Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 7
Iðnó Hvern sigrar ástin? Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nýjan gleðileik effir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld í kvöld verður frumsýnt í Iðnó leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ástin sigrar heitir verkið og var frum- sýnt hjá Leikfélagi Húsavík- ur upp úr áramótum. Leik- stjóri er eins og fyrir norðan Þórhallur Sigurðsson sem nú er í fyrsta sinn í því hlut- verki hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Leikritið Ástin sigrar náði mikl- um vinsældum meðal húsvíkinga, enda munu um 80% bæjarbúa hafa farið í leikhúsið þegar það var sýnt. Eins og nafnið gefur til kynna eru það tilfinningamálin sem hæst ber en höfundur hefur sagt í viðtali að leikurinn fjalli um þjóðvegakerfi ástarinnar. Ástin er flókið mál og marg- slungið og sama má segja um þennan gleðileik Ólafs Hauks. Þar koma fyrir ung hjón sem þau Kjartan Bjargmundsson og Val- gerður Dan leika. Þau eiga í ákveðnum erfiðleikum í ástarlíf- inu og eiga bæði vingott við ann- að fólk, hann við unga og frjáls- lynda menntakonu (Asa Svafars- dóttir), hún við vaxtarræktar- Helstu aðstandendur, frá vjnstri: Jón Þórisson leikmyndasmiður, Þórhallur Sigurðsson leikstjóri, Daniel Williamsson Ijósameistari, höfundurinn Ólafur Haukur Símonarson og Margrét Helga Jóhannsdóttir aðstoðarleikstjóri. Mynd: Valdís. tröllið Hall (Jón Hjartarson) sem er ákaflega vel að manni til lík- amans þótt deildar meiningar séu um andlegan gjörvileika. Einnig koma við sögu heimilisvinurinn og tannlæknirinn Nói (Gísli Hall- dórsson), sem vitaskuld hefur í þjónustu sinni klíníkdömu (Bríet Héðinsdóttir) svo og móður eiginmannsins (Margrét Ólafs- dóttir) sem er gefin fyrir sér yngri menn (einn þeirra er leikinn af Helga Björnssyni). Loks kemur fyrir athafnamaður sem Steindór Hjörleifsson leikur en hann bregður sér í ýmissa kvikinda líki. Þótt höfundurinn aðhyllist ekki þá kenningu að ástin eigi sér „happy end“ fer allt vel að lokum í þessum gleðileik, vessarnir falla í rétta farvegi og allur hugsan- legur og óhugsanlegur misskiln- ingur er leiðréttur. Endirinn mun vera eitthvað frábrugðinn þeim sem var á leikritinu fyrir norðan enda margsannað mál að í landinu búa tvær þjóðir, önnur í Reykjavík, hin úti á landi, og frá- leitt að skrifa eins fyrir þær báð- ar. Að sjálfsögðu stenst Ólafur Haukur ekki þá freistingu að lauma inn föstum skotum og lausum hér og þar þótt engin þeirra komi niður á húmornum sem einkennir sýninguna. Það er Jón Þórisson sem gert hefur leikmynd en lýsingu annast Daníel Williamsson. Tónlist er héðan og þaðan og af ýmsum toga. Og frumsýningin er sumsé í kvöld. - ÞH Flaug Sverrir á snúru? „Nína Björk eraðfara leið sem kann að geta leitt til merki- legrahluta,Svosegirí niðurlagi leikdóms Sverris Hólmarssonar um leikrit Nínu BjarkarÁrnadóttur „Fugl sem flaug á snúru". (Þjóðv. 11. maí). En hvaða Ieið er Nína Björk að fara? Frá sjónarmiði almennrar leikhúsumræðu hefði verið fróð- legt ef Sverrir hefði getað gefið okkur einhverja innsýn í hvaða leið þetta er sem Nína Björk er að fara. Svo er þó ekki. Og augljóst að Sverrir veit ekki hvað hann er sjálfur að fara því að aðfinnslur hans eru í engu samræmi við for- sendur verksins. Hugsanlega gætu aðfinnslur hans átt við hefð- bundið raunsæisverk en leikrit Nínu Bjarkar er bara ekki hefð- bundið raunsæisverk. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem gagnrýnendur virðast eiga erfitt með að koma auga á forsendur nýrra verka eða fjalla um verk sem svara ekki þeirra eigin vænt- ingum. Og við þessu væri kannski ósköp lítið að segja ef ekki fylgdi sá böggull skammrifi að þeir skrifa ætíð þessar takmarkanir sínar á kostnað skáldanna. Sverrir Hólmarsson segir í leikdómi sínum að verk Nínu Bjarkar sé í eðli sínu ljóðrænt fremur en dramatískt. Þessi stað- hæfing sýnir að hann hefur ekki hugað að formgerð verksins. Leikrit Nínu er í hæsta máta dramatískt þó að það sé jafn- framt ljóðrænt. En verkið íýlgir ekki hinni beinu og hefðbundnu leið rökhyggjunnar. Það byggist ekki á hinum hefðbundnu and- stæðum sem stefna að því að skapa söguhetju eða einstak- lingsörlög. Öllu heldur mætti líkja byggingu verksins við hring eða hjól þar sem persónurnar hverfast allar um sama öxulinn, unga manninn með rósina. „En þessar persónur eru rissmyndir frekar en fullskapaðar leikper- sónur“, segir Sverrir Hólmarsson eins og „fullskapaðar leikper- sónur“ væri einhver óbreytanleg stærð og þyrfti engrar nánari skil- greiningar við. Af þessu verður ekki annað ályktað en Sverrir eigi hér við hina gamalkunnu formúlu um sálfræðilega þróun og afhjúp- un sem á rætur í hefðbundnu við- horfi. En leikrit Nínu Bj arkar er hóp- verk („kollektívt" verk) þar sem allar persónur leiksins eru jafnréttháar. Hver persóna um sig er bæði einstaklingur og hluti af heildinni. Atburðarásinni er hrint af stað þegar þessar per- sónur kynnast unga manninum með rósina. Það er hann sem grípur inn í líf þeirra og er áhrifa- valdur í verkinu. Til samanburð- ar má hér minna á „Dægurvísu“ eftir Jakobínu Sigurðardóttur sem er „hópsaga" og lýsir íbúum í sama húsi og mismunandi við- brögðum þeirra við ungum manni sem safnar undirskriftum undir ávarp gegn styrjöldum, en lengra fer ég ekki með saman- burðinn þar sem annað verkið er skáldsaga, hitt leikrit. Dramað í leikriti Nínu Bjarkar ræðst af spennunni milli persóna verksins annars vegar og unga mannsins hins vegar. Áherslan er því á hegðun persónanna, tilfinn- ingalegum viðrbögðum þeirra við þessum unga manni, þar sem saga hvers um sig er framlag til heildarsýnar verksins en ekki sjálfstæð saga sem krefst sál- fræðilegrar þróunar í hefðbundn- um stfl. Þróun þeirra ræðst af af- stöðunni til hins unga manns. En í ummælum sínum um möppu- dýrið afhjúpar Sverrir skilnings- Svava Jakobsdóttir skrifar leysi sitt á verkinu og raunar slæma eftirtekt. Hann segir: „Sömuleiðis var möppumaður- inn einstaklega klisjukenndur og einfeldningslega mótaður, sál- fræðingur sem skilur ekki sál- ina... og er fulltrúi kerfisins, ósköp eru þetta gamlar lummur og lítt skemmtilegar“. Möppu- dýrið, sá sem hefði getað verið andstæðingur hins fólksins í leiknum, fulltrúi skynsemi og rökhyggju kerfisins eins og við þekkjum hann úr hefðbundnum leikritum, hann breytist því að trú sinni formgerð fer Nína með hann aðrar leiðir og nýrri: í lokin er hann sjálfur orðinn fugl sem flaug á snúru, einn pflárinn í hjól- inu. Einn í hópnum. Sverrir hefði getað sparað sér hneykslun sína því að til allrar hamingju blandaði skáldið sjálft ekki sam- an hinum ólíkustu stflum í verki sínu á þann hátt sem Sverrir gerir í gagnrýni sinni. Hún gleymir ekki myndhverfu sinni um allt þetta mannlíf sem í eymd sinni og örvæntingu snýst um sömu von- ina. Og í því liggur einmitt hin dramatíska spenna: styrkist þetta hjól eða splundrast það? Og ungi maðurinn með rósina? Hann er aldeilis engin rissmynd eins og Sverrir vill vera láta held- ur margræð persóna. Hann á ræt- ur í mannlífinu en er þó ekki jarð- arbarn. Hann átti sér nafn og sögu og er því kirfilega settur nið- ur í hinn raunsæja jarðveg verks- ins eins og hinar persónurnar en hann er frjáls orðinn undan kvöðum hversdagslífs; sam- kvæmt hefðbundinni rökhugsun ætti hann því að vera geðveikur eða a.m.k. utangarðsmaður en það leiðir af formgerð verksins að staða hans sjálfs verður ekki að- alatriði heldur þau áhrif sem staða hans hefur á aðra. Og það er hann sem setur skilmálana en neyðir þó engan. Menn bregðast við honum á ýmsan hátt: ein per- sónan í leiknum, unga stúlkan, vill gefast honum skilyrðislaust, önnur varpar sér á hnén og spyr eins og haldnir og helsjúkir spurðu Krist forðum: „Hvað viltu mér?“ í lokin segir ungi maður- inn: „Ef ég dey þá dey ég ykkur ykkur hef ég lifað. “ Hringurinn er heill. Hið dram- atíska skeið á enda og auðvitað var ungi maðurinn ekki tákn ein- staklingsbundinnar eða eigin- gjarnrar ástar heldur kærleikur með rætur í kristinni hugmynda- fræði, kærleikur sem umvefur all- an hópinn. Og sjálfur er hann jafnháður hópnum og hópurinn honum - orðinn bæði öxull og umgjörð. Ef allt væri með felldu í þessu landi ætti leikrit Nínu Bjarkar að verða tilefni til alvarlegrar um- ræðu um sjálft leikritsformið. Svo mikið er víst að Nínu Björk hefur í þessu verki tekist að losa leikritið úr ýmsum hefðbundnum viðjum sem ef til vill halda við hugmyndafræði valds og ein- staklingshyggju. Að minni hyggju er leið Nínu framsækin leið. Svava Jakobsdóttir Mi&vlkudagur 15. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.