Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 19
SKÁK Norrœn skólaskák Islendingar hlutu tvenn gullverðlaun Einstaklingskeppni í norrænni skólaskák 1985 fór fram í Ha- derslev á Jótlandi dagana 15.-18. febrúar sl. íslendingar sendu 10 skákmenn á mótið til þátttöku í 5 flokkum. Hver flokkur var skip- aður 10 skákmönnum; þ.e.a.s. hver Norðurlandaþjóðanna fimm sendi 2 fulltrúa í hvem flokk. Okkar menn voru valdir með hliðsjón af Eló-skákstigum; tveir stigahæstu í sínum aldursflokki fengu rétt til að keppa á þessu móti. Eftirtaldir urðu fyrir val- inu: A-flokkur (17-20 ára): Halldór G. Einarsson og Lárus Jóhannesson. B-flokkur (15-16 ára): Þröstur Þórhallsson og Davíð Olafsson. C-flokkur (13-14 ára): Arnaldur Loftsson og Magnús P. Örnólfs- son. D-flokkur (11-12 ára): Hannes H. Stefánsson og Þröstur Arnason. E-flokkur (10 ára og yngri): Héð- inn Steingrímsson og Magnús Ár- mann. Að þessu sinni hlutu íslending- arnir tvenn gullverðlaun (til sam- anburðar má nefna að í fyrra hlutu þeir þrenn gullverðlaun). Þeir Hannes H. Stefánsson og Héðinn Steingrímsson héldu uppi heiðri landans og sigruðu báðir í sinum flokkum. Þeir tefldu í tveimur yngstu flokkun- um og eiga þeir án efa eftir að taka þátt í þessari keppni oftar. Báðir eru drengirnir mjög efni- legir. Halldór G. Einarsson var að- eins hársbreidd frá sigri í A- flokki. Robert Aström (Svíþjóð) og Halldór urðu efstir og jafnir með 4V2 vinning af 6 mögulegum en Svíinn var úrskurðaður sigur- vegari á stigum. Þess má geta að Halldór hefur nú tekið þrisvar sinnum þátt í þessari keppni og ávallt hafnað í öðru sæti í sínum flokki! Þröstur Þórhallsson, sem tefldi í B-flokki, átti unnið tafl í síðustu umferð en missti það niður í jafn- tefli. Sigur hefði fært honum gullverðlaunin; hann hefði orðið jafn þeim Rikard Winsnes (Sví- þjóð) og Lars Bo Hansen (Dan- mörk) en unnið á stigum. Sannar- lega súrt í broti fyrir Þröst. Úrslit urðu annars þessi: A-flokkur 1. Robert Aström Svíþj. 4V4 af 6 2. Halldór G. Einarsson ísl. 4Vi 3. Finn Pedersen Danm. 'iVi Lárus Jóhannesson hlaut 3'/2 vinning en varð að láta sér lynda 4. sætið á stigum. B-flokkur 1. Rikard Winsnes Svíþj. 4Vi 2. Lars B. Hansen Danm. 4‘/2 3. pröstur Þórhallsson ísl. 4 Davíð Ólafsson hlaut 3 vinninga og 5 sætið. C-flokkur 1. Jan Sörensen Danm. 5 2. Matti Tommiska Finnl. 4 3. Teodor Hellborg Svíþj. y2l Amaldur Loftsson og Magnús P. Ömólfsson hlutu 3/2/ vinning hvor en höfnuðu í 5. og 6. sæti samkvæmt stigaútreikningi. D-flokkur 1. Hannes H. Stefánsson ísl. 5 2. Sölve Lindgard Nor. 4/2/ 3. Þröstur Árnason ísl. 4/2/ E-flokkur 1. Héðinn Steingrímsson ísl. 5 2. Peter Bergsröm Svíþj. 4 3. Nikolaj Lars Palm Danm. 4 4. Magnús Ármann ísl. 4 Eftirfarandi skák var tefld í 3. umferð Hvítt: Halldór G. Einarsson Svart: Bjarne Light (Danmörk) Pirc-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f4 Halldór, sem er mikill sókn- arskámaður, velur hvössustu leiðina. Rólegra er 4. Rf3 Bg7 5. Be2 o.s.frv. 4. - Bg7 5. Rf3 0-0 Algengt er einnig 5. - c5 6. dxc5 Da5 7. Bd3 Dxc5 8. De2 0-0 9. Be3 Da5 og svartur hefur ágætis tafl. 6. Bd3 b6!? Þó svo að þessi leikur sé ekki í „Encyclopedíunni“ þarf hann ekki að vera neitt slæmur. Best er 6. - Rc6 eða 6. - Rbd7 7. e5 Rfd7? Þetta er hins vegar afleikur. Svartur varð að leika 7. - dxe5 8. dxe5 Rd5 o.s.frv. Nú refsar Hall- dór Dananum með snaggaralegri sókn. 8. h4! Bb7 9. h5 e6 Hvítur hótaði 10. e6! 10. hxg6 hxg6 11. Rg5! Rc6 Svartur missir meiri tíma eftir 11. - Bxg2 12. Hh2 Bb7 13. Dg4 12. Dg4 He8 13. Rxf7!! Rífur upp svörtu kóngsstöðuna. 15. - Rcxe5 16. Hh8+! Bxh8 17. Bh6+ Ke7 18. De6+ mát! Að lokum kemur hér ein stutt 5. 0-0 Be7 úr D-flokki: 6. Hel b5 Hvítt: Markus Markula (Finn- 7. Bb3 0-0 landi) 8. c3 d5 Svart: Hannes H. Stefánsson 9. exd5 Rxd5 Kröftug sóknartaflmennska Spænskur leikur (Marshall- 10. Rxe5 Rxe5 hjá Halldóri. Á skákmáli kallast árásin) Hxe5 c6 meðferð sem þessi á andstæð- 1. e4 e5 3. Bb5 a6 q_| ingnum „pökkun“! 2. Rf3 Rc6 4. Ba4 Rf6 12. d4 Bd6 13. He2 Dh4 14. Kfl?? Dxh2 15. He4 Rf6! 16. He3 Bg4 17. f3 Dhl+ 18. Ke2 Dxg2+ -HL m ttiiMi i4ii k | ■ if W: í Wm /<—3; m m b m 'MÆ. m ahab mm, n m m mfr abcdefgh 13. - Kxf7 14. Dxg6+ Kf8 15. f5! Eftir þennan sterka leik er svart- ur varnarlaus. T.d. 15. - exf5 16. Hh8+! Bxh8 17. Bh6+ Ke7 18. Rd5+ mát! ............................. ; Þaðer sama hvernig þú reiknar... Útkoman veröur alttaf sú sama: Þú færð mest fyrir peningana, þegar þú kaupir MAZDA! Til dæmis MAZDA 323 DeLuxe árg. 1985: Hann kostar aðeins kr. 337.900 MEST FYRIR PENINGANA BILABORG HR Smiðshöfða 23 sími 812 99 KJORBOK LANDSBANKANS TENGD VERÐTRYGGINGU ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 VIÐ GEFUM PER GÓÐ RÁÐ Ef þú ert í vafa um hvers konar sparnaðarform hentar þér best skalt þú snúa þér til okkar. Starfsfólk Landsbankans er ávallt reiðubúið að leiðbeina þér og kynna þér fjölbreytta innlánskosti okkar. MeÖ Kjörbókinni leggurþú rvektvib fjátim Ixnn LANDSRANKINN Græddur cr m'vmdur evrir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.