Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.05.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Mlðvikudagur 15. maí 1985 108. tölublað 50. árgangur DJOÐVIUINN Orkubú Vestfjarða Stefnir í stórhækkun orkuverðs Akvörðun iðnaðarráðherra um lækkun verðjöfnunargjalds þýðir 6 miljón kr. tap hjá Orkubúinu. Áður áœtlaður 7miljón kr. hagnaður. Iðnaðarráðherra: Lofar bótum en svarar ekki hvenœr r | stað 7 miljón króna hagnaðar af rekstri Orkubús Vestfjarða eins og gert hafði verið ráð fyrir verður tap Orkubúsins líklega um 6 miljónir vegna þeirrar ákvörðunar iðnaðarráðherra Sverris Hermannssonar að lækka verðjöfnunargjald á raforku úr 19% í 16%. Tekjutap Orkubús- ins nemur því hátt á annan tug miljóna en verðjöfnunargjaldið gaf á sl. ári um 23% af tekjum búsins. Vestfirðingar mega því búast við stórhækkun á raforku- verði á næstu mánuðum. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Orkubús Vestfjarða um sl. helgi. Þar var mættur iðn- aðarráðherra með þann boðskap að til sölu væri hluti ríkissjóðs í Orkubúinu sem nemur um 40% hlutafjár, en 29 sveitarfélög á Vestfjörðum eiga meirihlutann. Iðnaðarráðherra sagði að tekju- tap orkubúsins yrði bætt en að- spurður um hvernig og hvenær Mývatn Vatnið yfirfullt af homsíli Hornsílin aféta bleikjuna Þjóðviljinn skýrði frá því fyrr í vetur að nær engin silungs- veiði væri niður um ís á Mývatni og raunar var veiðin sára lítil í fyrra sumar og sá fiskur sem veiðist er smár, horaður og bragðvondur. Og því spyrja menn hver er ástæðan? Að sögn Jóns Kristjánssonar fiskifræðings hjá Veiðimálastofn- un er nú óskaplegt magn af hornsílum í Mývatni, sennilega meira en nokkru sinni fyrr. Hornsílið er gráðug skepna sem hreinlega afétur bleikjuna, sem þá hrynur niður. Hér væri því um fæðuskort einan að ræða hjá sil- ungnum. Jón sagði að það hefði gerst áður að mikið væri um hornsíli í Mývatni og þá hefði silungsstofn- inn minnkað til muna. En síðan gerist það að hornsílið hverfur allt í einu og enginn veit af hverju frekar en að menn vita af hverju því fjölgar svona mikið. Síðast var mjög mikið af hornsíli í Mý- vatni 1976 og 1977 en árið 1978 hvarf það svo til alveg og silungs- stofninn náði sér upp aftur. Þegar mikið er af hornsíli í vatninu verður það grænt á að líta, vegna þess að hornsilið étur þau smádýr er lifa á vatnagróðri, sem þá vex og setur þennan blæ á vatnið. Þannig var það 1977 en þegar hornsflið hvarf 1978 varð vatnið áftur silfurtært. -S.dór gat hann engu svarað. Á fundinum kom einnig fram að heildarskuldir Orkubúsins nema nú um 700 miljónum króna en eignir umfram skuldir eru um hálfur miljarður. „Það voru engin svör frá ráð- herra um tekjur í staðinn fyrir verðjöfnunargjaldið sem hann ætlar að þurrka alveg út. Þessar aðgerðir munu ekki þýða annað en stórhækkað raforkuverð fyrir Vestfirðinga,” sagði Kristinn Gunnarsson bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í Bolungarvík í samtali við Þjóðviljann í gær. Um 38% af allri raforku á Vestfjörðum kemur frá Orkubú- inu, 6% frá diselstöðvum og 56% frá Rarik og Landsvirkjun. ->g- Alusuisse Ekkert veríð gert Ekkifarið að rœða um breyttar skattareglur. Eiga að liggjafyrir um mánaðamótin. Ríkisstjórn hefurenga stefnu mótað um orkuverð til stœkkunar Ríkisstjórnin hefur enn ekki mótað stefnu sína varðandi afhendingarskilmála og verð fyrir raforku til fyrirhugaðrar stækkunar Álversins í Straumsvík. Engar formlegar viðræður eru enn hafnar milli stjórnvalda og Alusuisse um stækkun, ekkert liggur enn fyrir um endurskoðun á skattareglum vegna framleiðslugjaldsins og forathugun á möguleikum raf- Konur Skipst á skoðunum um kvenna- baráttu í kvöld kl. 20.30 gengst Kvenn- afylking Alþýðubandalagsins fyrir fundi að Hverfisgötu 105, 4,h. Rætt verður um Kvennabar- áttu, hugmyndafræðslu og áherslur. Fulltrúar Kvennafram- boðsins, Kvennalistans, Samtaka kvenna á vinnumarkaði, Banda- lags jafnaðarmanna, Alþýðufl- okkskvenna og kvennafylkingar Alþýðubandalagsins halda fram- söguræður og sitja síðan fyrir svörum. Húsið verður opnað kl. 20.00 skautaverksmiðju við álverið er enn ekki lokið. Þetta upplýsti Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra á Al- þingi í gær er hann svaraði fyrir- spurnum frá Hjörleifi Guttorms- syni um hvernig áframhaldandi samningaviðræðum við Alusu- isse liði. Samkvæmt samningum frá í nóvember átti endurskoðun skattareglna að vera lokið 1. júní n.k. en ekki er farið að ræða þau mál ennþá. Þrátt fyrir yfirlýsingar Sverris í Mbl. nýverið að vel miðaði í samningum um stækkun Álvers- ins og þriðja eignaraðilann, jap- anska rennilásaverksmiðju, kom á daginn í gær að þessar viðræður eru enn ekki byrjaðar. Ríkis- stjórnin hefur þar að auki ekki enn komið sér saman um orku- verðið til viðbótarverksmiðjunn- ar. Iðnaðarráðherra lýsti því yfir að hann hefði ákveðnar hug- myndir um hvert verðið ætti að vera en hann ætlaði síður en svo að fara að tilkynna Alþingi álit sitt í þeim efnum. Hjörleifur Guttormsson sagði greinilegt að ráðherra ætlaði að viðhafa sömu vinnubrögð og við samningagerðina í fyrra og halda öllum málum frá Alþingi og þing- mönnum. Varaði hann harðlega við þeim vinnubrögðum og sagði greinilega lítið að marka digur- barkalegar yfirlýsingar ráðherr- ans í blöðum. -Ig- Hoplax í Kjósinni Stórlaxar í Suður- nesjanet. Göngur í Borgarfjarðarár nœstu daga Lax í Laxá í Kjós var í nýlegum fréttum, - hefur sennilegast verið hoplax, sagði Einar Hannesson á Veiðimálastofnun; lax sem dvel- ur í ánni á vetur og gengur þvengmjór í sjó á vorin. Á stofnuninni hafa menn ekki haft spurnir af laxagöngum enn- þá en búast við fregnum úr Borg- arfirði á næstunni. Þar leitar lax- inn fyrst í íslenskar ár. Suðurnesjabátar hafa verið að fá stórlax í net undanfarið og telja hann fyrr á ferðinni en venjulega. En stórlaxinn gengur venjulega fyrst. Netaveiði í Borgarfjarðar- ám hefst 20. maí. En hoplaxinn er silfraður orð- inn um þetta leyti vors, og því auðvelt að rugla honum saman við nýgenginn lax. FJÖISKYLDAN frá DANMÖRKU samankomin á ÍSLANDI Þegar við hjá ISFUGL kynntum hinn dansk- ættaða HELGARKJÚKLING fyrir íslending- um, vorum við vissir um að hann myndi slá í gegn, en þær stórkostlegu móttökur sem hann fékk komu jafnvel okkur á óvart. Þessvegna kynnum við nú strax annan úr fjölskyldunni frá Danmörku, eftir hverju er að bíða? Tveirgóðirfrá ísfugl érkryddaður ísfugl Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103 VEISLUKJÚKLINGURINN OKKAR er sterkkryddaður með paprikublöndu sem danir hafa lagað, þetta gerir VEISLUKJÚKL- INGINN OKKAR sérlega Ijúffengann og bragðmikinn og líkt og aðrir úr fjölskyldunni, tilbúinn beint í ofninn úr frystinum. Veislukjúklingurínn OKKAR -eftir hverju erað bíða?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.