Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 9
MENNING Jóhannes á Listasafni íslands í síöasta mánuöi hófst yfir- litssýning á verkum Jóhann- esar Jóhannessonar í Lista- safni íslands. Þar eru til sýnis 118 myndverk eftir listamann- inn auk 16 gull- og silfurmuna sem hann hefursmíðað. Nú dregur að lokum sýningarinn- ar, en henni lýkur um næstu helgi, svo ekki er seinna vænna en hvetja fólk til að sjá sýninguna áður en það verður umseinan. Jóhannes hefur allt frá því hann hóf listferil sinn verið í hópi fremstu listmálara sinnar kyn- slóðar. Það má teljast sérstætt því Jóhannes er fyrst og fremst menntaður sem gull- og silfur- smiður. En frá listsögulegu sjón- armiði er það þó ekki óalgengt að gull- og silfursmiðir láti að sér kveða á sviði frjálsra lista og eru þess ótal dæmi einkum á endur- reisnartímanum á Ítalíu. Reyndar voru margir helstu for- sprakkar endurreisnarinnar gull- smiðir, enda ekki komin sú skipt- ing á listasviðinu á 15. öld sem við þekkjum á okkar tímum. Ekki virðist nein togstreita hafa skapast milli gullsmiðsins og málarans, enda hélt Jóhannes í stríðslok til Bandaríkjanna til að hefja þar listmálaranám, sama ár og hann lauk sveinsprófi í iðn sinni. Við Barnes Foundation í Merion, norðan við Fíladelfíu- borg í Pennsylvaníu, hefur Jó- hannes eflaust komist í nánari snertingu við það sem var að ger- ast í heimslistinni. Þar var hann við nám á sama tíma og Kristján Davíðsson og munu þeir vart hafa farið varhluta af hinu mikla safni sem dr. Albert C. Barnes hafði komið fyrir í menntastofnun sinni og hafði að geyma kjarna 60 mynda eftir franska málarann Matisse (Barn- es Foundation mun vera stærsta Matisse-safn heims, ef undan eru skilin Púskín-safnið í Moskvu og Hermitage-safnið í Leningrad). Þótt Jóhannes hafi haldið til Bandaríkjanna til listnáms, virð- ist hann hafa verið of mikill Evr- ópumaður til að verða snortinn af þeirri list sem þá var að fæðast í Ameríku og átti eftir að setja svip sinn á heimslist eftirstríðsáranna. E.t.v. hafa tilraunir þeirra Poll- ocks og de Koonings ekki verið farnar að setja þann svip á listalíf Vesturheims þegar Jóhannes var þar, sem þær áttu eftir að gera fimm árum síðar. Þrátt fyrir það má telja merkilegt hve laus Jó- hannes er við öll amerísk áhrif. Viðmiðun hans er frönsk, þeg- ar í upphafi og heldur áfram að vera það eftir að hann kemur heim og tekur þátt í hinum marg- umræddu Septembersýningum í gamla Listamannaskálanum. Reyndar hafð hann þegar haldið einkasýningu á sama stað og sýnt afrakstur lærdómsins í Merion, en með samsýningunum í Lista- mannaskálanum staðfestast þau formrænu áhrif sem rekja má til Parísarskólans, einkum hins síð- kúbíska geira hans. Það er m. ö. o. ekki Matisse, heldur Braque og Picasso, sem fanga huga Jóhann- esar á þessum árum líkt og hugi annarra September-manna. Jóhannes tók þátt í mótun ís- lenskrar framúrstefnu af lífi og sál á eftirstríðsárunum. Meðal annars sýndi hann verk á öllum Septembersýningunum og auk þess öllum samsýningum sem ís- lenskir listamenn tók þátt í á er- lendri grund. Þannig flökkuðu verk hans um öll Norðurlönd, til Brussel (Art Islandais, 1952), Rómar (Arte Nordica Contem- poranea, 1955) og til Póllands og Sovétríkjanna, 1959. Á þessum tíma dvaldi Jóhannes m.a. í Flór- ens, París og Rúmeníu, til lengri eða skemmri námsdvalar og sinnti um leið iðn sinni, fyrst hjá Jóni Sigmundssyni gullsmiði (1953-60) og síðar á eigin verk- stæði við Skólavörðustíg (1961- 72). Þegar afraksturinn er athugað- ur kemur í ljós ferill sem ein- kennist af jafnri og hægri þróun. Þar skiptast á nokkuð jafnt, lit- rænar og formrænar áherslur. Eftir hið kúbíska skeið tekur við stutt en persónulegt skeið geo- Við gluggann. metrískar abstraksjónar og síðar lýrísk úrvinnsla með bjartari lita- skala. Á allra síðustu árum hefur hlutlægum formum aftur skotið upp í verkum Jóhannesar en í allbreyttri mynd frá fyrri tímum. List Jóhannesar er heilsteypt og markviss, þrátt fyrir ýmis tímabil óöryggis og efa sem ein- kenna listamenn sem ekki gera sig ánægða með einfalda lausn mála í eitt skipti fyrir öll. Allar götur frá kúbíska skeiðinu á 5. áratugnum fram til persónulegra og ljóðrænna mynda seinni tíma, hefur Jóhannes fremur beitt ögun hins hægláta fremur en offorsi hins óþolinmóða og uppskorið ríkulega ávöxt glímunnar við strigann og litina. HBR Saga um flugu Tryggvi Ólafsson á Listasafni.ASÍ Tryggvi Ólafsson heldur um þessar mundir sýningu á 40 málverkum eftir sig í Lista- safni ASÍ. Þar af er ein klippi- mynd. Undanfarin ár hefur Reykvíkingum gefist kostur á að fylgjast náið með þróun Tryggva, þarsem hann hefur sýnt hér verk sín nokkuð reglulega. Erskemmstað minnast sýningar hans á Kjar- valsstöðum ásamt öðrum ís- lenskum listamönnum búsett- um erlendis og sýningar hans á Mokka-kaffi um sama leyti. Við hverja sýningu bætir Tryggvi við myndmál sitt ein- hverju nýju, sem hleypir upp annars ákveðnum myndgrunni og fær verk hans til að kveða við breyttan hljóm. Stundum er það fólgið í litnum, stundum í mynd- byggingunni og stundum í línun- um sem tengja saman fleti og form. Þar sem Tryggvi gengur út frá hreinni og ákveðinni grunn- mynd í byrjun, verður breyting á handbragði merkjanleg hversu lítil sem hún kann að vera. Þannig eru myndir Tryggva í Listasafni ASÍ ólíkar þeim sem hann sýndi að Kjarvalsstöðum í fyrra og er munurinn fyrst og fremst fólginn í breyttri afstöðu hans til línunnar. í þessum nýju myndum notar hann víða línur sem hvorki geta kallast útlínur né hjálparlínur. Línan öðlast sjálf- stætt gildi sem ákveðið myndrænt atriði óháð formi. Það er ekki auðvelt að koma auga á þetta við fyrstu sýn. En eftir nokkra stund skynjar áhorfandinn hvers vegna fætur einnar flugu sem máluð hefur verið á flötinn breyta verk- inu svo mjög. Það eru svartar lín- Einar Hákonarson sýnir í Gallerí Borg Á morgun, uppstigningardag, kl. 14 opnar Einar Hákonarson sýningu á 25 olíumálverkum í Gallery Borg við Austurvöll. Þetta er 11. einkasýning Einars en myndirnar eru allflestar frá þessu ári. Einar Hákonarson þarf vart að kynna. Hann hefur verið kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands í hálfan annan áratug og þar af skólastjóri í fjögur ár. Hann hefur átt sæti í fjölda nefnda og ráða sem fjalla um myndlist og er nú formaður stjórna Kjarvalsstaða og Ásm- undarsafns. Eins og áður segir er þetta 11. einkasýning Einars, en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og er- lendis. Sýningin í Gallerí Borg verður opin virka daga kl. 12-18 og kl. 14-18 um helgar fram til 28. maí. -ÞH ur fótanna sem ganga út í nær- liggjandi myndfleti án þess að skipta þeim eða breyta, sem kalla fram nýja, ryþmíska skynjun í myndinni. Þetta nýja línuspil orkar skringilega á sjóntaugarnar og skapar eitthvert sérstætt áreiti líkt og írónískir og kæruleysis- legir hljómar í trompett djass- leikara. Reyndar er undirrituð- um fullkunnugt um djassáhuga listamannsins, en aldrei fyrir hef- ur hann gert sér grein fyrir því hve skyldur Tryggvi er djassin- um. Og þó; því er ekki ólíkt varið með ryþmískt línuspil Stuarts gamla Davis, bandaríska málar- ans sem gerði auglýsingafrum- skóginn í stórborgum heimalands síns að klassísku yrkisefni. Hann hlustaði einnig á djass. Nú er Tryggvi gjörólíkur hon- um en samt sem áður má finna andlegan skyldleika milli þeirra og felst það eflaust í hispurslausri notkun þeirra á ögrandi samsetn- ingum og spenntu litavali auk línuspilsins fyrrnefnda. Bak við svona línur liggur húmor, þó svo að honum sé beitt af alvöru til að brjóta upp kyrrstöðu uppbygg- ingarinnar. Eins og fyrri daginn er Tryggvi sparsamur, en sparsemin vinnur með honum. Hún gerir það að verkum að í hvert sinn sem hann spreðar af myndhugsun sinni ger- ast óvæntir hlutir í verkum hans sem lyfta því á annað plan. Þann- ig veldur lítið miklu í myndum hans á Listasafni ASÍ. Ein lítil fluga fær áhorfandann til að staldra við og íhuga myndgerð hans upp á nýtt. Eflaust þyrfti meira að koma til ef ekki væri svona vel púkkað undir fluguna. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.