Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.05.1985, Blaðsíða 8
MENNING Mýkt og fallegur tónblœr Kammermúsikklúbburinn Fjórðu tónleikar starfsársins 1984-85 1. maí 1985 í Bústaðakirkju SinnhofTer-strengjakvartettinn frá Múnchen Ragnar Björnsson orgel Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Die Kunst der Fuge í d-moll RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSQ Tónlistarlíf höfuðborgarinnar hefir verið með eindæmum fjölskrúðugt þennan vetur sem nú er á enda. Og vorið er komið með „blóm í haga“ - og ekkert lát er á tónleikum sem stundum eru fleiri en einn á dag. En það sem er aðalatriðið er, að gæði tónleik- anna eru oftast fyrir ofan meðal- lag og oft vel það. Einnig hafa verið flutt mörg merkileg verk sem ekki hafa heyrst hér áður. Eitt merkilegasta verkið var flutt á tónleikum Kammermúsik- klúbbsins 1. maí s.l.. Sinnhoffer- kvartettinn og Ragnar Björnsson organleikari frumfluttu hér á landi Die Kunst der Fuge, Fúg- ulistina, eftir J.S. Bach. Þessi út- gáfa fyrir strengjakvartett og org- el er eftir R. Klemm og C. Weymar. Bach samdi verkið ekki fyrir neitt sérstakt hljóðfæri og er það þessvegna flutt á hinn marg- víslegasta hátt. í hinu mikla riti Alberts Schweitzers um ævi Bachs og verk hans, segir Schweitzer að Bach hafi lengi haft í huga að skrifa margar fúgur um eitt stef og sýna alla þá möguleika sem fúguíistin hefir upp á að bjóða. Hann hafi ekki unnið að þessu verkefni reglulega, heldur eins og tími vannst til. Þessar fúgur nefndi Bach kontrapunkta. Grunnstefið er mjög einfalt, en þróunarmöguleikar þess eru með ólíkindum í höndum Bachs. Fúg- urnar eru 16 ásamt fjórum kan- ónum. Síðasta fúgan sem er þrí- stefja, endar snögglega og er sagt að þá hafi Bach verið orðinn nær alblindur og dáið skömmu síðar. Sagan segir einnig að Bach hafi í banalegunni samið sálmalag sem var skrifað niður eftir forsögn hans og hafi hann ætlast til að verkið endaði á þessu sálmalagi. Það síðastnefnda segir Schweitzer að sé rangt. Og ekki nóg með það. Hann segir það einnig rangt að Bach hafi ekki lokið við verkið. Ófullgerðu fúg- una hafi synir Bachs, Emanuel og Fridemann fundið meðal pappíra hans eftir lát föður þeirra, og haldið að hún tilheyrði Fúgulist- inni, þó stefið sé ekki það sama, og þannig sé það til komið að henni hafi verið bætt við verkið. í fúgunni kemur nafnið BACH fyrir og er það þriðja stefið í þess- ari stórbrotnu fúgu sem því miður Bach auðnaðist ekki að ljúka við. Schweitzer telur ekki útilokað að Bach hafi ætlað sér að hafa þessa þrístefjuðu fúgu sem viðbót við verkið, en ekki sem eina af heildinni, og það sama má segja um sálmalagið. Þetta álit Albert Schweitzers, eins mesta orgel- meistara og Bach-sérfræðings á þessari öld, er sett hér fram til gamans og fróðleiks fyrir áhuga- fólk. Það var mikil upplifun að heyra Sinnhoffer-kvartettinn og Ragnar Björnsson organleikara flytja þetta einstaka og sögulega verk, en kanónurnar fjórar sem eru tvíradda, voru leiknar á org- elið. Orgelið er að vísu of lítið til þess að organleikarinn nyti sín til fulls, og það hefði einnig mátt vera betur stemmt, en Ragnar lét það ekki á sig fá, og lék af mikilli kunáttu þessar bráðskemmtilegu kanónur. Sinnhoffer-kvartettinn hefur til að bera óvenjulega fal- legan tónblæ og mýkt. Fúgurnar voru leiknar af látleysi en samt af miklu lífi og hnitmiðuðum styrk- leikabreytingum, þar sem stefin heyrðust alltaf greinilega milli hljóðfæranna án þess að yfirdrífa framsetninguna. Að lokum er ástæða til að þakka Kammermúsikklúbbnum fyrir að hafa stuðlað að því að Fúgulistin hafi í fyrsta sinn verið flutt hér á landi. Það var verðugt framlag á 300 ára afmæli meistar- ans mikla Johanns Sebastians Bachs. R.S. Stemmning og smekkvísi Karlakórinn Fóstbræður Samsöngvar vorið 1985 Tileinkaðir Jóni Halldórssyni Einsöngvarar: Björn Emilsson Eiríkur Tryggvason Erna Guðmundsdótt- II Sigríður Elliðadóttir Söngstjóri: Ragnar Björnsson Karlakórinn Fóstbræður mun vera elstur starfandi karlakóra í landinu og fyllir sjöunda tuginn nú á næsta ári. En aldur kórsins er talinn frá þeim tíma er Jón Halldórsson réðst söngstjóri að karlakór K.F.U.M. árið 1916. Þessir tónleikar eru tileinkaðir Jóni Halldórssyni, fyrsta söng- stjóra kórsins, en hann lést há- Stökur Emil Petersen var fæddur á Akureyri 29. apríl 1866. For- eldrar hans voru Emil Peter- sen trésmiður og Guðrún Jónsdóttir frá Pálmholti á Galmaströnd. Emil ólst upp í Eyjaf irði en fór þaðan 17 ára að Húsey í Skagafirði, en 21 árs SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Nú skal taka blað og blek, bjarta vakir gleðin. Ekki saka barnabrek, bjöguð staka kveðin. Skáldalaunin. Auraleysi þreytir þraut, það er gömul saga. Ég hef aldrei orkt fyrir graut alla mína daga. Mammon. Fari það sem auðið er yndi mammons barna. Hann var aldrei hlynntur mér helvítið það tarna. Á Hofsafrétti í júní 1887: Sólin varla sefur blund. Svanir snjallir kvaka, hlustar fjall og fífusund. Fuglar allir vaka. Skorinn skammtur: Safnað hef ég aldrei auð, unnið þreyttum mundum. Drottinn hefur daglegt brauð dregið við mig stundum. aldraður á umliðnu sumri, fædd- ur 1889. Er efnisskráin því samansett af hefðbundnum karl- akórslögum, mörg þeirra sungin í söngstjóratíð Jóns. Fyrri hluti efnisskrár saman- stóð af íslenskum lögum, og átti Sveinbjörn Sveinbjörnsson þau tvö fyrstu, „Móðurmálið" fallegt lag við vísu Gísla Jónsonar og hið alkunna lag „Sprettur" í bráð- skemmtilegri raddsetningu Jóns Halldórssonar. Síðan rak hver perlan aðra, „Vorvísur" Jóns Laxdals (kunnara nafn „Sjá roð- ann á hjúkunum háu“) alltaf jafn fallegt og gott lag þar sem Eiríkur Tryggvason fór með einsönginn og gerði bráðsmekklega. „Sumarnótt“ Árna Thorsteins- sonar við texta Steingríms, vand- að lag sem heyrist alltof sialdan. „Þei, þei og ró, ró“ og „Eg man þig“ (Guðm. Guðmundsson) eftir Sigfús Einarsson, með fal- legum einsöng Björns Emils- sonar í því síðarnefnda. Man ekki eftir að hafa heyrt það lag áður og fannst mér það fallegt og hugljúft. í „Þei, þei og ró, ró,“ fannst mér afturámóti vanta mýktina og innileikann. Það er alltaf eitthvað frumlegt við lag Bjarna Þorsteinssonar „Kirkjuhvoll" enda frábærlega vel smíðað lag og tókst bara nokkuð vel í flutningi. Ragnar Björnsson átti tvö lög, „Vögguvísu" við texta Sveins Jónssonar, vandað og þróttmikið kórlag í anda kvæðis sem inni- heldur ekki beinlínis neina hefð- bundna „vögguvísust- emmningu". Etýða - Æfing er sniðugt verk og líklega ekki svo galið til raddþjálfunnar, enda nóg að gera í öllum röddum, „Sól-fa-kerfið“ með meiru. Gunnar Reynir Sveinsson var með tvö lög, gullfallega raddsetn- ingu á miðaldastefi frá um 1600 sem hann hefur fellt við texta eftir Davíð Stefánsson og heitir „Vorboðinn“ og „Þótt hann rigni“ texti Hannesar Hafsteins. Það fyrra var frábærlega vel flutt, með yndislegri mýkt og nærfærni og undrast ég það helst, að sá mjúki samhljómur skuli ekki hafa komið oftar fram í fleiri lögum. JAKOB HALLGRÍMSSON Eftir hlé komu svo norræn lög, sum gamlir kunningjar. Þar eru eftirminnilegust tvö lög eftir Gri- eg „Jeg lagde mig sá sildig“ fal- legt lag við fallega þjóðvísu og nú söng Björn Emilsson aftur ein- söng og gerði það alveg ljómandi eðlilega. „Sjá þann hinn mikla flokk“ en þar söng Sigríður Ellið- adóttir með sinni björtu og fal- legu rödd sem var nokkuð yfir- spennt í byrjun, svo jafnvægi milli hennar og kórsins var ekki sem skyldi framanaf, og Ioks eitt elskulegasta lag tónbók- menntanna „Sunnudagur sel- stúlkunnar“ eftir fiðlarann Ole Bull í meðförum Ernu Guð- mundsdóttur, sem söng af nær- færni og bráðfallega. Þar hefði kórinn líka mátt vera mýkri, sér- staklega í inngripunum (kórkafl- inn). 1 heild voru þessir tónleikar stemmningsríkir, enda Ragnar góður söngstjóri sem mótar lag af mikilli smekkvísi. Jakob Hallgrímsson Rússnesk grafík í MÍR-salnum gat hann sest i Hvanneyrar- skóla og tekið þaðan bú- fræðipróf. Hagmælskuna mun Emil hafa erft úr móðurætt. Guðrún móðir hans var hagmælt, hún og Rósa Guðmundsdóttir á Vatnsenda voru í þriðja og fjórða lið að skyldleika, forver- ar þeirra voru hjónin Ingibjörg Rögnvaldsdóttir og Arnfinnur Jónsson búendur á Þrastar- hóli í Hörgárdal. Hagmælsku sína kallaði Emil bamabrek. Kosningavísur: Nöpur ískrar aurasál, andi nískra galar. Saman pískra pukursmál pólitískir smalar. Vinir fláir valdhafans veislum frá er slaga, smalar þá og hundar hans hnútur fá að naga. Gæt þess: Gæt þess vel þó glit og skraut glepji marga aðra, að á bak við blóm í laut bíður eitur naðra. Vefnaðarvísa: Lífsins kljáður vefur vófst, viljans ráði unninn. Minn var áður ævin hófst örlagaþráður spunninn. Að síðustu: Ber ég eina bón til þín. Bragi reiðst mér eigi. Láttu veslings Ijóðin mín lifa þótt ég deyi. Tryggvi Emilsson ríthöfundur gaf út árið 1938 ljóðkverið Stökur og Stef eftir föður sinn. Opnuð hefur verið sýning á rússneskri grafíklist í Mír- salnum að Vatnsstíg 10 í Reykjavík. Á sýningunni eru sýndar 63 grafíkmyndir auk nokkurra mynda sem unnar eru í þekjulit og listmuna er hafa að geyma sýnishom af forkunnarfögrum míneatúr- myndum sem eru unnar í lakk samkvæmt rússneskri hefð sem á rætur sínar allt aftur í gömlu rússnesku íkonunum. Heiðursgestur sýningarinnar er Nikolaj Levovits Voronkov, grafíklistamaður sem nú stundar kennslu við Listaháskóla ríkisins í Moskvu samhliða listsköpun sinni. Voronkov, sem er staddur hér á landi í tilefni sýningarinnar, sýnir tvær seríur steinþrykks- mynda. Önnur þeirra er röð port- rettmynda af sovéskum rithöf- undum, hinar myndirnar lýsa mannlífi inúíta á Tsukots- koj-skaganum við Beringssund- ið, þar sem hann hefur dvalist á sumrin. Sýning þessi er skipulögð af Listamannasambandi Rússneska sambandslýðveldisins í samvinnu við MÍR og Sambandi vináttufé- laga við önnur ríki í Sovétríkjun- um. ólg 8 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 8. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.