Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 14
MINNING Framhald af bls. 13 taka. Inn í þá baráttu gekk Adolf af heilum hug og var með í öllum minni sem meiriháttar kröfu- gerðum og átökum svo sem nóv- emberslagnum 1932. Þau átök höfðu,sem sögufrægt er,sterk og varanleg áhrif á þróun verkalýðs- baráttunnar langt fram eftir árum og áratugum. Nokkuð var að því gert vegna þessarar hörðu bar- áttu, að stofna til atvinnubóta- vinnu á þessum kreppuárum, þar með Flóaáveitunnar austan fjalls 1935. í þeim mikla skurðgreftri í Flóanum fékk Adolf vinnu meðal annarra atvinnulausra manna, þar var hann flokkstjóri frá byrj- un. Ekki man ég glöggt hve sú vinna náði yfir langan tíma, en þar var Adolf í tvö ár. Öll var áveituvinnan unnin með malar- og stunguskóflum, göfflum, hökum og járnköllum, og var æði kulsöm að vetrinum. J>ar unnu um 70 manns og bjuggu í timbur- skúrum sem einnig voru eldhús- in, þessir skúrar voru fjórir, þar var eldað, seti og sofið og þröngt setið, konur sáu um matseldun allan tímann og þar var Hólm- fríður £ eldhúsi eitt sumar. Á tveggja vikna fresti var farið til Reykjavíkur og þá fengu aðrir sinn vinnuskammt. Vegna þess að vetur voru allharðir þessi ár, þá var vinnusvæði nefnt Síbería í daglegu tali, á vetrum var þar sf- fellt klakahögg og unnið hvernig sem viðraði. Með þessari vinnu var að mestu lokið atvinnuleysisgöngu Adolfs, hann gerðist aðstoðar- verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins og þar varð hann aðalverkstjóri 1941. Að þessu skrifuðu leyfi ég mér að vísa til þess sem skrifað er um Adolf í íslenskum samtíðar- mönnum 1970, og í Æviskrám samtíðarmanna 1982. í þeim skrifum er rakin saga hans sem verkstjóra og vegagerðarmanns og sagt frá ritgerðum hans því viðkomandi, auk annarra ævi- atriða. Eftir að efnahagurinn varð ögninni skárri, tekjurnar vissari, gat Adolf snúð sér að ýmsum þeim hugðarefnum sem hann hafði lengi borið fyrir brjósti, og þá fyrst og fremst að koma eigin þaki yfir höfuð fjölskyldunnar og að því vann hann af allri orku þau næstu árin og átti að lokum vand- að og gott einbýlishús í Kópa- vogi. f því húsi bjuggu þau Hólm- fríður um sig á þann veg að gera húsið sem best úr garði innan sem utan. Þar með varð margra ára draumur að veruleika, þau gátu keypt sér bækur og eignuðust smám saman safn vandaðra bóka og bókmennta sem nú þekja veggi stórrar stofu. Á seinni árum og eftir að Adolf gat ekki lengur gengið til vinnu kom hann sér upp aðstöðu í sínu rúmgóða húsi fyrir bókbandstæki og þar batt hann margt sinna tímarita og bóka. Adolf var félagshyggjumaður ævilangt og lagði sig fram um að leggja góðum málefnum lið og vann að því fram á síðustu stund. Hann sat mikið við skriftir þau ár og viðaði að sér ýmsum fróðleik í bundnu og óbundnu máli, sjálfur fékkst hann við ljóðagerð allt frá æskudögum, og gaf út ljóabókina Vorljóð að hausti, sem er táknrænt nafn fyrir þann vorhug sem hann bar í sinni elli, sú bók kom út 1973. Adolf og Hólmfríður eignuð- ust tvo syni, Emil H.P. Petersen sem áður er nefndur, hann er fæddur 17. maí 1928, húsasmiður í Reykjavík, og Gunnar B. Adolfsson, fæddur 3. febrúar 1934, rennismiður, búsettur í Kópavogi. Þeim bræðrum og fjölskyldum þeirra, tengdadætrunum hug- ljúfu, afa- og langafabörnum Ádolfs, sem gáfu honum svo margar sólskinsstundir, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Ekkjunni Hólmfríði B. Petersen sendi ég sömu kveðjur með alúð- ar þökkum fyrir áratuga vináttu og góðvild í garð minnar fjöl- skyldu. Bróður minn og félaga Adolf Petersen kveð ég með þakklátum heitum huga fyrir ævilanga órofa vináttu, tryggð við sameiginlegar hugsjónir okkar, fyrir öll þau ljós sem hann kveikti til að lýsa fram á veginn, ljós sem lifa í minning- unni. Tryggvi Emilsson Ég átti því láni að fagna að vera mikill afastrákur, ekki síst vegna þess að ég ber nöfn þeirra beggja; afa og ömmu. Það er því erfitt að þurfa að sætta sig við að heyra ekki kallað „nafni“ oftar, en það var hann afi minn ávallt vanur að kalla mig, allt frá því ég var lítill. Ég man fyrst eftir afa er ég var á þriðja ári og þá sérstaklega vegna þess að við vorum sam- nafnar og held ég að það hafi gert mikið í því hve vináttubönd okk- ar voru sterk. Alltaf var afi til í að sprella og hlaupa með okkur krökkunum þá oft við vorum samankomin barnabörnin og sýnir það vel að hann var ungur í anda. Eflaust hefði hann getað haldið leikjunum áfram ef liða- gigt í fæti hefði ekki strítt honum á sínum tíma. Þeir sem kynntust afa að ein- hverju ráði hafa varla gert sér grein fyrir því að skólaganga hans gegnum menntastofnanir var að- eins sex vikur, en þó held ég að fáir á íslandi séu jafn sjálfmennt- aðir og afi og ber m.a. bókasafn hans vott um það, en það er eitt hið veglegasta í persónulegri eign. Aflaði hann sér mikillar þekkingar í gegnum bækurnar bæði á sviði mannlífsins og nátt- úrunnar. Alltaf hafði hann svör á reiðum höndum þegar ég leitaði til hans í fróðleiksskyni og vegur þar margt miklu þyngra en það semskólastofnanir hafa kennt mér. Hann hafði einnig yndi af ljóðrænum bókmenntum og orti mikið sjálfur í frístundum sínum á meðan kraftar entust. Afi var mikill dugnaðarmaður í ævistarfi sínu sem verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins. Sagði hann mér oft frá slæmum kjörum vega- vinumanna fyrr á árum er þeir urðu að þræla baki brotnu fyrir þeim nokkru krónum sem í boði voru. Af þessum ástæðum gerðist afi virkur í baráttu verkafólks og eru mér minnisstæðar frásagnir hans um kreppuárin er hann stóð í fremstu víglínu í baráttu við lög- reglu og atvinnurekendur. Hann vann einnig ötullega að ýmsum öðrum félagsmálum og má nefna að hann var forseti Verkstjórasambands íslands, var virkur félagi í Lionsklúbbi Kópa- vogs og sat um tíma í bæjarstjórn Kópavogs sem fulltrúi Alþýðu- bandalagsins. Afi var alla tíð hamingjumaður í einkalífi sínu og hefði hann ekki getað eignast betri konu en hana ömmu. Voru þau afi og amma alla tíð samhent £ öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur, og ekki sist á því myndarlega heimili sem þau áttu saman, nú sfðast i Hrauntungu i Kópavogi. Það er ekki fyrir hvern sem er sem unnið hefur erfiðisvinnu alla sína tíð að sinna samtímis öllu því sem hér hefur verið talið upp. En það sem gerði afa kleift að sinna þessu var hans líkamlega þrek á meðan það entist, sterkur vilji til mannsæmandi kjara, bæði fyrir sig og aðra, og ekki síst það mikla sjálfstraust sem hann ætíð bar innra með sér. Hann var auk þess glettinn og skapmikill húmoristi og sýndi þannig á sér persónu- töfra sem hafa komið sér vel er honum var treyst fyrir hinum ýmsu trúnaðarstörfum. Nú hin síðustu ár gafst okkur ekki mikill tími til að hittast, sökum erlendrar dvalar minnar. Hann sagði mér fyrir einu og hálfu ári frá slæmum veikindum sínum í hjarta; að ellin væri farin að segja til sín, eins og hann orð- aði það. Átti ég bágt með að trúa því þar sem hann var stór og stæðilegur á að líta og býst ég við að fáir hafi gert sér í hugarlund hve hár aldur hans var. Það var þó nú síðast um jóla- leytið er við hittumst, að ég skildi hvað afi meinti er hann hafði lýst veikindum sínum. Hinn glettni húmorist var farinn úr honum að miklu leyti, en brosið og góða skapið voru þó enn eftir. Já, aldrei mun ég gleyma hinu gletti- lega brosi og ekki síst er við kvöddumst í síðasta sinnið í janú- ar. Bros hans var það síðasta sem ég sá af honum og sé enn í huga mér. Elsku afi. Með þessum fátæk- legu orðum vil ég ásamt, fjöl- skyldu minni, þakka þér allt það sem við fengum að njóta saman og allan þann stuðning, uppörv- un og íróðleik sem þú hefur gefið mér. Um leið viljum við votta Hólmfríði ömmu okkar innileg- ustu samúð á þessari erfiðu stundu. Vertu sæll afi og langafi. Adolf H. Emilsson og fjölskylda. Það er erfitt að átta sig á því að Adolf J.E. Petersen skuli ekki lengur vera í okkar hópi í nátt- úruverndarnefndinni. Hann sem var svo lifandi, hress, áhuga- samur og ávallt reiðubúinn þegar óskað var eftir liðsinni hans. Enginn var eins fljótur að bregðast við. Þau voru ófá sporin hans um bæjarlandið þar sem hann gjörþekkti hverja þúfu bet- ur en nokkur annar Kópavogs- búi. Það var lærdómsríkt fyrir okk- ur að eiga Adolf að. Hann unni bæjarlandinu og fómaði kröftum sínum til hins ýtrasta í þágu bæjarfélagsins. Það fór ekki framhjá neinum tilfinning hans fyrir hinu náttúru- lega umhverfi. Hann átti þá ósk heitasta að við bæmm gæfu til að skila afkomendum okkar landinu þannig að þeir mættu vel við una. Þess vegna lagði hann svo mikla rækt við að hlúa að' þeim náttúm- og þjóðminjum sem hafa fallið í okkar hlut. Þegar við lítum yfir farinn veg munum við minnast með hlýjum huga vettvangsferðanna um Kópavogslandið með Adolf í far- arbroddi. Hann var ávallt farar- stjórinn. Það var núna í vor rétt fyrir páskana að við fórum í eina slíka ferð um Suðurhlíðina. f ferðinni voru ásamt okkur bæjarstjórinn og arkitektarnir sem eru að vinna að skipulagningu svæðisins. Það var eitt af baráttumálum Adolfs og okkar líka að fá gras- garð í Suðurhlíðinni og sú von okkar mun vonandi rætast. Adolf kleif hlíðina og klifraði yfir gaddavírsgirðingar eins og strák- ur væri á ferð. Nei, hann lét sig ekki vanta í slíka ferð. Áhugi hans og ódrepandi vilji var okkur ávallt hvatning til að standa vörð um landið okkar. Síðasta ferðin okkar með Adolf var ferðin í Elliðaárdalinn. Sú ferð verður okkur öllum eftir- minnileg. Við minnumst hans eins og hann ávallt var viljafastur og með bros á vör. Við kveðjum þig Adolf og megi ætíð verða okkur að leiðarljósi árvekni þín gagnvart viðkvæmri náttúru þessa Iands sem við búum í. Við vottum eiginkonu og öðr- um aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd náttúru- verndarráðs Kópavogs, Sigríður Einarsdóttir Aðalfundur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Búlandstinds hf. Djúpavogi verður haldinn í kaffistofu fyrirtækisins laugardaginn 18. maí n.k. og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. 2. Tillaga stjórnar um aukningu hlutafjár. 3. Önnur mál. Stjórnin Kvennabarátta HUGMYNDAFRÆÐI OG ÁHERSLUR Kvennafylking Alþýðubandalagsins, gengst fyrir fundi miðvikudaginn 15. maí að Hverfisgötu 105,4. hæð Framsögumenn: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðslista María Jóhanna Lárusdóttir félagi í Samtökum um kvennalista Birna Þórðardóttir félagi í Samtökum kvenna á vinnu- markaðnum Kristín Guðmundsdóttir formaður Sambands Alþýðuflokks- kvenna Jónína Leósdóttir varaþingmaður Bandalags jafnaðar- manna Kristín Á. Ólafsdóttir félagi í Kvennafylkingu Alþýðubanda- lagsins Panelumræður: Að loknum framsöguræðum sitja fram- sögumenn ásamt fleiri konum fyrir svörum. Húsið vérður opnað kl. 20.00. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.30. Kaffi og kökur Kvennamúsík á fóninum. Fundurinn er öllum opinn. HVAR GREINIR Á MILLI? - HVAR LIGGJA LEIÐIR SAMAN? 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlftvlkudagur 15. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.