Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR V. Þýskaland Bremen *¦ KUYiU Bayern áfram á toppnum Frá Jóni H. Garöarssyni frétta- manni Þjóðviijans í V.Þýskalandi: Bremen nýtti ekki tækifæríð til að komast uppfyrir Bayern Múnchen og á topp Bundeslig- unnar í knattspyrnu í fyrrakvöld - iiðið tapaði 3-2 í Köln. Úrslitin voru ósanngjörn, Bremen var betra liðið, en heimsklassa- frammistaða Klaus Allofs og Pi- erre Littbarskis færði Köln sigur. Allofs gerði tvö markanna og Littbarski eitt en Frank Neubarth og Bruno Pezzey skoruðu fyrir Bremen, minnkuðu þá muninn í 2-1 og 3-2. Allofs hefur nú gert 20 mörk og er markahæstur ásamt Rudi Völler frá Bremen, sem ekk- ert gat gert í fyrrakvöld vegna strangrar gæslu Dieter Prestins. Dusseldorf, án Atla Eðvalds- sonar (vegna landsleiksins í Lux) vann sinn fyrsta sigur í 10 leikjum - 1-0 heima gegn Kaiserslautern. Sanngjarn sigur og Giinter Thiele skoraði með sk alla í fyrri hálfleik. Möncheng' .dbach og Dort- mund gerðu ,afntefli og jafnaði Dortmund ikinn, 1-1, með síð- ustu spyrr ieiksins. Mannheim er ósigrað í 12 leikjum í röð eftir 2-0 sigur á Braunschweig sem er sama og fallið í 2. deild. Loks gerðu Karlsruhe og Schalke jafn- tefli, 2-2. Gerd Kleppinger, fyrrum leikmaður Karlsruhe, jafnaði rétt fyrir leikslok fyrir Schalke og sendi þar með sitt gamla félag langleiðina niður í 2. deild. Körfubolti Körfubolti Sturla í Val Njarðvík endurheimtir tvo Sturla Örlygsson, körfuknatt- leiksmaðurinn öflugi frá Njarð- vík, mun leika með Valsmönnum í úrvalsdeildinni næsta vetur. Sturla, sem er 23 ára gamall, þjálfaði og lék með Reyni Sand- gerði sl. vetur og hefur leikið með landsliðinu, stundar nám í Reykjavík næsta vetur. Hann verður vafalítið mikill styrkur fyrir iið Vals, ekki síst þar sem Kristján Agústsson hefur lýst því yfir að hann sé búinn að leggja skóna á hilluna. Njarðvfkingar hafa endur- heimt tvo Ieikmenn sem léku með öðrum félögum sl. vetur. Ástþór Ingason kemur aftur frá KR og Ingimar Jónsson frá Létti þar sem hann var þjálfari á ný- loknu keppnistímabili. -SÓM/VS Tölvubækur Dagana 29. apríl til 3. maí gengst Bóksala stúdenta fyrir sýningu á nýjum bókum um tölvur og tölvufræði frá Prentice-Hall, Inc, í húskynnum Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut. Sýningin verður opin frá kl. 10.00 til kl. 17.00 ofantalda daga, nema þann 1. maí frá kl.13.00 bók/aifc /túctervt*. Félagsstofnun stúdenta Háskóla íslands Til sölu Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar vegna Slökkvi- stöðvar og vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar: 2 stk. Chevrolet Malibu fólksbifreiðar, árg. 1980. Bifreiðarnar verða til sýnis á verkstæði Slökkvistöðv- arinnar, Skógarhlíð 14, mánudaginn 29. og þriðjudag- inn 30. apríl. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3., þriðjudaginn 30. apríl kl. 15.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Ferðastyrkir Fulbright stofnunin býður nokkra ferðastyrki handa íslenskum námsmönnum sem munu hefja fram- haldsháskólanám (t.d. M.A., M.S., P.h.D.) í Bandaríkj- unum haustið 1985. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni Garðastræti 16. Umsóknarfrestur til 22. maí 1985. Eiginmaður minn, Björn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður frá Akureyri, Leifsgötu 20 Reykjavík, er látinn. Þórgunnur Sveinsdóttir. Basl í Firðinum Með góðum lokakafla tókst landsliðinu að tryggja sér annan sigur yfir Luxemborg í Hafnar- flrði í gærkvöldi. Lúxarar höfðu yfír mest allan leikinn, misstu niður dampinn undir lok leiksins er þeir misstu 2 bestu menn sína útaf með 5 villur. Leikurinn endaði 76-70, en í hálfleik var staðan 35-36 fyrir gestina. Lúxemborgarar leiddu oftast í fyrri hálfleik og höfðu 1 stig yfir í leikhléi. Þeir komu sprækir inná eftir hlé og eftir 5 mín. var staðan orðin 39-51 og útlitið ekki bjart. Þá var Pálmar Sigurðsson settur inn og stuttu síðar Hreinn Þor- kelsson og þeir ásamt Jóni Kr. Gíslasyni drifu áfram leik liðsins og náðu að jafna og komast yfir 62-61 þegar 5 mín. voru eftir. Jafnt var 66-66, en eftir það hittu Valur Ingimundarson - 32 stig gegn Luxemburg í Keflavík. Knattspyrna Sjö möric Þórsara Þór sigraði Vask 7-2 í bikarkeppni KRA í fyrradag. Vaskarnir komust þó í 2-1 snemma leiks - Þór náði 3-2 forystu fyrir hlé og skoraði síðan fiögur í seinni hálfleik. Halldór Askelsson 2, Bjarni Sveinbjörnsson 2, Óskar Gunnarsson, Siguróli Krist- jánsson og Sigurður Pálsson skoruðu fyrir Þór en Jónas Baldursson og Jón Gunnar Berg fyrir Vask. f dag leika Leiftur og Vaskur kl. 14 og á morgun Þór og Leiftur kl. 14. Báðir leikirnir fara fram á Sanavellinum. Sex mörk í Krikanum FH og Breiðablik gerðu jafntefli, 3-3, í Hafnarfírði í Litlu bikarkeppn- inni í fyrradag. Blikar jöfnuðu þrisv- ar, Hákon Gunnarsson síðast á loka- mínútunni. Guðmundur Baldursson og Þorsteinn Hilmarsson skoruðu hin mörk Breiðabliks og Ingi Björn Al- bertsson 2 og Kristján Gíslason skoruðu fyrir FH. I Keflavík töpuðu heimamenn 0-2 fyrir ÍA. Ólafur Þórðarson og Lúðvík Bergvinsson skoruðu mörkin. í dag verða tveir leikir í keppninni, í A-FH og Haukar- ÍBK. I Litlu bikarkeppninni í kvenna- flokki vann ÍA stórsigur á ÍBK, 7-o. Víðir vann stórsigur á Selfyssing- um, 6-2, í Garðinum í Stóru bikar- keppninni. Grétar Einarsson skoraði 3 mörk fyrir Víði, Guðjón Guð- mundsson 2 og Svanur Þorsteinsson eitt. Sævar Sverrisson og Jón Birgir Kristjánsson skoruðu fyrir Selfoss. Afturelding og ÍK gerðu markalaust jafntefli í sömu keppni um síðustu helgi. Fylkir áfram Fylkír komst í fyrrakvöld í undan- úrslit Reykjavíkurmótsins með því að sigra Ármann 3-2 í hörkuspennandi leik á gervigrasinu. Smári Jósafatsson kom Ármanni strax yfir en Hörður Guðjónsson svaraði með tveimur glæsimörkum fyrir Fylki. Ármanni dugði jafntefli og Bryngeir Torfason jafnaði 15 mín. fyrir leikslok en rétt á eftir skoraði Kristinn Guðmundsson sigurmark Fylkis. Fylkir mætir Fram í undanúrslitum á gervigrasinu kl. 20.30 annað kvöld og Valur leikur við Þrótt á mánudagskvöldið á sama tíma. Úrslitaleikurinn fer síðan fram þann 7. maí milli sigurliðanna tveggja. K&H/SÓM/VS gestirnir ekki úr 4 bónusskotum og var þá ekki að sökum að spyrja, Landinn spilaði af öryggi og Valur Ingimundar og ívar We- bster settu punktinn yfir góðan leik sinn með síðustu körfunum. Bestir íslendinga voru þeir sem að ofan eru nefndir, en hjá gest- unum þeir Roth, sem fékk sína 5. villu þegar 7 mín. voru eftir, og Moes bestir. Hálfgerð upplausn var í lokin og höfðu þeir Jón Otti og Sigurð- ur Valur ekki nógu góða stjórn á leiknum. Næsti leikur liðanna verður í Seljaskóla í dag kl. 14:00 og má búast við hörkuleik. í dag munu þeir Björn Stef- fensen og Hreiðar Hreiðarsson leika sinn fyrsta landsleik í körfu- bolta. Stigin: Island: Valur 22, [var og Jón Kr. 14, Hreinn og Pálmar 8, Tómas Holton og Birgir Mikaelsson 3, Gylfi Þorkelsson 2. Lúxembor: Roth 18, Moes 10, Kalmes 8, Arendt 8, Grethen 6, Keiser 6. Handbolti Víkingur vannFH Tveir leikir voru í úrslita- keppninni í handbolta í Laugardalshöll í gærkvöldi. Vík- ingur sigraði nýkrýnda íslands- meistara FH með 28 mörkum gegn 27 eftir að staðan hafði verið 13-10 fyrir FH í leikhlé. Einnig léku KR og Valur og sigraði Val- ur 30-23, í hálfleik var staðan 16- 15 fyrir Val. Frekar lítili áhugi er fyrir úr- slitakeppninni þar sem úrslitin eru þegar ráðin og helst að hér sé um að ræða æfingu fyrir F.H. og Víking fyrir bikarúrslitaleikinn. -gsm. Körfubolti Oruggt í Kef lavík Atjáníhléi, úrslit 93-84 Island vann mjög öruggan sigur á Luxemburg í fyrsta lands- leik þjóðanna af fjórum sem fram fór í Keflavík í fyrrakvöld. Loka- tölur urðu 93-84 fyrir ísland eftir að staðan f hálfleik hafði verið 50-32. Luxemburg komst yfir eftir nokkrar mínútur, 12-15, og var {iað í eina skiptið í leiknum sem sland var undir. Valur Ingi- mundarson jafnaði 15-15, og eftir það var ísland með örugga for- ystu, allt til leiksloka - munurinn var 14-18 stig allan seinni hálf- leik, minnstur 91-84 á lokamínút- unni. Valur og Jón Kr. Gíslason voru bestu menn íslenska liðsins eri Gylfi Porkelsson og Birgir Mika- elsson gerðu góða hluti á þeim tiltölulega skamma tíma sem þeir voru inná. Luc Grethen og Fern- and Roth voru bestu leikmenn Luxemburgara - frábærir báðir tveir. Grethen skoraði 23 stig og Roth 18. Stig islands: Valur 32, Jón Kr. 16, Torfi Magnússon 12, Gylfi 10, Birgir Mikaelsson 8, ívar Webster 8, Pálmar Sigurðsson 5 og Árni Lárusson 2. Leikið verður í Seljaskóla í Reykjavík kl. 14 í dag og loks á Akureyri á morgun, sunnudag. Jóhann Dagur og Sigurður Valur dæmdu leikinn ágætlega. -SÓM/Suðurnesjum. UTBOÐ Tilboð óskast í að undirbyggja og steypa gangstéttir, víðs- yegar í Reykjavík fyrir Gatnamálastjórann í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 1.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 8. maí nk., kl. 11.00f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvcgi 3 Simi 25800 UTBOÐ stál- Tilboð óskast í klæðningu og viðgerðir á skólastólum fyrir Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 9. maí nk., kl. 11.00f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 Simi 25800 UTBOÐ 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Tilboð óskast í búnað fyrir æðarannsóknastofu (ANG- IOGRAPHIC X-RAY EQUIPMENT) fyrir röntgendeild Borgarspítalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 11. júní nk., kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvogi 3 Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.