Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 7
Pað er góðra gjalda vert þegar forseti A.S.Í. leggur niður fyrir sér og dregur upp mynd af ís- lensku atvinnulífi og mögu- leikum þess. Umræða um þessi mál hefur sjaldan verið nauðsyn- legri en einmitt nú, með tilliti til framtíðar þróunar. í upphafi máls síns bendir Ás- mundur réttilega á, að ofmikil stöðnun hafi orðið í atvinnulegri uppbyggingu á s.l. 10 árum. Ég vil bæta því við, að ofmikið af fjárfestingu þessara ára var röng, bæði frá atvinnulegu og fjárhags- legu sjónarmiði. Af mörgu er að taka á þessu sviði. En alvarleg- asta dæmið um þetta eru ótíma- bærar raforkuframkvæmdir gerð- ar fyrir óhagkvæm erlend lán. En alvarlegasta áminning Ásmundar er sú, að á s.l. 20 árum hefur árs- störfum í íslensku þjóðfélagi fjölgað um 42 þús. en af þeim eru aðeins rúmlega 8500 sem teljast til framleiðslustarfa. Ég orðaði þessa þróun áður hér í þessum þáttum á þann veg, að þetta líkist því, ef maður reisi sér hús en gleymdi undirstöðum þess. Þjónustustörf allskonar eru nauðsynleg í nútímaþjóðfélagi, en þau verður að tryggja með þróttmikilli framleiðslustarf- semi. Eetta hefur verið vanrækt í þjóðfélagi að tala um alltof stór- an fiskveiðiflota og að nauðsyn beri til að fækka skipum. Pessir menn virðast halda að innflutn- ingsverslun og önnur þjónustu séu undirstaðan í þjóðfélaginu. Þjónustustörf eru að vísu nauðsynleg og ef að við líkjum þjóðfélaginu við skip, þá til- heyrðu þjónustugreinarnar yfir- byggingu þess, en framleiðslu- greinar sjálfum skipsbotninum þar sem sjávarútvegurinn er kjöl- þol fisksins skerðist ekki vegna vankunnáttu. Þetta er nú sá þátt- urinn við sjálfar veiðarnar sem þarf að lagfæra þar sem honum að athuguðu máíi er ábótavant. Samræmi veiða og vinnslu þarf að lagfæra Þrátt fyrir 40 ára þróun í frysti- húsarekstri hér á landi, þá er fyrirkomulagi þessa reksturs í kemur fram í söluerfiðleikum, en erfiðleikar á því sviði lenda á al- þýðu manna hér, undan því verð- ur ekki komist. Það er því mikill misskilningur þegar menn halda að það komi bara framleiðendum og útflytj- endum við, hvort gölluð vara komist úr landi og inn á fiskmark- aði okkar. Hið opinbera óháða ríkismat útfluttra fiskafurða á sinn stóra þátt í uppbyggingu þessara mark- vinnu skemmri tíma en 6 mánuði, en oftast til ársins. Uppsagnar- frestur er fastákveðinn 3 mánuðir á báða vegu. Sé um óvant fólk að ræða, þá lætur fyrirtækið kenna því og þjálfa það á sinn kostnað til starfa. Findurs fyrirtækið kenndi óvönu fólki í 3 vikur og greiddi því fasta kaupið meðan á kennslu stóð. Fyrst að slíku námskeiði loknu fékk það að hefja störf í frystihúsinu og tók það þátt í vaktarbónusnum. Hugleiðingar út frá skýrslu forseta ASÍ íslensku þjóðfélagi eins og kemur fram í töíum forseta A.S.I. Því er brýnast verkefnið nú að fjölga framleiðslustörfum við arðbæra framleiðslu. Framtíðar möguleikar sjávarútvegs eru vanmetnir Ásmundur segir að afurðir frá sjávarútvegi í íslenskum útflutn- ingi hafi verið 68,7% á sl. ári. Þetta mun vera lægsta hlutfall af sjávarafurðum í okkar útfluningi sem ég man eftir. En þegar við skoðum þessa tölu þá er hún breytileg til hækkunar, miðað við þá aðra útflutningsmöguleika sem nú eru fyrir hendi. í fyrsta lagi þá gæti þorskafli okkar orðið meiri á næstu árum, vegna þess að sjór fer hlýnandi og vöxtur verður hraðari að sama skapi. Þá mun nánasta framtíð sanna það að heildar ársafli af þorski að undanförnu hefur verið miðaður við of lágan tonna- fjölda. Möguleikarnir hafa verið meiri. í þessu sambandi hef ég áður bent á, að þrátt fyrir sveiflur í þorskafla eftir árferði sjávar, þá jafnaði ársaflinn sig upp með 4oo þús. tonna ársafla á þrjátíu og tveggja ára tímabili eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar stórir er- lendir veiðiflotar voru lengst af á okkar miðum. Þá vil ég benda á, að það er ekki fyrir en á allra síðustu árum sem íslensk veiðiskip eru farin að nýta djúphafsrækjumiðin út frá landinu, og möguleikar þeirra miða eru enganvegin fullnýttir. Þá eru ýmsir fiskistofnar hér á okkar landgrunni sem við höfum ekki nýtt að neinu ráði ennþá, t.d. liggur kúskelin víða á botni fjarða og flóa í stórum breiðum án þess að hún sé veidd og nýtt í nýja útflutningsvöru. Þá má bú- ast við því næstum hvenær sem er úr þessu, að norska vorgotssíldin komi aftur í ætisleit á miðin fyrir Norðurlandi og að hin stóru norðlensku sfldarár endurtaki sig. En frammi fyrir slíku munum við standa vanbúnir á flestum sviðum. Svo eru ýmsir í okkar festan. Þar er ekki gott að sjá það fyrirnú, hvort við þurfum mann- fleiri sjómannastétt ínáinnifram- tíð, en þó gæti þess orðið þörf. Hitt tel ég nokkurnveginn víst, að sú fiskimannastétt og sá fiski- skipafloti sem við eigum í dag hann hefur möguleika til þess að koma með meiri og verðmætari afla að landi heldur en hann gerir núna. Hagnyting fisk- aflans getur fært okkur meiri verðmæti heldur en hann gerir nú Á þessu sviði eru miklir mögu- leikar sem hingað til hafa verið vannýttir. Tonnafjöldi fiskaflans segir ekki alla sögu um verðgildi hans. Meðferð fisksins við veiðar og vinnslu hefur í þessu sambandi úrslitaþýðingu. Hvað er þá at- hugavert við þennan þýðingar- mikla þátt? Hér er margt, sem þarf að at- huga. Ef við tökum veiðar með þorskanetum sem eru orðnar ein allra umfangsmesta veiðiaðferð á vetrarvertíð, þegar stærsti og verðmesti þorskurinn er veiddur, þá spillir of mikill netafjöldi í mörgum tilfellum heildargæðum aflans. Það þarf að verða skilyrðislaus krafa sem aldrei er vikið frá, að enginn bát- ur hafi fleiri net í sjó, heldur en skipshöfn hans getur dregið yfir daginn í sæmilegu sjóveðri. Á togurum þurfa skipstjórar að til- einka sér þá vinnutilhögun að draga vörpuna ekki of lengi og taka ekki of stór höl, því þetta spillir fiskgæðum og kemur fram við vinnslu aflans. Með þeirri raf- eindatækni sem nú er hægt að beita við togveiðar á að vera hægt að fyrirbyggja galla á fiski af þess- um sökum. Þá er blóðgun og slæging fisksins ásamt niðurlagn- ingu í ís, sem er oftast núorðið í kassa, vandaverk sem þarf að framkvæma af kunnáttu, svo fisk- gæði verði sem mest og geymslu- ýmsu ábótavant, sé miðað við þau erlendu fiskvinnslufrystihús sem best eru rekin á þessu sviði. í fyrsta lagi þá er útivera margra íslenskra ísfisktogara of löng. Hámarks útiverutími eftir að veiðar eru hafnar þyrfti að miðast við viku. 1 stað þess eru margir togarar sem leggja upp í frystihús með allt upp í 14 daga gamlan fisk í ís þegar hann er lagður í land. Of löng útivera skilar léttari farmi á land, heldur en skemur útivera. Þessi þyngdarminnkun á farmi hefur þó talsvert minnkað síðan farið var að ísa í kassa, en er þó fyrir hendi. Séu skip of lengi úti á veiðum með ísvarðan fisk þá smáminnkar geymsluþol hans. Af þessum sökum er oft elsti hluti farmsins ekki frystingahæfur þeg- ar að landi er komið og verður að vinna þann hluta í verðminnstu flokka, saltfisk og skreið. Þá verður líka stundum að vinna það sem er frystingarhæft í verðminni pakkningu heldur en hægt hefði verið að gera ef fiskurinn hefði verið nýrri þegar hann komað landi. Verst getur útkoman orðið á þessu sviði að sumrinu þegar mikið af óvönu fólki vinnur í hús- unum. Þá er líka mesta hættan fyrir hendi að eitthvað af ekki fullgildu hráefm fari gegnum vinnslu. En hendi það slys sem alltaf getur orðið undir svona kringumstæðum, þrátt fyrir góð- an viljan að fyrirbyggja slíkt, og slæm vara kemur inn á okkar fisk- markaði í staðinn fyrir úrvals- vöru, þá veldur það ekki bara viðkomandi fyrirtæki skaða ásamt því sölufyrirtæki sem ann- ast söluna, heldur geta slík mis- tök valdið þjóðarskaða, sem aða og án þess væri hlutur okkar þar lakari en hann er í dag. Nú hefur sjávarútvegsráðherra með reglugerð tekið mikilvæg- ustu þætti hins óháða ríkismats úr höndum þess og fengið þá í hend- ur framleiðendum og samtökum þeirra. Slíkt fyrirkomulag á út- flutningsmati þekkist nú hvergi hjá fiskvinnsluþjóðum. Það leiddi alls staðar til ófarnaðar á meðan það var við lýði. Hver get- ur borið ábyrgð á svona verkum? Þaö þarf að gera íslensk frystihús að meira aðlað- andi vinnustöðum en þau eru nú íslensk frystihús hafa annað fyrirkomulag á vinnu heldur en tíðkast t.d. í norskum frystihús- um sem rekin eru allt árið. í slík- um frystihúsum Norðmanna er að jafnaði unnið á tveimur átta- tíma vöktum á sólarhring en síð- an tekur við fámenn vakt sem þvær og hreinsar húsið og búnað fyrir næsta dag. Einstaklingsbón- us var framan af árum greiddur starfsfólki fyrir afköst og góða nýtingu hráefnis. Þetta fyrir- komulag þótti ekki nógu gott. Var m.a. talið valda togstreitu meðal verkafólks, samtímis sem það stuðlaði ekki að þeirri vöru- vöndun sem talin var þörf á. Þetta leiddi til þess að einstak- lingsbónusnum var breytt í heildarbónus fyrir vaktina og jafnframt sett þak á vinnuhraða. Árið 1970 hafði Findus fyrirtækið í Hammerfest tekið upp þetta fyrirkomulag hjá sér og önnur stór frystihús komu á eftir. Rekstrarstjóri hjá Findus sagði mér að þetta breytta fyrirkomu- lag hefði breytt andrúmsloftinu meðal starfsfólksins og tog- streitan sem var áberandi hefði horfið. Þá hefði nýting og frá- gangur vörunnar allur stórbatnað við breytinguna. Þá er annað fyrirkomulag við mannaráðningar að norskum frystihúsum heldur en hér. Fólk er yfirleitt ekki ráðið í þessa Ef við skoðum aðstöðu fólks í erlendum frystihúsum samkvæmt framansögðu og svo aðstöðu starfsfólks í íslenskum frystihús- um, þá ber þetta á milli: í erlendu húsunum lifir fólk sæmilega góðu lífi af 8 stunda vinnu á sólarhring með vaktarálagi og vaktarbónus. Þá er það mikilvægt atriði, að ekki er hægt að segja fólki upp, nema með 3ja mánaða uppsagn- arfresti. Hér hins vegar, þá þarf starfsfólkið að vinna mjög langan vinnudag til að geta framfleytt sér. Og hér er unnið eftir einstak- lingsbónuskerfi sem ég tel engan vafa á, að hefur svipaða ókosti og leiddi til breytingarinnar í Nor- egi. Þá er hægt að segja starfs- fólki í íslenskum frystihúsum upp vinnunni með viku fyrirvara ef hráefni vantar til vinnslu. Hér er sjáanlega mikillar breytingar þörf, bæði vegna þess fólks sem vinnuna stundar, svo og vegna afkomuöryggis vinnslu- stöðvanna. Höfuð skilyrði til góðrar afkomu er góð nýting á því fiskhráefni sem unnið er úr. Og að geymsluþol fisksins sem til vinnslu kemur, sé það mikið í gegnum alla vinnsluna, að'hægt sé að vinna hann í dýrustu vöruna fyrir markaðinn.Á þessu er hins vegar mikill misbrestur nú. Mest aðkallandi breytingin er því: Nýrra hráefni til vinnslu og vel þjálfað starfsfólk sem annast vinnsluna. Að síðustu vil ég benda á, að miklu af íslenskri þorskalifur og ufsalifur er hent í sjóinn í staðinn fyrir að nýta hana í dýra vöru. Niðursoðin lifur er nú í háu verði á heimsmarkaði og langt frá því að hægt sé að fullnægja eftirspurn eftir þessari vöru. Á sama tíma er miklu af þessu eftirsótta hráefni kastað í sjóinn af íslenskum veiði- skipum. Ég hef nú dregið upp smámynd af þeim möguleikum sem fyrir hendi eru til að auka verðgildi okkar sjávarafurða í út- flutningsversluninni. Margt er enn ótalið svo sem meiri vinnsla fiskafurða sem nú eru fluttar út hálfunnar o.fl.o.fl. 17. aprfl 1985. Laugardagur 27. apríl 19851ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.