Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 10
D.ÆGURMÁL Paul Young Aherslan á túlkun Breski popparinn Paul Young er á hljómleikareisu um Evrópu og er í Þýskalandi þegar þetta er skrifað, verður í Berlínásunnudag. Að Evróputúrnum loknum fer hann til Bandaríkjanna en hljómieikaferð þangað varð hann að fresta í fyrra vegna raddmissis - týndi 6 efstu tón- unum. Enallirkomuþeiraftur eins og heyra má á sólóplötu Pauls The Secret of Associ- ation, sem er önnurn sóló- breiðskífa hans. Fyrri skífa hans, No Parlez, fékk geyisgóðar viðtökur, í Evr- ópu sérstaklega, og mun vera söluhæsta plata CBS-fyrirtækis- ins í Bretlandi síðan þeir byrjaði það umsvif sín árið 1965. Á henni syngur Paul mismikið þekkt lög eftir hina og þessa sem aðrir höfðu áður flutt og þótti í sumum tilvikum sýna rnikla dirfsku að reyna slíkt. Má í því tilviki nefna Love will tear us apart, lag Joy Division sem skiptar skoðanir voru um varðandi meðferð hans á því. Hvað um það; meira en helmingur laganna hlaut mikla náð fyrir eyrum hlustenda. Ræður þar líklega mestu söngstíll Pauls og tjáningarhæfileikar, en það síðastnefnda finnst mér ein- mitt vera aðaleinkenni hans og -kostur á The Secret of Associati- on. Á þessari nýju plötu eru 11 lög - 5 (á síðu 2) eftir Paul og Ian Kewley, hljómborðsleikara undirleikskvartetts Pauls, The Royal Family, og fyrrum félga hans í hljómsveitinni The Q-Tips - og 6 lög eftir hið ýmsasta fólk. Þekktastur mun hrúttvíburi minn Darryl Hall og lag hans Every time you go away í flutningi Pauls Young, sem er enn sem komið er vinsælasta lag þessarar nýju skífu auk I’m gonna tear you Play- house down, en Paul féll fyrir því lagi í flutningi tónlistarkonunnar Anne Peebles (Hún söng líka og átti þátt í að semja lagið I can’t stand the Rain sem Tina Turner hefur gert töluvert vinsælt í seinni tíð í hinum enskumælandi heimi). Frammistaða Pauls er með ágætum í þessum lögum, sérlega því síðarnefnda finnst mér, en langbesta lag plötunnar að mínu áliti er One step forward eftir þá Paul og Ian. Þetta er ró- legt en kraftmikið lag. Textinn er bréf frá ungum manni sem er að stríða „fyrir þjóð sína“ einhvers staðar langt að heiman: Eitt skref áfram, eitt skref eftir (eða: til vinstri), ég tek mér stöðu og miða... ég er bara bolti í leik ríkisstjórnarinnar... álengdar stendur lítill strákur með grjót í höndunum og ískulda í augun- um... ég vildi að ég gæti hent frá mér byssunni og sagt honum hvernig mér líður... ég veit að ég er ekki búinn að vera hér lengi þótt mér finnist það vera lengri tími og bréf að heiman mundi styrkja mig...“. Paul Young syngur þetta lag af mikilli sannfæringu og tilfinningu, jafn- framt er hljóðfæraleikur og út- setning í stfl við boðskapinn - í fjarlægð ógnandi drunur og her- trumbur... ... og í framhaldi af hernaðar- umræðu - Paul fer fallega með endurminningar hermannsins í lagi Toms Waits Soldier’s Things og lokar þar með hlið 1. Jafnvel enn betur lýkur hann hlið 2 með þjóðlaginu I was in Chains þar sem segir frá „sakamanni“ sem fluttur er frá elskunni sinni á Bretlandseyjum til fanganýlend- unnar Ástralíu. Og það er skemmtileg tilviljun (?) að í rest- ina á báðum þessum lögum minnir hljómsveitarútsetningin mjög á sýruár Bítlanna (frá Strawberry Fields til Hvíta al- búmsins). Annars er það hljóm- sveitarútsetningin sem ég er ólukkulegust með á The Secret of Association - of oft marar rödd Pauls í hálfu kafi í hljóðfæra- leiknum, sérstaklega í hraðari lögunum. T.d. finnst mér lagið Hot Fun næsta óþolandi af þess- um sökum og lítið skemmtilegt Tomb of Memories af sömu ást- æðu. Hins vegar er Paul Young viðfelldinn söngvari og á líka prik skilið fyrir að koma til dyranna eins og hann er klæddur- það eru ekki allir á þessum vídeótímum þannig þenkjandi, hvað þá færir um slíkt. A. Paul Young. Hann hefur sagst vera fyrst og fremst túlkandi þeirra laga sem hann flytur og ekki skilja hvers vegna fólki sé svo mikið keppikefli að semja sjálft ný lög til að flytja þegar svo mikið af góðum gömlum sé til. Sjálfur syngur hann ekki eigin lög nema honum finnist þau vera a.m.k. eins góð og lög annarra sem honum finnst mikið til koma. KVIKMYNDIR ------------------1------------- Bíóhöllin: Næturklúbburinn. Bandaríkin 1984. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Saga og handrit: Mario Puzo, Copp- ola o.fl. Tónlist, ný og endurgerð: John Barry, Bob Wilber. Klipping: Ro- bert Q. Lovett. Aðalhlutverk: Richard Gere, Gregory Hines, Diane Lane, Lonette McKee, James Remar, Bob Hoskins o.fl. í Næturklúbbnum er horft um öxl á New York á þriðja áratugn- um með nokkru stolti og svolitl- um söknuði. Þetta var í þá daga sem glæpahringir stjórnuðu í skjóli lögreglunnar og skipu- lögðu í stórum stíl vændi, sprútt- sölu og ýmisskonar veðmálastarf- semi; fjárkúganir og morð fylgdu fast í kjölfarið. Bómullarklúbburinn í Harlem, sem myndin dregur nafn sitt af, var einn þeirra fjölmörgu nætur- klúbba sem gangsterar ráku, og þeirra frægastur. Þar komu ein- ungis fram þeldökkt fólk, söng- varar, dansarar og tónlistarfólk. Hinsvegar var svörtu fólki Listískjóliglœpa meinaður aðgangur að klúbbnum fram til 1930, eða svo. Margir af helstu jazzistum Ameríku voru viðloðandi Bómullarklúbbinn, þ.á.m. Duke Ellington og hljóm- sveit hans spilaði þar óslitið í þrjú ár. Þar voru hljóðritaðar plötur og þegar útvarpið kom til sög- unnar var dansmúsík útvarpað þaðan beint. Myndin gerist að miklu leyti í þessum næturklúbbi þar sem glæpaforingjarnir sitja langtím- um saman í smóking að ráða ráðum sínum. Aðalsöguþráður- inn gæti allt eins verið úr bíó- mynd frá 1935: Sprúttnaglinn Dutch Schultz (James Remar) fær miklar mætur á ungum hljóð- færaleikara, Dixie Dwyer, eftir að Dixie bjargar lífi hans í ógáti. ANNATHEÓDÓRA RÖGNVALDSDÓTTIR Dutch býður honum að gerast einn af fylgdarmönnum sínum og þareð þetta boð er jafnframt skipun verður Dixie að láta undan með nokkurri gremju þó. Starfið felst m.a. í því að spila músík þegar þannig liggur á for- ingjanum, en aðallega á Dixie að gæta kærustunnar. í það fara margar vinnustundir því að Dutch Schultz hefur í mörg hom að líta í umdæmi sínu og þarf líka oft að sinna eiginkonu sinni og fjölskyldu. Vera Cicero (Diane Lane) og Dixie Dwyer verða síð- an elskendur, að svo miklu leyti sem það er hægt því að allsstaðar eru menn Dutch að læðupokast í kringum þau. En ástarsaga Veru og Dixies er enginn frumkraftur í þessari mynd, til þess er Vera of kaldlynd og Dixie einstrengingslegur. Það sem helst bindur þau saman er eignarvald Dutch; þau eru eins og tveir apakettir í keðju sem Dutch hefur með sér hvert sem hann fer, sér til afþreyingar. Þetta særir karlmannlegt stolt Dixie, auk þess sem hann er mik- ill skynsemismaður og getur ekki ánetjast valdinu tilfinningalega 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. apríl 1985 eins og Vera og bróðir hans, Vincent, sem er einn byssu- manna Dutch. Það er ljóst að Vera og Dixie gætu aldrei átt samleið. Það sem Coppola virðist eink- um vera að pæía í í þessari mynd, er hvernig listin þrífst í skjóli glæpanna. (Kannski Dixie hefði sætt sig við New York ef hann hefði fengið að spila í góðri hljómsveit í Bómullarklúbbn- um). Það er hið blóði drifna peninga- vald sem tryggir afkomu allra þeirra listamanna sem fram koma í Bómullarklúbbnum. Sum af þeim verkum sem þar eru sköpuð verða síðan amerísk klassík og frumlegast tillag ameríkana til heimsmenningarinnar. í Nætur- klúbbinum geta þeir ekki án hvers annars verið glæpamaður- inn og listamaðurinn. Næturklúbburinn er glæsileg söguleg úttekt, of löng, of dýr, fremur metnaðarlítil.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.