Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 15
Akureyri FRETTIR Sanngjarn Þórssigur Meistararnir lagðir að velli á Þórsmölinni, 2-0 Meistarar ÍA lágu í sínum fyrsta leik í 1. deildinni þetta árið - gegn Þórsurum á malarvelii Þórs, og það var ekki nema sann- gjarnt. Þórsarar fengu mun fleiri opin færi í annars frekar jöfnum leik og sigruðu 2:0, það hefði, miðað við færi, getað orðið enn stærra. Margir heimamenn svitnuðu þegar á 2. mínútu þegar Sveinbjörn Hákonarson braust uppað Þórsmarkinu en skaut hárfínt framhjá. Það var eina um- talsverða færi ÍA í fyrri hálfleik. Hinum megin skaut Bjarni Sveinbjörnsson í varnarmann ÍA í^góðu færi á 10. mínútu, Halldór Askelsson átti gott skot sem Birkir Kristinsson markvörður ÍA varði mjög vel, og loks kom fyrra markið. Bjarni fékk góða sendingu innfyrir vörn ÍA frá Jóni Róbertssyni og skaut, Birkir varði vel, Bjarni fékk boltann aft- ur en þá greip Birkir í hann. Víti, og úr því skoraði Jónas örugg- lega, 1:0. Birkir hóf seinni hálfleik á því að verja frá Bjarna en síðan kom seinna markið. Bjarni komst innfyrir, nú eftir sendingu frá Nóa og lyfti yfir Birki. Knöttur- inn small í slánni og út til Bjarna sem skallaði hann til baka í opið markið, 2:0. Á 60. mín. átti Sveinbjörn hörkuskot á Þórsmarkið úr þröngu færi en Baldvin Guð- mundsson varði í horn. Strax á eftir lék Sigurliði Kristjánsson, sem byrjaði frábærlega í sínum fyrsta 1. deildarleik, að enda- mörkum og gaf fyrir mark ÍA, Bjarni skallaði en Birkir varði mjögvel. Bjarni komst ennígegn mínútu síðar, skaut Birki, fékk boltann aftur, en þá komst Júlíus Ingólfsson fyrir skotið og bjar- gaði í horn. ÍA pressaði stíft síð- asta korterið, án þess að skapa sér umtalsverð færi - Baldvin varði að vísu mjög vel auka- spyrnu frá Sveinbirni og Sveinbjörn skaut í Baldvin og í horn um leið og flautað var af. Verðskuldaður sigur - góð byrj- un Þórs. - K&H/Akureyri Þór-ÍA 2-0 (1-0) ★ ★★ Mörkin: Jónas Róbertsson 39. mín (víti) Bjarni Sveinbjörnsson 53. mín. Stjörnur Þórs: Baidvin Guðmundsson * Bjarni Sveinbjörnsson * Óskar Gunnarsson * Siguróli Kristjánsson * Stjörnur ÍA: Birkir Kristinsson * Sigurður Lárusson * Dómari: Eyjólfur Ólafsson * Áhorfendur 1258 y Jón G. Olögiegur? Ekkert skeyti, segja KR-ingar. Leitað hjá ritsímanum. Aganefnd bíður gagna. Jón G. Bjarnason lék með KR í fyrsta leik 1. deildarinnar í knattspyrnu gegn Þrótti í fyrrakvöld, þrátt fyrir að hann hefði verið dæmdur í leikbann í lok Islandsmótsins í fyrra. Ef KR-ingar te(jast sekir um að hafa notað hann þó hann væri í banni munu þeir tapa stigunum til Þróttar. Úrslit urðu 4-3 fyrir KR í fyrrakvöld en verða 3-0 fyrir Þrótt ef Jón G. verður úrskurðaður ólöglegur. KR-ingar telja sig ekki hafa fengið skeyti frá aganefnd í fyrrahaust um að Jón væri í banni. „Áganefnd á að senda úrskurð sinn í skeyti að loknum fundi og það var ekki gert, við teljum okkur í fullum rétti,“ sagði Steinþór Guðbjartsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR í samtali við Þjóðviljann í gær. Aganefnd KSÍ kom saman í gær en hafði þá ekki fengið nein gögn í hendur, hvorki leikskýrslu úr leiknum né athugasemd frá Þrótti. Ómar Siggeirsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar sagði í spjalli við Þjóðviljann í gær að Þróttur hefði í gær sent aganefndinni skeyti með athugasemd við það að Jón skyldi leika. „Það blóðugasta við þetta er að fyrirliði okkar, Jóhann Hreiðars- son, var líka dæmdur í leikbann í lok mótsins í fyrra og hann tók það út í leiknum gegn KR,“ sagði Ómar. Eftir er að fá staðfest hvort skeytið hafi verið sent. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans var það gert, en skeytið eða staðfesting á sendingu þess hafa ekki fundist. Leitað er hjá ritsímanum og þá ætti að vera hægt að finna hugsanlega staðfestingu á símareikningi þess síma sem skeytið var sent úr. Að sögn Garðars Oddgeirssonar formanns aganefndar verður málið tekið fyrir hjá nefndinni eins fljótt og mögulegt er, enda brýnt að botn fáist í það sem allra fyrst. _y§ Laugardalur Vfldngar í Unnu Valóvænt. „Erumekkifalllið”, Fallkandidatar Víkings náðu að sigra Val í fyrsta leik liðanna í 1. deildinni í ár. Valsmcnn sem taldir eru líklegir til að keppa um efsta sætið, höfðu ekki erindi sem erfiði af viðureigninni við barátt- uglaða Víkinga, sem breyttu stöðunni úr 0-1 í 2-1 á aðeins 4 mínútum. „Við ætluðum okkur að sanna að við erum ekki falllið og getum bitið frá okkur á móti hvaða liði Víkingur-Valur 2-1 (1-1) ★ ★★ Mörk Víkings: Aðalsteinn Aðalsteinss., 42., 46. mín. Mark Vals: Guðm. Þorbjörnsson 27. mín. Stjörnur Víkings: Aðalsteinn Aðalsteinsson * Andri Marteinsson * Jóhannes Bárðarson * Þórður Marelsson * Stjörnur Vals: Guðni Bergsson * Ingvar Guðmundsson * Jón Grétar Jónsson * Valur Vaisson * Dómari: Friðgeir Hallgrímss. ** Áhorfendur 817 England Fellur Coventry? Southampton í UEFA Coventry verður að öllum lík- indum þriðja liðið til að falla í 2. deild ensku knattspyrnunnar eftir 0-0 jafntefli í Ipswich í gær- kvöldi. Norwich vann Chelsea 2-1 á útiveili og West Ham vann Stoke 5-1. Þá gerðu Southampton og Li- verpool jafntefli, 1-1, og Totten- ham vann Sheff. Wed. 2-0 heima. Óvænt það. Þar með er Sotham- pton öruggt með UEFA-sæti. Watford burstaði Man. Utd 5-1 í fyrrakvöld. Staða neðstu liða er þessi: Norwich....42 13 10 19 46-64 49 WestHam....40 12 12 16 50-65 48 Coventry...39 12 5 22 41-63 41 Sunderland.42 10 10 22 39-62 40 stoke......41 3 8 30 24-90 17 sem er. Við náðum góðri baráttu og horfum bjartir fram á við,“ sagði fyrirliði Víkinga, baráttu- jaxlinn Jóhannes Bárðarson eftir leikinn. Það var baráttan sem færði þeim sigurinn og var hann verð- skuldaður. Víkingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik, en Valsmenn öllu ágengari í sóknar- leiknum. Valsmenn áttu nokkur tækifæri áður en þeir náðu foryst- unni, en henni náðu þeir eftir að Valur Valsson komst upp hornið og gaf vel fyrir. Þar var Guð- mundur Þorbjörnsson og skot hans lenti rétt undir þverslá. Vík- ingar fóru að sækja mun meira eftir þetta og náðu að jafna eftir aukaspyrnu. Þórður Marelsson tók hana og gaf fyrir, Ólafur Ól- afsson skallaði en Stefán Arnar- son varði. Hann hélt þó ekki bolt- anum og Aðalsteinn náði að pota honum inn. Víkingar byrjuðu síðari hálf- leikinn af krafti, Ámundi Sig- mundsson átti skot sem var varið, boltinn barst til Atla Einarssonar sem reyndi skot, en boltinn barst til Þórðar sem var við hægri markteigshornið. Hann gaf fyrir, boltinn fór í varnarmann og síðan í Aðalstein og inn. Þegar líða tók á hálfleikinn fór sókn Valsmanna að þyngjast, en það bar ekki árangur, og Víking- ar fögnuðu sigri. Liðin virtust þurfa smá tíma til að átta sig á grasinu, en leikurinn var lélegur í byrjun en skánaði eftir því sem á leið. Þorgrímur Þráinsson, Val var ekki ánægður með leikinn. „Þetta var óheyrilega lélegt hjá okkur og afleit mörk sem við fengum á okkur. Þeir börðust betur og unnu á því. Við spiluð- um illa og áttum hreinlega skilið að tapa“. -gsm Andri Marteinsson, Víkingi, og Guðmundur Kjartansson, Val, í skallaeinvígi í gærkvöldi. Mynd: E.ÓI. Garður Ingi Bjöm var séður Beið fœris og tryggði FHsigur í lokin „Ég sagði strákunum að þeir mættu aldrei hætta að einbeita sér. Það gerðu þeir samt þegar skammt var til leiksloka, og FH skoraði,“ sagði Marteinn Geirs- son þjálfari Víðis eftir að hans menn höfðu tapað fyrir FH, 0:1, í fyrsta 1. deildarleik Garðsbúa í gærkvöldi. Um 1100 áhorfendur, ótrúlegt í 1200 manna bæ, fylgdust með leiknum sem fram fór á malar- velli Víðis og einkenndist meira Skotar Miðherjar Everton Valdir fyrir íslandsleikinn Jock Stein landsliðseinvaldur Skota í knattspyrnu valdi í gær hina marksæknu miðherja Everton, Andy Gray og Graeme Sharp, í landsliðshóp sinn fyrir HM-leikinn gegn Islendingum á Laugardalsvelli sem fram fer 28. maí. Þeir ásamt Roy Aitken frá Celtic koma í stað Liverpooi-leikmannanna fjögurra, Dalglishs, Hansens, Nicols og Warks sem leika með liði sínu gegn Juventus í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða kvöldið eftir. _VS af löngum spyrnum en af fínu spili. Bæði lið voru mjög stressuð í byrjun en Víðir sótti meira í fyrri hálfleik þó Jón E. Ragnarsson ætti fyrsta skotið, rétt framhjá marki Víðis. Guðjón Guðmunds- son og Grétar Einarsson voru ógnandi frammi en Halldór Hall- dórsson í marki FH varði öll skot þeirra, það besta frá Grétari. Eftir fyrsta korterið í seinni hálfleik fór FH að sækja á, ekki síst eftir að Guðjón hvarf af leikvelli. Þegar á leið var sem Víðismenn væru búnir að sætta sig við jafntefli og biðu eftir því að flautað væri til leiksloka. Það nýtti hinn reyndi Ingi Björn Al- bertsson þjálfari FH sér til hins ýtrasta. Hann fékk langa send- ingu fram miðjuna, einlék að vítateig Víðis og skoraði með góðu skoti - tryggði FH-ingum þrjú stig í sínum fyrsta leik í 1. deild í fjögur ár. Víðismenn efl- dust um helming við markið, en tíminn var of skammur til að jafna. Einar Ásbjörn Olafsson og Guðmundur Jens Knútsson fengu ágæt færi en skutu yfir — FH stóð uppi sem sigurvegari. „Ég beið eftir því að Víðis- menn slökuðu á og sætti sig við- eitt stig,“ sagði Ingi Björn eftir leikinn - og reynsla hans og út- sjónarsemi varð Víðismönnum að falli. - SÓM/Suðurnesjum ÞJOÐVILJINN - SIÐA 15 Víftir-FH 0-1 (O-O) ** Mark FH: Ingi B. Albertsson 86. mín. Stjörnur Víðis: Grétar Einarsson ** Einar Á. Ólafsson * Ólafur Róbertsson * Rúnar Georgsson • Sigurður Magnússon * Stjörnur FH: Halidór Halidórsson ** Ingi B. Albertsson *• Magnús Pálsson * Viðar Halldórsson * Dómari: Guðm. Haraldsson *** Áhorfendur 1100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.