldandi kísil- gúrvinnslu. Þennan rétt notfærði ráðið sértil að mæla með því að heimildin yrði veitt til ein- ungis fimm ára. Að því loknu yrði framlenging tekin til endurskoðunar í Ijósi rannsókna sem þá hefðu farið fram. Hins vegar eru svo þeir, sem vilja framlengja leyfið til Kísiliðjunnar um mun lengri tíma, allt til ársins 2001, og telja að lífríki Mývatns sé ekki hætta búin af. Þeir benda meðal annars á, að án Kísiliðjunnar yrði mjög erfitt að halda uppi því atvinnustigi sem er í byggðinni í dag. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, hefur tvístigið nokkuð í málinu en ákvað þó að lokum að styðja þetta sjónarmið og veitti vinnsluieyfi til næstu 15 ára. Þetta er gert í trássi við gildandi lög sem virðast gefa Náttúruverndarráði úrskurðarrétt- inn eins og fyrr segir, enda mun ráðið hafa afráðið að leita til dómstóla til að ógilda ákvörð- un Sverris. djósnið? Þrátt fyrir að uppi séu mismunandi skoðanir, þá er Ijóst af þeim viðtölum sem birt eru í Þjóð- viljanum í dag, að heimamenn eru allir á því máli, að ekki komi til greina að skerða lífríki Mývatns þó þá greini hinsvegar á um, hversu mikla vinnslu vatnið þoli. Af svörum þeirra er líka Ijóst, að menn gera sér grein fyrir því að kísilgúrinn á botni Mývatns er ekki endalaus: fyrr eða síðar þarf að loka Kísiliðjunni og huga að annars konar atvinnu í staðinn. Afstaða Þjóðviljans í þessu máli er afdráttar- laus: Lífríki Mývatns er of mikilvægt til að það megi leggja í hættu. Það er auðvitað sjálfsagt að nýta þau auðævi sem leynast á botni Mývatns eftir því sem kostur er á, þó því aðeins að lífríkið í vatninu raskist ekki. Vísindamönnum ber sam- an um, að enn hafi vinnslan ekki leitt til vist- spjalla á vatninu. En til að hægt sé að skera úr um hversu mikla vinnslu vatnið þolir í viðbót þarf einfaldlega talsvert miklu meiri rannsóknir, áður en hægt er að gefa leyfi til langframa vinnslu. Komi fram merki um að kísilgúrnámið leggi lífríki Mývatns í hættu, þá verður verksmiðjan að víkja. Mývatn er eitt dýrasta djásnið í náttúru ís- lands og það verður að vernda af öllum mætti. ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.