Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 7
Vestmannaeyjar 75 ára leikfélag Leikfélag Vestmannaeyja hefur sýnt 114 verk á 75 árum. Saumastofa Kjartans sýná á afmœlisárinu Menn minnast þess nú í Vestmannaeyjum að í sumar verða liðin 75 árfrá því þarvar stofnað leikfélag. Það gerðist í ágúst árið 1910ogvarfyrsti formaður þess frú Ágústa Eymundsdóttir á Hóli. Á þess- um þremuraldarfjórðungum hefur Leikfélag Vestmanna- eyja sett upp 114 sýningar, sú síðasta var frumsýnd 28. apríl sl. Leikritið sem varð fyrir valinu á afmælisárinu er Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson undir leikstjórn Emils Gunnars Guð- mundssonar. Alls koma yfir tut- tugu manns við sögu sýningarinn- ar en leikmynd er eftir Magnús S. Magnússon og Lárus Björnsson stjórnaði ljósum. Húsfyllir var í Félagsheimili Vestmannaeyja á frumsýningu og var leiknum geysivel tekið. Höfundur var mættur sem heiðursgestur og forseti bæjar- stjórnar færði félaginu peninga- gjöf í tilefni afmælisins. Lengi framan af ævi sinni hafði Leikfélag Vestmannaeyja að- stöðu í gamla Gúttó en það var rifið árið 1936. Þá kom nokkur ládeyða í starfsemina en árið 1940 var búið að reisa Samkomu- húsið og þá voru settar upp fimm sýningar á tveimur árum. Árið 1971 fékk félagið langþráða að- stöðu í bæjarleikhúsinu og hefur síðan fátt getað hamlað leikstarf- semi í Eyjum, ekki einu sinni eld- gos því þegar allir bæjarbúar voru fluttir upp á land var sýnt á Sel- tjarnarnesi og víðar. Á þessum fjórtán árum hafa verið settar upp 38 sýningar sem jafngildir hartnær þremur á ári. -ÞM/-ÞH Thomas Baldner hljómsveitar- stjóri. Nú er komið að vorverkum hjá (slensku hljómsveitinni og af því að á þeim árstíma hleypur fiðringur í ýmsa lík- amsparta, ekki sístfæturna, þá ætlar sveitin að flytja nokkra dansa á tónleikum sem haldnir verða í Bústaða- kirkju kl. 20.30 í kvöld. Það eru fimmtándu tónleikarnir á starfsárinu. Á efnisskránni eru annars veg- ar „hreinar skvettur" eins og segir í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni. Undir það heiti eru sett verkin Vals eftir Poulenc og hlutar af Danses Concertantes eftir Stravinskí. Hins vegar er vorstemman Appalachian Spring, þýður ballett eftir Aaron Copland. Síðast en ekki síst verður frum- flutt nýtt verk sem samið er að tilhlutan fslensku hljómsveitar- innar, Gítarkonsert eftir Joseph Joseph Ka Cheung Fung tón- skáld og gftarleikari. Fung sem fæddur er í Hong Kong en dvaldist hér á landi í fjögur ár og kenndi við Tónskóla Sigur- sveins. Tónskáldið leikur sjálfur einleik á gítar. Hljómsveitarstjóri á þessum tónleikum er Thomas Baldner. Hann er fæddur 1928 í Þýskalandi og ólst upp í Berlín þar sem hann nam tónlist og var farinn að stjórna hljómsveitum opinber- lega áður en hann flutti sig vestur um haf og settist að í Blooming- ton í Indiana í Bandaríkjunum. Þar er hann prófessor í hljóm- sveitarstjórn og ber auk þess hit- ann og þungann af starfi sjö sin- fóníuhljómsveita og óperuhúss. Hann hefur starfað jafnt austan hafs og vestan og stjórnað mörg- um þekktustu hljómsveitum heims, svo sem Berlínar- og Lundúnafflharmóníum, Fflharm- óníusveit Lundúna, Stutt- gartfflharmóníunni og Útvarps- hljómsveit Berlínar. _bH Úr sýningu Leikfélags Vestmannaeyja á leikritinu Geimfarinn árið 1961. Gunn- ar Sigurmundsson og Jónheiður Scheving í hlutverkum sínum. Gunnar er okkar Þjóðviljamönnum að góðu kunnur því hann var innheimtumaður við blaðið um árabil. Jónheiður var ein af driffjöðrum leikfélagsins um langt skeið. Islenska hljómsveitin Vorverk á dagskrá Fimmtánáu tónieikar starfsársins í Bústaða- kirkju í kvölá Vísur úr Dölum Vestur í Búðardal hafa tveir menn tekið sig til og gefið út kver með rúmlega 200 vísum eftir Jónas Jóhannsson frá Skógum á Fellsströnd. Er þetta aðeins örlítið brot af þeim kveðskap sem eftir Jón- asliggur. Jónas er svo til upp á dag jafngamall öldinni, fæddur 18. desember 1899 í Skógum. Þar ólst hann upp og stundaði búskap með föður sínum fram á miðjan aldur en árið 1953 fluttist hann að Valþúfu sem er kippkorn innar á Fellsströndinni. Þar bjó hann ásamt konu sinni, Guðbjörgu Andrésdóttur, fram á síðusta haust er þau fengu inni í ný- byggðu Dvalarheimili Dala- manna í Búðardal. Jónas fór ekki að yrkja fyrr en hann var kominn fast að fimm- tugu en hefur verið þeim mun af- kastameiri síðan. Efnið sækir hann aðallega í atburði dagsins eða mannaminni. Kverið kostar 300 krónur og hægt að panta það hjá Kjartani Eggertssyni í síma 93-4228 eða Kristni Jónssyni í síma 93-4158. -ÞH Dubliners. írska þjóðlagasveitin The Dubliners er væntanleg hingað til lands í þriðja sinn og heldur hún tónleika í Háskólabíói 16. og 17. maí. Hljómsveitina skipa fjórmenningarnir Barney McKenna, Ronnie Drew, John Sheahan og Sean Cannon. Vafalaust munu margirfagna komu þeirra þvíThe Dubliners hafa verið frægustu flytjendur írskrar þjóðlagatónlistar á þriðja áratug. Forsala aðgöngumiða á tónleikana er þegar hafin í Háskólabíói. Miðvikudagur 8. maí 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7 Vísnavinir Sœnsk vísna- söngkona í tónleikaferð Sænska vísnasöngkonan Thérése Juel er að leggja upp í tónleikaferð um Norðurland og kemurfram áfimmstöð- um. Fyrstutónleikarnirverðaí kvöld kl. 22 í Sjallanum á Ak- ureyri, annað kvöld kl. 21 verður hún í Félagsheimilinu í Grímsey, áföstudagskvöldið kl.22íSælkeranumá- Sauðárkróki, á laugardags- kvöldið kl. 22 í félagsheimilinu á Hofsósi og síðustu tónleik- arnir verða á Akureyri á sunn- udag en staður og tími er enn óákveðið. Thérése Juel er búsett í Stokk- hólmi og starfar við sænska út- varpið. Hún kom hingað til lands á vegum þess fyrir nokkrum árum til að gera þætti um störf íslenskra vísnavina. Þeir komust að því að hún var sjálf vel liðtæk í söngnum og hljóðnemanum var snúið við. Hún er framarlega í flokki sænsk- ra vísnasöngvara og hefur gefið út nokkrar breiðskífur. Hingað til lands kemur hún fyrir tilstuðlan Vísnavina og Nor- ræna hússins. Bergþóra Árna- dóttir verður með Thérése í ferð- inni og eflaust munu þær taka lagið saman. Að lokinni ferðinni um Norðurland mun Thérése Juel koma fram á vísnakvöldi í Reykjavík á mánudaginn og síðar í mánuðinum hyggur hún á tón- leikaför um Vesturland og Vest- Bubbi hringsólar *Einsog íbúum Norðurlands má vera fullkunnugt um er Bubbi Morthens á mikilli tón- leikareisu um landsbyggðina þessarvikurnar. Hanngerir víðreist, kemur við á 28 stöð- umá30dögum. Núerhann búinn að afgreiða allt Norður- land frá Hvammstanga til Þórshafnar og í gær var hann í Neskauðstað. Með honum í förinni eru tveir félagar hans, Pétur Gíslason sem sér um að hljóðin frá Bubba kom- ist til skila í réttum hlutföllum og Viðar Arnarson reddari og um- boðsmaður. Að sögn Viðars hef- ur ferðin verið ólýsanleg. „Þetta hefur gengið meiriháttar vel, við- tökur frábærar,“ sagði hann. Ferðinn heldur áfram hjá þeim þremenningum og í kvöld, mið- vikudag, verða þeir á Eskifirði, annað kvöld á Reyðarfirði, á föstudagskvöldið á Seyðisfirði, laugardagskvöldið á Fáskrúðs- firði, sunnudaginn á Egilsstöð- um, mánudaginn á Breiðdalsvík, þriðjudaginn á Djúpavogi, mið- vikudaginn á Höfn í Hornafirði, annan fimmtudag á Vík í Mýrdal og ferðinni lýkur föstudaginn 17. maí á Skógum undir Eyjafjöllum. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.