Þjóðviljinn - 15.05.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 15.05.1985, Síða 13
MINNING Adolf J. E. Petersen Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. Andvökur Adolf bróðir minn, vinur og fé- lagi er dáinn, hann féll fyrir þeim sjúkdómi sem hafði þjakað hann og þjáð á annan tug ára. Oft var það erfið barátta sem heyja varð næstum hvern dag, en þrátt fyrir hélt hann reisn sinni og stóð upp- réttur eins og eikin sem bognar aldrei, en brotnar í bylnum stóra seinast. Adolf var á.ferli fram á síðustu stund, og þar til hann var fluttur á Borgarsjúkrahúsið seint á föstudegi 3. maí, þar ágerðist sjúkdómurinn svo mjög að hann var liðið lík á miðjum degi sunnu- daginn 5. maí. Jón Adolf Petersen var fæddur í Hamarkoti á Akureyri 10. maí 1906, dáinn 5. maí 1985. Foreldr- ar hans voru hjónin Emil Peter- sen fæddur 29. apríl 1866 á Akur- eyri, dáinn þar 11. nóvember 1937, og Þuríður Gísladóttir fædd á Hofstöðum í Hálsasveit 18. nóvember 1870, dáin í Hamar- koti 19. október 1908. Þuríður móðir okkar Adolfs dó á barns- sæng frá börnunum sínum átta, daginn sem það yngsta fæddist, þá var Adolf tveggja og hálfs árs. Við andlát hennar lagðist þungur og dimmur skuggi yfir Hamar- kotsbæinn þar sem faðir okkar stóð eftir harmi sleginn og ráða- fár, börnin voru svo ung og mörg. í þeim stóra vanda sem að steðj- aði urðu það hans úrræði að koma börnunum sínum öllum í fóstur hér og þar, og þá helst hjá skyldfólki og leita þeim athvarfs á þann hátt. Adolf var tekinn til skammtíma dvalar af fátæku fólki á Oddeyrinni, hjá því hjartahlýja fólki var hann vetrarlangt. Næstu þrjú árin var hann í fóstri á ýms- um stöðum á Oddeyrinni, stund- um nokkra mánuði í senn og þess á milli á heimili föður okkar á Lundargötunni, þar sem hann bjó þá og átti í vök að verjast sakir fátæktar og ómegðar sem að honum hlóðst. Sumarið 1911 var Adolf hjá kunningjafólki föður okkar, í Gloppu í Öxnadal, síðan á Odd- eyrinni um veturinn, fór svo aftur að Gloppu og þá í fóstur til Guð- rúnar Jóhannesdóttur sem þar bjó með manni sínum heilsutæp- um og börnum þeirra tveim upp- komnum. í Gloppu var Adolf til sextán ára aldurs. Gloppubærinn var uppbyggður með líku sniði og aðrir kotbæir í Öxnadal á þeim árum, nema hvað þar var fjós- baðstofa, fjósið var til hliðar við baðstofuna og einfalt þil á milli gisið, fjósylinn lagði því inn til fólksins og því varð aldrei mjög kalt í baðstofunni. Guðrún Jóhannesdóttir frá Vatnsenda í Ólafsfirði var talin fyrir búi í Gloppu um alllangt ára- bil, hún var gömul kona þegar Adolf bar þar að garði, ekki var hún kona blíðmæla eða hlýlegra atlota, en það stóð af henni gerð- arþokki og vel reyndist hún fóst- urdrengnum, var aldrei stygg í orðum og sá um að hann fengi nóg að borða, væri aldrei svang- ur. Adolf tók því eðlilegum þroska og varð snemma frjáls- legur í framgangsmáta og ófeim- inn, og að sönnu hefir hann dreg- ið þar dám af húsfreyjunni á kot- bænum sem hafði næstum stolta framgöngu, var greind og skýr- mælt, og engan lét hún draga orð úr hálsi sér. Þessarar fóstru sinn- ar minntist Adolf ætíð með virð- ingu og hlýhug. Það var á vordögum 1915 að ég var fluttur með farangri föður míns í Öxnadalinn, „kramar- aumingi og písl“ að ég var þá nefndur. Pá var stungið við fótum neðan garðs í Gloppu meðan fað- ir minn hafði tal af fólki þar á bæ. Þá kom strákur hlaupandi ofan túnið til að heilsa bróur sínum, þá var hann nýskeð orðinn níu ára, sjálfsöruggur í viðmóti og stór eftir aldri. Mér var lyft af baki svo við gætum heilsast og mælst til kunningsskapar á ný, vináttu sem hófst í Hamarkoti nokkrum árum áður, allt frá hans fæðingu, á þá vináttu féll aldrei skuggi. Adolf var mér hærri og þreknari og miklu skynsamari, vissi þá allt um framdalinn sem máli skipti á þeim dögum, hann gekk með hestinum sem ég húkti á og okkur kom saman um að hittast sem fyrst. Við bræður vorum ná- grannar næstu fimm árin og sáumst oft og létum ekki á okkur fá þó nágrannakritur væri milli bæjanna. Báðir vorum við á sí- felldu rölti út um hagann í leit að kindum, Adolf gætti ásauða á Gloppufjalli á sumrin og gekk þar við fé á vor- og haustdögum. Ég bar sömu byrðar hinum megin við ána. Stundum óðum við yfir á grynningum til að ræðast við, áhugamálin voru snemma þau sömu. Síðan hvarf ég úr dalnum 1920, það vor var Adolf fremdur í Bakkakirkju, þá var hann ekki verr klæddur en önnur ferming- arbörn þar í dalnum, og vel kunni hann fræðin. Adolf fannst þrengjast um sig þegar trúnaðar- vinunum fækkaði, Böðvar hafði verið næstu tvö árin á undan í Fagranesi, næsta bæ við Gloppu, við urðum svo til samferða vestur í Skagafjörðinn. Að Adolfi sóttu þær raddir að hann yrði að fara í slóð okkar hinna, dalurinn var orðinn svo þröngur, það sást ekk- ert af Gloppuhlaði nema inn til fjalla sem voru brött og há, alltaf sömu fjöllin, raddirnar, að sjá víðar um, urðu háværar og þögnuðu ekki. Adolf vissi fullvel að Gloppu- heimilið gat ekki breyst honum í hag á einn eða annan hátt, sú gamla héldi áfram að eldast, karl- inn hennar að ganga í sig enn meir, Steingrímur, sonurinn, var haldinn eirðarleysi og dóttirin Rakel var að hverfa inn í sjálfa sig, hún syrgði sífellt þann elsk- huga sem aldrei barði að dyrum í Gloppu. Undir haust 1922 batt Adolf skóþvengi sína í síðasta sinn á Gloppuhlaði, lokaði hundinn inni og kastaði kveðju á bæinn, hann var árrisull að vanda og dal- urinn var enn fullur af myrkri þegar hann hljóp af stað, sextán ára fullhugi, stundum seinna fannst honum að örlögin hefðu gripið í taumana, hann varð að forða sér burt frá Gloppu. Á þeim bæ urðu þau snöggu umskipti á allra næstu mánuðum að systkinin á bænum og faðir þeirra veiktust öll af berklum og dóu úr óðatæringu, aðeins gamla Guðrún slapp, og hélt áfram að berjast fyrir lífinu, hún varð fjörgömul. Adolf kom að kvöldi að bæ föður síns í Glerárþorpi og þar gisti hann nokkrar nætur og komst að því að atvinna lá ekki á lausu. Hann réði sig í ársvist að Neðri-Vindheimum á Þelamörk og átti þaðan góðar minningar. Frá þeim bæ lá leðin til Akur- eyrar, þá gerðist hann lausamað- ur, fékk inni hjá gömlum Þel- merking í Glerárþorpi og gekk í vinnu sem fullgildur verkamaður það vor og sumar. Um haustið fékk hann sér ný föt og gat greitt fæði og húsnæði, en í skóla komst hann ekki, það þurfti meira tií og enginn var stuðningsmaðurinn. Adolf var enn tvö ár í kaupstaðn- um og bjó á sama stað. Hann varð uppreisnarmaður gegn fá- tækt og fáfræði og gekk fljótlega í félag ungra jafnaðarmanna, þar með í verkamannafélag Glerár- þorps og varð virkur þátttakandi í verkalýðsbaráttunni, baráttunni um brauðið. Adolf lagði sig mjög eftir lestri fræðibóka og lærði af félögum sínum, þeim sem þá stóðu í fylkingarbrjósti, að vanda lesefnið og afla sér fróðleiks og þekkingar. Hann varð hugsjóna- maður og sá framtíðina í ljósi al- þýðubyltingar þar sem sótt yrði fram frá örbirgð til allsnægta, að þeim hugsjónum bjó hann ævi- langt. I janúarmánuði 1925 fór Adolf suður til sjóróðra og komst í skipsrúm á ströndinni sunnan Hafnarfjarðar, var síðan í Hafn- arfirði um sumarið og varð allvel til vinnu. Það haust réðist Adolf að Árbæ í Ölfusi og var þar um veturinn við skepnuhirðingu. Þaðan fór hann á vordögum 1926 og þá að Bringum í Mosfellssveit til Halls bónda Jónssonar, var þar vinnumaður eitt ár og féll vel við bóndann. Hallur á Bringum bjó með ráðskonu, Guðrúnu Snorradótt- ur ættaðri úr Dalasýslu, bróður- dóttir hennar var kaupakona á Bringum þetta sumar, Hólmfríð- ur Benediktsdóttir frá Kirkju- skógi í Miðdölum fædd 9. febrúar 1902. Hún og Adolf felldu hugi saman þá um sumarið og því var ganga hans að Bringum hans mesta happaför á lífsleiðinni, (samkvæmt samtali okkar bræðra nokkrum dögum fyrir hans and- lát). Úr kaupavinnunni fór Hólm- fríður til Reykjavíkur um haustið og vann þar um veturinn, Adolf var á Bringum til vors. Á þeim vordögum 1927 tók Adolf sig enn upp og flutti til Akureyrar og þau Hólmfríður bæði saman. Adolf hafði áður verið til húsa á Mel- brekku í Glerárþorpi og þar fengu þau leigt hjá þeim vina- föstu hjónum sem þar bjuggu. Þetta sumar varð Adolf allvel til um vinnu þó stopul væri, Hólmfríður annaðist aðdrættina og bjó þeim heimili eftir bestu föngum. Þá var Adolf 21 árs, hraustbyggður og hugdjarfur og hafði þá þegar kynnast atvinnu- leysinu í landinu og reynt víða fyrir sér. Á haustdögum þann 29. októ- ber 1927 gengu þau Adolf og Hólmfríður heim til Akureyrar prests sem gaf þau saman í hjóna- band. Og vikurnar og mánuðirnir sem í hönd fóru, hver dagurinn af öðrum liðu í sífelldri leit að vinnu sem raunar var hvergi að fá. Vet- urinn 1929, frá áramótum til vors, voru þau ungu hjón í Bakkaseli í Öxnadal, það árið bjó ég á þeim bæ og hafði þá veikst af berklum um haustið og var því óvinnufær þann vetur. Þá hljóp Adolf undir bagga með bróður sínum og tók að sér skepnuhirð- inguna og Hólmfríður studdi Steinunni við bæjarverkin og gestamóttöku þar undir heiðinni sem á okkur hvfldi. Þá voru þau hjón með son sinn Emil á fyrsta ári. Adolf bjó enn í Melbrekku og var þau ár virkur þátttakandi í þeim stéttaátökum um kaup og kjör sem þá hörðnuðu með ári hverju, þar lét hann aldrei sinn hlut eftir liggja, og var meðal annars í fremstu röð verkamanna í Krossanesverkfallinu sumarið 1930. Á árinu 1930 var Kommúnista- flokkurinn stofnaður og var Adolf þar á meðal stofnenda, þá hafði hann verið í samtökum ungra jafnaðarmanna um árbil og þar á vinstri væng. 1931 kvöddu þau Hólmfríður og Adolf og Emil Akureyri og Glerárþorp og fluttu suður til Reykjavíkur og hafa síðan búið þar og í Kópavogi. í Reykjavík var atvinnuástand- ið órbreytt, fjöldi verkamanna gengu um án vinnu, fátæktin var mjög tilfinnanleg. Kröfur alþýð- unnar um vinnu og brauð voru síháværari, þess var krafist af bæ og ríki að stofnað yrði til atvinnu- bótavinnu og að ráðin yrði bót á atvinnuástandinu til frambúðar, og reynt til hins ýtrasta að fá ráðamenn til að hlusta á raddir fólksins. Samtök atvinnuleys- ingjanna efldust og létu til sín Framhald á bls. 14 Stökur Adolf J. Petersen hefur í gegnum tíðina skrifað margt, bæði í bundnu og óbundnu máli í Þjóðviljann. Um árabil annaðist hann vísnaþátt í Þjóðviljanum af sinni alkunnu smekkvísi. Fáeinum dögum áður en hann andaðist kom hann til okkar á Þjóðviljanum með þær stökur sem hér birt- ast, en nokkru áður hafði ég beðið hann um nokkrar vísur í Stöku-þáttinn á miðviku- dögum. Ég vil nota þetta tæki- færi til að þakka Adolf fyrir löng og ánægjuleg kynni, fýrir allar vísurnar, bæði eftir sjáif- an sig og aðra sem hann hefur stungið að mér um dagana. S.dór. Hlustað á vorið: Fagnar spói friði og ró, fífils gróa breiður. Upp í móa ung og frjó á sér lóa hreiður. Flétta hringi fróns um bing, fugla þinga um óðinn. Allt í kringum íslending eru að syngja Ijóðin. Gættu þín á vinum þínum: Vinur þinn sem við þér hlœr, veldur máski sorgum. Svo ást sem var þín von í gœr verður tál á morgun. Þegar höfundur var á 15. ald- ursári fór hann ásamt öðrum í sjóróður, vildi þá svo til að ein árin brotnaði, þá gerði hann þessa vísu, sem er fyrsta vísan sem hann á til skráða eftir sig. Veikar árar verða brök valda sáru geði. Aldrei bára ein er stök ekkert fárið gleði. Á ferð yfir Sprengisand: Fögur ertu fóstra mín fjöll og heiðar þínar. Hafa líka hrjóstur þín heillað sjónir mínar. Náttfall á Kili: Fjalla grœtur feldur blár, foldar vœtir kinnar. Drjúpa lœtur daggartár drottning nœturinnar. Tíbrá og hillingar eru þekkt fyrirbæri í náttúrunni: Töfrum fyllir tíbrá dans, titra hillingarnar. Einatt villa augu manns ystu gyllingarnar. í ríki náttúrunnar: Andar blœrinn yl á kinn ilma blóm og runnar. Gott er að hlusta hugfanginn á hljóma náttúrunnar. Manstu kyrrlát mánakvöld, mildar stjörnunætur, norðurljósa leifturtjöld lýsa húmsins rœtur? Kvöldró um vor: Við sólarlagið dísir dansa döggin vökvar blómin sín. Vorið er að vefja kransa í vinargjöf til mín og þín. Um sumar: Sofnar fjóla sefur gráð, sœrinn gjólu feldi. Húmuð njóla hjúpar láð hnígur sólarveldi. Morgunroði yfir Reykjanes- fjallgarðinum: Geislaheima inn í alla opnast mér hin bjarta sýn. Hinumegin hafs og fjalla er hamingjan sem bíður mín. Miðvikudagur 15. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.