Þjóðviljinn - 16.04.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.04.1985, Blaðsíða 1
Halldór Áskelsson, íþróttamaður Akureyrar 1984, með verðlauna- gripina. Mynd: GSv. V. Þýskaland Útnefning Halldór íþrótta- Akureyrar <\i Halldór Áskelsson, landsliðs- maður í knattspyrnu úr Þór, var kjörinn íþróttamaður ársins á Akureyri 1984 og fór útnefningin fram um helgina. Fimm aðilar greiddu atkvæði í kjörinu, fþróttafréttamenn Þjóðviljans, Dags og Morgunblaðsins á Akur- eyri og tveir aðilar frá IBA. Úrsiit í kjörinu urðu þessi: Halldór Áskelsson, knattspyrna............80 Kári Ellsson, kraftlyftingar.....................76 Nanna Leifsdóttir, skfði.........................65 EriingurKristjánsson.knatts/handk.......49 SvavarÞórGuðmundsson.sund..........28 HaraldurÓlafsson.lyftingar..................24 Þorteifur Ananíasson, handknattl..........23 Jón Kristjánsson, handknattleikur.........12 ÓskarGunnarsson, knattspyrna...........12 Guðrún H. Kristjánsdóttir, skfði................4 HafdísGunnarsdóttir, iþr. (atlaðra...........4 Halldór lék f fyrra með islenska landsliðinu 21 árs og yngri, svo og sína fyrstu tvo A-Iandsleiki, gegn Færeyingum. Þriðja landsleikinn lék hann síðan gegn Kuwait um síðustu mánaðamót. -K&H/Akureyri V-Þýskaland Tveir þjálfarar ís- lendingaliða reknir Knattspyrna Arnesen til Ajax? Frá Emil Björnssyni fréttamanni Þjóðviljans í Danmörku: Danski landsUðsmaðurínn Frank Arnesen vill ólnmr fara til hollenska stórUðsins Ajax og koniast burt frá belgfcku meistaraefnunum Ander- lecht. Nokkur upplausn virðist ríkja hjá Anderlecht þrátt fyrir yfirburði liðsins í belgísku 1. deildinni I vetur og l'aul Van Himst framkvæmdastjóri á greinUega mikia sök þar á. Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýska- landi: Tveir þjálfarar „íslendinga- liða" í Bundesligunni í knatt- spyrnu voru reknir eftir leiki helgarinnar. WUlibert Kremer hjá Diisseldorf fékk pokann sinn eftir ósigurinn i Stuttgart og Al- eksander Ristic þjálfari Braunschweig var rekinn eftir ósigur á heimavelli gegn Leverk- usen á iaugardaginn. Hvorugur þarf þó að ðrvænta, Ristic tekur við Kaiserslautern í vor og Krem- er hefur fengið fjölmörg boð og líkur eru á að hann taki við austurríska félaginu Rapid Wien af Otto Barec - sem er á leið til Stuttgart. Tuttugu marka forysta Sigga! Skoraði 10 afl 7gegn Kiel. Alfreð frábœrgegn Grosswallstadt. Frá Jóni H. Garöarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Sigurður Sveinsson er óstöðv- andi þessa dagana. Hann er kom- inn með 20 marka forskot í keppninni um markahæsta leik- mann Bundesligunnar í hand- knattleik eftir mikla sýningu gegn toppliðinu Kiel um helgina. Siggi skoraði 10 mörk í leiknum, 3 úr vítaköstum, þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð af landsliðs- manninum Schwenker allan tím- ann. Það dugði þó ekki - Lemgo tapaði fyrir liði Jóhanns Inga 17- 21 og eftir leikinn hætti þjálfari Lemgo störfum vegna síæmra samskipta við leikmenn. Sigurður var tekinn í sjón- varpsviðtal eftir leikinn og sagði að hann ætti ekki von á að Lemgo myndi falla úr Bundesligunni. „Mér líkar vel hjá félaginu, það er mikil barátta í liðinu og áhorf- endur styðja vel við bakið á því," sagði Siggi. Verður ísland ekki bráðum heimsmeistari með alla þessa snjöllu leikmenn, var hann þá spurður. „Við reynum að gera okkar besta," svaraði hann. Alfreð Gíslason átti mjög góð- an leik þegar Essen malaði Grosswállstadt 26-15. Hann og Fraatz voru langbestu menn vall- arins, voru báðir teknir úr um- ferð en héldu alltaf áfram að skora. Fraatz gerði 10 mörk og Alfreð 6. Atli Hilmarsson og félagar í Bergkamen unnu góðan sigur á Dankersen seint í fyrrakvöld, 24- 19. Botnliðunum gekk yfirleitt vel og gífurleg spenna er hlaupin í fallbaráttuna. Kiel er efst með 32 stig, Gummersbach hefur 31, Essen 28, Grosswallstadt 23, Dankersen og Schwabing 22, Diisseldorf og Hofweier 21, Berl- in og Lemgo 16, Huttenberg og Massenheim 15, Bergkamen og Hándewitt 14. Essen og Ber- gkamen hafa leikið einum leik minna en hin liðin. Knattspyrna Blikar átta Breiðablik malaði Haukana 8:1 f Litlu hikarkeppniimi í knattspyrnu á VaUargerðisveUinum f Kópavogi á laugardaginn. Ólafur Björnsson 2, Bjöm Þór Egilsson 2, Jóhann Grét- arsson, Þorsteinn HUmarsson, Guð- mundur Baldursson og Heiðar Heiðarsson skoruðu mörkin. FH sigraði ÍBK í sömu keppni 1:0 í KaplakrikaveUi í Hafnarfirði. NýUð- arnir sýndu að þeir eru tU aUs líklegir í sumar og skoraði Hörður Magnússon eina mark leiksins. -VS 1 ,% ' 1 m " i i t .--'¦-¦ ¦" "'J- \ y Z i ¦» Xj* '. Ifi^SI*'. ¦( ÍÖ *• 1 '¦0m-'^' ^WM rjfc -,•% v ' : ': %''%"' - ¦ — tó-~ i>i ¦ 'í^J-'-^-f r''~~~' "•- ' ::-''"-- Siguröur Sveinsson er óstöðvandi þrátt fyrir stranga gæslu. Stjarnan Brynjar í uppskurð Brynjar Kvaran landsliðs- markvörður í handknattleik mun gangast undir uppskurð á hné síðar f þessari viku. Þar með er Ijóst að hann getur ekki leikið meira með Stjörnunni í bikar- keppninni en liðið er þar komið í undanúrslit. Þá kemur þetta til með að hafa einhver áhrif á þátt- töku hans í undirbúningi lands- liðsins fyrir átökin næsta vetur. -hs Danmörk Draumur Ribe að engu Yfirburðir HIK. Anders Dahl með sjö. Frá Emil Björnssyni fréttamanni Þjóðviljans í Danmörku: Bikardraumur Ribe varð að engu frammi fyrir 1800 áhorfend- um í Ribe á laugardaginn. HIK, besta lið Danmerkur, sigraði þar Anders Dahl, Gunnar Gunnars- son, Gfsla Felix og félaga í úrslita- leik bikarkeppninnar í hand- knattleik með yfirburðum, 27-18. Ribe komst aldrei í gang og náði aldrei stemmningu á borð við þá sem ríkti þegar meistarar Helsingör voru lagðir að velli í 8-liða úrslitunum. Jafnt var í byrjun, 2-2, en þá skildu leiðir. HIK komst í 12-6 fyrir hlé og sigur liðsins var aldrei í hættu. HIK er sterkasta lið Danmerkur, á því er enginn vafi, en slæm byrj- un í haust kom í veg fyrir að það hlyti meistaratitilinn. Anders Dahl-Nielsen var markahæstur hjá Ribe, skoraði 5 mörk. Jacobsen skoraði 4 mörk og Gunnar 3. Hinn hávaxni Klaus Sletting Jensen skoraði 7 mörk fyrir HIK og þeir Lars Gjöls- Ándersen og Michael Fenger 5 mörk hvor. KR-ingar Jakob á fömm! Hefur skrifað undir félagaskipti „Kg hef ákveðið að hafa félaga- skipti úr KR og er reyndar búinn að skrifa undir þau - á bara eftir að fá staðfestingu frá formanni handknattleiksdeildar KR. Ég ætla að leika með öðru félagi næsta vetur, hvaða félag það verður kemur í ljós þegar ég skila eyðublaðinu," sagði Jakob Jóns- son, aðalmarkaskorari 1. deildarliðs KR í samtali við Þjóð- viljann í gærkvöldi. Jakob, sem er aðeins 19 ára, hefur í vetur verið aðalskytta KR-inga, nánast sú eina, og gengi hans hefur verið upp og ofan. I síðustu umferð úrslitakeppninn- ar í Hafnarfirði náði hann aðeins að skora eitt mark í leikjunum ^þremur. „Ég er tilbúinn að klára 'mótið með KR-ingum, ef Páll Björgvinsson þjálfari vill nota mig," sagði Jakob. -VS KR-ingar Gunnar meiddist Langur sjúkralisti KR-ingar urðu fyrír áfalli f leiknum við Fram á gervigrasinu f fyrrakvöld þegar Gunnar Gíslason landsliðsmað- ur meiddist á ökkla. Það kcinur ekki f Ijós fyrr en síðar f vikunni hversu al- varleg meiðsUn eru en aUt útUt er fyrír að liann verði frá í nokkrar vikur. Sjúkralistinn hjá KR er því langur. Sæbjörn Guðmundsson hefur ekkert getað leikið að undanförnu vegna meiðsla á ökkla og byrjar ekki að asfa af krafti fyrr en um mánaðamót. Stef- án Jóhannsson landsliðsmarkvörður hefur misst af báðum leikjum KR í Reykjavíkurmótinu vegna fingurm- eiðsla og Guðmundur Magnússon sömuleiðis en hann er meiddur á hné. Það verður því bið á því að Gordon Lee geti stillt upp öllu sínu besta. -VS UMSJÓN: VfDIR SIGURÐSSON ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.