Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 3
BSRB FRETTIR Hver er Alexander? Auðu seðlarnir í atkvœðagreiðslu kennara hafa hleypt úrsagnarmálinu í vondan Gordíonshnút. Kjörstjórn villekki veraAlexander, sennilegt að fulltrúaráð KÍreyni að höggva á Kjörstjóm Kennarasambands- ins hefur nú talið atkvæði í úrsagnarkosningunum. Hún hef- ur fengið álit íjögurra lögfræð- inga um túlkun á úrslitum, og telja tveir þeirra að auða seðla skuli telja með minnihluta at- kvæða og væri KÍ þarmeð enn í BSRB, en tveir að aðeins skuli talin atkvæði með og móti úrsögn og væri KÍ þarmeð gengið úr BSRB frá næstu áramótum. Kjörstjórn tekur ekki afstöðu í málinu, en búist er við að línur skýrist á fulltrúaráðsfundi KÍ á laugardaginn. Urslit atkvæðagreiðslunnar urðu þessi: með BSRB aðild voru 719, móti aðild 1572, 151 seðill auður, 1 ógildur. Kjörsókn var 75,3%. Tvo þriðju þarf með úrsögn til að hún sé gild. Séu aðeins talin atkvæði með og móti eru 68,6% með úrsögn, en séu auðir seðlar taldir greidd atkvæði ná úr- sagnarmenn ekki tveimur þriðju (64,4%). Valgeir Gestsson formaður KÍ sagði við Þjóðviljann í gær að af- staða stjómar og fulltrúaráðs Kennarasambandsins hlyti að vega nokkuð þungt í þessari stöðu, en fulltrúaráðsfundur verður haldinn á laugardag. Hinsvegar væru lögfræðingarnir ekki á eitt sáttir um ákvæði í lögum BSRB og væri hugsanlegt að þing BSRB í júní vildi fjalla um málið. Valgeir taldi þó ósennilegt að þing og stjórn BSRB féllust ekki á afstöðu full- trúaráðsfundar KÍ verði hún af- dráttarlaus. Hann nefndi líka þann möguleika að málið yrði lagt í einskonar gerðardóm lög- fræðinga. -m ís á Hallo íshöllin er fyrirtæki sem ætlar með samþykki borgarráðs Reykvíkinga að reisa íssöluhús á horni Austurstrætis og Aðal- strætis þar sem heitir á Hallær- isplani. íshallarmenn sóttu fyrst um að fá að selja ís á Bernhöftstorfu en umhverfísmálanefndarfulltrúum þótti ísviðskiptaskáli þar þrengja fullmikið að útivistarsvæðinu kringum taflið. Var stungið uppá Bárusvæðinu við norðvesturenda Tjarnarinnar sem ákjósanlegu svæði til sölu íss og ísafurða en framkvæmdamennirnir vildu vera nær Morgunblaðinu og munu sumsé reisa, - til bráða- birgða - ofurlitla ísskemmu á bíl- astæðinu í fyrrverandi hlaðvarpa Ingólfs Arnarsonar. Hinum- megin götu til hánorðurs er nú þegar seldur ís undir merkjum Mjólkurbúsdrottningarinnar. m Alþingi Stéttabarátta Atvinnulíf lamað í Færeyjum ASÍskorar á aðildarfélögin að standa fast með fœreysku verkfallsfólki Algjör hneisa Svavar Gestsson: Pinghaldið snýst um bjór og auglýs- ingaútvarp meðan meginmálin liggja óhreyfð „Það er algjör hneisa að þingið skuli dag eftir dag snúast um áfengan bjór og útvarp í stað þess að sinna þeim málum sem skipta raunverulega máli fyrir launafólk í landinu og húsbyggjendur sem eru að kikna undan greiðslubyrð- inni,“ sagði Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalagsins í gær. „Það er ömurleg mynd sem þingið gefur af sér með þessum hætti“. Svavar á sæti í fjárhags- og við- skiptanefnd neðri deildar, þar sem ótal stórmál liggja óafgreidd og engin teikn á lofti um hreyf- ingu á þeim. Þeirra á meðal eru „þríburarnir“, þ.e. frumvörpin um Framkvæmdasjóð, Byggða- stofnun og Þróunarfélagið, þar eru frumvörp um viðskiptabank- ana og sparisjóði og loks frum- varpið um greiðslujöfnuð húsn- æðisstjórnarlána og lánsfjáráætl- un. „Þetta liggur allt meira og minna hreyfingarlaust í nefn- dinni,“ sagði Svavar, „og lánsf- járáætlunin er strand. Á meðan er þingið nánast verklaust og snýst um bjór og útvarp eins og það sé það eina sem máli skiptir!“ Svavar sagði að stjórnarflokk- arnir væru ekki tilbúnir til að af- greiða lánsfjáráætlunina eins og hún kom frá efri deild, en þar var henni breytt þrisvar. „Við höfum engar upplýsingar um hvað veld- ur þessu strandi,“ sagði Svavar, „en búumst við að áætlununinni verði breytt enn einu sinni. Það þýðir að hún þarf að fara aftur fyrir efri deild. Á meðan er ekki hægt að gera útlánaáætlanir hjá Húsnæðisstofnun og stofnlána- sjóðum.“ _ ÁI Atvinnulíf er að mestu lamað í Færeyjum vegna verkfalls ó- faglærðs verkafólks. Verka- lýðsfélögin í Þórshöfn og Klakks- vík hófu verkfall s.l. föstudag og Föroya Arbeidarafelag s.I. mánu- dag. Þetta er í fyrsta sinn í aldar- fjórðung sem þessi þrjú stéttarfé- lög grípa sameiginlega tilverk- fallsvopnsins. Alls eru nú um tíu þúsund manns í verkfalli. Samningaviðræður talsmanna verkafólks og atvinnurekenda sigldu í strand á mánudag eftir sjö tíma samningafund. Verka- lýðsfélögin hafa sett fram kröfu- gerð í fimmtán liðum. Ein megin- krafa þeirra er að tímalaun verði hækkuð um tvær krónur, úr 58.44 f.kr. í 60.44. Auk þess er farið fram á hækkun næturvinnutaxta og kvöldtaxta, 100% álag á laugardögum og lengingu upp- sagnartíma verkafólks. Atvinnu- rekendur hafa ekki tekið undir eina einustu af kröfum verka- fólks. Að sögn formanns Foroya Ar- beidarafelags er mikil samstaða meðal verkafólks. Á fundi allra aðildarfélaga Verkamannasam- bandsins um helgina kom fram eindreginn stuðningur við kröfu- gerðina. Verkamannasamband Færeyja hefur sent boð til verkalýðssam- banda í nálægum löndum um að ekki verði landað úr færeyskum skipum eða þeim veitt þjónusta meðan á verkfallinu stendur. At- vinnurekendur hafa hótað skaða- bótakröfum vegna þessarar beiðni. ASÍ hefur framsent beiðni verkamannasambandsins til hlut- aðeigandi félaga og lýst trausti sínu á því að þau sýni færeysku verkafólki órofa samstöðu. Eins og kunnugt er hafa íslensk og fær- eysk verkalýðshreyfing jafnan stutt hvor aðra þegar til aðgerða hefur komið. -b Samkeppni ------------ r Verðlag Verðbólgan á uppleið 28,8% íapríl en 30,4% ímaí Hvaö vantar á myndina? Auðvitað byggingarnar kringum Melavöllinn sem nú á að leggja undir gras og bílastæði og eftilvill háskólabyggingar síðarmeir. „Nú er hún Snorrabúð stekkur” sagði forseti Knattspyrnusambandsins um þetta í blaðagrein fyrr í vetur. Höfund þessa myndatexta langaði líka til að láta hugann hvarfla til bókmenntanna við þetta tækifæri, en gat ekki gert upp á milli „Hvar er þín fornaldar frægð” og „Eg hef selt hann yngra Rauð”. Mynd: E.OI. Báfturinn Jón, bíllinn Isak aprfl efndi Slysavarnadeildin Ingólfur í Reykjavík til sam- keppni um nöfn á ny björgunar- tæki sveitarinnar, snjóbfl og björgunarbát. Dómnefnd hefur valið úr hugmyndum sem fram komu. Skal björgunarbáturinn heita Jón E. Bergsveinsson en snjóbíllinn ísak. Þar eð uppástungur um þessar nafngiftir bárust frá fleiri en ein- um var dregið til verðlauna og komu upp eftirfarandi nöfn: Jón Hafsteinsson, Laugateigi 38, Rvík (fyrir nafnið ísak). Ólafur Valur Sigurðsson, Skólabraut 39, Seltjarnarnesi (fyrir nafnið Jón E. Bergsveins- son). - h Verðbólgan sl. 12 mánuði á íslandi er rúmlega 30% að því er segir í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands. Hækkun vísitölunnar frá aprfl til maí sl. var 2,1% en það svarar til 28,3% árshækkunar, og undangengna 3 mánuði hefur vísitöluhækkunin verið 6,63%, en það svarar til 29,3% árshækkunar. Ljóst er á útreikningum vísitölu framfærslukostnaðar nú, að verð- bólgan er aftur á uppleið. Hún var 4,33% í janúar si., 3,43% í febrúar, 2,71% í mars, 1,68% í apríl og nú 2,10%. Af þessari hækkun vísitölunnar nú stafa 0,3% af hækkun matvöru- verðs, 0,3% vegna hækkunar húsleiguliðs vísitölunnar, 0,5% vegna hækkunar á tryggingargjaldi bifreiða og 1,0% vegna hækkunar ýmissa annarra vöru og þjónustuliða. Mlðvlkudagur 15. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.