Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 5
Stjórnarflokk- arnir koma sér ekki saman um neinar marktœkar úrbœtur fyrir þinglok Alexander Stefánsson: „Þeir um það, þeir koma þá með aðrar til- lögur". Halldór Blöndal: „Hélt að tilhögun skyldusparnaðar hefði verið út- rættmál." Húsnœðismál Litlar úrbætur í bráð Félagsmálaráðherra hef- ur eins og kunnugt er oft nefnt ýmsar hugmyndir um úrbætur í húsnæðismálum sem hann hefur sagst munu flytja í frumvarps- formi eða á annan hátt. Minna hefur hins vegar orð- ið úr framkvæmdum fyrst og fremst vegna þess að samstarfsflokkurinn hefur lagst gegn þeim. Hið sama virðist ætla að verða uppi á teningnum núna. Ráðherr- ann boðar flutning frum- varpa sem Sjálfstæðis- flokkurinn virðist ekki reiðubúinn að samþykkja. Þjóðviljinn spurði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra hver væru meginefni frumvarps um skyldusparnað sem hann hef- ur kynnt fyrir stjórnarflokkun- um. „Það er lækkuð prósentan úr 15% í 10%, og þrengdir mögu- leikar til að tæta þetta út jafn óðum. Þetta þýðir heildarlækkun á skyldusparnaðinum en við reiknum með því að aukin inn- heimta muni vega það upp.“ Koma hertar reglur ekki illa við skólafólk og þá sem hafa úr litlu að spila? „Það má vel vera, en því verður þá að mæta á annan hátt.“ Murt Sjálfstœðisflokkurinn leggjast gegn frumvarpinu? „Það getur verið en þeir verða þá að koma með aðra aðferð til þess að halda inni fé í húsnæðis- kerfinu. Það þýðir ekkert að vera með tekjustofn sem er nei- kvæður.“ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Finnst þér líklegt að þessi tvö frumvörp verði afgreidd á þessu þingi? „Eg skal ekkert segja um það en fyrir húsnæðiskerfið og bygg- ingarsjóðinn er nauðsynlegt að afgreiða málið. Ef menn ekki vilja sinna því, þá þeir um það, þeir koma þá með aðrar til- lögur.“ Segir eitthvað um það í frum- varpinu um Búseturéttaríbúðirn- ar, hvar slíkar íbúðir komi inn í lánakerfið? „Nei, frumvarpinu er fyrst og fremst ætlað að skapa lagaramma um það hvernig á að meðhöndla þetta íbúðarform. Að svo stöddu er engin tillaga um lánveitingar." Halldór Blöndal, talsmaður Sjálfstœðisflokksins í húsnœðis- málum sagði hins vegar eftirfar- andi í samtali við Pjóðviljann: „Ég hélt að tilhögun skyldu- sparnaðar hefði verið útrætt mál milli flokkanna á síðasta þingi. Þetta mál hefur ekki komið neitt til tals milli þessara flokka ennþá. Þannig að það er alveg nýtt fyrir mér að húsnæðisráðherra skuli hafa þarna uppi nýjar hugmynd- ir. Mér kemur afskaplega mikið á óvart að ég skuli lesa um þetta mál í blöðum. Við getum ekki fallist á það til dæmis að nemendur fái ekki endurgreiðslu.“ En eruð þið sammála um lœkk- un á skyldusparnaði úr 15% í 10%? „Húsnæðismálakerfið þolir það ekki núna, hins vegar bíðum við færis að fella niður skyldu- sparnaðinn því Sjálfstæðisflokk- urinn vill efla frjálsan sparnað." Hver er afstaða ykkar til Bú- setafrumvarpsins? „Ég á eftir að lesa þessi frum- varpsdrög um Búseta betur, en það eru í því atriði sem við mun- um áreiðanlega skoða betur, auk þess sem þessar hugmyndir um Búseta fela ekki í sér lækkun húsnæðiskostnaðar. Ef maður á að borga meira fyrir að búa í leiguhúsnæði en eigin húsnæði þá hlýtur hann að taka eigið húsnæði fram yfir.“ Eru nokkrar likur á því að stjórnarflokkarnir nái saman um nýja heildstæða stefnu í húsnœð- ismálum? „Það er engin von til að flokk- arnir nái saman heildstæðri stefnu í húsnæðismálum ef það á að halda áfram að við tölumst við í fjölmiðlum." Af ummælum Halldórs Blöndal og Alexanders Stefáns- sonar verður ekki annað ráðið en stjórnarflokkarnir hafi ekki á prjónunum neinar heildarað- gerðir til úrbóta í húsnæðismál- um. í ljósi þess aðlangter núliðið á þingtímann er ekki ljóst hvort þinginu gefst færi á að afgreiða frumvarp um greiðslujöfnun sem rætt hefur verið um og á að fela í sér að byggjendur og kaupendur íbúða, sem eiga í greiðsluerfið- leikum, geti fengið frestun á greiðslum á hluta afborgana og vaxta af lánum húsnæðisstofnun- ar. Þó að það takist stendur hitt óhaggað að stjórnarflokkarnir taka enn ekkert tillit til fjölda til- lagna meðal annars frá Alþýðu- sambandinu og Samtökum á- hugamanna um úrbætur í húsnæðismálum. hágé. Leiðrétting iánskjaravísitölu Leiðrétta þarfgrunn lánskjaravísitölunnar til samrœmis við byggingarkostnað Mikil umræða stendur nú yfir um það hvernig þeim verði bjarg- að frá gjaldþroti sem lent hafa í erfiðleikum vegna gjaldfallinna afborgana af húsnæðislánum. í þeim umræðum hefur að veru- legu leyti gleymst að ræða um á- stæðuna fyrir því að húseigendur hafa lent í þessum miklu erfið- leikum. Vissulega er raunveruleg lækkun launa meginástæðan fyrir erfiðleikunum eins og fram hefur komið í rökstuddum rriálflutningi áhugamanna um vandamál hús- byggjenda. Önnur ástæða er þó einnig mjög mikilvæg sem grundvallar- orsök fyrir því neyðarástandi sem nú er hjá öllum þeim sem borga þurfa af lánum sem verðtryggð eru með vísitölu lánskjara. Sú staðreynd liggur nú fyrir að lánskjaravísitalan verðtryggir fjármagn og allar fjárskuldbind- ingar verulega umfram verð- hækkanir fasteigna og annarra eigna. Tilgangur verðtryggingarinnar var að sjálfsögðu sá að peningar og fjárskuldbindingar héldu sínu verðgildi miðað við fasteignir, en ekki sá að greiða fjármagns- eigendum bætur fyrir skatta- hækkanir. Það er hinsvegar gert með því að hækka lánskjaravísi- töluna með nýrri skattlagningu á tóbak og áfengi. Bætur fyrir skattahækkanir Lánskjaravísitalan var ákveðin með setningu svonefndra Ólafs- laga á vordögum 1979, eftir harða Framhalö á bls. 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.