Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 5
Óskalistinn 75 mál afgreidd fyrir þinglok? Ragnar Arnalds: Fráleitt með öllu. Man ekki eftir annarri eins ringulreið íþinginu. Forsœtisráðherra: Varla raunhœfur listi! í síðustu viku kynnti ríkis- stjórnin þingflokkunum lista yfir ein 75 mál sem hún óskar af- greiðslu á fyrir þinglok. Mörg þessara mála hafa ekki einu sinni verið lögð fram á þinginu og sagði Ragnar Arnalds, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins í gær, að þetta seinasta útspil ríkis- stjórnarinnar væri út í bláinn. Ragnar sagðist ekki muna eftir annarri eins ringulreið og seina- Ölfusvatnskaupin Landið kostar 43 miljónir! Tæpar 43 miljónir króna af þeim 60 sem borgin hyggst greiða fyrir Ölfusvatn eru taldar vera fyrir landið sjálft, en ríflega 17 miljónir eru taldar vera fyrir hit- aréttindin. Hver hektari á há- lendinu er metinn á 2 þúsund krónur og hver hektari á láglendi á rúmlega 61 þúsund krónur. Þetta kom fram í útvarpsviðtali við Davíð Oddsson borgarstjóra s.l. sunnudag og í borgarráði í gærdag. í útvarpinu taldi borgar- stjóri Ölfusvatnssamningnum það til ágætis m.a. að fá mætti 200 miljónir fyrir láglendið ef það væri selt undir sumarbústaði. í samningnum sjálfum skuldbind- ur borgin sig hins vegar til þess að nýta landið ekki til þeirra þarfa í næstu 25 ár og besta partinum svonefndum Lambhaga, halda erfingjar Sveins Ben í 50 ár a.m.k. gangi í þingstörfum, þó oft hefði það verið slæmt. „Það er ekki að- eins,” sagði hann, „að ríkis- stjórnin komi ekki með mál inní þingið, heldur eru mál hér strand í nefndum vikum saman vegna ósamkomulags stjórnarflokk- anna.” Ragnar sagði að eina málið sem bráðlægi á að afgreiða væri lánsfjáráætlun og aðstoð við hús- byggjendur. Hin málin sem kom- in væru fram væru yfirleitt svo illa undirbúin og vanburðug, að eðli- legast virtist að láta þau flest bíða til hausts. Hann nefndi þar sér- staklega sem dæmi frumvarp um framleiðsluráð landbúnaðarins sem stjórnarandstaðan hefur ekki enn fengið að sjá. „Það er óhjákvæmilegt,” sagði hann, „að bændur og forystumenn þeirra fái tækifæri til að ræða það mál miklu betur áður en farið verður að afgreiða það hér.” Ragnar sagðist að lokum ekki h'ta á þennan lista stjórnarinnar öðru vísi en sem óraunsæjar vonir út í bláinn. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra við- urkenndi í samtali við Þjóðvilj- ann að listinn væri varla raun- hæfur og hann gerði ekki ráð fyrir því að þingið gæti afgreitt hann allan. „Þetta er óskalisti ein- stakra ráðherra, en ríkisstjórnin sem heild hefur ekki tekið af- stöðu til þeirra mála. Það verða þó nokkuð mörg af þeim og nokkur til viðbótar sem flokkam- ir sameiginlega leggja mesta áherslu á,” sagði hann. Forsætisráðherra sagði að lok- um að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um hvenær þingi yrði slitið, en hann vonaði að það stæði ekki langt fram í júnímán- uð! -ÁI Mngmenn efri deildar (fyrír aftan) fylgjast með afgreiðslu útvarpslaga- gera sér upp áhuga, fjarræn Sigríður Dúna. fmmvarpsins í þeirri neðri. Fyrir framan Harald horfir Pálmi frá Akri yfir gleraugnaspangir en Jón Aftari röð: glottuleitur Haraldur Ólafsson (f.v.) Jón Kristjánsson reynir að Baldvin reytir skegg sitt, þungbrýnn. Þórarinn dottar. Mynd E.OI. Alþingi Þjóðareign á djúphita Iðnaðarnefndfjallar umfrumvarp Hjörleifs Guttormssonar: Ríkið eigi hita undirlOO metra dýpi. Landeigandiþað sem ofar er Aukin sumarbústaðabyggð við Þingvallavatn hefur verið nátt- úruverndarmönnum áhyggju- efni, og nú er í ráði að fmmkvæði Skipulags ríkisins að stofna sam- vinnunefnd með hreppunum fyrir austan og Reykjavíkurborg um svæðaskipulag kringum vatn- ið. í því verður m.a. tekið á sumarbústaðamálum. Samkvæmt upplýsingum fast- eignasala í Reykjavík kosta sumarbústaðalóðir við Þingvalla- vatn nú 500 þúsund hið minnsta og er þá miðað við 0,6-1 hektara lands. Samkvæmt því 200 miljón króna söluandvirði, sem borgar- stjóri nefndi, yrðu bústaðirnir 400 til 1400 talsins eftir verði og lóðastærð! Láglendið sem um er að ræða er 675 hektarar að stærð. „Við teljum að í raun sé búið að marka ákveðna stefnu um sumarbústaði í kringum Þingvall- avatn, - að þarna eigi að vera almenningsland og ekki bútað niður í skika undir bústaði,“ sagði Eyþór Einarsson, formaður Náttúruverndarráðs í gær, en ráðið er umsagnaraðili um alla sumarbústaðabyggð á landinu. Vísaði Eyþór til svonefnds Mjóa- nessmáls í vetur sem fordæmis, en þar var hafnað beiðni land- eiganda um að reisa sumarbú- staði á um 10 hektara skák í landinu. _ „,/Ái Iðnaðarnefnd alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp um að djúphiti í jörðu skuli vera þjóðar- eign. Samkvæmt frumvarpinu takmarkast réttur landeiganda til umráða og hagnýtingar jarðhita við 100 metra dýpi. „Það eru alltaf að koma upp mál sem tengjast spurningu um eignarhald á þessari auðlind í iðr- um jarðar, nú síðast fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á Ölfus- vatnslandi,“ sagði flutnirgsmað- ur frumvarpsins, Hjörleifur Guttormsson í gær. „Eg mun knýja á um að málið fari fyrir þingið í þessum mánuði, enda má ekki dragast að löggjafinn höggvi á hnútinn og það áður en fleiri fordæmi skapast, sbr. Svarts- engi.“ Snemma s.l. haust lagði Hjör- leifur frumvarpið öðru sinni fyrir þingið en árið 1983 flutti hann sams konar frumvarp sem stjórn- arfrumvarp. Ráðherrar Sjálf- stæðismanna í ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsens höfðu þá að vísu fyrirvara við þau ákvæði sem þeir töldu geta varðað skerðingu á eignarréttinum. Þegar fyrstu lögin um eignar- og notkunarrétt jarðhita voru sett hér á landi 1940 lögðu menn áherslu á það í umræðum að hætta væri á að jarðhitinn lenti í höndum manna sem reyndu að ná eignarhaldinu til að græða á þessari auðlind. Lagasetningin ætti að fyrirbyggja það. Ákvæði um almannaeign á djúphita kom fyrst fram í frum- varpi til laga um jarðhita, sem lagt var fyrir alþingi 1956. Því fylgdi þá ritgerð eftir Ólaf Jó- hannesson, síðar prófessor og forsætisráðherra. Þar segir hann m.a. að það sé „sanngjörn regla og í samræmi við eðli máls, að sérstök náttúruauðæfi, sem eng- inn sérstakur hefur átt þátt í að skapa, séu sameign þjóðarinnar allrar.“ Niðurstaða hans 1956 var að með lagasetningu um al- mannaeign á jarðhita undir 100 metrum væri aðeins verið að setja eignarréttinum almenn takmörk, sem löggjafanum sé heimilt að setja þrátt fyrir eignarréttará- kvæði stjórnarskrárinnar. Fræði- mennirnir dr. Bjarni Benedikts- son og Ólafur Lárusson voru einnig sama sinnis. 1967 voru sett orkulög og þá tekið inn ákvæði um almenna heimild til eignarnáms á jarðhit- aréttindum og jarðhitaorku. Á árunum 1972-1974 flutti þáver- andi iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, stjómarfrumvarp um rétt ríkisins til hagnýtingar jarðhita á háhitasvæðum, en það hlaut aldrei fullnaðarafgreiðslu. í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar 1978 var ákvæði um að djúphiti í jörðu skuli vera þjóðareign og í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen 1980 var gert ráð fyrir lagasetningu um þetta efni. Hjörleifur Guttormsson sagði að úrslit málsins á alþingi nú gætu verið tvísýn, þar sem stjórnar- flokkarnir væru báðir klofnir í málinu. Hann teldi hins vegar að stjórnarandstaðan væri almennt fylgjandi málinu og eðlilegt að á það reyndi í atk'’,’“ðagreiðslu, hvaða fylgi er við u....annaeign á jarðhitanum. Mlðvlkudagur 15. mat 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.